Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Mánudagur 30. desember 1974. 7 Af tveimur heimum FRÁ SÆLUM TÓMASI BISKUP Þjóðleikhúsið: KAUPMAÐUR 1 FENEYJUM eftir William Shakespeare Þýðing: Helgi Hálfdanarson Tónlist: Þorkell Sigurbjörnsson Leikmyndir: Sigurjón Jóhanns- son Búningar: Else Duch Leikstjórn: Stefán Baldursson og Þórhallur Sigurðsson Leiknum lýkur á sama hátt og hann hefst — á Antónió, kaupmanninum góða i Feneyjum sem er svo dapur, honum leiðist dagieg iðja sin og fé- lagsskapur, skeytir ekkert um ástir, fé né frama. Ekkert er hon- um nokkurs virði nema vinfengi þeirra Bassaniós. Og þar sem leikurinn skilur við hann er allt við sama, nema nú er Bassanió honum glataður i arma Portsiu fögru. Þessi umgerð efnisins i sýn- ingu Þjóðleikhússins er að visu að hálfu leyti hennar tilbúning- ur og leikstjórnarinnar. En hún er hnyttilega af hendi leyst og hæfir efninu mætavel, og verður með sinum hætti til að undir- strika ævintýraeðli leiksins öðr- um þræði og meginandstæður hans, milli hins gráa og grimma hversdagsleika kaupa og sölu i Feneyjum og heims imyndunar og skáldskapar, ástarinnar og fegurðarinnar i Belmont. Saga og samtið Það má vist hafa fyrir satt að hver og ein Shakespearesýning á islensku sviði feli enn i dag i sér nokkra manndómsraun, eða þroskapróf, leiklistarinnar I landinu. Hvar hún er á vegi stödd á hverjum tima mælist kannski best af viðfangi leik- hUsanna við klassisk verk leik- listar og leikbókmennta, ekki siður en innlend leikverk, gömul og ný. NU er ýmsra eftirminni- legra Shakespeare-sýninga að minnast frá umliðnum árum, siðast Cþellós og Þrettánda- kvölds i ÞjóðleikhUsinu, beggja i þýöingu Helga Hálf dánarsonar, sem að öðrum þýð- ingum og þýðendum öldungis ólöstuðum hefur endanlega orð- ið til að gefa Shakespeare róm á islensku leiksviði. Hér eru vitanlega engin tök á þvi að fara Ut i samanburð jóla- sýningar ÞjóðleikhUssins i ár og undanfarinna Shakespeare-sýn- inga. An sliks samjafnaðar að öðru leyti finnst mér samt aö Kaupmaður i Feneyjum I nýrri þýöingu Helga Hálfdanarsonar, sé sU sem tekist hefur með sam- felldustum brag, mótuð fyrst og siöast af skýrum og skynsam- legum smekk á efnið, ljós og greið I meðförunum, alla tið lip- ur og skemmtin. Asamt þeim leikstjórum, Stefáni Baldurs- syni og Þórhalli Sigurðssyni, eiga lika höfundar leikmyndar og bUninga, Sigurjón Jóhanns- son og Else Duch, ærinn heiður af þvi hve greið I gangi og ásjá- leg sýningin reynist: annars vegar Iburðarleg Imynd Feneyjaborgar, aðalsmanna og borgarlýðs, hins vegar bjart og klassiskt svipmót Bal- monts-hallar þar sem ástin býr. Smekkvisi og skýrleikur hennar eru þau auðkenni þessarar sýn ingar sem likleg eru að gera hana varanlega i minni manns. Eins og raunar fleiri Shakes- peare-leikrit á Kaupmaðurinn I Feneyjum sér nokkra sögu að bakiá reykvisku leiksviði: áður leikinn i Iðnó árið 1945, reyndar meö sumum sömu leikendum og nU taka þátt I sýningunni. Visast væri gaman ef einhver sem svo langt minni hefur geröi grein fyrir þvi sem likt kann að vera og ólikt með þessum tveimur sýningum. En án þess að vita neitt um efnið finnst manni ekki óliklegt að með Harald Björns- son i hlutverki Sælokks hafi áhersla fallið I sýningunni i Iðnó á skapgerðarlýsingu