Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.06.1966, Blaðsíða 9
V LAUGARDAGUR 25. júní 1966 TÍMINN Séra Árelíus Níelsson: ÍSLAND - LAND HINNAR TAUM- LAUSU KROFU , Ekki hefur ísland lengi verið þáð allsnægtanna land, sem æskan hefur kynnzt hina síðustu áratugi. Það hefur verið alla tíma fagurt og frítt og átt sín auðæfi. En öldum saman var fólkið snautt og þyrst við gnóttir lífsins linda, en nægjusamt, sparsamt, ánægt. Við sem eitthvað munum til baka, þótt ekki sé nema um 30 ár, munum eftir fólki og heimil- um, já okkur sjálfum, sem ekki höfðum neitt af því sem nú eru talin sjálfsögðustu þægindi, bæði í mat og drykk og öllum aðbún- aði, húsnæði, húsbúnaði og klæða- burði. Við munum að saltfiskur og harð fiskur var svo að segja eina fæða á borðum dag eftir dag og ár eftir ár, bæði til sjávar og sveita. Kannski var kjötsúpa á sunnudög- um til tilbreytni að minnsta kosti framan af vetri. Víða dugði kjöt- ið skammt, það var þá helzta út- flutningsvaran og því stundum lít- ið eftir handa heimilisfólki jafn- vel á fjármörgum heimilum, hvað þá heldur í kotunum. Slátrið dugði hins vegar stund- um lengur og víða var það etið kvölds og morgna með hafragraut, hrísgrjónamjólk eða grasamjólk ár ið um kring. Stundum gat farið svo, að ekkert yrði til nema rúg- mjöl og þá etinn rúggrautur með mjólkinni, en hún var oftast til á flestum bændaheimilum og fyrst talað um skort, þegar enginn fékkst mjólkurdropinn, sem orðið gat í felliárum. Þetta var því ekki fjölbreytt viðurværi, og þótt fiskurinn væri oftast óaðfinnanlegur, var kjötið líklega oftast óætt af ýldu á okk- ar mælikvarða. Ekki voru _ lífsþægindin meiri í húsbúnaði. Á flestum baéjum var stofuhús undir lofti, sem kallað var, dálítið herbergi handa gest- um, þar var eitt borð ef borð skyldi kalla, nokkrir einfaldir tré- stólar, en oftast uppbúið rúm. Ekki var skraut veggjanna annað en kannski upplituð mynd af sr. Hallgrími eða meistara Jóni og þá ísaumaður strammi með orðun- um „Drottinn blessi heimilið." Og hafði húsfreyjan oftast gert þá mynd sjálf meðan hún beið í fest- um eftir brúðguma sínum. Annars sváfu allir ungir sem eldri í sama herbergi, hinni svo- kölluðu baðstofu, venjulega eitt- hvað tvennt í rúmi, stundum fleira, ef það voru krakkar. Hús- bændur sváfu oftast í aðskildu herbergi eða þá bara i innsta rúmi baðstofu sinnar, ef ekki hafði unnizt tími eða efni til að þilja stafgólfið þeirra af. Baðstofan var ekk búin öðrum1 húsgögnum nema þá kistlum til I að sitja á, sem voru þá jafnframt geymslur fólksins, setið var á rúmum bæði til hvíldar og við störf, t.d. tóvinnu. Oftast hékk dálítill olíulampi niður úr mænin um innan til við miðju baðstofu- gólfsins. Víða var þó aðeins borð- lampi undir stafnglugga og varð það Ijós að nægja íbúunum öllum. Fatnaður var að mestu heima- unninn, prjóna- eða vaðmálsföt, ofinn og saumaður af heimafólki sjálfu. Margir, sem annars áttu spariföt, en það voru ekki nærri allir, geymdu sömu fötin ævilangt. Og má geta nærri að þessi klæðn- aður hefur ekki aldeilis verið með síðasta sniði frá Dior í París. En skartgripir voru nokkuð víða til og gátu verið bæði fallegir og dýr- mætir, en yfirleitt aldrei teknir upp úr kommóðuskúffu. Auðvtað gat