Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Mánudagur 30. desember 1974. AUGLÝSING UM INNKÖLLUN NOKKURRA MYNTSTÆRÐA OG KRÓNUSEÐLA. Samkvæmt reglugerð nr. 363 frá 27. nóvember 1974, sem sett er meö heimild í lögum nr. 22 frá 23. april 1968, hefur viðskiptaráöuneytiö, aö tillögu Seölabanka íslands, ákveöiö ínnköllun eftirtalinna myntstæröa og allra einnar krónu seöla: 1 EYRIR Þvermál: 15 mm Þyngd: 1,6 g Málmur: kopar Útgefinn: 1926-1966 10 AURAR Þvermál: 15 mm Þyngd: 1,5 g, 1,25 g, 0,45 g Málmur: kopar/nikkel, zink, ál Útgefnir: 1922-1974 25 AURAR Þvermál: 17 mm Þyngd: 2,4 g, 2,0 g Málmur: kopar/nikkel, zink Útgefnir: 1922-1967 2 KRÓNUR Þvermál: 28 mm Þyngd: 9,5 g Málmur: kopar/zink/nikkel Útgefnir: 1925-1966 EINNAR KRÓNU SEÐLAR Útgefnir af Ríkissjóöi Islands skv. lögum nr. 116 frá7.nóv.1941, sbr. lög nr. 117 frá 27. nóv.1947 Stærö: 6,5x 11,0 sm. 2 AURAR Þvermál: 19 mm (Ys íS'i' Þyngd: 3,0 g Tmm/ Málmur: kopar V: Útgefnir: 1926-1942 5AURAR Þvermál: 24 mm Þyngd: 6,0 g Málmur: kopar Útgefnir: 1926-1966 50 AURAR Þvermál: 19 mm íHM Þyngd: 2,4 g w? Málmur: kopar/zink/nikkel Útgefnir: 1969-1974 Frestur til aö afhenda ofangreinda mynt og seöla til innlausnar er til 31. desember 1975. Eru allir bankar og sparisjóöir skyldugir aö taka viö peningunum til þess tima og láta i staöinn peninga, sem ekki á aö innkalla. Peningarnir, sem innkalla á, eru lögmætur gjaldmiöill i lögskiptum manna til loka innköll- unarfrestsins, viö árslok 1975. Seölabanka islands er þó skylt aö innleysa ofangreinda mynt og seöla eigi skemur en i næstu 12 mánuöi þar á eftir, til ársloka 1976. Reykjavík, 31. desember 1974 Sk SEÐLABANKI ÍSLANDS VISIR VISAR A VIÐSKIPTIN «oUJtEoRjtlönd í morgun UTLOND IIVI Guðmundur tefl- ir i Hastings Guðmundur Sigur- jónsson er meðal þátttakenda i skák- mótinu i Hastings, sem hófst á laugardag. Voru Guðmundur og Bretinn, George Botterill, varamenn, en komust að, þegar for- föll urðu. Guðmundur teflir í stað argentínska stórmeistarans, Miguel Quinteros, sem er á sjUkrahúsi, en Botterill I staö Raymond Keene frá Bretlandi. Til þess að ekki yrðu tafir, voru þeir Guðmundur og Botterill settir hvor gegn öðrum i fyrstu umferð og skák þeirra frestað. En I annarri umferð, sem tefld var i gærdag, geröi Guðmundur jafntefli við Benkö frá Bandarlkjunum. Var skák þeirra stutt, eða aöeins 20 leikir. Hafði Guðmundur svart og tefldi kóngsindverska vörn á móti drottningarbyrjun. Þetta er fimmtugasta alþjóða skákmótið i Hastings. Þátttak- endur eru sextán. Meðal þeirra er heimsmeistari unglinga, Tony Miles. t stað Korchnois, sem hætti við þátttöku, kom Beljavsky frá Sovétrikjunum. 2 RAÐHERRAR GISLAR Skæruliðar í Nicaragua# sem rændu í helgarveizlu tveim ráðherrum og fleiri gíslum í Managua# voru sagðir í morgun komnir á fremsta hlunn með að sleppa gíslunum og fljúga til Kúbu. eins I Managua. Bankastjórinn féll fyrir kúlum þeirra og tveir lögreglumenn. Um helgina slepptu skæruliðarnir konum öllum og þjónustuliöi bankastjór- ans. Þetta er fyrsta meiriháttar aðgerð skæruliðahreyfingarinnar i Nicaragua i fjögur ár. Talsmaður forseta Nicaragua skýrði frá þvi, að samizt hefði viö skæruliðana um, hvaða póli- tiskum föngum ætti að sleppa. En eftir var að ganga frá þvi, hve hátt lausnargjaldið ætti að verða og hvernig öryggisráðstöfunum yröi bezt fyrir komið, þegar skæruliðarnir færu úr landi. Aðalsamningamaður við skæruliðana var Miguel Ovando y Bravo og bauðst hann til að fljúga meö skæruliðunum til þess að tryggja þeim undankomuna. Skæruliðarnir urðu þrem mönnum að bana, þegar þeir réðust inn i veizlu bankastjóra Watergate- málinu skot- ið til kvið- dómsins

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.