Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN FIMMTUDAGUR 9. júní 1966 Verðlagsmál landbúnaðarins Framhald af bls. 1 í 'því annars vegar að bannað var að Ibækka verð á inmanlandsimark aði tíl þess að bæta upp verð á útfluttum landbúnaðarvörum, en í staðinn skyldi ríkisstjórnin ábyrgj ast uppbótagreiðslur á útflutning- inn, sem voru þó takmarkaðar við það að vera í hæsta lagi 10% af heildarverðmæti landbúnaðartfram leiðslunnar hverju sinni. f sam ræmi við þessi ákvæði hefur verið verðlagit siðan. En um svipað leyti, og þessi breyting tók gildi, eða í febrúar 1960, var gerð gengisbreyting, sem breytti öllum viðhorfum varðandi útflutnimg og gerði það að verfcum að mjög lítið þurfti að nota útflutningsuppbætur þá fyrst í stað. Fyrir verðlagsárið 1960—‘61 þurfti aðeins að nota 21 milljón króna í útflutningsuppbætur af um 40 millíjónum króna, sem landbún aðurinn átti þá rétt á samkvæmt mati hagstofunmar á heildarverö- mæti landbúnaðarframleiðslunnar. Þá var flutt út nokkuð á þriðja hundrað tonn af kindakj'öti og ull og gæru, og það hluttfal! hefur haldizt varðandi kjötið öll árin síðan — það er flutt út mjög svip- að magn af kjöti nú eins og 1960. Hins vegar var mjög lítið magn af mjólkurvörum flutt út árið 1960, eða aðeins vinnsluvörur úr undanrennu, sem svarar til 10 mi'lljónum litr? af undanrennu. Sé' það magn ..metið á 60 aura lítidinin af undanrennunni, þá svar ar það til 6 milljón króna verð- mætis. Þróunin hefur orðið sú, að framleðisla hefur aukizt en sá framleiðsluauki er mjög mismun- andi eftir búgreinum. Aukningin í kjötframleiðslunni er um 9,5%, eða tæp 2% á ári að meðaltali á þessum fimm árum, sem síðan eru liðín. Sú aukning hefur öH selzt innanlands og því hetfur ekki þurft að flytia út vaxandi magn af kindakjöti. En aukningin í mjólkinni hefur verið miklu mun meiri. Mjólkurmagnið 1960 var um 76 milljónir kg., en var s.l. ár um 106 milljónir kg. Aukning- in er því rúmlega 30 milljónir kílóa, eða yfir 40%.. Það svarar til um 8% aukningar að meðal- tali á ári. Neyzluiaukningin var eins og ég sagði í kjötinu svo til sú sama og framleiðs'luaukningin, eða um 9.5%, en neyzluaukningin í mjólk hefur orðið um 18%, þ.e.a.s að sala á nýmjólk í landinu á þessu tímabili hetfur aukizt um 6 millj- ón kg, en 24 milljón kg að fara -með í vinnslu og flytja vörurnar úr landi, þannig að verðmæti þeirra mjólirvara, sem nú þarf að flytja úr landi, er ytfir 200 millj- ónir króna, á móti 6 milljónum króna 1960. Þessi misþróun í búgreinunum á verulegan þátt í þeim vand- kvæðum, sem nú eru orðin varð- andi það, að útflutningsuppbætur duga ekki til að tryggja það, að bændur geti fengið fullt grund- vallarverð. Það kemur til af þvd, að verðlag á mjólkurvörum á er- lendum markaði er hluttfallslega miklu óhagsitæðara en á kjöti og sauðfjárafurðum ytfirleitt. Þegar ég tók við formennsku í Stéttarsambandinu 1963 voru þessi hiluttföll þannig, að fyrir sauðfjárafurðirnar í heild fékkst um 73% að meðaltali af skráðu heildsöluverði innanlands á er- lenda markaðinum, en um 34% fyrir mjólkurvörurnar. Nú eru þessi Mutföll orðin önnur, þ.e.a.s. að nú fást tæp 50% fyrir sauð- fjárafurðirnar í heild, en ekki nema 22—23% fyrir mjólkurvör- urnar. Af þeissu leiðir, að þurft hefur vaxandi krónufjölda í út- fihitningsuppbætur á útflutning- inn, og alveg sérstaklega vegna þess, að aukningin hefur verið miklu meiri í mjólkurvörum held- ur en í sauðfjárafurðum. Væri aukningin öll í sauðfjárafurðum þá væri allt í lagi — þá dygðu útflutningsuppbæturnar og væri sjóifsagt afgangur atf þeim, en af því að þróunin hefur orðið sú, að aukningin í framleiðslu mjólk- urvara hetfur orðið miklu meiri, þá hafa uppbæturnar orðið mun