Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 10.01.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Föstudagur 10. janúar 1975. 7 Það liggur nýfætt barn, sem kom of snemma í heiminn, í súrefniskassa á há- skólasjúkrahúsinu i Cleveland í Ohio. Allt í kring sér maður það sem venjulega fylgir slikum tilfellum, mæla og annað slikt og til að byrja með virðist ekk- ert óvenjulegt. En svo er þó. Hjá barninu er annað og meira en tilheyrandi tæki. Við hlið kassans liggur móðir barnsins. 1 gegnum kass- annhorfir hún ánafláts og ótrufl- uð á barn sitt, og i gegnum lúgu á kassanum hefur hún stungið inn annarri hendinni og strýkur yfir líkama barnsins með henni. 1 gegnum allt þetta kalda og tæknilega, sem fylgir sllku til- felli sjáum viö hlýju og tilfinn- ingar. Og þetta er ekki það eina sem fyrir augu ber á þessari deild sjúkrahússins. A öðrum stað er móöir sem heldur á 6 vikna gömlu barni sínu. Barnið er um- vafið slöngum sem tilheyra lækningu þess, þvl það er sjúkt. En hún talar við barnið og svo er að sjá sem lækningatækin hafi ekki nokkur áhrif á hana eða trufli hana nokkuð. Hún hefur haft barnið hjá sér frá þvi það fæddist og kemur til þess á hverjum degi og stanzar I marga tima. ,,Ég veit hvernig þessi tæki virka,” segir hún, ,,og ég er ekki hrædd við þau lengur. Nú þekki ég barn mitt. Ég veit að hann er lítill en lika sterkur. Til að byrja með gerði hann litið annað en að sofa en nú vakir hann meira. Ég hélt ekki að það hefði nokkuð að segja fyrir hann að ég væri hjá honum frekar en einhver annar. Nú er ég viss um að hann veit að það er ég og að honum liður vel þegar ég gæli við hann. Mér lið- ur lika vel við að vita að ég hjálpa honum.” Á sjúkrahúsinu geta foreldrar dvalið yfir nóttina ef þeir vilja og að kostnaðarlausu. En er þörf fyrir foreldrana á meðan barn sefur mest og gott starfs- fólk er á staðnum? Prófessor Marshall Klaus og yfirlæknir á staðnum svarar þessu játandi. A þingi barna- lækna sem haldið var i Gauta- borg fyrir nokkru vakti þessi ameriski barnalæknir mikla at- hygli, þegar hann ræddi um hversu mikið fyrsti timinn i lifi barnsins hefði að segja. Hann leggur mikla áherzlu á að samband milli móður og barns hefjist strax og rofni ekki, sama á hverju gengur. Heilbrigt barn á ekki að taka frá móðurinni þegar það fæðist. Það á að vera sem mest hjá henni. Barn sem fæðist fyrir timann á lika að geta haft móður sina hjá sér, og móðirin á að heimsækja það sem mest, ef barnið þarf að vera i umsjá lækna lengur. Náið samband móður og barns hefur mikið að segja fyrir seinni tima. Meira að segja eftir tvö ár hefur það sitt að segja. Starfsfólkið i Cleveland hefur gert margar og merkilegar rannsóknir varðandi nýfædd börn. Það hefur komizt að þvi að mæður haga sér flestar eins þegar barnið er lagt hjá þeim I fyrsta skipti. Það er eins og þær fylgi einhverju munstri. Þær byrja á þvi að strjúka létt hendur og fætur barnsins en eft- ir nokkrar minútur strjúka þær höfuð og likamann allan með allri hendinni. Þær reyna að horfa inn i augu barnsins. 73% af mæðrunum „báðu” börnin sin að opna augun. Þær töluðu til barnsins. Þetta gildir jafnt um þær sem fæða á réttum tima og þær sem fæða fyrir timann. Ef það fyrirfinnst munstur hvað varðar samband á milli móðurinnar og barnsins, munstur, sem móðirin ósjálfrátt fylgir ef hún er ekki hindruð I þvi, er þá ekki mikilvægt fyrir tilfinningar hennar til barnsins að hún fylgi þvi? Til þess að sjá hvað náið sam- Þeir skilja aldrei móður frá barni Umsjón: Edda Andrésdóttir — samvera móður og barns fyrstu tímana eftir fœðingu hefur mikið að segja, jafnvel eftir tvö ár. Og það gildir líka um börn í súrefniskassa band strax eftir fæðingu hefði að segja gerði starfsfólkið könnun. Mæðrum sem voru að eignast sitt fyrsta barn var skipt I tvo hópa. Annar hafði börn sin hjá sér allt upp I þrjá tlma eftir fæð- ingu, og næstu þrjá dagana höfðu mæðurnar börnin hjá sér I fimm tima á dag þar aö auki við hverja gjöf. Hinn hópurinn hafði börn sin aðeins stútta stund eftir fæð- ingu. Eftir nokkra tima fékk hver móðir að hafa barn sitt nokkru lengur hjá sér en slðan aðeins á fjögurra tlma fresti I tiltölulegan stuttan tíma. Eftir mánuð komu báðir hóparnir með börn sln I þrjár rannsóknir. Fyrst til þess að svara spurningum, þá til þess að láta lækni rannsaka börnin og loks var fylgzt meö mæðrun- um þegar þær gáfu börnum sln- umað drekka úr pela. Það kom strax I ljós munur á sambandi mæðranna við börn sln. Þær sem höfðu haft börn sln meira hjá sér á sjúkrahúsinu vildu slður skilja við börn sln hjá öðrum, þær fylgdust með af meiri áhuga þegar læknirinn rannsakaði börnin og þær fylgd- ust meira með þegar þær gáfu börnunum að drekka. Einu ári síðar voru þessar mæður ennþá áhugasamari fyrir rannsóknum lækna á börn- um þeirra. Þegar svo börnin voru orðin tveggja ára gömul fylgdist prófessor Klaus og starfslið hans með mæörum og börnum i leikjum. Enn kom það i ljós að meira samband virtist vera milli þeirra mæðra og barna sem höfðu verið hvað mest saman tlmana eftir fæð- ingu. Mæðurnar lögðu tvisvar sinn- um fleiri spurningar fyrir börn sin en hinar og þær gáfu helmingi fleiri tilsagnir til barna sinna en þær siðarnefndu. Hér er sem sagt ennþá til stað ar munur á þessum tveimur hópum mæðra eftir tvö ár. En hvort er það timinn strax að lok- inni fæðingu eða næstu daga á eftir sem hefur þetta að segja? Eða er það þetta tvennt i sam- einingu? Það er nokkuð erfitt að segja til um það. En það er athyglis- vert, bendir prófessor Klaus á, að árangurinn verður sá sami hjá öllum mæðrum sem höfðu börn sin hjá sér þetta mikiö. Það er sama þó að meðgangan hafi verið erfið, hvort barnið var velkomið eða ekki, hvernig sambandi verðandi móður viö barnsföður var háttað, sina eig- in móður og fjölskyldu og þar fram eftir götunum. Þessi mikla samvera móður og barns hafði það sama að segja hjá öllum og það var enn til staðar eftir tvö ár. Eftir tvöár hefur þaö enn mikið aðsegja að móðir og barn séu sem mest saman fyrstu tlmana eftir fæðingu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.