Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 3
Vlsir. Mánudagur 26. ágúst 1974. 3 Elti íslenzku \erða- mennina til (slands Myndlistarmaður frá Torremolinos málar í Austurstrœti Hann kemur frá Torre- molinos á suðurströnd Spánar, frá stað, sem einn og einn [slendingur hlýtur að kannast við. Hann heitir Martin De La Crux og málar myndir af hverjum, sem hafa vill. Hann situr gjarnan í and- dyrinu hjá Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstrætinu. „Ég er búinn að vera hér i 12 daga. Ég kem frá Torremolinos á Spáni, þangað sem svo margir Islendingar koma. Þar komst ég i kynni við marga þeirra,” og Martin dregur upp bók með heimilisföngum lslendinga.máli sinu til sönnunar. „Það var svo i gegnum þessa Islendinga, sem ég ákvað að koma hingað upp. Þeir héldu að hér yrði fullt fyrir mig að gera og það hefur lika verið nóg að gera enn sem komið er. Ég kýs nú frekar lifandi fyrir- sætur, en annars teikna ég lika eftir ljósmyndum, sem fólk kemur með. Það er mjög gaman Slíkir götumálarar eru algeng sjón á Spáni en öðru máii gegnir um island, þvi stanzar fólkið gjarnan og horfir á meðan Martin De La Crux frá Torremolinos máiar myndir sinar. Ljósm. Bj.Bj. að teikna þessi skemmtilegu norrænu andlit. Nei, mér er ekkert sérstak- lega kalt að sitja hérna núna, en annars er það upp og ofan eins og annað. Fjöldi mynda, sem ég teikna á dag erlika upp og ofan stundum 3, stundum 6 eða jafnv. 10. Það tekur mig klukkustund að teikna litmynd en hálftima svart hvita mynd”, segir Martin De La Crux frá Torremolinos. Martin ætti þvi að gera það allgott suma dagana hér á Is- landi. Myndin kostar 4000 krón- ur. en litmynd 7000 krónur. 10 myndir á dag gefa þvi 40-70 þús- und krónur i aðra hönd. ’—JB Tékki hjólar hringveginn Kom til Islands til að verða sá fyrsti en varð svo annar... „Ég ætlaði að vera sá fyrsti, en svo sé ég það í Vísi, að Þorvaldur Stein- grímsson hefur orðið á undan mér að hjóla hringveginn. Það verður bara að taka því." Þetta segir Vlastimil Svoboda, hjólreiðamaður frá Prag í Tékkóslóvakiu. „Ég hjólaði um það bil 8 tima á dag og lagði hringinn að baki á 17 dögum. Ég hafði bara litinn svefnpoka með mér og svaf i honum flestar nætur, nema hvað ég gisti einu sinni á bónda- býli og tvisvar i skólum. Ég er bátsmaður á ferju, sem siglir milli Prag og Hamborgar eftir Elbu. Ég er búinn að vera 20 ár með þennan hjólreiða- áhuga, og á þeim tima hef ég- hjólað um Júgóslaviu, Tékkó- slóvakiu, Pólland, Austurriki, og svo fór ég i 4000 km ferðalag um Skandinaviu ásamt vini minum. Þaö ferðalag tók 35 daga. 1 fyrra tók ég þátt I leiðangri 20 tékkneskra hjólr.manna yfir auönir og eyðimerkur í Túnis I Afriku og það var feiknalega erfið ferö. Þó var það barnaleik- ur miðað við þessa kringum Is- land. Þar var vandamálið hitinn, sem fór allt upp i30Stig, en hér er vandamálið vegirnir. Guð minn góður, þeir eru sko erfiðir yfirferðar. A einum staðnum varð ég jafnvel að setja hjólið á bakið og bera það. Ég lenti lika i þrumum og eldingum á milli Kirkjubæjar- klausturs og Vikur. Ég held, að leiðin þar á milli sé um 90 km, en ég var ekki nema um fimm tima þvi ég hafði hávaðarok beint I bakið. En ég hef aldrei um ævina orðið blautari. Island hefur verið mitt draumaland allt frá þvi ég var krakki. Þvi lagði ég loksins upp i hjólreiðaferð i kringum landið. Þeir voru svo vingjarnlegir hjá Eimskip að bjóða mér vinnu á einum fossinum, sem siglir til Evrópu og þvi fæ ég ókeypis far heim. Þangað til ég fer heim ætla ég bara að hjóla hér um nágrenni Reykjavikur, til Þing- valla og þess háttar. A næsta ári kem ég svo von- andi hér aftur á leið minni til Kanada, ég ætla nefnilega að reyna að komast til að horfa á Ólympiuleikana i Montreal og kannskilegg ég svo Kanada fyr- ir mig á hjóli. jb. Mikil leit að áttrœðum manni á Snœfells- nesi Attræður maður villtist frá samferðafólki sinu, þar sem það var statt ofan við Hóla vestast á Snæfellsnesinu um hálf fjögur leytið I gær. Maðurinn.sem var þarna ásamt fólki frá Ólafsvik, mun hafa reikað burt frá fólkinu og þegar hann kom ekki i ljós aftur og fannst ekki við nokkra leit, var kallað á Slysavarnafélagið til að' stoðar. Slysavarnarfélagsdeildir á Nesinu fóru strax til leitar ásamt fólki af nálægum bæjum. Byrjað var að leita i björtu i gær og haldið áfram i nótt en án árangurs. Veðrið þarna undir Jökli var ekki mjög slæmt, en hvasst beggja vegna við. Við Hóla-Hóla er ekki mjög villigjarnt eða hættulegt yfirferðar, en ef farið er út af þvi svæði.taka við gjótur. Þyrla slysavarnarfélagsins flaug með sporhund skátanna vestur i nótt til að hjálpa til við leitina. Ráðgert var einnig að senda þyrlu slysavarnarfélagsins eða varnarliðsins vestur I dag til aö- stoðar við frekari leit —JB • • OLVAÐIR ÖKUMENN Á HVERJU STRÁI „Þessir 26 ökumenn, sem við tókum um helgina, grunaða um ölvun við akstur, svo að segja „duttu” upp i hendurnar á okkur. Þeir voru flestir teknir á mesta annatima okkar á föstudags- og laugardagskvöld, einmitt þegar sizl er ti.ni til að eltast við ölvaða ckumenn”, sagði Axel Kvaran aðalvarðstjóri hjá Reykjavikur- lögreglunni i viðtali við blaðið i morgun. Axel bætti þvi við, að sér þætti ástandið slæmt i þessum efnum, þegar slikur fjöldi væri tekinn við þessar aðstæður. Fyrir utan þessa 26.sem teknir voru I höfuðborginni einni, tók vegaeftirlit Reykjavikurlögregl- unnar 5 grunaða um ölvun við akstur. Auk þessa voru nokkrir ökumenn teknir i nágranna- byggðunum, grunaðir um ölvun við akstur. —ÓH Smaauglýsingar VÍSIS eru virkasta verðmætamiðlunin Tapað- fundið VlSIR íýrstur meö fréttimar Vlastimil Svoboda var ekki alveg svona þurr og hreinn, er hann kom úr hringferðinni. Við gáfum honum tækifæri til að hvila sig, þvo og þurrka, áður en við smelltum þessari mynd af honum. TIL VW 1300 árg. '57 til sölu. Upplýs- ingar veittar i síma 52383 eftir kl. SOLU 8 á kvöldin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.