Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 30. desember 1974. 3 sér að biðja um svona veður“ viðtali við Vísi var svo gífurlegur mannfjöldi, sem stilltist saman. Þaö heföi ekki þurft nema einn mann til aö skemma stórlega, en enginn lét á sér kræla til þess.” Vísir: „Hvað stendur hæst upp úr, þegar þú litur aftur til þjóö- hátiðarársins?” Indriði: „Þegar ég hafði skilað fjölskyldu minni heim að kvöldi þjóðhátiðardags á Þingvöllum, fór ég einn austur aftur og var á Þingvöllum um nóttina. Ég fór viöa um staðinn og sá, að hann var allur i góðu lagi og ekkert hafði komið fyrir, eins og hrak- spárnar höfðu gert ráð fyrir. Mér er meira að segja óhætt að full- yrða, að staðurinn hefur aldrei verið grænni en eftir hátiðina. Það var svo sem ekkert náttúru- fyrirbæri, þvi við bárum vel á fyrir hátiðina til að búa jörðina sem bezt undir átroðninginn. Það var lika gifurleg heppni, sem einhver kallaði strákalukku, og það er gott orð, hve veðrið var gott. Það hefði verið til skammar, ef undirbúningi hefði verið ein- hvers staðar ábótavant, en veðrið gátum við ekki pantað. Þrátt fyrir það held ég, að það hafi að- eins rignt á tveimur hátiðum, og það i þessu landi, sem fær tvær lægðir á viku alla leið utan úr Saragossahafi. Og veörið á Þing- vallahátiðinni var ekki bara gott, heldur eindæma gott. Maður hefði ekki leyft sér að biðja um svona veður, heldur verið ánægöur með sæmilegt veður. Þessa nótt gekk ég um Þing- velli og sá að hvergi voru ör eða sár, hvorki i verki né á velli — þegar allt er búið, sér maður fyrst hvernig farið hefur. Þá létti mér ósegjanlega. Ég mun aldrei sjá framan i annan eins vanda og að undirbúa þessa hátið, og mér mun aldrei létta eins mikið eins og þegar henni var lokið og allt hafði farið vel.” Visir: „Hvernig standa svo reiðurnar?” Indriði: „Um mánaðamót nóvember og desember var gert lauslegt yfirlit yfir fjárhaginn. Tekjur frá þvi að nefndin fór að hafa tekjur siðla árs 1973 fram að þeim mánaðamótum voru 87.469.173 krónur. Útborgaður kostnaður á sama tima var um 136 milljónir. Kostnaður við útgáfu Sögu Is- lands 'Og heimildarkvikmynd- • um isienzka þjóðhætti, 1 dagsins önn, sem frumsýnd verður um mánaðamótin janúar—febrúar 1975, er talinn með tekjum, þvi hann á að skila sér aftur. Allar birgðir svo sem birgðir vegna Þingvallahátiðar og birgðir minjagripa eru verðlagðar á 56.417.965 krónur. Tekjur og birgðir samanlagt eru þvi 143.887.138 krónur, sem er vel yfir kostnaði. Aö visu er ekki hægt að leysa allar birgðirnar i peninga, en sá hluti, sem ekki skilar sér þar, er óverulegur. Inni i þessu dæmi er allur kostnaður vegna þjóðhátiðarhaldsins, að undan- tekinni Þróunarsýningu atvinnu- veganna, sem hafði sjálfstæðan fjárhag. Og miðað við að fá aldrei neina teljandi fjárveitingu — eitt- hvað um tvær milljónir alls frá 1966 — erum við i nefndinni ekki óánægðir með þessa útkomu.” ,/Hvergi blettur eöa hrukka" Við höfum ekki stofnað mikið bákn utan um þjóðhátið. Megin- stefnan var að fá þær rikis- stofnanir, sem málið snerti, til aö taka að sér verkefni, hverja á sinu sviði — vegagerðina, húsa- meistaraembættið, forsætisráöu- neytið, utanrikisráðuneytið og fleiri. Auðvitað varð að borga sumum þessum stofnunum, en