Vísir - 23.01.1975, Síða 4

Vísir - 23.01.1975, Síða 4
4 8ÖMHÚSIÐ LAUGAVEGI178. Vélverk hf. bílasala auglýsir Opið á laugardögum. Til sölu Volvo 144 71, 72 og 72, Opel Matta 73, Cortina 71 og 72, Pontiac Firebird 70, Fiat 70, 71, 72, 73 og 74, VW 71, 72, 72, Ford Grantorino 74, Moskvitch 72 og 73, Viva 70 og 71, Maverick 70, Lincoln Continental ’68. Jeppar og vörubilar i úrvali. Látið skrá bil yðar á sölulista okkar. Vélverk h.f. bilasala, Bildshöfða 8. - Simi 85710 og 85711. — 1 VELJUMÍSLf INZKTj fcj)íSLENZKAN IÐN AÐ § Þakventlar REUTER AP/NTB Vísir. Fimmtudagur 23. janúar 1975. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í Helms segist nú ekkert vita um heimanjósmr Tveir fyrrverandi yfirmenn CIA, John McCone (t.v.) og Richard Ilelms, sem nú er sendiherra, sjást hér fara á fund hjá rannsóknar- nefnd Rockefellers varaforseta. Haft er eftir Richard Helms, fyrrum for- stjóra CIA, leyniþjón- ustu Bandarflkjanna, að hann hafi sagt utan- ríkisnefnd öldunga- deildar þingsins á lok- uðum fundi, að eftir þvi, sem hann bezt vissi, hefði CIA ekki stundað ólöglegar njósnir heima fyrir. Helms, sem var yfirmaður CIA á árunum 1966-’73, viður- kenndi hins vegar i siðustu viku, að CIA hefði njósnað um and- stæðinga Vietnamstrfðsins að beiðni Johnsons forseta og siðar Nixons forseta. Gala McGee, öldungadeildar- þingmaður frá Wyoming, segir, að Helms hafi haldið öðru fram á fundi utanrikisnefndarinnar. Reuterfréttastofan hefur það eftir heimildum, sem standa nærri utanrlkisnefndinni, að skýringar Helms muni ekki öll- um þykja fullnægjandi, þegar þær verða birtar, sem verður sennilega I næstu viku. Lowell Weicker öldungadeild- arþingmaður frá Connecticut hefur nú i íramhaldi af ákærun- um gegn CIA látið birta afrit af fyrirmælum til lögreglumanna I FBI (alrikislögreglunni), þar sem kemur i ljós, að þeir hafi verið sendir út af örkinni til að safna upplýsingum um fram- bjóðendur til þingkosninganna 1972. I Hvita húsinu sagði einn tals- manna forsetans, þegar þessi tiðindi urðu kunn, aö Ford hefði veriö fullvissaður um, að FBI heföi ekki notað upplýsingar um þingmenn eða aðra Bandarikja- menn á ólöglegan máta. Var þvi haldið fram, að upp- lýsingar, sem FBI hefði i sínum fórum, væru aðeins notaðar við rannsóknir afbrotamála eða þegar til stæði að setja einhvern til trúnaðarstarfa. Á flótta í lögreglubíl Lögreglan í Ontario í Kanada fylgdist úr þyrlu með ferðum refsifanga/ sem flúði í lögreglubíl frá Thanesford með 10 þús- und doilara lausnargjald og dreng fyrir gísl. Donald Cline heitir þessi 22 ára afbrotamaður, sem réðst inn á bóndabæ i grennd við Thanesford i fyrradag og tók þar fjögur börn fyrir gisla, en hélt lögreglunni i skefjum, vopnaöur haglabyssu og tveim skammbyssum. Hann sleppti þrem barnanna fyrir lausnargjaldið, en hélt eftir 12 ára dreng til hlifðar sér á flóttanum. — Hin systkinin þrjú, 11, 7 og 4 árá sakaði ekki. Með honum I lögreglubilnum eru vinkona hans og ókunnur maður. Cline strauk úr fangelsi I októ- ber, þar sem hann afplánaði 4 1/2 árs fangelsi fyrir vopnað rán og bilþjófnað. Framkvœmdastjóri nœturklúbbsins: Hafði verið í lögreglunni Lögreglan i Montreal fangelsi i fyrra, geta telur fanga, sem flúði úr hugsanlega veitt upp- iBMsgg lýsingar um morð 13 manna, sem fundust i brunarústum nætur- klúbbs þar i borg. A meðan þessa refsifanga er leitað, rannsakar lögreglan, hvort nokkurt samband sé milli fjöldamorðanna núna og morðs á tveim mönnum i klúbbnum I októ- ber siðastliðnum. Lögreglan hefur nú upplýst, að framkvæmdastjóri klúbbsins, Rejean Fortin, var fyrrverandi foringi i Montreal-lögregluliðinu. — Þessi Fortin og annar maður fundust skotnir i geymslukompu ásamt hinum ellefu, sem höfðu kafnað úr reyk. Svo þröng var kompan, að fólk- inu hafði verið staflað eins og sild I tunnu. Lögreglan er þeirrar skoðunar, aö eftir að Fortin og hinn maður- inn hafi verið skotnir, hafi morðingjarnir smalað öðrum gestum af barnum og sett þá i geymsluna og siðan kveikt I klúbbnum til þess að losa sig við sjónarvotta. Hér sjást slökkviliðsmenn vera að bera líkin út úr brunarústum næturklúbbsins f Montreal. 1 klúbbnum áttu afbrotamenn oft stefnumót sfn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.