Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR? 9. júní 1966 TÍMINN MINNING Jón Jónsson, bóndi, Hofi f dag hvarilar hugurinn að Hofi á Höfðaströnd, þar sem fram fer jarðarför heimilisföðurins, óðals- bóndans og odd-vitans, Jóns Jóns sonar. Helzt hefði ég kosið að geta verið þar viðstödd, en þar sem þess er ekki kostur, langar mig til að senda þangað norður nokkur kveðjuorð, sem vott samúðar og þakklætis. Jón Jónsson á Hofi var fæddur 29. apríl 1894 í Valadal í S'kaga firði. Hann er einn af 13 börn- um þeirra merkishjóna Sólveigar Eggertsdóttiur og Jóns Pétursson- ar, sem lengst af bjuggu á Nauta búi í Lýtingsstaðahreppi í Skaga firði. Jón gekk í bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan árið 1915.. Síðan fór hann í Sam vinnuskólann og lauk honum árið 1919, var hann meðal fyrstu nem enda frá skólanum. Hinn 3. júní 1921 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Sigurlínu Björnsdótt ur Bjarnasonar frá Brekku, hinni mestu myndar og hæfileika konu og var sambúð þeirra alla tíð með ágætum. Þau eignuðust tvö börn, Sólveigu, sem gift er Ásberg Sigurðssyni sýslumanni á Patreksfirði og Pálma lögfræðing og forstjóra í Reykjavík, sem kvæntur er Jónínu Sigríði Gísla- dóttur. Fósturson áttu þau einn Friðrik Pétursson bróðurson Jóns. Jón og frú Sigurlína festu kaup í jörðinni Hof brúðkaupsárið og hófu þar búskap. Hof er mikil jörð og kostarík enda ætíg verið höfuðból og land átti það milli fjalls og fjöru. íbúðarhúsið var nýbyggt og reisulegt þegar ungu hjónin flutt.u þangað. Eigi að síð- ur kölluðu mörg verkefni á, þegar í byrjun. Ungu hjónin voru sam- hent og full af áhuga á að bæta jörð og byggja eins og raun ber vitni. Um svipað leyti og Jón og frú Sigurlína fluttust að Hofi fluttu foreldrar mínir til Hofsós. Tildrög þess voru þau, að bæki- stöðvar Kaupfélags Fellshrepps (nú Kaupfélag Austur-Skagfirð- tnga), sem þá hafði verið stofnað fyrir nokkrum árum voru fluttar til Hofsóss en faðir minn veitti kaupfélaginu forstöðu. Jón á Hofi varð strax eftir komu sína að Hofi ríkur þátttakandi í samvinnufélags skapnum og sat jafnan í stjórn Kaupfélagsins, síðustu níu árin sem stjórnarformaður. Milli heim- ila okkar og Hofshjónanna og barna þeirra tókst strax náin og góð vinátta, sem j haldizt hefur ætíð síðan. Mörg ferð j in var farin upp að Hofi sér j til gagns og ánægju og ekki var t minni gleðin yfir því að fá þau j hjón og skyldulið þeirra í heim- sókn niður í Hofsós. Ekki minnist ég þess, þegar ég nú líti til baka, að nokkurn skugga misklíðar bæri nokkurn tíma á vináttu heimil- anna. Eitt sinn hejuði ég föður minn og Jón ræða mál, sem báð- um þótti mikilvægt að fengi rétt- an endi og heyrði ég þá að þeir voru ekki sammála en hver hélt sínum hlut. Þar kom að, að Jón kvaddi og fór án þess að þeir yrðu sammála um niðurstöðu. Ég man vel, hve föður mínum þótti þetta miður. En sjaldan man ég eftir að ég sæi hann glaðari, en þegar Jón á Hofi kom inn til okkar daginn eftir, og var þá fljót- lega gengið frá þessum málum þannig. að báðir gátu vel við un- að. Því segi ég þetta hér, að þann ig eiga vinir að vinna saman, og þannig var allt þeirra samstarf. Jón á Hofi var mikill skapfestu- maður og enginn flysjurgur, hann var traustvekjandi og vandur að virðingu sinni, enda varð hann brátt forvígismaður sveitar sinnar. Enn er einn kostur Jóns ótalinn og ekki sá lakasti að mínum dómi — hann var sérstakur heimilisfað- ir og barngóður með afbrigðum — ekki aðeins