Tíminn - 17.05.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.05.1966, Blaðsíða 9
MUÐJUDAGUR 17. maí 1966 sem næstum öll eru einbýlis- hús. Þetta hefur valdið okkur talsverðum útgjöldum, því þar sem einbýlishús eru byggð, þenst byggðin örar út en ann- ars staðar og af þeim sökum verður kostnaður miklu meiri við framkvæmdir, svo sem götulagnir, holræsalagnir og vatns- og rafmagnslagnir. Allt þetta er mjög kostnaðarsamt og þennan kosnað verða íbú- arnir að greiða jöfnum hönd- um. Álögur eru því allháar hér, þó þær séu ekki hærri en á öðrum hliðstæðum stöðum. Þær eru aldrei hærri en í Reykjavík og venjulega nokkru lægri. Við höfum þó ekki enn- þá lagt á gatnagerðargjöld, eins og gert er í Reykjavík og nágrenni og væri þó full þörf á því til þess að fá tekju- stofn til vegaframkvæmda í þorpinu. — Er það ekki rétt, að þið hafið hér hitaveitu? — Jú, við höfum hitaveitu, sem er í eigu Kaupfélags Ár- nesinga og er nú um 20 ára gömul. Þessi hitaveita er mesta þjóðþrifafyrirtæki og njóta svo að segja allir íbúarnir austan við ána hennar. Hins vegar er ennþá ekki hitaveita vestan Ölfusár. — Þið hafið líka hafið gerð gatna úr varanlegu efni. Hvað getur 'þú sagt mér um það? — Fyrsta framkvæmdin af þvi tagi var gerð árið 1962, en þá var svonefndur Selfoss- vegur mal’bikaður. Síðan hefur verið haldið áfram að vinna að þessum málum og með tilkomu vegalaganna í árslok 1963 vor- um við tiibúnir með teikning- ar og áætlanir um framkvæmd- ir í þjóðveginum um Selfoss. Var hafizt handa um þær fram- kvæmdir í aprílmánuði 1964. Fyrsti kafli Austurvegar um Selfoss var svo malbikaður í septemberlok 1964, eftir að skipt hafði verið um jarðveg, gangstéttarkantar steyptir og niðurfallsleiðslur lagðar með niðurföllum og öðru tilheyr- andi. Mjög mikil flækja síma- kapla var á víð og dreif um vegarstæðið, svo leggja þurfti nýja slíka, svo og vatnslögn o. fl. Á síðasta ári var þessum framkvæmdum haldið áfram og þá voru gangstéttarhellur lagð ar, skipt um jarðveg áfram og gangstéttarkantar steyptir. Hins vegar var ekkert malbik- að á s. 1. ári, en verður gert í sumar að öllu forfallalausu og þá mjög stór kafli bæði í Austurvegi og Eyravegi Þetta er framkvæmd, sem mun kosta hátt á fjórða milljón króna. Undanfarin tvö ár höfum við varið 8.4 milljónum króna til framkvæmda í þjóðvegunum. Af þessari upphæð hafa 2.9 millj komið af tekjum vegalag- anna og 400 þús. kr. áttum við til góða frá eldri framlögum ríkisins til framkvæmda í þjóð- veginum um Selfoss Þannig höfum við sjálfir orðið að leggja fram 5.1 milljón króna til þessara framkvæmda á þess um tveimur árum. — Hvað hafið þið gert í öðr- um opinberum framkvæmdum? — Af öðrum opinberum framkvæmdum vil ég nefna t.d. sundhöllina, en hún var full- byggð árið 1960, eftir að hafa verið í smíðum í sex ár. Hefur hreppurinn rekið hana síðan. Iðnskóli hefur verið starfrækt- ur lengi við lélegan húsakost. Húsnæði hans hefur verið stór bætt með lagfæringu á eldra húsnæði og viðbyggingu við það Stöðugt hefur verið unnið að uppbyggingu íþróttasvæðis í hreppnum og hefur grasi verið sáð í grasvöll, sem notaður var í fyrsta skipti á s.l. ári. Bún- ingshús hefur verið byggt á íþróttasvæðinu, og á þessu ári er fyrirhuguð gerð hlaupa- brauta um völlinn, ef vinnu- afl fæst Þá má og nefna, að á síð- asta ári var hafin bygging gagn fræðaskóla og verður nú unnið áfram við þá framkvæmd þar til lokið er. Verður það vænt- anlega ekki síðar en snemma á næsta ári. Gagnfræðaskólinn á nú við þröngan húsakost að búa, en hann hefur verið til húsa í húsakynnum barnaskól- ans, sem nú veitir ekki af sínu. Á þessu' ári verður'syo væhtan- lega lokið við byggingu bústáð- ar fyrir skólastjóra barnaskól- ans, en sú bygging var