Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.06.1966, Blaðsíða 16
Fyrsta síldveiðiskýrsla sumarsins 2 skip frá Eski- firði aflahæst 5. útgáfa Ferðahandbókarinnar komin RÚMUM 5 ÖRKUM STÆRRIENIFYRRA i SJ—Reykjavík, miðvikudag. í yfirliti Fiskifélags fslands um síldveiðarnar norðan lands og aust Fimmta útgáfa Ferðaliandbókar innar er komin út og er í henni að finna fiölda nýmæla, sem fólki má að gagni koma, hvort heldur það er á ferðalagi cða undirbýr ferðalag. Útgefendur eru Örlygur Hálf- danarson og Öm Marinósson. Fyrsta útgáfan var 112 blaö síður en þessi útgáfa, sem er hin fimmta í röðinni, er rúmlega 300 blaðsíður. Sumir kynnu að ætla, að stækkunin væri fólgin í íleiri auglýsingum. Svo er þó ekki. Aug lýsingafjöldinn er sá sami oig áður. Sjálfsagt er einnig að geta þess, að auglýsingar í bókinni munu í flest uim eða öllum tilfellum vera ferða fólki gagnlegar og auðvelda þvi ferðalög. Svo sem áður segir er Ferða- ihandbókin 304 bls. og er það 88 bls. meira en síðasta útgáfa. Við athugun bókarinnar kernur í ljós, að 'hún hefir tekið miklum breytingum og mapgt er þar af nýju og nytsömu efni. Kauptúna- og kaupstaðakaflinn hefir verið faerður fremst í bókina og nú hef ir höfuðborgin fengið' þar sinn sess, en fram til þessa hefir hún ekki verið þar. Reykjavíkurkaflinn er 14 bls. að mieðtöldu korti yfir stóran hluta borgarinnar og fallegum pennateikningum af ein stöku byggingum í borginni og næsta nágreni. Kort er einig að finna af Akureyri og pennateikn ingar þaða. Auk Reytojavíkur hafa margir aðrir staðir bætzt við kauptúna- og kaupstaðakaflann. Með siðustu útgáfu fylgdi sérstakt rit. þar sem lýst var gönguleiðum, víða um land, nema í nágrenni Reykjavík ur. Nú hefur verið úr þessu bætt. í bókinni er að finna erindi Ey- steins Jónissonar, alþingismanns, sem hann nefnir Gönguleiðir í ná- grenni Reykjavíkur. Fylgja erind- inu átta sérkort göngufólki til leiðbeininigar. í sinn ítarlega og nákvæma kafla, Bifreiðaslóðir á Miðhálend inu, hefir Sigurjón Rist bætt leið inn ium Kaldadal. Fylgir nýtt kort í tveim litum af Kaldadalsléið, Einnig hefir hann bætt við korti af Hólsvaði á Tungná ásamt ljós mynd og endurskoðað allan kafl ann í heild. Gísli' Guðmundsson, leiðsögumað ur, veldur þó mestu um stækkun bóikarinnar með kaflanum T.eiðir um ísland. Þar bætir hann við Örlygur Hálfdanarson Líkfundur í Rvíkurhöfn SJ—Reykjavík, miðvikudag. í dag tilkynnti rannsóknarlög- reglan, að um tvö-leytið í dag hafi fundizt karlmannslík á floti í Reykjavíkurhöfn, milli Ingólfs- og Faxagarðs. Líkið var klætt venjulegum vinnufötum, gráum jakka, bláum vinnubuxum, köfl- óttri skyrtu og lágum, svörtum skóm. Líkið virðist vera af mið- aldra manni, 174 sm. á hæð, frekap þrekvöxnum og nokkuð holdugum. Hárið er dökkt. Engin skilríki fundust, er gætu upplýst, af hverjum líkið er, og hefur ekki tekizt að upplýsa það. Trúlega mun líkið hafa legið ná- lægt tveimur mánuðum í sjó. Rannsóknarlögreglan biður alla þá, er kynnu að geta veitt ein- hverjar upplýsingar i máli þessu j að gefa sig fram. an til laugardagsins 4. júní segir að heildarmagn frá vertíðarbyrjun (fyrsta síldin veiddist 12. maí) og til miðnættis á laugardag hafi ver ið 43.806 lestir. Aflinn skiptist þannig á löndun arstaði: Reykjavík (Síldin) 6.076 lestir Bolungavík (Dagstjarnan) 795 — Ólafsfjörður 571 — Húsavík 345 — Raufarhöfn 5.986 — Vopnafjörður 5.016 — Seyðisfjörður 9.196 — Neskaupstaður 6.400 — Eskifjörður 5.634 — Reyðarfjörður 1.745 — Fáskrúðsfjörður 1.922 — Djúpivogur 120 — 76 skip hafa fengið afla og fylg ir hér skrá yfir tíu efstu skipin: Jón Kjartansson, Eskifirði 1.410 Seley, Eskifirði, 1.319 Barði, Neskaupstað 1.202 Ólafur Magnússon, Akureyri 1.166 Gísli Árni, Reykjavík 1.164 Snæfell, Akureyri 