Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 15

Vísir - 30.12.1974, Blaðsíða 15
Visir. Mánudagur 30. desember 1974. 15 Syngur jazz og óperulög Garðar Cortes lætur til sin heyra i bæði útvarpi og sjón- varpi nú um áramótin. A mynd- inni hér til hliðar sjáum við hann syngja óperulóg i sjón- varpssal, en i útvarpi syngur hann aftur á móti jazz i þætti Jónasar Jónassonar á nýárs- dag. A myndinni hér til hliðar er hann að syngja duett með Elinu Sigurvinsdóttur. Það sem þau syngja saman I sjónvarpi eru lög úr „Leðurblökunni" og „Brosandi landi". Undirleikinn annast Sinfóniuhljómsveit ís- lands undir stjórn Karsten Andersen. í útvarpi syngur Garðar með Sigriði E. Magnúsdóttur, og þá við undirleik triós, sem Árni Elfar kom á laggirnar fyrir þessa ákveðnu upptöku. —ÞJM Sjónvarp í kvöld kl. 22.05: HEIÐRA MINNINGU PÁLS ÍSÓLFSSONAR „Brennið þið, vitar", það gamalkunna lag dr. Páls ísólfs- sonar, flytja Karlakór Reykja- vikur og Útvarpshljómsveitin útvarpshlustendum næst á und- an áramótaávarpi útvarps- stjóra á gamlárskvöld. En það verður ekki hið eina, sem minnir á dr. Pál tsólfsson i rikisútvarpi: Sjónvarpið sýnir i kvöld kvikmynd, sem Ósvald Knudsen gerði um ævi og störf tónskáldsins og organistans, en hún var sýnd snemma á árinu 1972. Tal og texta með myndinni annast dr. Kristján Eldjárn for- seti. Þannig minnist sjónvarpið dr. Páls, sem lézt á þessu ári 81. árs að aldri. Þá má benda á það, að i út- varpi á morgun leikur Sinfóniu- hljómsveit íslands verk eftir dr. Pál, en það er „úr myndabók Jónasar Hallgrimssonar". —ÞJM SJONVARP Mánudagur 30. desember 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Onedin skipafélagið. Bresk framhaldsmynd. 13. þáttur. Efasemdir. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.35 íþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. 22.50 Páll tsólfsson, tónskáld. Kvikmynd um ævi og störf tónskáldsins og organistans Páls tsólfssonar, gerð af Ósvaldi Knudsen. Tal og texti dr. Kristján Eldjárn. Tónlist Páll Isólfsson. Aður á dagskrá 2. april 1972. 22.25 Landsbyggðin. Norður- land. Endurtekinn umræðu- þáttur um málefni norð- lendinga. Þátttakendur Brynjólfur Sveinbergsson, Askell Einarsson, Bjarni Einarsson og Heimir Ingi- marsson.1 Umræðunum stýrir Ólafur Ragnarsson. Áður á dagskrá 4. desember 8.1. 23.10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 3l.desember Gamlársdagur 14.00 Fréttir og veður. 14.10 Björninn Jógi. Bandarisk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 14.30 Kötturinn með höttinn. Bandarisk teiknimynd með söng og dansi. Þýðandi Ósk- ar Ingimarsson. Aður á dagskrá á aðfangadag 1973. 15.00 Snæmærin. Sovésk teiknimynd. Þýðandi Lena Bergmann. 16.00 tþróttir. Meðal efnis er mynd um sögu Wembiey- leikvangsins i Lundúnum. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé. 20.00 Avarp forsætisráðherra, Geirs Hallgrimssonar. 20.20 ínnlendar svipmyndir frá liðnu ári. Umsjónar- maður Olafur Ragnarsson. 21.10 Erlendar svipmyndir frá liðnu ári. Umsjónarmaður Sonja Diego. 21.45 Jólaheimsókn i fjölleika- hús. Sjónvarpsdagskrá. frá jólasýningu i Fjölleikahúsi Billy Smarts. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. (Ero- vision—BBC). 22.45 Aramótaskaup. Minnis- verð tiðindi frá árinu, sem senn er á enda. Höfundar Andrés Indriðason, Björn Björnsson, Hrafn Gunn laugson og Tage Ammen- drup. Söngtextar Hermann Jóhannesson. Helgi Seljan o.fl. Ctsetningar og hljóm- sveitarstjórn Magnús Ingi- marsson. Meðal þátttak- enda: Áróra Halldórsdóttir, Arni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Helga Stephen- sen, Jón Aöils, Karl Guð- mundsson, Klemenz Jóns- son Nina Sveinsdóttir, • Sigriður Þorvaldsdóttir, Sigurður Karlsson, Soffia Jakobsdóttir, Steinunn Jó- hannesdóttir, Valdemar Helgason, Valur Gislason, Henny Hermannsdóttir o.fl. Leikstjórn Hrafn Gunn- laugsson. Leikmynd Björn Björnsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 23.35 Aramótaávarp útxarps- stjóra, Andrésar Björnsson- ar. 00.05 Dagskrárlok. Miðvikudagur l.janúarl975 Nýársdagur 13.00 Avarp forseta tslands dr. Kristjáns Eldjárns. 13.25 Endurteknir fréttaannál- ar frá gamlárskvöldi. Umsjónarmenn Ólafur Ragnarsson og Sonja Diego. 14.40 Vesturfararnir. Sænsk framhaldsmynd byggð á sagnaflokki eftir Vilhelm Moberg. Tveir fyrstu þætt- irnir endurteknir. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision—Sænska sjón- varpið). 16.25 Hlé. 18.00 Fjársjóður Daviðs kon- ungs. Tékknesk ævintýra- mynd um tvo litla bakara- syni, sem aka brauði til við- skiptavina föður slns og lenda i ýmsum ævintýrum á þeim ferðalögum. Þýðandi Þorsteinn Jónsson. 18:55 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.20 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.25 Óperettutónleikar I sjón- varpssal. Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur lög úr Leðurblökunni eftir Jóhann Strauss og Brosandi land eftir Franz Lehar. Einsöngvarar með hljóm- sveitinni Elin Sigurvins- dóttir og Garðar Cortes. Stjórnandi Karsten Ander- sen. Stjórn upptöku Tage ' Ammendrup. 21.05 Grant skipstjóri og börn hans. Sovésk biómynd, byggð á alkunnri sam- nefndri skáldsögu eftir Jules Verne. Þýðandi Lena Bergmann. 1 upphafi mynd- arinnar er Grant skipstjóri i siglingu, og eru börn hans með I för. Til þeirra berast fréttir eftir næsta undarleg- um leiðum, sem verða til þess að þau lenda I miklum ævintýrum. 22.35 Dagskrárlok. „Vesturfararnir" endurteknir Sænska framhaldsmyndin „Vesturfararnir", sem sjónvarpið hóf sýningar á á jóladag, er i átta þáttum og hafa tveir þeir fyrstu þegar verið sýndir. A nýársdag verða þeir báðir endursýndir og þeir sem ætla sér að sitja yfir allri sýningunni ættu að koma sér þægilega fyrir fyrir framan sjónvarpstækið, þvi hún tekur næst- um tvo klukkutima. Hefst myndin klukkan 14.40. IHOmASfllUR Fjölbreyttar veitingar.Munið kalda borðið. Opiðfrákl. 12—1430 og 19—23.30. víniflnpiBflR HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.