Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 26.08.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR Mánudagur 26. ágúst 1974. Blindbylur á Sprengisandi í gœr: Fólk veður- teppt Þaö var blindbylur á Sprengi- sandsleið i gær og mikili snjór I öllum lægðum. Þetta var okkur sagt, þegar við höfðum samband við Sandbúðir I morgun. Tvær rútur frá Guðmundi Jónassyni meö um 70 manns æt’v uöu suður i gær en gistu i Báröar- dal i nótt vegna veöurs. Rúta frá Feröafélaginu meö 24 farþegum fór noröur Kjöl og norður fyrir Hofsjökul og áætlaöi aö koma til Reykjavikur i gærkvöldi. Hún varð veöurteppt og gisti fólkiö á Nýjabæ. öllum liöur vel og eru rúturnar nú lagðar af stað I bæinn, þvi nú hefur stytt upp og komið um 20 km skyggni. A Hveravöllum fengum við aö vita aö ung brezk hjón heföu gist þar I nótt, vegna þess aö veöriö var slæmt. Tveggja gráöu frost var I nótt. Þó fóru bilar um Kjöl I gær og vissu þeir á Hveravöllum til þess, aö einn heföi fariö til Reykjavikur og annar til Blönduóss. — EVI— Búðará olli tjóni — Símasamband fór á Seyðisfirði Það er varla hægt að segja annað en að á ýmsu hafi gengið á Seyöisfirði I heigarveðrinu. Að sögn stöövarstjórans þar slitnaöi simalinan á milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar I fyrrinótt, en það tókst að koma henni lag I gærdag um klukkan 3. Þangað til varð að notast við bilastöðvar, til þess að hægt væri að hafa samband út fyrir kaupstaðinn. Ekki var vitað um, að fleiri hefðu oröið simasambandslausir, og stöövarstjorinn kvaðst ekki hafa fengið fregnir um það. Þá hljóp vöxtur i Búðará á Seyöisfirði, og bar hún fram mik- iö grjót og aur. Strax i gærmorg- un, á milli kl. 5 og 6, var hafizt handa viö aö rjúfa skarö I veginn til þess aö veita henni fram. Samt sem áður tókst ánni að hlaupa yfir tún i 'grendinni og einnig lóð Pósts og sima. Einnig olli hún skemmdum við húsin Múla og Framhús og skemmdi fjárhús viö Múla. Bar hún með sér mikinn aur og grjót og varð mikið tjón á lóö Pósts og síma. Kvaðst stöðvar- stjórinn áætla að það skiptitugum ef ekki hundruðum þúsunda, þvi aö lóðin var svo til nýstandsett. Varö ekki komizt að húsinu nema á vaðstigvélum um tima. — EA Milljónatjón á vegum — skriðuföll á Austfjörðum og snjóaði á heiðar fyrir norðan. — Veður að skána á þessum slóðum Milljónatjón varð á vegum á Austfjörðum i veðri þvi, sem þar gekk yfir um helgina. Urðu vegaskemmdir þar viða vegna þeirra rign- inga, sem urðu. í morgun hafði Vega- gerðinni ekki borizt alveg nákvæmar fréttir af skemmdunum, en talsvert var þó komið og mátti búast við meiru. Mjög viöa urðu skemmdir á ræsum og hrunið hefur á mörgum stööum úr vegum og vegaköntum. Þá uröu einnig mikil skriöuföll, og t.d. lokaöist á milli Eskifjaröar og Reyðar- fjaröar. Miklar skriöur féllu úr Hólmatindi. Þar tókst aö ryðja veginn, og er hann aftur oröinn fær bifreiöum. Þá skeöi þaö sama I Vattanes- skriöum, en einna mest gekk þar á, og varö ekki komizt þar yfir nema á jeppum. Ekki reyndist hægt aö vinna þar I nótt, enda mátti búast viö meiru. Sums staöar tókst aö ryöja I gærkvöldi, svo sem á Kambanesströnd. En skriðuföll urðu einnig^ á vegum viöar en á Seyöisfiröi. Á Mjóafiröi uröu mikil skriöuföll, og fréttir eiga aö öllum likindum eftir aö berast af meiru. Hjá Vegagerðinni var okkur tjáö, að þetta væri mjög mikiö miöaö viö þennan tima árs, enda væri fólk algjörlega óviö- búiö sliku. Ekki var vitao um nein óhöpp, enda lagöi fólk ekki út I neinar miklar vegalengdir vegna óveöurs. Fyrir noröan gekk yfir kalsa- veöur, og snjóaöi á heiðar. Hálka er á fjallvegum noröan- lands, og meöal annars er Vaðlaheiöi ófær bifreiöum. Agætlega ökufært er austur um Dalsmynni. Möörudalsöræfi