Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 5
ap/nVEbR L.ÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖNC Umsjón: BB/GP Vlslr. Mánudagur 26. ágúst 1674. Bonna „Fiðl- arann Herforingjastjórnin I Chiie hefur bannaö sýningu kvik- myndarinnar, „Fiölarinn á þakinu”. Segir hún, aö myndin búi yfir spillandi áhrifum, sem rofiö gætu þjóöareiningu Chilebúa. Menntamálaráöherrann, Hugo Castro aöstoöarfiota- foringi, bannaði myndina, sem er söngleikur og fjallar um, eins og flestum er kunnugt um, gyðingaofsóknir I Rússlandi á keisaratimanum. Áður haföi kvikmyndaeftir- litiö hleypt myndinni I gegn. Veita Guineu sjólfstœði Portúgalir undirrita i dag yfirlýsingu þess efnis aö ný- lenda þeirra á vesturströnd Afriku, Guinea, öðlist sjálf- stæði — 1 Guineu-Bissau hafa þjóðernissinnar stundað skæruhernað i 13 ár gegn Portúgölum Sendinefnd Portúgalsstjórn- ar hefur að undanförnu átt samningaviðræður viö full- trúa þjóðernissinna. Hafa þær farið fram i Alsir. Hearst ófundin Patrica Hearst, dóttir blaöakóngsins — sú sem rænt ,var, en gekk i liö meö ræningjum sinum — hefur ásamt tveim eftirlifandi félögum úr Symbonesiska frelsishernum svonefnda þreifaö fyrir sér um aö slást I hóp meö öörum öfga- samtökum, sem hrósa sér af , 19 sprengjutilræðum I Chicago. Stórblaðið Chicago Tribune segist hafa komizt á snoðir um, að yfirvöld hafi fengiö upplýsingar um þessar til- raunir Pat Hearst og Harris- hjónanna. Þau þrjú eru talin fara huldu höfði einhvers staöar i Los Angeles eöa ná- grenni. Eiga þau að hafa reynt að gerast aðilar að „Veður-neðanjarðar- hreyfingunni”, eins og önnur öfgasamtök nefna sig — Foringi þeirra, sem er kona, er sögð vera stödd i Kali- forniu. McCarthy aftur ó kreik öidungadeildarþingmaöur- inn fyrrverandi, Eugene McCarthy, sem árangurslaust reyndi að ná útnefningu demó- krataflokksins i forseta- kosningum i Bandarikjunum 1968, kann aö bjóöa sig fram 1976, en þá sem óháöur. Hann lýsti þvi yfir I Chicago i gær, aö hann heföi gerzt tals- maður samtaka, sem vilja berjast fyrir þvi aö forseta- embættið fylgi ákvæöum stjórnskrárinnar. — Einn úr þessum samtökum upplýsti eftir á, að McCarthy heföi veriö beöinn aö bjóöa sig fram sem óháöur, og orðiö viö þeirri bón. McCarthy hætti I þinginu 1970. Tyrkir reiðubúnir að minnka sína köku Kurt Waldheim, framkvæmda- stjóri Sameinuöu þjóðanna, mun i dag ræöa viö leiðtoga Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja á eynni. Um helgina ræddi VVald- heim viö stjórnvöld I Aþenu og Ankara. Við brottför hans frá tyrknesku höfuöborginni sagöi sérfræöingur rikisstjórnar Tyrk- land, aö stjórnin mundi aldrei fallast á minna yfirráðasvæöi Tyrkja á eynni en sem næmi 28% af stærö hennar. 40.000 manna lið Tyrkja á Kýp- ur ræður nú yfir 40% eyjunnar, tveimur helztu hafnarborgum hennar. og tveimur þriðju af hér- uðunum, þar sem atvinnullf er blómlegast. Haluk Ulman, sem gegnir engu opinberu embætti en er talinn einn nánasti ráðgjafi Bulent Ece- vit, forsætisráðherra Tyrkja, um utanrikismál, sagði fréttamanni AP i Ankara, að Tyrkir mundu krefjast sjálfstjórnarsvæðis fyrir þá 120 þúsund Tyrki, sem búa á Kýpur og bætti við: „það má ekki vera minna en 28%...um annað má ræða.” Griska stjórnin og leiðtogar Kýpur-Grikkja i Nikósíu hafa tekið vel I hugmyndir og tillögur Sovétmanna um ráðstefnu aðild- arrikja öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og aðila að Kýpurdeil- unni um framtið eyjunnar og bpottflutning alls erlends herliðs frá Kýpur. Hins vegar segjast Tyrkir ekki geta tekið tillögur Sovétmanna „alvarlega”, lita þeir á sovézku afskiptin sem áróöursbragö. Segjast Tyrkir geta komið i veg fyrir, að tillög unum verði hrint I framkvæmd með þvi að neita að sækja ráð- stefnuna. Ekki er talið liklegt, að Tyrkir þurfi að gripa til þess ráðs, þvi að bæði Bandarlkjamenn og Bretar hafa tekiö neikvæða afstöðu til sovézku tillagnanna, þótt þeir hafi ekki formlega skýrt frá viðhorfum sinum. Það er skoðun Tyrkja, Breta og Bandarikja- manna, að rikin þrjú, Grikkland, Tyrkland og Bretland, sem bera ábyrgð á sjálfstæði og hlutleysi Kýpur samkvæmt samningnum frá 196C,eigi að fjalla um framtiö- arskipai* mála á eyjunni. Loks er á það bent af frétta- skýrendum, að