Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGtJIt 9. júnf 1966 TÍMINN Í3, svæðin eyddust gersamlega af fólki. (En þrátt fyrir stóra sigra, og stækkandi veldi Zulu- manna, var ekki allt með felldu.) En einmitt á þessum iand- svæðum höfðu Bretar og Búar augastað og reru að því öllum árum, að ná þeim á sitt vald, og spöruðu til þess hvorki bragðvisi, svik né baktjalda- makk. Zulumenn voru hvorki læsir né skrifandi og voru oft hlunnfarnir af sínum hvítu fjandmönnum. Þegar þeim of- bauð, var herinn kallaður sam an og sendur á vettvang, en hann bar ekki alltaf sigur úr býtum í þeim viðureignum. Til að mynda réðust eitt sinn 12. 000 Zulumenn í bækístöð Búa, es hötfðu ekki annað upp úr krafsinu en að missa 3000 manns, aðeins fjórir særðust ur óvinaliðinu. Siðah var staður- inn kallaður Blóðá. Niðdimma nótt síðar á sama ári drápu Zulumenn 300 Búa og 230 Hottentotta við vagn borg eina. Zulumenn tóku 10. 000 kvikfénaðar í herfang og héldu með það hein\leiðis. Síð ar byggðu Búar borg, þar sem þetta hafði átt sér stað og kijll uðu hana Weenen, sem þýðir grátur. En þeir dóu ekki ráðalausir og reyndu á alla lund að gabba og féfletta Zulumenn, og þeir álitu sig ekki of góða til að nota svarta stríðsfanga sem þræla. BARÁTTA UM KON- UNGSVALDIÐ. Og ekki reyndust Bretamir betri, með lævísi, svikum og vopnavaldi voru eftirmenn Shaka þvingaðir til að setjast að í norðurhluta Natal og átti það að vera nokkurs konar grið arstaður. Hálfbróðir Shaka, Di- ngane, sem jafnframt var einn af morðingjum hans, tók við konungdómi af honum og strax og hann hafði fest sig í sessi, lét hann myrða hálfbróð ur sinn og fóstbróður. Þetta voru nokkurs konar hirðsiðir í Ulundi. Dingane hélt völdum þar til árið 1840, eða þar til ættingjarnir komu honum fyrir kattarnef. Iíann lét ekki eftir sig neina ættingja fremur en fyrirrennari hans. Þá tók yngri bróðir hans Mp ande við völdum og hélt þeim til ársins 1872, en þá dó hanh eðlilegum dauðdaga, sem var alger undantekning, bvað Zulukónga snerti. Hann var skynsamur og ráðdeildarsamur stjórnandi, gerði sér mikið far um að byggja upp atvinnulíf í landinu og jók heraflann mjög. Hann varð með tímanum svo þungur á sér, að það varð að aka honum um í litlum vagni. í kvennabúri hans fæddust 23 synir og einhver ósköp af dætr um. Einn sonanna var Cetsh wayo, en hann var ekki svo viss um, að hann væri af þegnunuin álitinn hið rétta konungsefni, þar eð margir Zulumenn hóp uðust um suma bræður hans. Vitaskuld gat þetta ekki endað nema á einn veg, árið 1856 kom til orrustu milli konungs efnanna og stuðningamanna þeirra. í þessu blóðbaði létu 20 —30.000 Zulumenn lífið, og þar á meðal sex af konum kon ungs. Eftir þetta voru erfða réttindi Cetshwayos ekki dreg in í efa. Staðurinn þar sem bræðravígin höfðu átt sér stað, var kallaður Nathambo, Fóta völlur. Framhald á bls. 15 Drepa mann og annan Stríðsleikurinn Ó. þetta er ind- ælt stríð eftir Oharles Chilton, Joan Littlewood og starfslið Thea- tre Workshop er ósviknasti skemmtunarleikur og mergjaðasti sem nokkurn tima hefur sézt á íslenzku leiksviði. Höfundarnir segja stríði stríð á hendur, ef svo má að orði kveða, og eru aldrei ómyrkir í máli. Hér tæpir eng- inn á orðunum, enda eru þessir