var hann góður sínum eigin börnum, heldur ekki síður okkur, sem áttum svo mörg sporin heim að Hofi. Oft furðaði ég mig á því, að Jón skyldi aldrei hasta á okkur þegar við krakkarn- ir höfðum sem hæst og ærslagang- urinn var sem mestur. Mér þótti hann alltaf taka beint eða óbeint þátt í leikjum okkar og störfum og hafa ríkan skilning á högum okkar og háttum. Um Jón á Hofi eins og hann var jafnan kallaður meðal kunnugra má skrifa langt mál og vafalaust verður hans minnzt víða í dag af mönnum, sem til þess eru færari en ég. Ég vil aðeins um líkt leyti o.g klukkur minnar gömlu sóknarkirkju, kveðja Hofsbóndann Kinzta sinni með mildum tónum sínum, senda með þessum línum samúðarkveðjur mínar heim að Hofi til minnar góðu vinkonu frú Sigurlínu, aldr- aðrar móður hennar, barna, tengda barna, barnabarna og annars skyldmennis. Ég veit svo vel hve þau öll hafa mikið misst, en minn- ingin um hugljúfan maka og góð- an föður er harmabót. Ég er þakk- lát fyrir að hafa kynnzt fjölskyld- unni á Hofi og bið henni blessun- ar um alla framtíð. Minningin um Jón á Hofi mun ekki einvörðungu lifa meðal sveitunga hans heima í Skagafirði heldur og meðal okkar hina, sem burt erum flutt og allra, sem þekktu hann. Það er bjart yfir henni eins og öllu hans dagfari þá er hann var meðal okk- ar. Blessuð sé minning hans. Þómý Tómasdóttir. í dag er Jón á Hofi borinn til hinztu hvílu heima á höfuðbólinu, sem hann hefur setið með miklum myndarbrag um hálfan fimmta áratug eða allt frá því, að hann ungur að árum hóf þar búskap árið 1921. Við fráfall hans hefur sveit og sýsla mikils misst, því að hann hefur um langt skeið verið einn af fremstu forustumönn um í Skagafirði og hefur gegnt þar fjölmörgum trúnaðarstörfum. Öll þau störf rækti hann þannig að það - varð bæði til gagns og sæmdar. Var hann og vel til mannaforráða fallinn, vitur, gæt- inn, traustur og heilsteyptur. Hvar sem hann fór vakti hann traust og tiltrú. Hann var mikill mála- fylgjumaður fyrir sveit sína og sýslu og fylgdi því fast fram, er hann taldi vera rétt. Hvert það sæti, sem Jón á Hofi skipaði var vei setið. Það skarð, sem verður við fráfall hans er vandfyllt. Þeir verða því áreiðanlega margir, sem sakna hans. Það er mikil gæfa hverju héraði að eiga slíka for- vígismenn sem Jón á Hofi. Ég veit, að margháttuð störf hans verða rædd af öðrum. Ég mun því hér hvorki rekja æviferil hans né margvísleg trúnaðarstörf fyrir sveit og sýslu, búnaðarsam- tök, kaupfélag og Framsóknar- flokkinn. En á þessari kveðjustund langar mig til að flytja honum þakkir fyrir vinsemd og tryggð, og fyrir gott og ómetanlegt sam- starf þau ár, sem ég hefi sérstak- lega sinnt málefnum Skagafjarðar. Hann var hollráður og ráð hans voru vel þegin. Stuðningur hans og traust voru mér mikils virði. Það fæ ég aldrei fullþakkað. Ég sendi eiginkonu hans börnum og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Jóhannesson. Traustir skulu hornsteinar hárra sala; í kili skal kjörviður; bóndi er bústólpi. bú er landstólpi því skal hann virður vel.