Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 7
1 I^UGíMUMiGUR 25. juní 1966 TÍMINN MINNING Helgi Pétursson fyrrverand! framkvæmdastjóri Þegar vinir hverfa af sjónarsvið- inu, verður mönnum gjarnt að hugleiða hvers þeir hafa misst, og þó efcki síður, ef allt er með felldu, hvers þeir hafa ekki misst, því að sú mynd sem geymist af horfnum vinum, getur engu slð- ur verið áþreifanlegur veruleiki, en jarðbundnar samvistir. Þegar ég hafði fengið fregnina um andlát vinar míns, Helga Pét- urssonar, framkvæmdastjóra, lagð- ist þetta viðfangsefni dálítið óþægi lega fyrir mig, því að mér varð á að spyrja: Hvað væri hægt að segja um Helga, sem hann hefði lagt blessun sína á sjálfur. Ég veit hvert svarið hefði orðið ef hann hefði verið spurður: „Bless- aður segðu ekki nokkurn skapað- an hlut, það er ekkert að segja.“ Ef ég vogaði mér að hafa orð á því, meðan hann var og hét, <cð hann hefði leyst eitthvert verk vel af hendi, fór hann hjá sér, nema hann brigðist æfur við. Ég held að hann hafi heldur viljað boia óverðskuldaðar skammir, en rök stutt lof, að minnsta kosti meðan það skall á eyxaim. Hann var tvímælalaust meðal farsælustu starfmanna, sem Sam- bandið hefur haft á að skipa. Hann var afkastamaður við vinnu. í tæknikunnáttu í starfi stóð hon- um enginn á sporði, hvort helaur var um vöruþekkingu eða verk- hætti. Hann umgekkst fólk af stakri ijúfmennsku og tillitssemi. Hann hafði næstum óskeik- xslt auga fyrir aðalatxiðum, og f HLJÓMLEIKASAL hann hafði þann sannfæringar- styrk, að ef hann bafði einu sini ákveðið rétta stefnu í einhverju máli hefðu „allir kóngsins hestar og allir kóngsins menn„ engu um þokað. Hann fékk því oft og tíð- um áorkað á erfiðustu vígstöðvum, með sanngirni og hleypidómaleysi, sem aðrir hefðu kannski fengið með herkju og hótunum. Allir þess ir eiginleikar komu .að fullum not- um í starfi, og gerðu hanh að merkum kaupsýslumánni. Það mætti með fullum rétti snúa upp á hann sjálfan, orðum, sem hann viðhafði einhvern tíma um þekkt- an stjórnmáiamann: „Mikið dé- skoti er hann N.N., skynsamur, hann gerir aldrei neinar vitleys- MUSICA NOVA Sá músikviðburður sem verð skuldað hefði fyllstu athygli, en af óskiljanlegu tómlæti laðaði einungis að sér fáa til heyrendur, var flutningur á „Sögu hermannsins" eftir Stravinsku, sem Musica stóð að um miðjan júnímánuð. Það kann að vera tímasetning svo og misbrestur a hinni “lífsnauð synlegu" auglýsingatækni nú- tímans sem olli, að svo fáliðað var í sal Austurbæjarbíós þetta kvöld'. — Það hefur oft verið sagt um Stravinsky að hann væri byltingarmaður, en í bók sinni „Poetique Musicale" þá frábiður hann sig slíkri nafn gift því að ef slíkt ætti að hefta á alla þá sem eitthvað liggur á hjarta og þora að fara sínar eigin götur yrði það hug tak fljótt gatslitið og innan- tómt vill hann meina. — Flutningur á Sögu her- mannsins var í sjálfu sér sá viðburður, sem erindi hefði átt til margra og kom þar til aíbragðs túlkun með fiðluleik aranum Pauk Zukofsky, sem afgerandi „element" í þeirri sjö manna sveit, sem músíkin hvíldi á. Stjórnandi var Páll P. Pálsson og í slagverkinu, sem Jóhannes Eggertsson annaðist var regluleg músik. — Hiri sparsama ytri uppsetn ing höfundar á þessu verki, sem samið er í lok fyrri heims styrjaldar egir sína sögu, en engu að síður nær höfundur, sterkum tökum á efni og tón list og tekst að skapa þarna eins konar Músikleikhús. — Sögumaður vsem hefur víð tækara hlutverk en það að fylla í eyður og segja hvað skeður að tjaldabaki er hlekk ur í dramatískri heild og þarf oft að grípa fram í atburða- rásina. Sögumann þennan túlk aði Þorsteinn Ö. Steþhensen kölska Róbert Arnfinnsson her mann Gísli Alfreðsson og prins essu Unnur Guðjónsdóttir. — f heild var frammistaða mús ikanta og leikara hnitmiðuð og svo vel unnin, að illa er farið ef Saga hermannsins kemst ekki fljótlega á fjalirnar aft- ur. — Hin smærri verk Stra vinskys á þessum tónleikum, voru.Elegia fyrir einleiksfiðlu og Dúo Consertant bæði í hin um „þurra“ flokki Stravinskys ef svo mætti segja en afbragðs túlkun Pauls uZkofskys bætti það vel upp. Þrjú auðveld píanóstykki fluttu þeir Stefán Edelstein eg Þorkell Sigur- björnsson, sem einnig aðstoð- aði Zukofsky í fiðlulögunum. Á tónleikum Musica Nova þ. 15. júní, voru flutt nútímaverk erlendra og.tveggja íslenzkra höfunda, en af óviðráðanleg u:m orsökum gat undirrit uð ekki sótt síðari tónleikana. Unnur Arnórsdóttir. ur.