Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 12
Vfsir. Mánudagur 26. ágúst 1974. ENSKA KNATTSPYRNAN: Nú var heimavöllurinn happadrjúgur í 1. deild Úrslit ensku knattspyrnunnar voru gjörólfk þeim úrslitum sem viO sáum á seölinum f slöustu viku, þvi aö þá voru 7 útisigrar, en nú voru hvorki meira né minna en 8 heimasigrar. Arsenal byrjaöi á þvi aö bursta Manchester City meö 4:0. Voru yfirburöir Arsenaliiösins svo miklir, aö markataian gæti hafa veriö mikiu stærri. Brian Kidd, 115 þús. punda-leikmaöurinn frá Manchester United, skoraöi 2 mörk, en John Radford skoraöi hin tvö. Charlie George miövallarspilarinn hjá Arsenal þótti svo góöur, aö Arsenal - áhangendurnir eru liklega ennþá aö hylla hann, enda er hann fæddur og uppalinn i Arsenal- hverfinu. Carlisle tók Tottenham Hotspur i kennslustund á heima- velli sinum en tókst þó aðeins að skora eitt mark sem Balderstone skoraði. Eins og áður hefur verið getið i blaðinu, þá er Tottenham- liðiö 1 algjörri upplausn og er vart 1. deildar lið aö margra áliti. Chelsea sigraði Coventry óvænt, á heimavelli þeirra siðar- nefndu, meö 3:1. Mörk Chelsea i leiknum skoruöu þeir Charlie Cooke, Garner og Locke. Chelsea vai betra liöið og átti sigurinn fyllilega skilið. Derby County sigraði Sheffield á Basball Ground með 2:0, og HANDKLÆÐAKASSAR FYRIR SAMKOMUHÚS OG VINNUSTAÐI VERÐ KRÓNUR: 6830 7960 LEIGA EÐA GÓÐ GREIÐSLUKJÖR voru þar Kevin Hector og Francis Lee aö verki. Derby þótti sýna mun betri leik en sigurinn var helzt til litill. Colin Todd, annar af miðframvörðum Derby liðsins, þótti.svo góöur, að Don Revie, framkvæmdastjóri Englands, getur ekki gengið framhjá honum i næsta landsleik. Tolbout og Wymark skoruðu mörkin fyrir Ipswich, sem var miklu betri en Burnley i Ipswich i gær, og var það oft ótrúlegt, hvernig Burnley-leikmennirnir sluppu með skrekkinn. Leeds United fékk sin fyrstu stig I gær og það var tæpast að þeir ættu skilið bæðistigin. stigin. Markið var algjört heppnis- mark og kom þannig, að einn af varnarmönnum Birmingham ætlaði að hreinsa frá marki, en boltinn hrökk i dómara leiksins og þaðan til Allan Clarks, sem lék sinn fyrsta leik á timabilinu, og átti hann þá greiða leiö að markinu og skoraði örugglega. Liverpool skoraði eftir aðeins 19 sekúndur og var það úr vita- spyrnu, sem Alex Lindsey fram- kvæmdi. Stuttu seinna var aftur dæmd vitaspyrna, sem sami maður tók og skoraöi aftur. Þannig var staðan i hálfleik, en skömmu eftir hlé skoraði Keith Weller fyrir Leicester, en þrátt fyrir það voru það Liverpool- menn, sem réðu meira gangi leiksins. Leikurinn þótti mjög vel leikinn af beggja hálfu og er tal- inn einn af skemmtilegustu leikj- um, sem leiknir hafa verið i deild- inni til þessa. Luton sótti Middlesborough heim og tók þaöan annað stigið. Leikurinn þótti með afbrigðum óskemmtilegur og var aöeins spilaður til að ná stigum af beggja hálfu. Stoke City sigraði Q.P.R. á Loftus Roud i Lundunum meö 1 marki gegn engu. Voru Stoke- menn frekar heppnir að hljóta bæði stigin og var það