ekki sé óliklegt, að Kinverjar beiti neitunarvldi sinu I öryggisráðinu til að fella tillögur Sovétmanna. Kinverjar vilja ekki, að Rússar auki áhrif sin með afskiptum af málefnum Kýpur. Tyrkneskir Kýpurbúar hafa hvarvetna fagnaö tyrknesku hersveltunupi. Haile Selassie keisari Eþiópiu á nú ekki lengur þak yfir höfuöiö. KOMMUNISTAR í SÓKN í SUÐUR-VIETNAM Hersveitir kommúnista frá Noröur-VIetnam sækja sifeilt sunnar I Suöur-Vietnam. Liðs- menn rikisstjórnar Suöur-Viet- nam töpuöu I gær varöstöö á miöri strandlengju lands sins, aö sögn herstjórnarinnar i Saigon i morgun. Eftir að hersveitir kommúnista höfðu tekið varðstööina, hófu þær stórskotahrið á Nghia Hanh, sem er héraðs-höfuðborg þar i grennd- inni. Atök þessi fara fram um 580 km norð-austur af Saigon, á svæði, sem hvað eftir annað hefur verið vigvöllur i Vietnam- striöinu. Það var skýrt frá þvi i morgun i Saigon, að rikisstjórn Suður-Viet- nam hefði tilkynnt aðilum að Parisarsamkomulaginu frá þvi I fyrra um frið i Vietnam, að kom- múnistar hefðu samninginn að engu. Saigon-stjórnin segist munu gripa til nauðsynlegra ráð- stafana, breyti kommúnistar ekki um stefnu. í tilkynningunni frá Saigon segir, að kommúnistar hafi tekið þrjá suður-vietnamska bæi i þessum mánuði. Jafnframt er frá þvi greint, að Norður-Vietnamar hafi beitt vopnum frá öðrum kommúnista-löndum I sókn sinni. Keisaradœmið að líða undir lok Tvö þúsund ára konung- og keisaradæmi Eþiópiu virðist nú vera aö renna sitt siöasta skeiö, eftir aö her landsins hefur þjóö- nýtt keisarahöll Haile Selassie. í sérstöku útvarpsávarpi I gær var þvi lýst yfir, aö höll keisarans heföi veriö reist meö blóöi og svita fólksins og framvegis yröi hún þess eign. Yfirtaka hallarinnar gerist á sama tima og blöð og útvarp i Eþlópíu krefjast þess æ ákafar, aö keisaradæmið, sem rikt hefur I landinu frá þvi að Salómon, konungurinn og Drottningin af Seba mynduðu eitt riki, verði lagt niður. Keisarinn hefur i raun verið alveg sviptur alræðisvaldi sinu, sem hann hefur haft i 45 ár. Ráð- gjafar hans eru allir i fangelsi, ráöuneyti hans hefur verið leyst upp, einkadómstóll hans lagður j niður og hermálanefnd hans gerð valdalaus. Nú getur hann ekki einu sinni sagt, að hann eigi heimili sitt. Framvegis mun höllin, sem reist var 1955 á 25 ára stjórnar- afmæli keisarans, verða kölluð þjóðarhöllin. Eftir þjóðnýtingu hallarinnar veltu menn þvi fyrir sér, hvort 82 ára gamli keisarinn mundi ekki fara til sumarhallar sinnar fyrir utan höfuðborgina og dveljast þar sem valdalaust þjóðhöfðingi. En herforingjanefndin, sem nú fer með völdin i landinu, batt fljótt enda á þessar vangaveltur, þvi að hún lýsti þvi yfir, að sumarhöllin væri einnig eign þjóðarinnar. Flúðu fangelsið til að hefna A þriöja hundraö lögreglumenn voruá hælum þriggja refsifanga, sem sloppiö höföu úr fangelsi og hafa á flóttanum drepiö tvö vitni i hefndarskyni og nauögaö tveim konum — allt á sama sólar- hringnum. Mennirnir struku úr rikisfang- elsi Colorado, en lögreglan fann i klefa eins þeirra lista yfir þá sem þeir ætla sér að drepa tilhefnda. Fangarnir stálu vörubil og rændu tveim ungum konum, sem þeir nauðguðu á leiðinni, áður en þeir slepptu þeim aftur i bænum Graham i Texas, skammt frá Stephanville, sem er I um það bil 160 km fjarlægö frá Dallas I Texas myrtu þeir bónda, sem hafði á sinum tima borið vitni gegn einum þeirra. 1 bænum Mingus skutu þrlmenningarnir konu til bana og særðu eiginmann hennar. Konan hafði borið vitni gegn einum þeirra. — Þeir reyndu að brjótast inn á heimili annars manns, sennilega i sama hefndarhug, en honum tókst að varna þeim inngöngu 1 morgun þegar siðast fréttist, stefndu moröingjarnir til heima bæjar eins þeirra. Lögreglan var þá fast á hælum þeim með spor- hunda, og þyrlur. 1 skotbardaga við morðingjana varð einn lög- reglubillinn fyrir skoti og lenti út af veginum — Nokkrir uröu fyrir skotum, þegar flóttafangarnir létu kúlunum rigna yfir kaffistofu sem stóð við veginn á leið þeirra. Fangar þessir, Williams 29 ára, Almer 22 ára, og Magnum 22 ára, sátu inni fyrir innbrot, þjófnaði og rán — Mangum afplánaði 3 ára fangelsi, Almer lifstiðardóm og Williams 40-60 ára fangelsi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.