verið um undantekningar að ræða, sérstaklega í kaupstöðum og hjá svokölluðu heldra fólki. Samt held ég, að mörgu yngra fólki þætti þröngt um sig og aðbúnað- ur lélegur, þótt það byggi í því húsnæði, sem talið var sæma fyrir- fólki þá á tímum. Hvernig þykir t.d. að búa í Landshöfðingjahús- inu eða Doktorshúsinu í Reykja- vík núna? Skólahús og mennta- stofnanir voru yfirleitt ekki til nema Menntaskólinn, og kirkjur voru flestar likari skemmum en mannahíbýlum, ískaldar og ískr- andi af súgi, enda oft notaðar sem geymslur fyrir fjarskyldustu hluti allt frá ull til reiðinga, harðfiski til amboða, þótt þetta væri á hin- um svokölluðu guðræknistímum, sem oft er vitnað til. Það er ótrúlegt en satt, þetta voru lífsaðstæður afa og ömmu, og jafnvel pabba og mömmu þeirrar kynslóðar, sem nú telur sig ekkert eiga að þakka fullorðna fólkinu og blæs sig út af hroka yfir því hvað það hafi verið einu orði sagt óhafandi og óferjandi. Samt er hér aðeins lit- ið á hið næsta. Á öðru sviði eru svo öll önnur viðhorf til vega og samgangna á sjó og landi, á jörðu og í lofti, að ógleymdum öllum atvinnutækjum í sveit og á sjó og allri félagslegri aðstöðu til mennta og öryggis, skólamála, heilbrigðis mála og félagsmála. Sjálfsagt hugsar unga kynslóðin og yfirleitt núlifandi fólk sjaldan eða aldrei um þessar geysilegu byltingar, sem eru sjálfsagt meiri en í flestum löndum hefur orðið á jafnskömmum tíma, kannski al- gjört einsdæmi. En það ætti að hugsa um þetta og vera þakklátt. Það væri hátt- vísi, en það skapaði ofurlítið meiri grundvöll fyrir framhald þeirra lífsgæða, sem nú eru ofurlítið meira af ábyryðartilfinningu gagn vart heildinni og hamingjuleit- inni. Við, sem munum tvenna tíma, langar alls ekki til baka. En eitt vitum við, sem í fljótu bragði virðist algjörlega fjarstæða. Alls- leysiskynslóðin var að því er virð- ist ekkert síður hamingjusamt fólk, þótt það væri umkomulítið, og fákænt á mælikvarða nútímans. Það gerði litlar kröfur, taldi sjálf- sagt að vera bæði sparsamt, hirðu samt og nægjusamt. Það var sízt betra né viðfelldnara en nútíma- fólk og sízt af öllu háttvísara né tilhliðrunarsamara um annarra af komu, þótt sjálfsagt þætti að vera gestrisinn og hjálpsamur. Munað- arlevsingjum og aumingjum leið yfirleitt ekki vel og ástæður þeirra lítt metnar frá mannúðarsjónar- miði, trúrækni og bænrækni oft víðsfjarri framkvæmdum í veru- leikanum. En eitt var betra. Þetta fátæka fólk var yfirleitt ekki jafn- öfundsjúkt og stjórnmálabarátta FYRRI HLUTI nútímans hefur gert marga nú. Það þótt flestum sjálfsagt að einn gæti haft betri ástæður en annar, og það gat bæði verið virt og metið eftir aðstæðum. En öfund og illgirni og græðgi ásamt ágirnd og sjálfsel$ku eru uppsprettur eða eiturlindir óhamingjunnar. Það gerir gæfumuninn, að nú eru þær óbyrgðar og margir, sem af þeim teyga, enda daglega reynt að æsa sem mest til slíkar veiga. Krafan, og þar af leiðandi óánægjan og lífsleiði er því orðin einkenni okkar tlma, þótt við ætt um að syngja lofsöng full þakkiæt- is og sigurhróss hvern einasta dag. í stað þess er vart opnað dagblað eða tímarit að ekki geti þar að líta nöldur og ónot og svo miklar kröfur til enn meiri lífsþæginda að einhverntíma hlýtur mælirinn