Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 8

Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 8
8 Vlsir. Mánudagur 30. desember 1974. ER ÞÉR MINNISSTÆÐAST Magnús H. Magnússon Páll Heiðar Jónsson Fjölþœttur rekstur ráðherrans Maraþon- samningar minnis- stœðastir „Minnisstæðustu erlendu fréttirnar eru auðvitað fréttirn- ar af þvi er Nixon var velt. Af innlendum vettvangi eru minnisstæðastir maraþon- samningarnir við sjómanna- samtökin siðastliðinn vetur. Nú vakna menn svo við það, að þeir standa i sömu sporum, þrátt fyrir allt. Or minum störfum held ég aö minnisstæðast sé, er varðskip- inu Tý var hleypt af stokkunum i Danmörku i sumar. Nýju varð- skipi hafði ekki verið hleypt af stokkunum frá þvi Ægir komst i gagnið 1967”. #/Hörmung- arnar á Neskaup- stað, og skilnings- leysi fjár- veitinga- valdsins" — segir Guðjón Petersen, fulltrúi Almannavarna rikisins: „Hvað mér er persónulega minnisstæðast liggur alveg ljóst fyrir. Það er þegar okkur hjón- unum fæddist sonur á fyrsta vetrardag. Af fréttum utan úr heimi, eru fréttirnar um afsögn Nixons minnisstæðastar. Eins kemur upp t hugann, að þrátt fyrir allt skuli friður hafa haldizt að kalla I miðausturlöndum. Ég vil líka nefna þá gjör- Páll Heiöar Jónsson breytingu á viðhorfum manna til orkumála i heiminum, sem varð á árinu, og eins hið mikla áfall, sem iðnvæddu rikin urðu fyrir vegna orkukreppunnar. Vitaskuld eru þjóðhátiðarnar og kosningarnar tvennar minnisstæðastar af okkar vett- vangi. Yfirlýsingu ársins held ég megi telja yfirlýsingu Vilhjálms Hjálmarssonar um vinbannið. Vilhjálmur hefur raunar stanz- laust siðan verið i fréttum, vegna alls konar reksturs. Fyrst rak hann vinið, þá doktor Braga. Siðan rak hann útvarps- ráð og þar að auki rekur hann búskap i Mjóafirði. Verðlaunin fyrir sinnaskipti ársins hlýtur Einar Agústsson. Guðmundur Kjœrnested, skipherra: Vilborg Harðardóttir, blaðamaður „Vonbrigði á þjóðhátíð- arárinu „Af þessum siðustu atburð- um, að Neskaupstað fráskildum eru mér minnisstæðust þau von- brigði min á þjóðhátiðarárinu aö Islendingar skyldu reynast svo litlir i sér og ósjálfstæðir, að hætta við að senda herinn heim. Auk þess að sumir skyldu meira aö segja leggjast svo lágt, að biðja um erlenda fjölmiðlun hér á landi. Hannibal Valdimarsson, skólastjóri: „Genginn aftur á Isafirði" Einar Agústsson „Norðfjörður efst í huga" sagði Einar Ágústsson utanríkisráðherra „Þessir siðustu atburðir á Norðfirði eru mér efst i huga og allar þær hörmungar, sem þar dundu yfir,” sagði Einar Agústsson utanrikisráðherra. „Af persónulegum atburðum Guöjón Petersen „Þótt ég leiti vandlega aftur til siðustu áramóta, finn ég eng- an atburð bera jafn hátt og áfallið á Neskaupstað. Þennan dag, 20. desember, má segja að þrennt mikilvægt hafi slegið okkur — þar af eitt til gleði. í hörmungum þeim sem urðu fyrir austan, var ánægjulegt að sjá hvernig almannavarna- nefnd staðarins tók viö stjórn þar, eins og lög gera reyndar ráð fyrir. Þetta var eiginlega i fyrsta sinn sem reynir á almanna- varnanefnd sveitarfélags, og ég get ekki annað sagt en að frammistaðan hafi verið frábær hjá henni. Þriðja atriðið bar einnig upp þennan dag. Þá var loks útséð, að fjárveitingavaldið mundi ekki veita almannavarnaráði fjárframiag nema til þess að hafa þrjá starfsmenn. Ósk okk- ar var sú, að það yröu minnst fjórir starfsmenn hjá ráöinu. Við bjuggumst alls ekki við þessum málalokum. Næsta ár verða þvi nákvæm- lega helmingi færri starfsmenn hjá almannavarnaráði en árið 1973.” Vilmundur Gylfason: Eignaðist rússneskan kringlu- kastara Hannibal Valdimarsson Birgir tsl. Gunnarsson „Kosninga- baráttan eftirminni- legust" — sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri Þegar ég nú við áramót lit til baka og rifja upp eftirminnileg- ustu atburði ársins 1974 kemur mér fyrst i hug kosninga- baráttan fyrir borgarstjórnar- kosningarnar i mai siðastliðn- um,” sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri. „Sú barátta tók að sjálfsögðu hug minn allan i nokkrar vikur. Hinn ánægjulegi kosningasig- ur, og þá kosninganóttin, var hámark þessarar baráttu. Allt það góða fólk, sem að þess- um sigri vann, er mér ofarlega i huga. Af öðrum atburðum vil ég nefna þjóðhátíðina á Þingvöll- um og Reykjavikurhátiðina litlu siðar. Endanlegur frágang- ur Austurstrætis sem göngu- götu að hluta á vonandi eftir að verða borgarbúum til ánægju og yndisauka.” „Að þvi er mig sjálfan varðar, er það merkilegast, að ég eignaðist dóttur á árinu, sem nú er orðin eins og rússneskur kringlukastari. Af almennum atburðum eru mannskaðarnir miklu á Nes- kaupsstað vitaskuld minnis- stæðastir. Ég gerði það, þegar ég frétti af hörmungunum fyrir austan, að fletta upp i frásögn- um af svipuðum atburði, er varð á Hnifsdal 1910. Þar létust 20 manns. Frásagnirnar lýsa vel hversu gifurlegar hörmungar þetta voru þá og hljóta einnig að vera nú.” Vilmundur Gylfason „Ég tel engan atburð öðrum fremri á þessu ári. Ég tel það ómögulegt að vera að gera upp á milli hlutanna. Þetta var ágætt ár og ég er bjartsýnn á aö það næsta verði það lika. Hjá mér persónulega er auðvitað merkilegast, að ég skpli vera orðinn skólastjóri á Isafirði aftur. Það má eiginlega segja, að ég sé genginn aftur vestur á Isafirði.” HVAÐ #/Heim- flutn- ingur Eyjabúa" — segir Magnús H. Magnússon/ bæjarstjóri i Vestmannaeyjum/ sem Vísir kaus mann ársins i fyrra: „Heimflutningur Eyjabúa og uppbygging byggðarinnar stendur mér efst i huga eftir þetta ár. Heimflutningurinn hefur orðið mjög ör. Nú eru um 4000 'búar i Vestmannaeyjum, en voru kringum 2500 um seinustu áramót. Og ég er þess fullviss að byggðin væri búin að ná sömu ibúatölu og fyrir gos, ef ekki hefði verið skortur á ibúðum. Or þvi ætti að rætast á næsta ári, þvi langt á þriðja hundraö ibúðir eru i smiðum hér. Þetta fer þó auðvitað allt eftir mannafla og fjármagni, hvernig gengur með áframhaldið”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.