1.093 Þórður Jónasson, Akureyri 1.036 Sigurður Bjarnas. Akureyri 1.017 Hannes Hafstein. Dalvík 1.017 Reykjaborg, Reykjavík 924 Gitte Hænning VIÐRAR ILLA A VEÐURFRÆÐINGA SJ—Reykjavik, miðvikudag. Þessa dagana stendur yfir í Hagaskólanum i Reykjavík ráð- stefna norrænna veöurfræðinga, og eru gárungamir svo sem ekki hissa á ótíðinni í Reykjavík og ná grenni. Þegar við hringdum í Veðurstof una í dag, varð Knútur Knudsen, veðurfræðingur, fyrir svörum, og kvaðst hann ekki búast við, að erlendu veðurfræðingarnir væru ánægðir með veðrið, aftur á móti hefði það getað verið mun verra í dag, en veðurfræðingahópurinn skrapp austur í sveitir í dag til að skoða sig um. í ráði var að fara að Gullfossi og Geysi, ef fært yrði þangað. Á föstudagskvöld munu veðurfræðingarnir verða boðnir til veizlu í ráðherrabú- staðnum, og er þá gert ráð fyrir að birti til. Framhald á bls. 14 LEIKUR I KVIKMYND A ISLANDI Danska biaðið Poiitiken slær því upip á forsíðu á sunnudag, að danska kvikmyndaieikkonan og slagarasöngvarinn Gitte Hænning hafi verið valin úr 600 umsækj- endum til að leika Signýju í kvik myndinni um Hagbarð og Signýju sem tekin verður hér á landi í sumar. . Danska ríkið hefur veitt 600 þúsund danskar krónur í styrk til kvikmyndarinnar en það er hæsta upphæð, sem veitt hefur verið í styrkti til danskrar kvikmyndar. í viðtali við Gitte Hænning seg ir m.a., að leikstjórinn Gabriel Axel hafi rætt við einar 200 ljós- hærðar og bláeygar stúlkur. Gitte hafði komið til tals sem líkleg í hlutverkið. og þegar síðustu átta • Framhald a ois. 15 VARÚD Á VEGUM Orn Marinósson frá síðustu útgáfu lýsingum n þjóö j leiðinni Reykjavík—Akureyri— i Mývatn, leiðum um Borgarfjörð, • Strandir, Húnaþing, Skagafjörð og! noktorun hluta Eyjafjarðar. Lýsing í Framhald á bls. 14 ! HZ—Reykjavík, miðvikudag. Framhaldsstofnfundur félaga- samtakanna „Varúð á vegum“ var haldinn í dag að Hótel Sögu. Eft- ir miklar samningaviðræður tókst fulltrúum að miðla málum þannig að allir aðilar voru sammála um stofnsamkomulag, um fulltrúarétt hinna ýmsu félaga, sem eru fé- lagar að samtökunum. Tillagan ,sem samþykkt var, lýs ir fulltrúaráðsskipun þannig: Frá SVFÍ skulu minnst vera 7 fulltrúar, en það félag skal þó jafn an eiga % hluta allra fulltrúa í ráðinu. Frá bifreiðatryggingafélög unum sameiginlega skulu vera minnst 7 fulltrúar, en félögin skulu þó jafnan eiga % allra hluta í ráðinu. Frá FÍB skulu vera 3 fulltrúar og einn fulltrúi frá hverju einstöku öðru þátttökufé- lagi. Sem fyrr segir var það þetta atriði m.a. sem varð þess vald- andi, að ekki náðist samkomulag Frá fundi „Varúðar á vegum" á Sögu í gær. (Tímamynd Bj Bj.) i um inngöngu stærstu félaganna á j stofnfundinum. sem haldinn var í janúar s.l. í upphafi framhaldsfundarins I flutti Haukur Kristjánsson, for- maður stjórnarnefndar, skýrslu þar sem hann rakti fyrirhuguð lög félagsins og starf nefndarinnar er haldið hefði 25 stjórnarfundi, og auk þess hafið viðræður við SVFÍ FÍB og fleiri félög, í því skyni að koma málum þannig fyrir að sem flest félög gerðuát félagar að sam- tökunum. Hann tók það fram að höfuðatr iðið með stofnun samtakanna væri að vinna gegn umferðarslysum, og það skipti því minna máli, hvemig fulltrúaskipan væri hátt- að. Almennar umræður voru miklar og lögðu margir orð í belg, og voru skiptar skoðanir á málunum. Fulltrúar Lögfræðingafélags ís- lands og Kvenfélagasambands ís lands kváðust ekki geta samið um inngöngu í samtökin, félögin teldu að fjárútlátin yrðu þeim um megn. Fulltrúi RKÍ skýrði að sam kvæmt alþjóðalögum væri RKÍ ekki kleift að gerast aðilar að þessum samtökum. Baldvin Þ. Kristjánsson færði fyrir hönd klúbbanna „Öruggur Framhaid á bls. 14 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.