Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 14
14 TÍMINN BIFREIÐAMERKI Þessa árs merki á bifreiðar félagsmanna verða af- hent á stöðinni frá 10. — 30. júní. Athugið, að þeir, sem ékki hafa merkt bifreiðar sínar með ninu nýja merki fyrir 1. júlí, njóta ekki lengur réttinda sem fullgildir félagsmenn, og er samn- íngsaðilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá til vinnu. Sf'jórnin. Starf sveitarstjóra í Stykkishólmi er laust til umsóknar strax. Allar nánari upplýsingar veitir oddviti hrepps- nefndar, Jenni R. Ólason. Hreppsnefnd Stykkishólmshrepps. IFaðir okkar, Böðvar FriSriksson frá Einarshöfn, verður jarðsunglnn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 11. júní kl. 2 s. d. Börnin. II Útför móður, tengdamóður og systur Kristínar Ólafíu Jóhannesdóttur sem andaðist í Eiliheimilinu Grund ó. þessa mánaðar, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. þessa mánaðar, klukkan 1,30 sfð- degls. Börn, tengdabörn og systkini. ■I Maðurinn minn, Jón Jónsson frá Hofi, Höfðaströnd, verður jarðsunginn frá Hofskirkju i dag, fimmtudaginn 9. júní kl. 2 e. h. Sigurlína Björnsdóttir. n Föðurbróðlr minn v~ Árni Magnús SigurSsson er andaðist 3. þ. m. verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 10,30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Guðbjörg Jóhannsdóttir, Úthlíð 16. bökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarð- arför mannsins mfns, föður okkar tengdaföður og afa Jóns Guðmundssonar Hamrahlíð 17 Sigrún Sigmundsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, 'Héðinn Hermóðsson, Sigmundur Jónsson og barnabörn. Hjartfólgnar þakkir sendum við öllum þeim, sem léttu byrði Línu Thoroddsen f langvinnum veikindum og sýndu okkur samúð við fráfall hennar. Guðm. Thoroddsen og fjölskylda. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við jarðarför eiginkonu minnar, móður, dóttur, og systur okkar, Sigríðar Reykjalín Jónsdóttur Skipasundi 42 Þorbjörn Jónsson og börn Jónas Jónsson og systkini. VERÐLAGSMAL Framhald af bls. 2. draga úr smjörbirgðunum, og sér staklega með tilliti til þess sam dráttar, sem ákveðinn hefur ver ið, og framkvæmdur, varðandi afurðalánin. Og fyrir því höfum við samtímis því að gera ráðstaf anir til þess að aifla fjár í verð miðlunarsjóð, ákveðið að lækka verð á smjöri í útsölu til þess að örva sölu þess innanlands. Og hallinn á því kemur á bændur, af því að hann hefur ekki fengizt felldur inn í mjólkur verðið. Endurskoðun þessarar uppbóta > áætlunar hefur sýnt, að vart! myndi Verða hægt að komast i af með minna en 90—120 milljón ir króna á verðlagsárinu — þ. e. a. s. ef mjólBTn vex um 5%. En að sjálfsögðu getur tíð- arfar og ýmsar ástæður gripið inn í það, hvort aukning mjólk urframleiðslunnar verður svo mik il eða ekki, en á þessu stigi tel ég ekki varlegt að gera ráð fyrir minni aukningu. Ef í ljós kemur, að aukningin á mjólkinni verður minni, þá er hœgt að komast af með minni upphæð, og þá mun Framleiðsluráð taka til endurskoðunar þessar ákvarðanir sínar —, og ef það sýnir sig, að þörfin verður verulega minni heldur en við höifum gert ráð fyrir í þessum áætlunum, þá myndum við aflétta þessu innvigt unargjaldi, eða lækka það veru lega mikið, 1. september, með til liti til þeirra upplýsinga, sem þá lægju fyrir um mjólkurmagn og þörf í verðjötfnunarsjóð. í annan stað vil ég taka það fram, að við höfum gert ráð fyr ir því, að verða að taka nokkurt gjald af kjötinu, sem kemur inn í slátunhúsin n. k. haust, og