hafin fyrir hálfu öðru ári síðan. Vant ar nú aðeins að útvega nægi- legt fjármagn til byggingarinn ar. Á þessu ári verður svo haf- in bygging dagheimilis, en það mál hefur verið í undirbún- ingi undanfarin ár. Á árinu 1962 keypti Slefoss- hreppur allstórt íbúðarhús hér á staðnum, með þremur íbúð- um, sem leigðar eru kennur- um við skólana hér. Var það gert til þess að auðvelda ráðn- ingu kennara, en húsnæðisvand ræði hafa verið hér mikil, þrátt fyrir miklar byggingafram- kvæmdir að undanförnu. Loks vil ég nefna safnahús- ið, sem var vígt árið 1964, en í því húsi er héraðsbókasafn Árnessýslu og byggðasafn sýsl- unnar. Auk þess hefur verið komið þar upp vísi að lista- safni, þar sem málverk eru eft- ir marga af þekktustu listmái- urum þjóðarinnar. Margt fleira væri hægt að TÍMINN Hin nýia gagnfræSaskólabygging. tína til af því, sem gert hef- ur verið, og enn fleira af því, sem gera verður hið fyrsta og er orðið mjög aðkallandi, t.d. bygging hótels og félagsheim- ilis. Hreppurinn keypti árið 1960 samkomuhúsið Selfossbíó og hefur rekið það síðan sem samkomuhús og til kvikmynda- sýninga Þar hafa félögin hér á staðnum fengið inni fyrir sam komur sínar, eftir því sem þau hafa óskað. Einnig hefur verið þar nokkurt æskulýðsstarf á vegum Æskulýðsráðs. Tónlist- arskólinn hefur og verið þar til húsa að nokkru leyti, svo og leikfélag og fleira. — Hvaðan fá Selfossbúar neyzluvatn? — Selfossbúar fá neyzluvatn sitt úr upþsprettum undan rót- um Ingólfsfjalls. Er það leitt þaðan í tveimur aðalaðfærslu- æðuim niður að Ölfusárbrú, sem önnur er 8“ víð en hin 4“ víð. Yfir ána er það leitt neðan í brúnni í tveimur 6“ víðum rörum, og greinist síðan þegar yfir kemur. um byggðina aust- an árinnar. Vegna hinnar öru útþennslu byggðarinnar hefur orðið að vinna mjög mikið að aukningu veitunnar á undanförnum ár- um, og ekki síður vegna mjólk- urbúsins, sem notar ógrynni af vatni. Á s.l. 8 árum hefur verið var- ið til aukningar vatnsveitunn- ar um 2,5 milljónum króna, þar af tæpri einni milljón í nýjar virkjanir linda og bygg- ingu dælustöðva Hitt hefur far ið til áukningar innanbæjar- kerfisins. Hafa á tímabilinu verið lagð ir margir km. nýrra leiðslna hér innanbæjar og um 3 km í aðalæðum. — Að endingu vil ég minn- ast eins starfs, sem hér hefur verið stundað í allstórum stíl, undanfarin tvö kjörtímabil á vegum hreppsins, og ég tel mik ilsvert og merkilegt. Það er vinna, sem börn og unglingar hafa unnið á sumrin, við skóg- rækt og garðrækt og hvers kon ar þrifnaðarstörf. Börnin hafa verið látin hirða og rækta op- inberlega garða hreppsins og ennfremur vinna að skóg- græðslu, bæði hér í hreppsland inu og í girðingu að Snæfoks- stöðum í Grímsnesi en þá jörð á Skógræktarfélag Árnes- sýslu. Hefur hreppurinn iiú tek ið 47 ha. landssvæði þar á leigu til 99 ára. Land þetta er allt af- girt og hafa börnin gróðursett þar undanfarin ár uim 80 T>úsund barrviðarplönur, sem hafa flestar lifað Ber það vott um vandvirkni barnanna í starfi, enda hafa þau notið prýðilegrar leiðsagnar og verk- stjórnar ágæts manns. Hæstu tré, sem gróðursett þarna, eru nú 1.40 m á bæð og lofar það góðu um framtíð skógræktinnar. Við teljum að með þessu starfi séum við að hjálpa til við að ala upp góða og nýta borgara, með því að gefa þeim tækifæri til þess að nota frísundir sínar við roll störf úti í náttúrunni í stað þess að hafa ekkert fyrir sin.'f- — Selfosshreppur á áreiðan lega mikla og góða framíð iyr- ir höndum. Hér býr gott og at- hafnasamt fólk, sem líður hér vel. Svo mun verða áfram, ef það þekkir sinn vitjunartíma og vinnur vel saman í fram- tíðinni og forðast sundrung hér eftir sem higað til. Austurvegur á Selfossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.