Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 11

Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 11
Vlsir. Mánudagur 30. desember 1974. 11 Þessa mynd tók Bjarnleifur suður I Garðahreppi af nokkrum krökkum að undirbúa hiutaveltu, eins og sagt er frá hér á siðunni. á gamlárskvöld stór bómullarpakki, svo að allir viðstaddir gætu troðið upp i eyr-. un ef hljómlistarmenn taka á öllu slnu. Á þennan hátt má spila popp-, bitla- og jasstónlist að ógleymdum sinfónium, sem að visu hljóma aðeins öðruvisi en við erum vön að heyra I út- varpinu. Ekki skaðar að góður söngvari eða söngvarar bætist i hópinn og prik með dós á mætti nota sem hljóðnema. Mikið atriði er, að hljómsveitin sýni llka I verki leikhæfileika sina. Viðstaddir gætu svo tekið undir eða dansað eftir músikinni. Kartöfludans Hinn ómótstæðilegi kartöflu- dans er lika alltaf vinsæll. (Betra er að hafa kartöflurnar hreinar, stórar og dálltið flat- ar). Pörin stilla sér nú upp og fá hvert sina kartöflu, sem þau halda með þvl að hafa hana á milli endanna. Siðan byrjar y dansinn. Agætt er að byrja fyrst á rólegum valsi, en slðan eykst fjörið jafnt og þétt. Það parið vinnur, sem lengst heldur sinni kartöflu. Stundum er hún raun- ar ekki lengur á enni heldur komin niður á háls, en það er sama. Aðalatriðið er að hendur hafi ekki verið notaðar og kartaflan detti ekki I gólfið. Eplakappát Kappát með eplum þar sem þau eru hengd á streng og dingla fram og aftur er líka vin- sæl iþrótt. Það er nefnilega dá- lítið erfitt að ná til eplisins með munninum, þegar ekki má nota hendurnar. Blööruboðhlaup Blöðruboðhlaup er spennandi. Þá eru uppblásnar blöðrur sett- ar á stóla. Agætt er að hafa t.d. 5 þátttakendur. Þeir hlaupa frá linu og eiga að setjast á blöðr- una þannig að hún springi og hlaupa svo aftur að linunni. Sá vinnur auðvitað sem er fyrstur og fær skrautlegan pakka i verðlaun, kannske með snuði i eða ef hann er heppinn þá fær hann e.t.v. brjóstsykur. Þessi leikur þarfnast raunar dálitið meira svigrúms en hinir leikirn- ir en það má bara hafa vega- lengdina stutta. Góða skemmtun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.