ódrýgri, og vantar mikið á að þær dugi nú til þess að bæta allt verð upp í innanlandsverð. Annað stórt atriði, sem hefur hafit geysilega mikil áhrdf, er verð bólgan, og sú óhagstæða verðlags- þróun, sem orðið hefur hér inn- anlands á þessu tímabili. Margir þættir rekstursfcostn. í búi bónd- ans hafa hækkað gífurlega mikið á þessu tímabili, og verð fram- leiðslunnar hetfur í heild hækkað yfir 130% á þessum fimm árum, eða um 20—30% að meðal- tali á ári. Þetta er gífurlega mikil röskun með tffliti til þess verðs, sem hægt er að fá fyrir vörurnar á erlenda miarkaðinum. Erlendi markaðurinn hefur gefið að vísu nokkuð hærra verð núna heldur en 1960, en sá munur er miklu mun minni, og meðalhækkun þar er vart yfir 4—5% á ári að meðal- tali, þannig að þarna hefur orðið mikil röskun í verðhlutfölium, sem eru bændasitéttinni mjög í óhag, og hefur orsakað það, að útflutningsuppbætumar duga á minnkandi magn framleiðslu með ári hverju eftir því sem verðbólg- an vex meira hér innanlands. TVö síðasfliðin ár hafa útflutn- ingsuppbætur verið notaðar að fullu, og á s.l. ári skeði það líka, að satfnað var upp miklum birgð- um af smjöri, sem ekki var hægt að selja — hvorki í landinu, né hérlendis — vegna þess að mark- aður fyrirfannst ekki. Og það sem verra er, að neyzla á smjöri hef- ur minnkað undanfarandi ár. Eins og ég sagði áðan, þá hefur mjólk- urneyzla vaxið um 18% á þessum fimm árum, eða um 3—3.5% á ári að meðaltali. Ostaneyzla hefur vax ið um 13%, eða um 2.5% á ári að meðaltali, en smjörneyzlan hef, ur minnkað um 10% eða um 2% að meðaltali á ári. Það er mjög alvarlegt vandamál, sem skapazt hefur vegna minnkandi smjör- neyzlu samhliða mjög mikið vax- andi mjólkurframleiðslu, og þar af leiðandi vaxandi smjörgerð, og ekki verið hægt að fá viðunandi markað fyrir smjörið annars stað- ar. Um s.l. áramót var mikið smjör magn í birgðum hjá mjólkurbúun um, og verðmæti þess var um eða yfir 200 miiljónir króna, og það svarar til þess að vera nærri því tvær krónur á hvern lítra inn- veginnar mjólkur í mjólkursam- lögin s.l. ár. Þetta hefur skapað mjðlfcurbúunum mjög mikil rekstr arvandkvæði vegna þess að þau vantar fé í reksturinn, þar sem svo mikið er bundið í birgðum og alveg sérstaklega vegna þess, að Seðlabankinn hefur frá áramót- um dregið úr afurðalánum út á smjönbingðirnar, og það mjög til- finnanlega. Og enn berast fréttir um, að hann hafi í hyggju, að draga enn úr afurðalánunum. Þetta hefur skapað sumum búanna alveg óytfirstíganleg vanda mál, sem m.a. hafa birzt í því, að t.d. eitt stórt mjólkurbú hefur ekki getað borgað bændunum út það verð, sem þeir áttu að fá fyrir afurðirnar s.l. ár. Mjólkur- samlagið á Akureyri hélt eftir núna við uppgjör 85 aurum á hvern lítra mjólkur fyrir s.l ár, vegna þess að það hafði ekki fé til þess að borga út til bændanna. Ef mjólkurframleiðslan heldur áfram að vaxa, þá myndi þetta verða stórvaxandi vandamál, sem erfitt væri að leysa, ef ekkert væri að gert. Framleiðsluráð tók þessi mál til mjög gaumgæfilegrar athugun ar strax í haust, þegar það gerði sér Ijóst í hvað stefndi, og gerði áætlanir um það, hvernig ástand ið myndi verða á yfirstandandi verðlagsári. Sú áætlun leiddi til þeirrar niðurstöðu, að vanta myndi 70—80 milljónir króna á það, að útflutningsuppbæturnar gætu tryggt bændum fullt grundvallar verð fyrir al'la framleiðsluna, mið að við 5% aukningu í mjólkur framleiðslunni á þessu ári, en eins og ég hef getið u-m var meðal aukning árlega s. 1. fimm árin um 8%. Nú er erfitt að gera svona áætlanir, svo að öruggt sé, að þær reynist réttar — margt getur ráðið þar um, tíðarfar og annað, en okkur virtíst, að þetta væri ekki óvarlega áætlað miðað við fengna reynslu á þessu sviði