Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 1
EÓ—Þorvaldseyri, Eyjafjallahr., miðvikudag. Búast má við erfiðleikum á kál rækt á Suðurlandsundirlendi í sumar og má telja hana útilokaða á mörgum stöðum vegna ótíðar og klaka í vor. Á þetta helzt við um útsveitir og uppsveitir á Suð- urlandsundirlendi. Hér undir Eyjafjöllum hefur vorið ekki farið illa með bændur. Að vísu er ekkert hægt að eiga við flög um þessar mundir vegna bleytu og rigninga, en grasspretta Framnaid a ols. 14 NY MYNDASA6A Birgir Bragason • Tímanum er það ánægja að geta tilkynnt lesendum sínum, að í blaðinu í dag hefst ný íslenzk myndasaga eftir Birgi Bragason. Myndasaga þessi er einkum ætluð unglingum og gerist m.a. á bítlaöldinni. Sag- an er gamansöm í bezta lagi, og vonum við, að hún verði les endum af yngri kynslóðinni til ánægju. Gunnar Guðbjartsson um verðlagsmái landbúnaðarins á Selfossfundinum Verðbólgustefnan he rerð framleiðslu um 130% s.L 5 úr og rýrt útfíutningsuppbætur EJ—Iteykjavík, miðvikudag. Gunnar Gu'ðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda, sagði í ræðu sinni á bændafundinum á Selfossi um verðlagsmál land- búnaðarins í gærkvöldi, að verð landbúnaðai-framleiðslunnar hefði í heild hækkað um rúmlega 130% síðustu fiinm árin, eða um 20— 30% að meðaltali á ári, og væru það áhrif sívaxandi verðbólgu og ýmssa aðgerða stjórnarvalda, sem réðu þar lang mestu um. Vræri þetta gífurlega mikil röskun með tilliti til þess verðs, sem hægt væri að fá fyrir vörurnar á erlendum markaði, en meðalhækkun þar færi vart yfir 4—5% að meðal tali á ári síðustu fimm árin. Þessi mikla röskun í verðhlutföllunum væri því bændastéttinni mjög í óhag og hafi orsakað það, að út- flutningsuppbætur dugi á minnk andi magn framleiðslunnar með ári hverju. Það væri aðeins á valdi ríkisvaldsins að hafa áhrif í þá átt, að bændur fái fullt verð fyrir framleiðslu sína, og þyrfti ríkisvaldið að hafa sam starf við bændasamtökin um Ieið til að leysa þann vanda, sem nú væri við að etja. Hér á eftir fara efnislega nokk ur aðalatriði úr ræðu Gunnars: KOSTAR KÖNNUN ÍSL. HANDRITA ERLENDIS GB—Reykjavík, miðvikudag ísland er nú að gerast virkur aðili að UNESCO (Menningar og vísindastofnun Samcinuðu þjóð- anna) um leið og stofnuð hefur verið öeild eða íslandsnefnd UN ESCO, sem héit fyrsta fundinn að Hótel Sögu í dag, og sátu fundinn tveir erlenedir gestir, Svisslend urinn Pierre H. Coytaux yfirmað ur Evrópudeildar UNESCO í París og Harald L. Tveterás há- skólabókavörður í Osló og formað ur Noregsdeildar UNESCO. Þeir og formaður fslandsnefndarinnar, Gylfi Þ. Gíslason menntamálarað herra, ræddu við fréttamenn í dag að fundi loknum. Pierre H. Coytaux sagði í stór um dráttum frá starfi UNESCO, sem nú hefur starfað í rúm tutt ugu ár. Af 120 löndum, sem gerzt hefðu aðilar að UNESCO, nefðu 110 þegar stofnað deildir eða starf andi nefndir heima fyrir. Eit.t af höfuðverkefnum UNESCO væri að stuðla, með fjárframlögum og útvegun beztu sérfræðinga, að skipulagðri starfsemi i uppeldis- og menntamálum og vísindum. Nefndi hann sem dæmi, að fyrir hugaðar væru skipulagðar rann sóknir á jarðhita og jarðskjálft um, sem mætti þykja fréttnæmt hér á landi, og undanfarið hefði að tilhlutan UNESCO staðið yfir þing haffræðinga í Moskvu, seirn ísland hefði sent fulltrúa á, og fyrirhuguð væri hliðstætt meiri- háttar verkfræðingaþing á næst unni. Coytaux lét í ljós ánægju sína yfir aðild íslands að stofnun inni og kvaðst vonast til að það ætti eftir að njóta góðs að þeirri aðild. Fyrir nokkru hefði verið áky'eðið að UNESCO veitti íslandi styrk til könnunar á íslenzkum Framhald á bls. 15. „Það er rétt að minna á það, að sú löggjöf, sem gildir um verð- lagningu landtoúnaðarvara, tók breyitingum árið 1960 í veigamikl- um atriðum. Eins og fundarmenn muna, voru útflutningsbætur fyrst teknar upp 1955, en þá í sambandi við uppbætur til sjávarútvegsins og í hlutfalli við þær. Fyrstu árin dugði þetta til þess, að bændur fengu fullt grundvallarverð fyrir sínar afurðir, en síðar, þegar verð- bólgan óx meira, eða árið 1958, þá gekk erfiðlega að ná endum saman méð þessari leið, en þá voru lögin þannig úr garði gerð, j að það mátti leggja ofan á innan- ■ landsverðið álagi til þess að bæta upp verð á útfluttum landbúnaðar vörum. Haustið 1958 notaði Fram- leiðsluráð þá heimild, sem þá var í framleiðsluráðslögunum, og lagði 85 aura gjald á dilkakjöt, sem selt var innanlands, til þess að bæta upp verð á útfluttu diikakjöti. Þetta olli miklum ágreiningi í sexmanna-nefnd, sem síðar til þess að fulltrúar neytenda í nefndinni fóru í mál við Fram- leiðsluráð út af þessari ákvörðun og það mál gekk til dóms, bæði í héraði og i hæstarétti, og féll í báðum dómsstigum á þá lund, að Framleiðsluráði væri þetta heim- ilt. Eftir að dómur hæstaréttar féll um sumarið 1959, þá ákváðu full- trúar neytenda í sex-manna-nefnd að hætta störfum í nefndinni. Af þesisu leiddi það, að ríkisstjórn in, sem þá var, ríkisstjórn Al- þýðuflokksins, gaf út bráðabirgða lög haustið 1959, sem að batt verð lag landbúnaðarvara fast og undu bændur því illa, sérstaklega vegna þess, að ýmsir aðrir höfðu þá fengið kauphækkanir, en verð á landtoúnaðarvörum bundið fast. Reynt var að fá þessu breytt, og staðið í samningaþófi um þetta við ríkisstjórnina þar til að sam- steypustjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins komst á lagg- irnar, en þá náðist endanlega sam komulag um breytingar á iöggjöf- inni, sem voru aðallega fólgnar Framhald á 2. síðu. Gunnar GuSbjartsson KLAKINN HINDRAR KÁLRÆKT

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.