Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 9. júní 19fi6 Napoleon Afríku Daginn 22. janúar 1879 biðu brezkir herir Iherfilegt afhroð í orrustunni við Isandlhlawana, og var þetta í fyrsta skipti, sem brezkar hersveitir búnar ný- tízku vopnum, fóru gersam lega halloka í stríði gegn villi mannaþjóð. Bretar tefldu fram fríðu liði, 950 Evrópumönn- um og 850 Kaffírum, en þeir voru strádrepnir af æpandi Zuluhermönnum, sem æddu fram með kastspjót og leður- skildi. Er orrustunni lykt aði, voru einungis 55 Kaffírar og 55 Evrópumenn -á lífi. Af sex deildum úr Warwickshire, féllu allir utan einn maður. Úr 24. herdeild féllu 21 liðforingj ar og 581 óbreyttur hermaður, af konunglega stórsbotaliðinu, féllu 68 manns, og 470 féllu úr liði Kaffíra. Sigurvegararn- ir misstu 2000 manns í þessum blóðuga bardaga. í maí sama ár hélt skozki blaðamaðurinn Archibald For bes til vígvallarins. Hann var með þeim fyrstu, sem sá með eigin augum, hvað þarna nafði átt sér stað, og hvílíkan ósig- ur Bretar höfðu beðið. For •bres hafði áður verið stríðs fréttaritari í þremur heimsálf- um, og kippti sér ekki mikið upp við ógnir stríðs og dauða. Iíann skrifaði síðar í endur- minningum sínum, að það, sem hann varð vitni að við Isand hlwana, mymji aldrei líða sér úr minni. — Rúmlega 1000 lík höfðu legið á vígvellinum í fjóra man uði í brennandi hita og renn andi rigningu. það furðulega var, að þau höfðu legið í ná- kvæmlega sömu skorðum allan tímann, þvi að gammurinn sem er vanur að rífa í sig heilan uxa á hálftíma, hafði greini- lega ekki haft lyst á löndum okkar. Líkin, sem voru ein tómar beinhrúgur, með upp- þornuðum leðurkenndum húð artæjum, lágu eins og hráviði í gili, skammt frá kambinum, þar sem hervagnarnir stóðu, tómir og yfirgefnir. Það var sýnilegt á legu líkanna, að und anhaldið hefði orðið skyndi lega. Þetta var eins og langt reipi með hnútum á að líta, fallnir einstaklingar mynduðu reipið, en litlar hrúgur voru eins og hnútar, þetta voru lík af mönnum, sem safnazt höfðu saman til að gera snarpa mót spyrnu, áður en kraftarnii voru á þrotum. Upp við barm gilsins lágu þeir svo þétt sam an, að „reipið“ myndaði breitt belti. Staðurinn var einmuna óhugnanlegur. Draugaleg kyrrð og einmanaleiki ríkti yfir öllu. Þessi sjón brenndist svo inn í vitund mína, að ég gleymi henni aldrei. En oft er skammt stórra högga á milli og skömmu síð- ar varð Frobes sjónarvottur að ósigri Zulumanna í ójafnri orrustu gegn brezkum her, sem samanstóð af riddaraliði, fót- gönguliðsveitum og stórskota- liði. Orrustan átti sér stað í blómlegum hlíðum rétt utan við höfuðborg Zululands- ins, Ulundi. Það var þó varla hægt að kalla þetta orrustu en öllu heldur fjöldamorð. Zulu- mennirnir geystust fram i vel skipulögðum liðum, en sprengj ur sprungu við fætur þeirra, falLbyssuskothríðin hjó stór skörð í framlið þeirra, og riffla skotin dundu án afláts. — En þessir Zulumenn kunn að deyja, skrifar Frobes. Þetta voru ofurhugar, sem gengu inn í opinn dauðann með slíkri djörfung og einbeitni, scm ekki þekkist nema meðal lítt siðaðra viHimanna. Þeir féllu í hrönnum, en nýir hópar geyst ust áfram án afláts'ogáneð ótrú legum hraða. Skothríðin, sprengjukúlurnar og hand- sprengjurnar virtust ekki skelfa þá hið minnsta, en við ofurefli var að etja. Það var ómögulegt fyrir þá að klekkja á okkur. En þeir misstu ekki kjark- inn, þótt þeir sæju það, sem verða vildi. Stormsveit kom geysandi með gífurlegum hraða og hrakti okkar menn nokkra metra i burtu. En þetta var síðasta afrek Zulumanna. Þeir gátu ekki Lengur veitt við nám gegn nýtízku vopnum óvinanna. Þeir tóku að hörfa, og nú kom brezka ridd- araliðið til skjalanna, með brugðnar lensur þeystu ridd- ararnir fram og fyrr en varði Cetshwaryo konungur. var tekin 1881. Myndin þekkzt í Afríku. Og nú var þetta skyndilega búið að vera. Blóðbaðið á Isandhlawana sléttunni 22. janúar 1879 kost aði 3500 mannslíf og hermenn í þúsundatali særðust dlilega og biðu þess ekki bætur alla ævi. Brezkir herir komust þarna í fyrsta sinn í tæri við stærstu og voldugustu liðsveitir, sem negraríki hefur nokkurn tíma getað státað af. Rúmlega 20. 