uröu ófær I gær vegna snjókomu, og var veghefill sendur á staöinn. Þar er nú aö mestu fært stórum bflum og jeppum. Á Vopna- fjarðarheiði veröur snjó rutt i dag. Veður hefur nú skánaö talsvert á þessum slóðum, og standa vonir til, aö úr rætist á næstunni. —EA Þvi er likt fariö meö kafbáta og borgarlsjaka, aö ekki er allt sem sýnist. Hér leggstPSYCHÉ aö bryggju viö Ingóifsgarð I morgun. Upp úr stendur „þilfariö”, en neöansjávar er 7 metra breitt járnrör, hlaöiö tækjum og tólum, auk 52 manna. Ljósm. VIsi: Bj.Bj. Jómskrímsll undirdjúpanna í kurteisis- heimsókn hér Svart og Iangt ferliki skauzt upp úr sjónum á ytri höfninni snemma í morgun. Þegar nánar var aö gáö, mátti þekkja á turnbyggingu á ferlikinu, aö hér var um kafbát aö ræöa, en hvorki Moby Dick né Lagarfljótsorminn. Káfbáturþessierfranskur og er hér * kurteisisheimsökn. Hann liggur viö Ingólfsgarö I Reykjavikurhöfn, en fer héöan aö kvöldi fimmtudagsins. Ætlunin er, aö þá haldi hann á æfingar meö flugvélum varnar- liðsins á Keflavikurflugvelli. Hvaö æfa skal, er svo algjört leyndarmál. Kafbáturinn, sem heitir PSYCHE, er svipaður að lengd og skuttogari, eöa 58 m. Hann er 7 m á breidd, og djúpristan er 5,20 m. 52 menn eru I áhöfn bátsins, og til tilbreytingar ætla þeir sér að dvelja á hóteli þangaö til þeir fara aftur. Láir þeim vist enginn, eftir langa dvöl inni i járnskrimslinu. Meöan áhöfnin dvelst hér, mun hún ferðast eitthvaö um landið og kynna sér llfið, áöur en haldiö veröur á æfingar. PSYCHE er annar kafbátur inn, sem heimsækir okkur meö stuttu millibili. Fyrir nokkrum dögum kom danskur kafbátur til Akureyrar. Hann er nokkru minni en þessi franski. Blaöinu er ekki kunnugt um, hvort tengsl eru á milli þessara tveggja heimsókna I sambandi viö heræfingar. —ÓH SYNDARINN JÁTAÐIÓBEÐINN Þaö er oftar, sem lögreglan þarf aö eltast viö syndara þjóö- félagsins og fá þá meö öllum ráöum til þess aö játa sektir sinar en aö syndararnir komi sjálfir og viöurkenni sektina. Slikt kom fyrir manneinn, sem settist ölvaður undir stýri á bil sinum A laugardaginn, þegar hann var búinn aö drekka talsvert magn áfengis, ók hann sinum eigin bil sem leið liggur Vestur- landsveg i átt frá Reykjavik. Rétt hjá mótum úlfarsfellsvegar fataðist honum stjórn bifreiðar- innar og ók hann út af. Bifreiöin skemmdist talsvert. Stuttu seinna bar bil aö meö fólki, sem maöurinn þekkti. Fékk hann þaö til þess aö aka sér á lögreglustöðina I Árbæjarhverfi, þar sem hann gekk inn og játaöi afglöp sin. A maöurinn nú á hættu að vera sviptur ökuleyfi I a.m.k. eitt ár, og allt aö ævilangt. Það gefst þvi nógur timi til aö naga neglurnar. —ÓH Dauðaslys við Akureyri: OKUMAÐUR VARÐ UNDIR Leigubt Ist jóri kóm snemma í gærmorgun að jeppabifreið/ sem hafði oltið út af veginum 8 km norðan við Akureyri, rétt hjá Sílastöðum i Krækl- ingahlíð. Bilstjóri jeppans lá undir brak- inu úr bilum, sem haföi oltiö nokkrar veltur út af veginum. Hann var fluttur á sjúkrahúsiö á Akureyri, en var látinn þegar þangaö kom. Hann var einn i biln- um. Hann hét Sigurbjörn Gunnþórs- son, 19 ára gamall, til heimilis að Kambsmýri 6 á Akureyri. Sigurbjörn varö aö koma frá Reykjavik, þegar slysið varö. Að sögn lögreglunnar á Akureyri, er erfitt að átta sig á þvi, hvaö hefur gerzt. Þó virðist svo sem jeppinn hafi farið meö hjólin öörum megin út af veginum, og Sigur- björn veriö aö rétta hann inná aftur, en billinn oltið viö það. Hann viröist hafa verið á talsverðum hraöa, ef marka má ástand bilsins eftir velturnar. Ekki er ljóst, hvort Sigurbjörn var spenntur i bilbelti, þar sem hús bilsins lagðist gjörsamlega saman, og billinn sjálfur gjör- eyöilagðist. — ÓH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.