þær sáu um sina þætti með mikilli prýði. Alþingi kom inn I myndina •*. IndriðiG. Þorstelnsson, framkvæmdastjóri ÞjóOhátiðarnefndar 1974, stjórnar hér þjóOhátiOinni á Þing vö,lum- Ljósm. Bj.Bj. og annaðist þann hluta hátiða- haldanna, sem fram fór á Lög- bergi. Þingvallanefnd veitti alla aðstoð, sem hún gat og lét i té að- stöðu. Ég get lýst þvi yfir, að hvergi er blettur eða hrukka á öllu þessu samstarfi, og það er al- veg dæmalaust með slikan mann- fjölda. Á Þingvöllum voru yfir 2000 starfsmenn á sjálfan hátiðardaginn. Það voru hendur utan um alla gestina, án þess að þeir vissu það, allan timann. Þaö hefði enginn getaö dottið i gjá þótt hann hefði feginn viljað, þvi hefði verið bjargað fyrirfram. Það hefur stundum verið talað um, að svona hátiðir skilji ekkert eftir. Ég er viss um, að þjóð- hátiðaráriö skilur mikið eftir. Alþingi samþykkti á Þingvöllum gróöurverndaráætlun, sem á eftir að hafa gagnger áhrif á gróðurfar landsins. Það er ekki fjárhæðin, sem skiptir máli, heldur stefnu- mótunin. Hún beinist að þvi að bjarga þeim gróðri, sem eftir er I landinu og á eftir að gera stóra hluti á næstu árum. Þjóðarbók- hlaðan ris — ekki á þessu ári, en hún ris! Við gefum út Sögu ís- lands i fyrsta sinn. Og svo er einn hlutur. Þegar þjóðin horfir til baka til þessa árs og minnist þess, hve þjóðhátiðin kom á nán- um innbyrðis tengslum milli striðandi hópa, kemur það þjóð- inni til góða á margvislegan hátt. Árið á eftir að hafa varanleg áhrif i þjóðlifinu. ,/Duttlungar mega ekki ráöa" Ég vona að Islendingar beri gæfu .til þess að halda landnáms- hátið á hundrað ára fresti héðan i frá með liku sniði og nú. Raunar ætti að festa það i lög. Þjóðin hef- ur ekki leyfi til að láta duttlunga einstakra manna ráða þvi, hvo>t svona hátiö verði haldin eða ekki. Hún var haldin nú eftir erfiðieika- kafla, og það getur ekki staðiö verr á eftir 100 ár heldur en nú eftir Vestmannaeyjagos. Það ætti að vera hafið yfir öll tvimæli, að á aldarfresti verði haldnar hátiðir á borð við þá i sumar.” — SH. HEITIR ÁFRAM NORÐRI — siglir undir Panamafána Norðri, sem hingað til hefur verið Islenzkt skip, skipti um eigendur I gær og siglir I fram- tiðinni undir Panamafána. Nafnið á skipinu verður þó •áfram Norðri. Nýju eigendurnir eru Italskir og veita þeir skipinu viðtöku i Vigo á Spáni Fyrri eigandinn, Jón Frank- lin, hefur verið á Spáni að undanförnu að ganga frá söl- unni. Jón hefur nú einnig selt hitt skip sitt'Suðra, sem i sumar hefur verið i leigu i Danmörku. Suðri var seldur til Kýpur. Þar eru það Kýpurbúi og Ðani, sem reka munu skipið i sameiningu. „Astæðan fyrir þessari sölu er fyrst og fremst sú, að nú er gott verð að fá fyrir skip erlendis. Eins vildi ég fara að endurnýja skipakostinn”, sagði Jón Franklin um söluna. Jón Franklin er þvi skipalaus eins og stendur, en væntanlega gengur hann frá kaupum á tveim nýjum skipum fljótlega eftir áramótin. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvaðan nýju skipin verða keypt, en Jón hefur afráðið, aö þau nýju verði heldur stærri en þau gömlu. Norðri var 1200 tonn, smiðaður 1961, en Suöri var 650 tonn, smiðaður 1954. — JB. HÁLF ÁTTUNDA MILLJ. KOMIN Vestmannaeyingar launa íbúum Neskaupstaðar greiðann frá i fyrra Sjö og hálf milljón höfðu safnazt i Snjó- flóðaisöfnunina, er bækur voru bornar saman siðari hluta dags i gær. Þar af höfðu tæpar tvær mill- jónir verið sendar til Neskaup- staöar. A Neskaupstað hefur nefnd heimamanna verið sett á stofn, og sér hún um að útdeila þvi fé, sem safnast. Stærstu gefendurnir til þessa hafa verið Þórhallur Þorláksson fyrir hönd Marco, sem gaf eina milljón, og Ásbjörn Ólafsson, heildsali, sem gaf sömu upphæð. Þá hefur Vestmanna- eyjadeild Rauða krossins safnað einni milljón til Nes- kaupstaðar og Sigurður ólafs- son lyfsali hefur gefið 100 þúsund krónur. 1 viðbót við framlag Rauða krossins i Vestmannaeyjum hefur bæjarsjóður Vestmanna- eyja gefið eina milljón. Má þvi segja, að Vestmannaeyingar hafi skilað aftur þeirri hjálp, sem þeir nutu frá Neskaupstaö- arbúum i Heimaeyjargosinu. Þá gaf Neskaupstaður nákvæm- lega 1.237.724 krónur til Vest- mannaeyja, sem visst framlag frá hverjum ibúa. Nú koma tvær milljónir frá Vestmanna- eyjum, sem er svipuð upphæð, þegar verðbólgan hefur verið tekin með I reikninginn. — JB. SÓLGINN í ALLT EFNI UM ÍSLENZK -_ll m |j a || m | Bandarikjamaður, kvœntur islenzkri konu, ErNAHAUSlVlAL VUI verða fyrsti doktor i viðskiptadeild hé Arabar voru manna fyrstir tii að tryggja sér brauöryðjanda- verk Frasers um alþjóðleg fjármál. Myndin var tekin I gær á Hótel Holti. Ljósm. Bj.Bj. „Ég hef árum saman lesiö allt, sem ég hef getaö náö I, um efna hagsmál á tslandi, „sagbi Banda- rlkjamaöurinn Robert D. Fraser I viðtali viö VIsi I gær. Fraser hefur mikinn hug á aö veröa fyrstur manna til aö fá doktorsgráöu viö viöskiptadeild Háskóla tslands. Hann er kvæntur íslenzkri konu, Hrefnu Kristjánsdóttur. Þau giftust árið 1962. „Ég á hér einn stjúpson og tvær stjúpdætur og hef komið hér á hverju ári I tiu ár, þó ekki i fyrra. Þá var ég of upptekinn viö að semja bók mina um alþjóðleg bankaviðskipti og fjármál.” Þessi bók er rúmlega 550 blað- siður og hún hefur verið seld til 90 landa. Hún er lausblaðabók, og á að endurnýja árlega það i henni, sem úreldist. Þetta er brauðryðj andaverk, eina bókin sinnar tegundar i heiminum, og þörf fyrir hana var mikil eins og hvatningarbréfin, sem strauma til Frasers sýna, segir hann. Hann hefur einnig samið fræði- lega bók um „útflutning með flugvélum”, sem er einstök I sinni röð. Fraser er 55 ára. Hann kennir i skóla samtaka bandariskra bankamanna I Washington. Hann hefur meistaragráðu I viðskiptum frá Texasháskóla og i hagfræði frá háskóla i Washingtonborg. „Guðmundur Magnússon prófessor i viöskiptadeild og fjöldi annarra Islendinga hafa hvatt mit til að freista þess aö verja hér doktorsritgerð,” sagöi Fraser. Hann hefur lengi kynnt sér gengismál tsiands frá upphafi vega og þrætt söfn og aðra staöi i Bandarikjunum, þar sem eitthvaö væri að finna um þau efni frá fyrri tímum. Einnig kæmi til greina, að hann veröi ritgerð um alþjóöleg efni. „Ég vinn venjulega 14-16 klukkustundir á sólarhring sagði Fraser, „og konan min styður mig dyggilega. Við tókumst út- gáfu bókar minnar á herðar á eig- in spýtur, og hún ætlar að gefa góðan arð.” Hann hefur verið hér um jólin, brugðiö venju sinni — og hvllzt. __i iii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.