“ Helgi mundi þó aldrei nafa fyrirgefið mér þessa lýsingu á at- gerfi hans, ef ég bætti því ekki við, að honum hefði aldrei kom- ið til hug.ar að skipa sér á bekk með allra fremstu kaupsýslumönn um samtíðarinnar. Til þess að svo hefði orðið, var honum kannski í einu áfátt. Honum var sem sé ekkert markmið svo mikilvægt, að það gæti helgað honum vafasöm eða ógeðfelld meðöl. Að öllum jafnaði er slík afstaða ekki ein- hlít til stórframa í viðskiptum eða stjórnmálum, þó allt annað fari saman, og hefur svo verið á öll- um tímum, í öllum viðskipta- og stjórnmálakerfum, enda þótt kann ski megi segja að árin eftir heims styrjöldina síðari, með sínu auð- hyggjuþrungnia andrúmslofti, hafi ekki verið áranna bezt, í þessu tilliti. En með þessu varðveitti Helgi það, sem honum var meira virði en annað: Þá óskeikulu rétt- lætiskennd og þau stálheilindi, sem verða okkur vinum hans hjart fólgið veganesti um ókomnar tíð- ir. í stuttu kveðjuávarpi, sem ég flutti á aðalfundi í Sambandinu, þegar Helgi lét af störfum fyrir aldurs sakir, hafði ég orð á því, að ef það væri eitthvað eitt í fari hans, sem ég mundi varðveita í minningunni um hann öðru frem- ur, væri það siðferðisþrekið, sem meðal annars kom fram í því, að hann hafði enga sjáanlega þörf fyrir að bera af sér blak, eða verja gerðir sínar ef á hann var deilt, ef hann aðeins var sjálfur sannfærður um að hann hefði met ið rétt þær aðstæður, sem kunnar voru, þegar ákvörðunina þurfti að taka, og breytt samkvæmt því. Það er lítill vafi á því, að fyrir þetta varð hann minna metinn af óskyn samri hluta viðskiptavinanna. en þeim mun meira af hinum, sem skildu. Ekki var þetta af neinum kaldranahætti, því að hann tók nær sér en aðrir menn, ef hon- um varð á einhver skyssa í mati á kringumstæðum. Auðvitað kom siðferðisþrekið víðar í ljós. Mér er til dæmis minnisstætt frá þeim fáu árum, sem við sátum saman í fram- kvæmdastjórn Sambandsins, að þar var, eins og vænta má, rædd afstaða til ýmissa mála, I nefnd- um og ráðum, sem framkvæmda- stjórarnir sátu 1 fyrir hönd Sam bandsins. En ég man ekki eftir að í eitt einasta skipti léti Helgi hnika sér um hársbreidd frá tek- inni stefnu, heldur stóð hann af sér stormana með bjargföstum rök um. Og frá hreinu viðskiptalegu sjónarmiði, held ég að honum hafi sjaldan skjátlazt, enda þekkti hann auðvitað sín sérmál miklu betur en við kollegar hans. Ég nefni þessi dæmi til þess, að sýna að bak við hina óvenju- legu prúðmennsku og fágun i allri framkomu, lá þessi óbifan- lega festa, og skap, sem gat brot- izt út með talsverðum þunga, ef honum fannst ómaklega að sér veitzt. Siðferðis- og sálarþrek, verður ekki til af sjálfu sér. heldur ávinnst með strangri ögun og rétt- um skilningi á eigin afstöðu til umhverfisins. Skilningur Helga á stöðu sinni og sátt hans við til- veruna, var af toga spekingsins. Framhald á bls. 15. , IF. í. B. pgpi/' Opnar í dag 25. júní ; , skrifstofur sínar að Eiríksgötu 5, 3. hæö (Templ- arahöllinni). FÉLAG ÍSLENZKRA BIFREIÐAEIGENDA, símar 13614 og 38355. SkipatæknifræðSngyr óska reftir atvinnu. — Tilboð sendist í pósthólf 577, Reykjavík, fyrir 1. júlí. TILBOD óskast 1 að byggja vélahús við fyrirhugað póst- og símahús á Brúarlandi. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu aðalgjaldkera pósts og síma, gegn eitt þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu símatæknideild- ar, Landsímahúsinu 4. hæð, kl. 10 f.h. mánudag- inn 11. júlí n.k. Póst- og símamálastjórnin 24. júní 1966. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiða, er verða sýndar að Grens- ásvegi 9 mánudaginn 27. júní kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Söltunarstölkur ir söltunarstúlkum. Fríar ferðir og kauptrygging. Söltunarstöðin Síldin h.f., Raufarhöfn. óskar eft- Upplýsingar hjá Síldinni h.f., Raufarhöfn, eða jí síma 5 08 65, Hafnarfirði. Hreingern- ingar Hreingerningar með nýtízku vélum. Fljótleg og vönduð vinna. Hreingemingar sí„ Sími 15166, eftir kl. 7 e.h. 32630.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.