undanfarandi ár. En þá er ekki gert ráð fyrir að minnka smjör birgðirnar, og það vandamál var því alveg óleyst. Við vildum gjarn an, gera tilraun til þess að leysa það vandamál, að einhverju leyti a. m. k., þannig, að létt væri af mjólkursamlögunum þeim geysi- legu vandkvæðum, sem þessar birgðir hafa valdið þeim í rekstr inum, og um leið skapa þeim meiri möguleika til þess að greiða bænd um verðið fyrir framleiðsluna. Það var því leitað til ríkisstjórn arinnar um áramótin um leiðir til Nær 700 á bændafundi KJ—Reykjavík, miðvikudag. Einn alfjölmennasti bændafund ur, sem haldinn hefur verið á Suð urlandi, stóð frá klukkan níu í gærkveidi til klukkan að ganga fjögur í nótt í Selfossbíói. Er tal ð, a® á sjöunda hundra® manns hafi verið á fundinum, en for- göngu um hann höfðu fjórir bænd ur til að ræða verðlagsmál land- búnaðarins. Fundarboðendur voru þeir Lár us Ágúst Gíslason í Miðhúsum, Hvolhreppi, Stefán Jasonarson, Vorsabæ, Gaulverjabæjarhreppi, Pétur M. Sigurðsson, Austurkoti, Hraungerðishreppi, og Guðmund ur Eyj.ólfsson, Húsatóftum, Skeið um. Gestur fundarins var Gunn- ar Guðbjartsson. formaður Stéttar _sambands baanda. Fundarstjórar voru þeir Guðmundur Guðmunds- son, Efri-Brú og Jóhannes Sig- mundsson, Syðra-Langholti. Lárus Ágúst Gíslason setti ‘undinn og talaði fyrstur, en því næst tók Gunnar Guðbjartsson til máls og þar á eftir þrír fundar- boðendurnir. þeir Stefán, Guð-1 mundur og Pétur. Að framsögu- j j ræðunum loknum var orðið gefið | ! frjálst oig tóku þessir til máls: Sig i ! urjón Pálsson, Galtalæk. Ölver I Karlsson, Þjórsártúni, Sigurgrím j ur Jónsson, Holti, Páll Diðriksson, i Búrfelli, Gísli Hannesson, Auðs-i holti, Kristinn Helgason, Halakotij Vigfús Einarsson, Seljatungu, Er; lendur Árnason, Skíðbakka, Björn Einarsson, Neistastöðum, Gunnar Stefánsson, Vatnsskarðshólum, E1 ís Sveinsson, Selfossi og Kjartan Jónsson, Bitru. Allir voru ræðumenn á einu máli um það, að verðlagsmál land búnaðarins væru alls óviðunandi og síðustu ráðstafanir, þ.e. inn- vigtunargjaldið, væri mikil kjara- skerðing, sem bændur gætu ekki risið undir. Mætti rekja þetta vand ræðaástand í verðlagsmálunum til dýrtíðarþróunarinnar og hinnar öru verðbólgu í landinu og stjórn arfarsins. Vildu margir halda því fram, að innvigtunargjaldið kæmi ekki aftur í vasa bændanna og væri það því fórn, sem þeir þyrftu að færa. Kom m.a. fram sú skóð- un, að hækka bæri mjólkina og vitnuðu þar til hækkana á bæði smjörliki og saltfiski svo dæmi séu nefnd. Mikill samhugur var í fundar- mönnum um, að eitthvað yrði að gera til að leiðrétta verðlagsmál landbúnaðarins, og bændastéttin gæti ekki endalaust búið við það að þeirra atvinnuvegur væri hafð ur útundan meðal ráðamanna þjóð arinnar. og mikil hætta vofði yfi'r honum, ef hann fengi ekki að yngja sig upp eins og eðlilegt má teljast. Fundurinn fór mjög vel fram, og einkenndist eins og áður seg- ir af samhug og miklum áhuga á að verðlagsmálum landbúnaðarins verði komið í það horf. að bændur megi vel við una. Á fundinum var eftirfarandi til iaga samþykkt: „Almennur fundur bænda á Suðurlandi. haldinn að Selfossi 7. júní 1966, mótmælir harðlega þeirri kjaraskerðingu sem ákvörð un Framleiðsluráðs landbúnaðar- ins kemur til með að valda'mjólk urframleiðslunni, ef ekkert verð- ur að gert. Fyrir því skorar fund- urinn á Framleiðsluráð og ríkis- stjórn að semja um lausn, sem bændur geti við unað“. Var kjörin 15 manna nefnd skip uð fimm mönnum úr hverri sýslu á Suðurlandi til að fylgja þessum málum eftir, og kemur hún vænt anlega saman til fundar um helg ina að Hvoli. Þessir voru kjörnir í nefndina úr Rangárvallasýslu: Lárus Ágúst Gíslason. Miðhúsum, sem jafn- framt var falið að kalla