“ Á annan Hvítasunnudag andað- ist í Landakotsspítalanum í Reykjavík Jón Jónsson óðalsbóndi og oddviti að Hofi á Höfðaströnd. Um nokkurn tíma hafði hann ver- ið all sjúkur, og vissu hans nán- ustu síðustu vikurnar að hverju stefndi. ' Með Jóni á Hofi kveður sér- stakur skagfirzkur persónuleiki, hérað sitt, land og þjóð. Hann var fæddur að Valaladal í Skagafirði 29. apríl 1894, þar ólst hann upp og á Nautabúi í Lýtingsstaðahreppi. — Ýms störf stundaði hann á unglingsárum sín um en tuttugu og eins árs gam- all útskrifaðist hann frá búnaðar- skólanum á Hvanneyri og nokkru síðar úr Samvinnuskólanum. Jón á Hofi ætlaði sér alltaf að verða bóndi og heimabyggðin með töfrum sínum og tækifærum kall- aði. Árið 1921 var heillaár í lífi Jóns, þá kvæntist hann glæstri skagfirzkri mannkostakonu, Sigur línu Björnsdóttur frá Brekku í Víðimýrarsókn, systur Andrésar skálds og Andrésar lektors og þeirra systkina. Sama ár saupir hann jörðina Hof á Höfðaströnd, sem í dag er eitt af nöfuðból- um landsins. Á fimmta tug ára bjuggu Jón og frú Sigurlína á Hofi og gerðu garðinn frægan, til þess hjalpuðu að sjálfsögðu börn þeirra Sólveig og Pálmi og fóstursonurinn Frið- rik og annað skyldulið, en for- ustan og ábyrgð öll var á herð- um hans sem í dag er kvaddur. Eftir komu Jóns að Hofi hlóð- ust fljótt á hann fjöldi trúnaðar- starfa, undrar það engan sem þekkti manninn. Hann var kjör- inn í hreppsnefnd Hofshrepps 1931 og hefur verið oddviti frá 1934. Sýslunefndarmaður var hann síð- ustu 28 árin. Hann var formaður búnaðarfélags Hofshrepps sl. 40 ár og formaður fasteignamats- nefndar Skagafjarðar frá 1938. í stjórn Kaupf. Fellshr. og síð- ar Kaupfélags Austur-Skagfirðinga sat hann í áratugi og var for- maður stjórnarinnar sl. áratug þá átti Jón á Hofi sæti í stjórn Búnaðarsambands Skagfirðinga frá 1947 og var hann formaður þess frá 1961. Á aðalfundum Stéttarsambands bænda var hann fulltrúi Skagfirð- inga. Sæti átti hann í fulltrúaráði Sam bands ísl. sveitariélaga sem full- trúi Norðlendingafjórðungs. Þrátt fyrir allar búannir og öll þau tímafreku störf í þágu félags- málanna og Samvinnusamtakanna — í þágu íslenzkrar bændastéttar og sveitunga sinna, var Jón þeirr- ar skoðunar að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Hann var einlægur trúmaður og treysti því að yfir öllum væri vak- að, hann tók vissulega undir með Matthíasi „trúðu þeim er skapti sól.“ Hann var kirkjunnar maður — ekki einvörðungu á þann veg að hlúa að kirkjunni sinni sem stend ur svo til á hlaðinu á Hofi — heldur einnig sem talsmaður Orðs ins. Tæpan áratug var hann kirkju- þingsmaður, og rækti hann þar sem annars staðar, vel þau störi, sem honum voru falin. Ég sá Jón Jónsson á Hofi fyrst fyrir um þriðjungi aldar. Það var á Hólum — á fagnaðarhátíð — Hjaltadalurinn og Skagafjörður- inn allur skartaði þá sem oft fyrr og síðar sínu fegursta. Jón Jónsson vakti eftirtekt ókunnugra. Síðar kynntist óg hon- um náið og við höfum unnið sam- an á liðnum áratugum að ýms- um málum. Öll samvinna við hann var ánægjuleg. Jón var einn af brautryðjend- um Framsóknarflokksins og styrk stoð hans alla tíð. Hann hefur verið forustumaður flokksins í Skagafirði og lengst af formaður Framsóknarfélagsins þar. Hann átti lengi sæti í Miðstjórn flokksinis og sat flest flokksþing. Hann var mikils metinn af sam- herjum sínum og þakkir skulu honum nú færðar fyrir áratuga stari að þjóðmálum. Jón á Hofi lifði að mínum dómi hamingjuríku lífi. Hann var mik- ill gæfumaður. Foreldra átti hann góða og systkinahópurinn var honum kær, hvorutveggja er auðlegð. Hann eignaðist ágæta og mikil- hæfa konu og börn sem hann unni mjög. — Heimili hans var honum allt. Bújörð sína bætti hann og prýddi. — Samferðamönnum sín- um var hann á margan hátt veg- vísir. Slíkra manna er gott að minnast. Nú þegar vegir skiljast og Jón á Hofi er kvaddur sendi ég norður í Skagafjörð innilegustu samúðarkveðjur — fyrst og fremst heimilisfólkinu á Hofi svo og öðr um ættmönnum Jóns og Skagfirð- ingum öllum, því sýslan hefur mikið misst. í kvæði Matthíasar Jochumsson ar um Skagafjörð minnist skald- ið m.a. fornra skagfirzkra land- námsdala — og einum þeirra lýs- ir hann þannig: „Þar á hýru höfuðbóli hersir sat á friðarstóli." Mér finnst að þetta getið verið lýsing á lífi og starii oddvita hinna skagfirzku Hofverja og óð- ali hans. Jón Kjartansson. „Bognar aldrei — brotnar í bylnúm stóra seinast." Hann andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík á annan ; hvítasunnu, hinn 30. maí s.l. eftir stutta legu. Framhald á bls. 14 Á VÍÐAVANGI Hvert stefnir þróunin? Það er margt, sem bendir til þess, að sú muni verða þró un stjórnmála hér á næstu ár- um, að draga fari nokkuð úr ofvexti Sjálfstæðisflokksins. Sé litið á stjórnmálaþróunina á Norðurlöndum til samanburð- ar sætir það nokkurri furðu, hve stór Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur hliðstæða stefnu við íhaldsflokkana þar, hefur orð- ið hér á landi. Sú skýring hef- ur verið borin fram, að hér á landi hafi Alþýðuflokkurinn brugðizt því hlutverki, sem Jafnaðarmannaflokkarnir hafa haft í stjórnmálum á Norður- löndum. Er þar fyrst og fremst um að kenna klofningsiðju kommúnista innan raða vinstri manna hér á landi, en þeim hefur tekizt að þríkljúfa Al- þýðuflokkinn og heppnazt að fá til fylgilags við sig ýmsa menn, sem hafa verið og eru andvígir kommúnisma. Hér á landi hefur Framsóknarflokk- urinn tekið við þvi hlutverki að miklu Ieyti, sem jafnaðar- mannaflokkarnir hafa á Norður löndum, þó segja megi, að Framsóknarflokkurinn standi á þjóðlegri grunni en þeir, þar sem þeir hafa byggzt upp í tengslum við hinn „alþjóðlega sósíalisma.“ f meginefnum vill Framsóknarflokkurinn þó leysa vandamál nútímans á svipað- an hátt og jafnaðarmenn á Norðurlöndum hafa gert á und anförnum árum, en þeir hafa þó staðið í stefnuskrám jafn- aðarmanna allt fram undir þetta. Það yrði áreiðanlega ís- lenzku þjóðinni ekkert áfall, þótt Sjálfstæðisflokkurinn yrði hlutfallslega álíka stór og sams konar flokkar eru á Norður- löndum. Sigurinn Þjóðviljinn heldur áfram að skrifa um kosningasigur Al- þýðubandalagsins. Víst geta þeir glaðst, því að almennt bjuggust menn við hruni Al- þýðubandalagsins í kosningun- um enda hnigu öll rök að því að menn gerðust nú þreyttir á að kjósa þann sundurleita sam tíning, sem í eilífu stríði er innan Alþýðubandalagsins. En eins og Þjóðviljinn hefur ját- að: Kommúnistum tókst enn einu sinni að blekkja menn með því að fara í nýja kápu. Segir Þjóðviljinn, að „forsenda árangursríkrar kosningabar- áttu“ hafi verið „sá nýi svip- ur, sem Alþýðubandalagið fékk í augum almennings, þegar Al- þýðubandalagsfélagið í Reykja- vík var stofnað í apríl.“ Þeir Alþýðubandalagsmenn mega út af fyrir sig vel kalla það sigur, að Alþýðubandalagið hrundi ekki niður, en hver var sigurinn í tölum mældur? Ef litið er á atkvæðatölur í Reykja vík og þeim átta kaupstöðum, þar sem hrein flokkaframboð voru nú og 1962 og að sjálf- sögðu lagðar saman atkvæða- tölur Alþýðubandalagsins og Þjóðvarnarflokksins 1962, því að Þjóðvarnarflokkurinn gerð- ist aðili að Alþýðubandalaginu eftir 1962, kemur í ljós, að atkvæðatalan í heild í þessum kaupstöðum var 10.464 at- kvæði 1962 en 10.304 atkvæði 1966. Miðað við hlutfallslega aukningu er tap Alþýðubanda- lagsins því 8.53%. Það var nú sigurinn. Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.