fyrrver- andi landsliðsmaður Englands, Geoff Hurst, sem skoraöi markið i siðari hálfleik. West Ham tapaði enn einu sinni fyrir Liverpool-liöi á heima-velli sinum Upton Park og er oröið langt siðan þeir hafa unnið Liver- pool eða Everton á heimavelli sinum. Það voru Joe Royle — viti — Bob Latchford og Colin Harvey, sem skoruðu mörk Everton i fyrradag en Billy Bonds — viti — og Mcdovell, sem skoruðu fyrir West Ham. Wolverhamton Wonderes hefur ekki sýnt betri leik siöan 1946 i deildarleik, sagði þulurinn hjá BBC i útvarpinu og sigruðu þeir Newcastle með yfirburöum, fjórum gegn tveimur. Hibbit var maður dagsins og skoraði öll Hinn sterki miövöröur Q.P.R. Terry Mancini.meiddist f leiknum gegn Leeds á miðvikudaginn (siðast liðinn,) og lék ekki með liöi sfnu I fyrra- dag. Hér sést hann hafa betur i skallaeinvigi við Peter Lorimer. mörk Ulfanna, þar af eitt úr vita- spyrnu. „Gamli maöurinn Mike Baily” sýndi stjörnu-leik ásamt Hibbit og voru úlfarnir svo góðir á miðjunni, að hin fræga Newcastle framlina kom aöeins fjórum sinnum við boltann og skoruðu úr tveimur tæki- færunum, þeirra, og var þar John Tudor að verki I bæði skiptin. Sem sagt, leiknum lyktaði með 4:2. Úlfunum i hag. Portsmouth sigraði Notting- ham Forrest með 2:0. Það voru þeir Ron Davies og Norman Piper, sem skoruðu mörk Portsmouth i leiknum. Notting- ham Forrest hefur aöeins hlotiö eitt stig i 2. deildarkeppninni og þykir ekki liklegt til afreka i vetur. Svo að lokum skulum við lita nánar á úrslitin 11. og 2. deild. Arsenal-Manc.City 4:0 Carlisle-Tottenham 1:0 Coventry-Chelsea 1:3 Derby-Sheffield United 2:0 Ipswich-Burnley 2:0 Leeds-Birmingham 1:0 Liverpool-Leicester 2:1 Middlesbrough-Luton 1:1 Q.P.R.-Stoke 0:1 West Ham-Everton 2:3 Wolves-NewcastleUnited 4:2 Aston Villa-Norwich 1:1 Blackpool-Bolton 2:1 Bristol City-Orient 0:0 Fullham-Cardiff 4:0 Hull City-W.B.A. 1:0 Man. United-Millwall 4:0 Notts County-Oldham 1:0 Oxford-YourkCity 3:1 Portsmouth-Nottingham Forrest 2:0 Sunderland-Southampton 3:1 Sheffield W.-Bristol Rovers 1:1 í 1. deild eru það nýliðarnir Carlisle og Ipswich, sem leiða með 6 stig hvort félag, en i 2. deild eru það Manchester United og Sunderland. —ey Bayern Miinchen fékk óskeypis kennslustund Vestur-þýzka stjörnuliðið Bayern Múnchen fékk heldur betur skell I sinum fyrsta leik i þýzku deildarkeppninni, sem hófst á laugardaginn. Þá lék Bayern við Kicker Off- enbach á Wald Stadium I Frankfurt, þar sem völlur Off- enbach var ekki tilbúinn eftir lagfæringu, sem verið er að gera á honum, og tapaði með sex mörkum gegn engu. Með sina fimm HM-leikmcnn var Bayern gjörsamiega sundurspilað af Offenbach leik- mönnunum og var aðeins Frans „keisari” Beckenbauer eitthvað nálægt sinni fyrri getu af þeim. Eintracht Frankfurt, sem varð bikarmeistari Vest- ur-Þýzkalands i siðustu viku, byrjaði ekki siður en Offen- bach....sigraði Warder Brem- en 3:0, en Borussia Moenchen- gladbach tapaði fyrir Ham- þurger SV á heimavelli 3:1. —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.