Bretar til allrar blessunar jafn- fjarri dulmáli afvegaleiddra fram- úrstefnumanna eins og hugsast getur. Joan Littlewood og henn- ar lið er harðskeytt og hlífðar- laust í gagnrýni sinni á her- mennsku og styrjaldir almennt, þetta illkynjaða mein, sem mönnum mun víst illu heilli aldr- ei lærast að uppræta til fullnustu. örvaroddar leikskáldanna eru hár beittir og eitraðir. Þau afhjúpa af miskunnarlausu háði og mark- vísu skammsýni valdhafa, glópsku og innibyrðis valdastreitu gener- ála, stórglæpi stríðsgróðamanna og vopnasmiða, yfirdrepsskap klerka, sem leggja blessun sína yfir manndráp í trássi við gamalt boð- orð, en um fram allt lýsa þau undirgefni, sljóleika og múgsefj- un almennings, sem lætur flekast af væmnu lýðskrumi misvitra þjóð arleiðtoga og etja sér út á víg- völl eins og jarmandi fé, sem leitt er til slátrunar. Ó, þetta er indælt stríð er hressi leg skvetta framan i stríðssinna erlendra þjóða og reyndar líka framan í íslenzka stórþjóðadýrk- endur, sem eru ætíð boðnir og búnir til að réttlæta yfirgang, íhlutun, gerræði og jafnvel árás- arstyrjaldar, svo framarlega sem réttir aðilar eiga hlut að máli og nægir í því sambandi að minna á aðgerðir Bandaríkjamanna í Viet nam og Kúbu eða ungversku byltinguna, sem bæld var niður í nafni beirra rússnesku. Stríðsleikurinn, sem fjallar um heimsstyrjöldina fyrri, gerist í rauninni í nokkurs konar trúð- leikhúsi, þar sem kvenfólk í skringilegum gervum og trúðbún- ir hermenn allt frá óbreyttum liðsmönnum upp í gullborðalagða generála og marskálka með mont- prik leika furðulegustu listir af jafnmikilli leikni og tamin ljón eða heilaþvegnir selir. Hvílík bless un væri það ekki fyrir okkur öll, ef trúðar léku hlutverk þeirra ná- unga, sem þyrstir í blóð bræðra sinna, en það verður víst bið á því, að mannkindin komist á svo hátt menningarstig. Það hefur löngum þótt dýrleg íþrótt að drepa mann og annan. Að mín- um dómi er það snilldarleg hug- mynd að klæða hermenn í trúð- búninga, en þetta er bara eitt leikbragð af svo fjölmörgum öðr- um álíka frumlegum, sem þessir bráðsnjöllu Bretar beita í leikn- um. Þessi dásamlegi söngleikur er leikhúsverk í orðsins fyllstu merk ingu, enda hafa höfundarnir brugð ið sér í smiðju til Breohts og numið þar sitt af hverju. Sviðs- tækni þeirra er engu að síður frumleg og persónuleg og ber hug myndaauðgi, frjóun anda og skop- skyni glöggt vitni. Þrátt fyrir ærsl og óðagot, stríðsdansa og söngva, glettur og brellur, þá fylgir þess um gáskafulla striðsleik mikill óhugnaður og allt að því óbæri- leg alvara. Nauðugir viljugir sogast leik- húsgestir inn í þann hrunadans, sem trúðbúnu dátarnir stíga á víg- vellinum. Slíkt er seiðmagn þessa óvenjulega verks. Sýningin í heild einkennist af tápi og fjöri frískra karla og kvenna, leiftrandi leik- hraða, velheppnuðum ljósaskipt- ingum og hnitmiðuðum leikhljóð- um, sem skipta hér meira máli en margir hyggur í fljótu bragði. Eg þykist vita. að Kevin Palm- er, sem starfað hefur sem aðstoð- arleikstjóri hjá Theatre Workshop sé sannur fulltrúi síns leikfélags og trúr meginkenningum Joans Littlewood um sviðvetningu og túlkunarmáta leikenda, þótt hann leyfi sér eins og hverjum skapandi Iistamanni sæmir ýmis frávik í smáatriðum. Svipur