jUðans I Feneyjum, hið stóra og klassiska hlutverk I leiknum. Og augljó'slega væri þess enn kost- ur með Róbert Arnfinnsson i hlutverki Sælokks I ÞjóðleikhUs- inu. Júðinn og hefðarkonan Það hygg ég samt að sé styrk- leikavottur I þessari sýningu að hUn hliðrar sér hjá þvi að halda fram rannsókn eða lýsingu Sæ- lokks umfram eða á kostnað annarra efna leiksins. í svið- setningu ÞjóðleikhUssins er virt að verðleikum sU staðreynd um leikinn, að hann er að meginefni og formi til gleðileikur. Lýsing Sælokks er að sönnu annað skaut leiksins, þungamiðja i hinum veraldlega heimi hans, borgarlifsins i Feneyjum. En á móti kemur annar heimur jafn- gildur þessum, það er heimur ástar og ævintýrs i Belmont þar sem Portsia hin auðga og fagra rikir. HUn er ekki bara imynd LEIKHUS EFT1R OLAF JONSSON fegurðar, göfgi, sakleysis I leiknum, og verður aðeins unnin fyrir ósingjarna ást: það sýnir sig lika að hUn ein stýrir nógu veraldlegu viti til að ráða fram Ur vélabrögðum jUðans, sigrast á honum með hans eigin vopn- um lagastarfs og réttarkröfu. Um Sælokk gyðing er annars þess að geta, að hann er öðrum þræði arftekinn leikhUs-bófi, ófreskja i mannlegri mynd. En ekki nema öðrum þræði. Sælokk er lika, eins og frægt hefur orð- ið, manneskja með öllum sama rétti mannlegs lifs og tilfinninga og er annarra manna. Honum er vegna kynþáttar sins UtskUfáð Ur samfélagi auðs og aðals- hræsni i Feneyjum, og á sér þar ekki tilverurétt nema i krafti eigna sinna: þar sem auður hans er þar er lika hUs hans og hamingja. Sé auði hans rænt er lifi hans lika lokið, þaö er I stystu máli niðurstaðan af saló- monsdómi Portsiu i fjórða þætti leiksins. Sé hlutverk Sælokks öðrum þræði harmsögulegt er það vegna þess að hann sætir augljósu ranglæti i leiknum. Hann gerir I krafti laga og rétt- ar ómannlega kröfu um skulda- skil þeirra Antóniós kaup- manns, með veði i holdi hans. En sU refsing sem á hann er lögð I leiknum er að sinu leyti einnig umfram lög og rétt, anda þeirra ef ekki bókstaf, og fyrir það ranglæti fæst ekki bætt. Hófstilling hennar fannst mér styrkur og prýði á mannlýsingu Róberts Arnfinnssonar i hlut- verki Sælokks: þau öfgalausu skil sem Róbert gerði marg- ræðu efni hlutverksins. Þau komu heim við aðferð sýningar- innar að öðru leyti. En aðferðin tókst vegna þess að á var að skipa leikkonu i annað megin-hlutverk leiksins, hitt skaut hans á móti Sælokk. Helga Jónsdóttir vann ótvíræðan leik- sigur kvöldsins I hlutverki Port- siu með aðdáanlegu valdi á efni þess, jarðneskum yndisþokka og ljóðrænni andagift, alvöru og gáska þess i texta og leik. Þórhallur Sigurðsson og Róbert Arnfinnsson. Ævintýr og veruieikinn 1 heimi Portsiu i Belmont koma saman ævintýra-minnin i leiknum, prinsessan fagra og eftirsótta á fjallinu, gátan um skrinin þrjU sem verður að ráða til að vinna ástir hennar, töfra- hringurinn sem helgar hjUskap þeirra Bassaniós, og raunar lika spegilmynd hans i ástum Ner- issu þernu (Þórunn Sigurðar- dóttir) og Gratsianós (Sigurður SkUlason). Sjálfsagt er þessi efnisþáttur að sinu leyti enn vandmeðfarnari en Feneyjalýs- ingin en fórst hér engu siður Ur hendi, atriðin með biðlum Portsiu, furstunum af Marokkó (Flosi ólafsson) og Aragóniu (Bjarni Steingrimsson) sem urðu tómt glens og gáski, eða hin