Vísir - 14.01.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 14.01.1975, Blaðsíða 2
2 Visir. Þriöjudagur 14. janúar 1975. Hjólbarða velt út úr eldinum, — einn slikur kostar geysimikla peninga, og segja má, að hver varahlutur I flugvél sé þúsunda og tugþúsunda viröi. Svo gott sem öll viðgerðarað- staða fyrir flugvélar Flugleiða (Flugfélags islands h.f.) er horfin. Þar sem aðstaða fyrir hundruð milljóna var áður, standa nú brunarústir einar. Þaö var svart kvöid suður á Reykjavikurflugvelli I gær- kvöldi. Myndirnar hér á siðunni tóku ljósmyndarar Visis af bardag- anum við brunann, þeirri von- lausu baráttu, sem þar var háð við eyðileggingaröflin. Meðan þessi barátta var háð, voru 9—11 vindstig af norö-austri og kuldinn ógurleg- ur. Ahorfendur að brunanum gátu vart annað en vorkennt slökkviliðsmönnum með tómar brunaslöngur og björgunar- mönnum, sem reyndu eftir beztu getu að bjarga þeim verð- mætum, sem bjargað varð. Stóra flugskýlið, flugskýli 5, er hér að falla, eftir að eldurinn hefur sleikt bygginguna I klukkutima eða svo. Eidurinn átti greiða leið eftir einangrun i lofti, en hún var úr tjörupappa og trétexi. Viöbygg- ingin fremst á myndinni hýsti trésmiöaverkstæöi, þotulager, skoö- unardeild, verkfræðideild, mötuneyti og matsal ásamt frysti- geymslum. (Ljósm. Bj.Bj.) SVART KVOLD Á FLUGVELLINUM örn O. Johnson, forstjóri, Einar Helgason, stöðvarstjóri á Reykjavikurflugvelli, Gunnar Þorsteinsson, innkaupastjóri, og Asgeir Samúeisson, yfirverkstjóri á verkstæði Fl, ræöa hér saman I gærkvöldi um brunatjóniö og þaö, sem framundan er, þá mikiu erfiðleika, sem bruninn hiýtur að valda allri starfsem- inni. Aöalsteinn Dalmann Októsson, verkstjóri, stýrir hér heilli iest af vörum, sem bjargað var út úr hinni nýju vöruafgreiöslu. Hér er bisað við að koma út úr skoðunardeild skjalaskápum meö geysiverömætum upplýsingum um flugvélar flugfélagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.