að kjötið yrði að bera einhvern hluta þessa halla, jafnvel þó að segja megi, að það sé óréttlátt, vegna þess að kjötið í útflutningi hefur ekki vaxið síðan 1960. Eins og ég finn hér á fundin um, þá er mikill þungi hjá bænd um, þeir vilja ekki una því að fá ekki fullt verð fyrir sína fram leiðslu, og það er eðlilegt og skiljanlegt. Verðskerðingin kem ur verst við þá, sem hafa lagt í mikla fjárfestingu, og til þess hefur ekki ’verið tekið nægilegt til lit við uppbyggingu verðlagsins undanfarin ár, að fjárfestingar- kostnaður hefur hækkað gífurlega mikið og lánakjör eru mjög erf ið. En bændur verða að muna, að það er ekki við forystu Stétt arsambandsins eða Framleiðslu- ráðs að sakast í því efni, það eru áhrif verðbólgunnar og að- gerða stjórnvalda, sem ráða lang mestu þar um. Og það er að- eins á valdi stjórnvalda að hafa áhrif í þá átt, að bændur fái fullt verð fyrir framleiðslu sína — þau hafa í hendi sér tök á hinum mörgu þáttum, sem hafa áhrif á framleiðslukostnað og möguleika til þess að ná þessu upp með einhverjum hætti. Brezk ir bændur hafa t. d. við svipuð vandamál að glíma, en þeir fá um 72% af nettótekjum sínum sem bein og óbein framlög frá rikinu, en sambærileg tala hér á landi er innan við 40%, að með töldum uppbætum. Eru þessar töl ur frá 1964. Ríkisvaldið hefur marga möguleika til þess að veita bændastéttinni aukna tryggingu fyrir því, að þeir fái vinnu sína greidda, en þá er heldur alls ekki óeðlilegt að það geri þá kröfu til bændanna, að þeir fram leiði fyrst og fremst þá vöru, sem gefur hagstæðasta útkomu, bæði á innlendum og erlendum markaði, hverju sinni. KLÁKINN Framhald af bls. 1. er ágæt og hafa kýr nægilegan haga á túnum. í Hreppum og Tungum er aðra sögu að segja. Þar hefur ekki enn verið hægt að hleypa út kúm. þó að þess verði væntanlega ekki langt að bíða úr þesu. Hins veg- ar eru víða á þessum slóðum öll nýræktarflög á floti og ekki nokk ur leið að koma dráttarvélum eða öðrum tækjum inn á flögin. Torveldar þetta mjög kálræktina og má búast við. að hún verði útilokuð á stórum svæðum. VEÐURFRÆÐINGAR Framhald af bls. 16. Horfur eru á suðlægri átt hér sunnanlands næstu daga, en það þýðir að á sama tíma er þurrt og hlýtt fyrir austan og norðan. Á ráðstefnunni, í Hagaskóla sitja um 35 veðurfræðingar frá Danmörku. Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og 18 íslenzkir þátttak- endur. 28 erindi, um margvísleg veðurfræðileg efni, verða haldin á ráðstefnunni, er lýkur á laugar- dag. VARUÐ A VEGUM Framhald af bls. 16 akstur“ samtökunum að gjöf fund arhamar, sem Ríkharður Jónsson hefur smíðað, og veitti Ágúst Haf berg, fundarstjóri honum viðtöku. Kosið var í nefndir, sem skil- uðu álitum og voru þær afgreidd- ar. Einnig fór kosning stjórnar fram og kjör endurskoðenda. FERÐAHANDBÓKIN Framhald af 16. síðu. Gísla nær orðið frá Reykjavtk, vestur, norður og austur um land, allt til Jökulsár á Breiðamerkur sandi . Samhliða hinu nýja efni, sem við bætist á hverju ári, fer fram nákvæm endurskoðun á því sem fyrir er, en það krefst árlega mik illa breytinga. Að venju fylgir Ferðahaudbók inni fullkomið vegakort og hún er sem fyrr í handhægum plast umbúðum. ÍÞRÓTTIR fyrir löng innköst. Robin Gladwin, vinstri bak- vörður. Lék áður með Chelms- ford City. Var keyptur til Nor- wich nýverið og lék 6 síðust.u deildarleikina í ár. Mjög traust ur og sterkur varnarmaður. Anthony Woolmer, innherji. Lék áður sem áhugamaður með Norwich en hefur nýver- ið gerzt atvinnumaður hjá fé- laginu. Síldarverksmiðja til sölu Síldarverksmiðja i Bakkafirði er til sölu. Kauptil- boð óskast send ekki síðar en 18. júní n.k. Nánari upplýsingar gefa lögfræðingar bankans. Stofnlánadeild sjávarútvegsins, Seðlabanka íslands. SUNNUDAGUR 5. júní 1966 MINNING Framhald af bls. 3. Jón Jónsson var fæddur á Nauta- búi í Skagafirði 29.4. 