nefndina saman, Ölver Karlsson, Þjórsár- túni. síra Sigurður Haukdal, Berg þórshvoli, Sigurjón Pálsson. Galta læk, Magnús Guðmundsson, Mykju nesi, úr Árnessýslu: Pétur M. Sig- urðsson, Austurkoti, Stefán Jas- onarson, Vorsabæ, Sigmundur Sig urðsson, Syðra-Langholti, Jón Ingvarsson, Skipum. og Guðmund ur Guðmundsson. Efri-Brú. Úr Skaftafellssýslu: Siggeir Björnsson, Holti, Jón Helgason, Seglbúðum. Ásgeir Pálsson, Fram nesi. Einar Þorsteinsson. Sólheima hjáleigu og Páll Pálsson, Ltlu- Heiði. þess að mæta þessu. f fyrsta lagi var farið fram á hækkun á útílutn ingsuppbótunum. Því var strax svarað þannig, að ekki væri hægt að hækka þær. í annan stað var farið fra-m á það, að gera breyting ar í verðlagningu á mjólkurvör- um innanlands þánnig, að nýmjólk yrði hækkuð í útsölu um 90 aura, en smjör lækkað í útsölu tilsvar- andi, eða niður í 65 krónur kg., þannig að neytendur ættu að standia nokkurn veginn skaðlaus ir af þeirri verðbreytingu, en slík verðbreyting gæti haft í för með sér stóraukna sölu á smjöri og þannig greitt úr þessu smjörbirgðavandamáli, og orðið bændum þannig til hags. Og sam tímis var gert ráð fyrir því að Framleiðsluráð fengi heimild til þess að innheimta gjald af inn fluttu kjarntfóðri, er bændur nota sem yrði þá líka notað til upp bóta á útflutning, og þjóna þann ig tvennum tilgangi, annars vegar að reyna að draga úr óhagkvæmri mjólkurframleiðslu og í annan stað að skapa tekjur í verðjöfn unarsjóð til þess að bæta upp það, sem á vantaði í útflutninginn. Elft ir mikla athugun og samningaum leitanir við ríkisstjórn og fleiri að ila, þá var þessum leiðum öllum synjað. Þá varð Framleiðsluráði ljóst, að ekki var í svipinn hægt að finna aðrar leiðir til að fá ríkis- stjórnina til þess að taka þátt í að leysa þetta — því varð bænda stættin að taka þetta á sig sjálf í gegnum verðlækkun. Þá var spurningin: átti að hafa stjórn á því hvernig þessi halli kæmi niður á bændum — eða átti að láta tilviljunina ráða um það hvar hann lenti — hvort hann lenti á einstökum mjólkurbúum og bændum í einstökum héruð um, eða átti að reyna að hatfa áhritf á það að þessi halli dreifð ist jafnt á bændur landsins eftir því sem tök væru á. Það * var skoðun Framleiðsluráðs, að bænda stéttin væri samábyrg fyrir þeim vanda, sem otfframleiðslan veldur, og þeirri verðlækkun, sem af henni leiðir í þessu efni og iþess vegna væri réttlátt að dreifa þessum halla sem jafnast á bök allra bænda landsins. Og þær ráðstafanir, sem nú hatfa ver ið gerðar, eru gerðar í því skyni að dreitfa þessum halla á aila bændur landsins. i Nú væri hægt að hugsa sér jþá leiðina, að láta reka á reiðan j um og láta tilviljunina ráða um I það, hvar þetta kæmi niður. En jþað gat lent óeðlilega þungt á ; einstökum héruðum eða einstök jum bænnum eftir því hvaða til- ; viljun réði um hvenær þeir • koma með sölureikninga sína til Hagstofunnar og fjármálaráðu j neytisins til að fá greiðslu út- ! flutningsuppbóta. Varðandj áætlanirnar, sem ég gat um áður, þá hafa þær ver ið endurskoðaðar nú í vor, og síðan 1 haust hafa ýmsir hlutir gerzt, sem hafa áhrif á að það hef ur orðið breyting á. Við gerðum ráð fyrir í haust, að það þyrfti 70—80 milljónir til þess að bænd ur gætu fengið fullt grundvallar verð. Síðan haifa verðbreytingar orðið all miklar vegna verðbólg unnar, og mjólk hefur t. d. hækkað í verðlagsgrundvelli um tæpa 37 aura síðan 1. septemb- er s. 1. Þetta gerir það að verk um, að það þarf hækkandi krónu tölu í útflutningsuppbætur á hvert kíló vöru, sem fer úr landinu, frá því, sem gert var ráð fyrir í haust. Þá var okkur Ijóst, að það var j alveg óhjákvæmilegt að reyna að I Framhald á bls 1d

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.