sýningarinn- ar er svo heillegur og lifandi að furðu gegnir. Hvergi sést hrukka né blettur. Nánara samstarf, sam- stilltara átak hefur ekki fyrr sézt á sviði Þjóðleikhúss íslendinga og er þá mikið sagt. Á ótrúlega stutt,- um tíma hefur þessi erlendi leik- stjóri unnið þá Herkúlesarþraut að laða það bezta fram, sem býr í hverjum leikenda. Eini gallinn á þessari ágætu sýn ingu er sá, að lýsingin á stórsókn- um Bandamanna og mannfalli er fullýtarleg og langdregin fyrir okkar íslendinga að minsta kosti, jþótt hún kunni hins vegar að vera Bretum að skapi. Hér hefði verið ástæða fyrir aðstoðarleikstjórann íslenzka að grípa í taumana og veita aðalleikstjóranum tilætlaða aðstoð og leiðbeina, en einhverra hluta vegna hefur það farizt fyrir. Leiktjöld og búningar eru teikn aðar af Una Collins, sönnum lista- manni, sem kann vel til verka. Indriði G. Þorsteinsson, rithöfund ur, hefur þýtt leikinn á lipurt talmál og kjarngott, sem íer vel Auðjöfrar á rjúpnaskytteríi. í munni. Um texta stríðssöngv- anna og dægurlaganna brezku er það að segja, að þeir eru hvorki betri né lakari á frummálinu sjálfu en dægurlagatextar gerast almennt, en eins og við öll vit- um, þá eru slíkir textar að öllu jöfnu jafnfjarri fagurbókmenntum eins og tunglið jörðinni. Það er því ef til vill of mikil tilætlunar- semi af okkur að krefjast þess af þýðanda, að hann breyti brezk- um leir í gullvægaií skáldskap á íslenzku. Það hefur aldrei verið ætlunin. Annars fæ ég e'kki betur séð en, að sumir textamir séu allvel ortir af Indriða, þótt aðrir séu það ekki. Um írammistöðu ieikendanna flestra mætti nota heila legió af lýsingarorðum i hástigi, en þar Trúðarnir í stríðsleiknum. sem ég hef jafnmikinn ímugust , á hástigslýsingarorðum eins og ’Kiljan á kvikmyndum, þá mun ,ég láta eftirfarandi ummæli inægja: Bessi Bjarnason er óborg- anlegur æringi, Jón Sigurbjörns- son afbragð, Róbert Arnfinnsson prússneskur fram í fingurgóma og mælir á lýtarlausri þýzku. Vala Kristjánss. ímynd kvenlegs þokka þótt rödd hennar sé veik og hljómlítil, Rúrik Haraldsson brezk ari en Bretaljón. Enda þótt Árni Sighvatsson, Árni Tryggvason, Flosi Ólafsson, Gísli Alfreðsson, Gunnar Eyjólfsson, Sverrir Guð- mundsson, Jón Júlíusson og Ómar Ragnarsson verði að þola bæði blítt og strítt, þá leika þeir samt sem áður á als oddi frá byrjun til leiksloka. Þetta eru allt hlut- gengir stríðstrúðar og vaskir. Jón ' og Ómar eru að vísu ekki eins sleipir í frönsku eins og Róbert í þýzku, en það kemur ekki al- varlega að sök. Sá Ijóður er líka á leik Ómars, að honum hættir til að taka gamanið ekki nógu al- varlega, en þetta eru allt sam- an smámunir. Túlkun Helgu Val- týsdóttur, Þóru Friðriksdóttur, Margrétar Guðmundsdóttur og Sigríðar Þorvaldsdóttur á hlutverk um sínum einkennist af einlægni og þrótti, leikgleði og glettni. Engan þarf að undra þótt þessar konur hafi leiklist meira á valdi sínu en sönglist og dans. Það er ekki þar með sagt, að þær geri ekki hinum síðarnefndu listgrein- um sómasamleg skil. Ég vildi ljúka leikdómi mínum með eftirfarandi orðum: Þessi dýrðlegi skemmtunarleikur verð- skuldar bæði metaðsókn og vin- sældir alþjóðar. Hallðór Þorsteinsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.