000 Zulumenn tóku þátt í orrustunni og almenningur um heim allan, sem var orðinn dauðleiður á orrustum og smá skærum, er»í sífellu áttu sér stað á þessum tímum, féll alveg í stafi yfir þeim kjarki, fífl- dirfsku og stríðstækni, sem þessi dulúðugu villimenn bjuggu yfir og sýndu. ZULUMENN................Al- menningur þekkti varla nokk- uð til þessara afríkönsku her manna, sem sýnt höfðu leikni sína og tækni við svo óhugn anlegar kringumstæður. Með kylfur, spjót og skildi höfðu þeir barizt gegn nýtízku herj- um brezka heimsveldisins, og þrátt fyrir geigvænlega skot- hríð frá rifflum og falLbyss- um óvinanna, höfðu þeir méð sínum frumstæðu vopnum unn ið á þeim frækilegan sigur. Hvernig í ósköpunum mátti . þetta vera? ' Zulustríðið er á margan hátt mjög athyglisvert, en í nútíma sagnfræðiritum er þess varla getið að nokkru. Og þó er orðið ZULU lykillinn að sér stökum og áhrifaríkum þætti í þeirri sögu Suður-Afríku, sem gefa má nafnið Bantu-Búar- Bretar. Öldum saman höfðu Bantú þjóðflokkarnir frá héruðum- Mið-Afríku fært sig suður á bóginn. Hinir ólíku ættflokk- ar, sem orðið Bantú nær yfir, Zulumenn, Basutomenn, Ma tabelar og fleiri, sem jafnframt geta talizt Kaffiara, lögðu stund á nautgriparækt og Zulumeenn ráðast gegn Bretum og féflettu íbúana miskunnar laust. Þriðju aðilarnir að leikn um voru Bretar. HERNAÐARSNILLINGUR. Sá maður, sem sameinaði Zulumenn í þjóð, reisti grund- völlinn að ríki þeirra og fékk fólkið til að taka höndum sam an gegn „hvítu hættunni“ var höfðingjasonurinn Shaka. Hann hefur verið kallað- ur Svarti Napóleon og hinn afríkanski Neró . Hann var hernaðarsnillingur og grimmd hans átti sér engin takmörk. Hann var ákaflega forn í skapi og eina mannveran, sem hann treysti,' var Nangi, móðir hans. Shaka var eins og flestir Zulu menn hár, útlimalangur, herða breiður og konunglegur ásýnd um, en þótt hann væri svona karlmannlegur að öllu leyti, var sá hængurinn á, að hann var gersamlega áhugalaus í kvennamálum. Samt hélt hann kvennabúr með 1200 ungum dísum, en það var eingöngu fyr fyrir sýndarmennsku og hann kærði sig ekki vitund um að eignast erfingja, þar sem það gæti haft í för með sér deilur um erfðir og jafnvel komið honum sjálfum í koll. Hann átti líka nokkuð marga hálfbræður, og einn þeirra tók þátt í að myrða hann árið 1828. En áður en það vnrð, hafði Shaka komið upp traust um her og mótað sérstakt þjóð skipulag. Ungir Zulumenn Brezkir herir búnir nýtízku vopnum fóru algerlega hall- oka fyrir afríkönskum villimönnum 22. janúar 1879 höfðu þeir brotið niður vörn Zulumanna. HEIL ÞJÓÐ ÞURRKUÐ ÚT. Síðasti konungur Zulu- manna, Cetshwayo varð vitni að ósigrinum við fJlundi. Hann var nú landlaus flóttamaður, höfuðborg hans stóð i ljósum logum, herveldi hans vgr liðið undir lok, og herinn búinn að vera. Zulukonungsríki Shaka var hrunið til grunna og veldi þess, sem áður hafði náð yfir strendur Austur-Afríku, austur fyrir Drekafjöll, frá Keifljóti í suðri og norður til Delagoa- flóa, hafði nú verið ger^ að brezkri nýlendu. k tveimur mannsöldrum, hafði hinn litli, óþekkti Zuluþjóðflokkur orð- ið að mesta stórveldi í Svört.u Afríku, stórveldi, sem byggzt hafði upp á þvílíku hernaðar kerfi, að aldrei hafði slíkt hernað, og voru einnig miklir