Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Mánudagur 26. ágúst 1974. Ármenningar héldu velli Sigruðu Breiðablik í 2. deild á föstudaginn 4:2 Armenningar tryggöu sér áframhaldandi veru i 2. deild meö þvi aö sigra Breiöablik- i Kópa- vogi- á föstudagskvöldio með 4 mörkum gegn 2. Hafa þeir nú hlotiö 9 stig og eiga einn leik eftir viö Hauka & Armannsvellinum. Völsungur er meö 7 stig og á tvo leiki eftir og ísafjörður 5 stig og á einnig eftir tvo leiki....þar af annan við Völsung. Allt útlit var fyrir að Breiðablik ætlaði aft fara með sigur af hólmi i leiknum á föstudaginn. Hinrik Þórhallsson skoraði fljótlega fyrir Breiðablik og Ólafur Friðriksson bætti öðru marki við skömmu siðar. Kópavogsbúarnir óðu i tæki- færum I fyrri hálfleiknum en tókst ekki að skora fleiri mörk mistókst meira að segja að skora úr vitaspyrnu. Rétt fyrir hálfleik minnkaði Siguröur Leifsson bilið fyrir Armann I eitt mark og I siðari hálfleiknum bætti hann tveim mörkum við, en þá réðu Ár- menningar mestu um gang leiksins. Guðmundur Sigur- björnsson innsiglaði svo sigurinn fyrir Armann með þvi að skora úr vitaspyrnu skömmu fyrir leikslok. Loftur bœtti við tveim mörkum er Haukar sigrudu Selfoss í 2. deild 3:0 Haukar sigruðu Selfoss i 2. deild tslandsmótsins i knatt- spyrnu á Selfossvellinum á föstu- daginn með þrem mörkum gegn engu Haukarnir höfðu mikla yfir- burði I þessum leik og áttu að geta skorað mun fleiri mörk en heima- menn, sem voru með daufara lagi i þetta sinn Leikið þegarnœst er fœrt Óveörið um helgina varð til þess að fresta varð tveim mikil- vægum leikjum I 1. og 2. deild.....leik tsafjarðar og Völs- ungs, sem átti að fara fram á ísafirði og leik Vestmannaeyja og Akureyrar, sem átti að fara fram I Eyjum. Ekkert flugveður var og kom- ust liðiri þvl ekki á ákvörðunar- stað en við fyrsta tækifæri munu þau halda þangao. Leikurinn i Eyjum mun fara fram einhvern næstu daga, en nokkur bið getur orðið á þvl að leikurinn á tsafirðí verði leik- inn. Völsungar eiga að leika I bikarkeppninni á miðvikudag- inn og siðan aftur I deildinni um helgina. Þá eiga tsfirðingarnir einnig að leika og getur þvl orð- ið að bfða eftir þessum leik fram I næstu viku. Evrópu - met í kúluvarpi Sovétmaðurinn Alexander Baryshnikow setti nýtt Evrópu- met I kúluvarpi á Znamensky leiknum, sem fram fóru I Moskvu uni helgina. Hann kastaði kúlunni 21,70 metra, sem er þrem sentimetrum lengra en gamla Evrópumetið. Þrlr islenzkir keppendur tóku þátt I þessu móti....Oskar Jakobsr son, Sigfús Jónsson og Agúst Asgeirsson, en okkur hafa ekki borizt fréttir af árangri þeirra á þessu stóra móti. Markakóngur 2, deildar — Loftur Eyjólfsson — skoraði tvö af mörkum Hauka i þessum leik og er nú kominn með 13 mörk i 13 leikjum, sem er mjög gott afrek i knattspyrnu. Hann skorabi fyrra mark sitt snemma i leiknum og það siðara, er um 10 min. voru liðnar af siðari hálfleiknum. Ólafur Torfason skoraði svo 3ja mark Hauka rétt fyrir leikslok. Enginn dómari mætti á þennan leik og varð formaður knatt- spyrnudeildar Selfoss Björn Gislason að taka að sér dóm- gæzluna, og fórst það ágætlega úr hendi. Overath hœttur! Wolfgang Overath, sem var einn bezti leikmaður Vest- ur-þýzka landsliðsins I siðustu HM-keppni, tiikynnti I gær, að hann léki ekki með landsliðinu framar. Hann er annar maðurinn úr heimsmeistaraliðinu, sem tilkynnir þessa ákvörðun slna á rúmri viku.....hinn var Gerd Muller. Overath, sem er þrltugur að aldri, hefur leikið 74 landsleiki fyrir Vestur-Þýzkaland á slðustu 11 árum, en hann var 19 ára gamall er hann lék sinn fyrsta landsleik. ._i^ip__ 2. deild Staðan 12. deild eftir leikina um helgina: Breiðablik—Armann 2:4 Selfoss—Haukar 0:3 13 10 3 0 34:4 23 FH Þróttur 13 7 5 1 22:10 Haukar 13 7 3 3 23:15 Breiðablik 13 5 2 6 26:17 Selfoss 13 5 0 8 14:28 Armann 13 4 18 17:30 Vöisungur 12 3 18 17:29 isafjörður 12 2 19 13:33 Markhæstu menn: LofturEyjólfsson.Haukum 13 HelgiRagnarsson.FH 8 ÓlafurFriðriksson.Breiðab. 8 ÓlafurDanivalsson.FH 8 Næstu leikir: Laugardaginn 31. ágúst: ....Völsungur-Breiðablik, FH-tsafjörður. Selfoss-Þróttur. 1. september: Armann-Haukar. Þar fyrir utan er svo eftir leikur ísafjarðar og Völsungs, sem frestað var um helgina. 19 17 12 10 9 7 5 NÝJUNG-NYJUNG-NYJUNG TIVOLI 1,2 og 3 stólarnir. Betri og faliegri armar, vandaðri og fallegri krossfœtur. Framleiðum létt, sterk og þægileg hús- gögn i eldhús, félagsheimili, skrifstofur, og fleira. Fjölbreyttasta úrvalið fáið þið hjá okkur. KROM- HÚSGÖGN Suðurlandsbraut 10 Simi 83360. Framleiðandi: Stólidjan h.f. Kópavogi. I HERRABUÐINNI VIÐ LÆKJARTORG mónudag, þriðjudag, miðvikudag Herraföt. Mikið úrval af góðum fötum Til vetrarins, kuldablússur með loðkraga Einstakt tœkifœri til að gera góð koup fyrir veturinn t+*AXoJ&x*J[ k. r/W\ 1 V I D L Æ KJARTORG r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.