einkénnilega samblendni ljóðrænnar og klUrrar kimni I lokaþætti leiksins. Margt leikenda kemur fyrir i Kaupmanni i Feneyjum og fleiri en hér verði getið I fljótu bragði, og þar á meðal margt ungra leikara. En það var að visu enn einn styrkleikavottur sýningar- innar hve jafnvig áhöfn hennar virtist eftir þeirri aðferð sem höfð var að efninu. Leiknum var að verðleikum prýðilega tekið á frumsýningu annan dag jóla. en skyldi fannst mér veröa Ur eiginlegu efni verksins, baráttu biskups viö sjálfan sig, um- hverfi sitt og innri mann uns guðsmaðurinn sigrast á veraldarmanninum og biskup er búinn til að liða pislarvættis- dauðann. Þessi barátta birtist i viöskiptum og viðureign Tómasar við presta sina, freist- ara er vitja hans og riddaranna sem vega hann aö lokum. Morð- ið i dómkirkjunni er kristinn helgileikur, umræða hans trUar- legs og heimspekilegs eölis. Þar fyrir kann uppger hins sæla Tómasar við mannlegan metn- að og veraldarhyggju, ofbeldi i öllum þess myndum, aö eiga sér viötækari skirskotun en helgi- leiksins enn i dag, engu að siður en þegar leikurinn kom fyrst fram fyrir fjörutiu árum. Visast er að þetta efni leiksins þurfi fastari taka við en hér var freistað til að koma fram og njóta sin. En ótvirætt var hér fitjað upp á verkefni sem gam- an væri að fengi ýtarlegri Ur- lausn — og augljóslega mundi njóta sin vel hvort heldur væri i Utvarp eöa sjónvarp. Það sem langbest naut sin i flutningi Leikfélags Reykjavik- ur var á hinn bóginn ómengað Ijóðlistarefni leiksins, kórar „fátækra kvenna i Kantara- borg” sem flétta atburðarás hans, og mörgum hafa reyndar þótt aðgengilegastir af efni hans við lestur. Fimm leikkonur fluttu kórana af alUð og ákefð, og i kórunum heyrðist manni lika þýðandanum auðnast mest flug og kynngi tungutaks. Neskirkja var fullsetin að kvöldi þriðja ióladags og verk- inu hlýtt með áhuga og eftirtekt. Úr sýniiígu Leikfélags Reykja- , vlkur á „Morð i dómkirkju” i 1 Neskirkju. Eftir aö heyra verkið flutt aðeins einu sinni verður ekki lagt með neinni sanngirni mat á þýðingu Karls Guð- mundssonar á Morðinu í dómkirkjunni eftir T.S. Eliot. En likast til er það sanngjörn skoðun að f lutningur verksins i Nes- kirkju hafi einkum verið bókmenntalegur viðburð- ur, mest nýmæli að sjálfri þýðingu leiksins sem væri líka fróðlegt að sjá á prenti fyrr en síðar. Hvað sem leikrænum Ur- lausnum efnisins annars liður geröi flutningur Leikfélagsins skilmerkilega grein fyrir efni leiksins, atburðarás ef ekki per- sónulýsingu dýrlingsins, eöa trUarlegu eöa guðfræðilegu efni hans, og veitti að minnsta kosti visbendingu um skáldlegt orð- færi og kveðandi, málfarslist verksins. Hér var að visu ekki um eiginlega leiksýningu að ræða, heldur „leikræna fram- sögn” textans við hinn einfald- asta ytri umbUnað, en á undan upplestrinum gerði Vésteinn Ólason grein fyrir efnivið verks- ins, sögu hins sæla erkibiskups Tómasar Beckets i Kantara- borg. , 1 Neskirkju flutti Jón Sigur- björnsson hlutverk Tómasar sem vel naut hans miklu og mynduglegu raddar. En minna Leikféiag Reykjavikur: Þýöandi: Karl Guömundsson MORÐIÐ 1 DÓMKIRKJUNNI Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson eftir T.S. Eliot Kynnir: Vésteinn ólason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.