kvennamenn. Þeir brutu undir sig lönd með vopnavaldi, og þeir, sem á vegi þeirra urðu, áttu þess eins úrkostar að hörfa á braut, eða gerast undirlægjur Bantú manna. En einn góðan veður- dag var þrengt að þeim að sunnan. Eftir að Ilöfða- land hafði verið innlimað af Bretum, hörfuðu Búar þaðan í stórum stíl og héldu til norðurs og austurs í leit að landi, þar sem þeir gætu ráð ið sér sjálfir. Um síðir komu þeir til þeirra svæða, sem Bantúflokkarnir höfðu lagt undir sig og eins og gefur að skilja, kom til blóðugra bar- daga. Á árunum 1820—‘30 stóð leikurinn einkum milli Búa og Zulumanna. Búar óðu inn í Natal, sem var eitt af blóm- legustu héruðum Zulumanna voru frá blautn barnsbeini ald ir upp í sérstökum þorpum, undir ströngum aga í því augna miði að gera úr þeim dugandi hermenn. Einn liður í uppeld inu var sá, að þeir urðu að lifa hreinlífi og í mörgum til vikum máttu þeir ekki kvæn- ast fyrr en þeir höfðu náð 40 ára aldri. Fyrir sérstaka náð leyfði Shaka og eftirmenn hans einstöku sinnum samgang milli hermanna og útvalinna stúlkna, en það var verst fyrir báða aðila. ef þessi samgangur fæddi af sér ávöxt. Hermenn frá sama þorpi héldu hópinn alla aovi og börðust i sömu her sveitum. í hverri deild voru 1000—2000 manns og hver deild hafði sérstök einkenni, svo sem sérstaka liti á skjöld um, eyrnaskraut, fjaðrapunt, hárdúska á fótum eða brjóst- um o.s.frv. Af vopnum höfðu þeir atgeira, kastspjót, kylfur og stóra skildi úr uxahúð. Shaka fann sjálfur upp aðferð til að nota skildina í því skyni að fá höggstað á and stæðingunum. Liðið gekk inn á vígvöllinn í fylkingu og var þar um að ræða fjóra hópa. f miðið stóð brjóstfylkingin, sem var stærst og sterkust og átti hún að halda beint í áttina að fjandmönnunum og halda þeim á ákveðnum stað. Við framsókn brjóstfylkingar- innar héldu svokallaðar horn- fylkingar sín frá hvorri hlið hennar, marseruðu umhverf- is fylkingararma fjandmanna jliðsins og mynduðu eina fylk ‘ ingu að baki þeirra. Þá þving uðu þeir fjandmannaliðið fram móti brjóstfylkingunni, en um undanhald var ekki að ræða. Fjórði hópurinn, sem teflt var fram, var eingöngu varalið. Meðan orrustan stóð yfir, sat það og sneri baki í liðin, sem áttust við. Þetta var gert til þess, að varaliðið æstist ekki upp og gripi inn i orrustuna án skipunar. Öllum hernum var stjórnað af yfirmanni, sem stóð þannig, að hann hafði ágætis útsýni yf ir vígvöllinn, og gat fylgzt með öllu því, er þar gerðist. Hann notaði hlaupara til að feoma skipunum sínum á framfæri við herinn og liðsforingjana. í venjulegri orrustu faldi herinn um 20.000 manns, og eins og gefur að skilja, hefur þurft afar mikla herkænsku og glöggt auga til að stjórna þessum fjölda og nýta bæði þá kosti, sem landið hafði upp á að bjóða og veikleika fjand- mannaliðsins. Árið 1878 gátu Zulumenn státað af 50.000 hermönnuro, sem skiptust í 35 deildir. í elztu deildinni voru gamlir hermenn frá stjórnartíma Shaka, en meira en helmingur hermannanna var undir 30 ára aldri. Zulumönnum áskotn- uðust oft og tíðum skotvopn, svo sem í orrustum við Búa og Breta og eins létu þeir kaupa fyrir sig riffla, en þess ir herskáu menn urðu aldrei góðar skyttur, og lærðu aldrei réttilega með skotvopn að fara. Styrkur þeirra var allur fólg inn í frumstæðum högg- og lag vopnum. Á þeim árum, sem Shaka hagnýtti sitt geigvænlega her- veldi til að stækka umráða svæði ríkis sins, vann hann bug á rúmlega 1000 ættflokk- um, annað hvort ''úgaði hann þá og gerði að undirlægjum sínum ellegar hann flæmdi þá burt frá ættlöndum sínum. Upp úr þessu hófust þjóðflutn ingar negra og í þeim fórust milljónir manna og heilu land

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.