1894. For- eldrar hans voru hin velkynntu sómahjón, Sólveig Eggertsdóttir Jónssonar, prests á Mælifelli og Jón Pétursson, Pálmasonar frá Valadal. Hann átti því ættir að rekja til hinna landskunnu ætta, sem kenndar eru við Bólstaða- hlíð og Reykjahlíð. í þessum ættar skógi var Jón Jónsson hinn grósku mikli og sterki stofn. Jón var alinn upp í ,stórum og mjög myndarlegum systkinahópi á Nautabúi. Ég kynntist honum fyrst í Hólaskóla veturinn 1912—(-1913. Frá þeim tíma höfum við verið bundnir traustum vináttuböndum, sem ég er innilega þakklátur fyrir. Við höfum alltaf haft náin kynni hvor af öðrum og nokkur sam- skipti og er mér enn það sama í huga og mér var, er ég um miðjan aldur okkar sendi honum þessa vísu: Á þínum fundi þótti mér þráfallt undur gaman, hverja stund ég þakka þér, þá er undum saman. Jón Jónsson keypti Hofstorfuna á Höfðaströnd í Skagafirði árið 1914 og fór að búa á Hofi árið 1921. Hann tók við jörðinni í mik- illi niðumíðslu, en skilar henni nú sem höfuðbóli, með mjög stóru túni og vel ræktuðu og með mikl- um og góðum byggingum. Á hlið- stæðan hátt skilaði Jón hverju því starfi, er hann tókst á hendur, hvort heldur þau snertu heimili hans eða voru í þágu hins opinbera, en honum vom falin fjölmörg opinber störf um ævina og allt til hins síðasta. Hann var sómi stéttar sinnar og styrk stoð sveitarinnar og héraðsins. Jón var karlmenni, bæði til sál ar og líkama, prýðilega greindur eins og hann átti kyn til í báðar ættir, raunsær og rökfastur. Hann krufði hvert mál til mergjar og fylgdi því svo fast fram, sem hann taldi rétt og málinu hagkvæmast. Hann var fésæll maður, en ætlaði sér aldrei stærri hlut en honum bar með réttu og þess varð ég var hvað eftir annað, að hann tók ekki sinn hlut allan í viðskiptum sínum við fólkið. Etf Jón lofaði einhverju, þá stóð það eins og stafur á bók. Loforð hans vom betri en handsöl margra annarra. Honum var alltaf hægt að treysta, hann brást aldrei. Hann var sann- ur drengskaparmaður. Jón var mikill gæfumaður. Árið 1921 gekk hann að eigá ágæta konu, sem var fullkomlega hans jafningi, Sigurlínu Björnsdóttur. Foreldrar hennar voru Björn Bjarnason, er lengi bjó á Brekku og á Reykjanhóli í Seyluhreppi og seinni kona hans, Stefanía &lafs- dóttir, sem er enn á lífi háöldruð. Hún hefur dvalið á Hofi hjá dóttur sinni og tengdasyni, frá því þau byrjuðu búskap og allt til þessa dags. Jón var alla tíð innilega þakk látur tengdamóður sinni fyrir störf hennar á heimilinu. Sigurlína var mannj sínum frábær kona og bjó honum hlýtt heimili og myndar- legt. Þau hjón voru mjög sam- týmd. Þau eignuðust þrjú börn. Fyrsta barnið dó strax eftir fæð- ingu. Hin eru Sólveig sýslumanns- frú á Patreksfirði og Pálmi lög- fræðingur og kaupmaður í Reykja- vík. Þegar ég nú kveð Jón vin minn með þessum fátæklegu línum, þá er mér efst í huga hjartanlegt þakklæti fyrir hans traustu og ein- lægu vináttu allt frá fyrstu kynn- um. Ég þakka einnig ekkju hans, börnum og tengdamóður alúðar vináttu þeirra mér og mínum til handa og sendi þeim og öðrum ástvinum hins látna hugheilar sam úðar kveðjur. Jón Sigtryggsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.