að verða fullur og gróttakvörn gull æðisins að mala sjálfa sig í kaf. Sjórnmálamönnum er kennt um öngþveitið. En það er algjörlega rangt. Fáum löndum hefur verið betur stjórnað einkum hina sið- ustu áratugi, eins og sjá má á samanburði á því, sem hér hefur verið í fáum orðum lýst, við það sem nú er og allir þekkja. Dýrtíðin, verðbólgan svonefnda kemur ekki fyrst og fremst fyrir óstjórn, gæti fremur verið fyrir undanlátssemi og festuleysi stjórn enda. Hún kemur fyrst og fremst af kröfum hugsunarlltilla eða eig- ingjarnra kvenna og manna, kröf- um, sem farið er eftir, því miður Arelíus Níelsson stundum af háttvísi við kvenfólk, stundum af heimsku og skamm- sýni. Og nú verð ég að segja það sem ég veit að mér verður refsað fyrir: Reynslulausar og móðursjúkar konur hafa með kröfum sínum gert ákaflega mikil til að oxgera kröftum kynslóðarinnar til að standast með sæmd þá byltingu, sem hér er á orðin. Og sú byiting getur orðið að hruni, ef sanian- burður og samstaða við aðrar þjoð ir og annarra lífskjör brestur. Þetta birtist oft í svo smáu að fæstir veita því athygli. En hvar stöndum við t.d. ef allt sem íslenzkt er verður óseljanlegt á erlendum mörkuðum, af því að það er svo dýrt í framleiðslu, svo mikils kraf- ist fyrir það, að engri samkeppni nær? Tökum hversdagsleg dæmi um það, hvernig verðbólgan vex. Þetta er líkast konunni með óska bjúgað. Það verður lítið úr bví högginu, sem hátt er reitt. Og stundum geta óskir verið svo van hugsaðar, að eina ráðið sé að ósika að þær hefðu aldrei rætzt og af- má þær aftur úr veruleikanum. Fyrir nokkrum árum voru íslenzkar kartöflur svo ódýrar, og fiskur sömuleiðis, svo að seigja má að þá fengist ágætur matur á ís- landi fyrir minna verð en erlend- i» hér á Vesturlöndum. Það kom fyrir eins og eðlilegast er, að ekki voru allar kartöflur jafngóðar. Og þá var farið að gera kröfur um flokkun um gæðamat um umbúðir. Þetta hefur allt fengizt. Og síð- ast í vor sáust kröfur um ennþá minni pakkningu á kartöflum, þar eð einhverri frúnni fannst of þungt fyrir sínar hendur að bera pokann heim eða geyma í fimm kíló heima, meðan þess magns væri neytt. Jú, en hvað kostar að flokka kartöflur svona? Hvað þarf margt fólk á háu kaupi til að vigta í alla pokana? Hvað kosta umfoúðirnar, sem líklega þurfa næst að vera skreyttar ein hverjum listaverkum? og fást þá betri kartöflur eftir allt sam- an? Áreiðanlega ekki. En þessi vara hefur margfaldazt í verði á örstuttum tíma, sem eðlilegt er. Þó tel ég vafamál, að framleiðandi fái tiltölulega hærra verð. Og víða erlendis t.d. í Englandi er það kaupandinn, sem byrjar á því að rífa pokann utan af kartöflunum til að kynna sér innihaldið, ef á að selja þær byrgðar. Og þar fást þær enn í dag og mun liklega alltaf fást fyrir augum kaupand- ans og látnar í körfu, sem hann í flestum tilfellum leggur til sjálf- ur. Og þar kosta þær líka mjög lítið miðað við allan ofsann í verð bólgunni hér. Hliðstæð dæmi væri hægt að taka svo að segja aþs staðar um fávíslegar kröfur, sem fullnægt er og skapa dýrtíð og vandamál. Ég minntist á fiskinn áðan. Hann hef ur vaxið svo í verði, að með ólíkindum er á einu ári eða svo. Enda eru einhverjar konur, sem skrifa venjulega nafnlaust í nöld- urdálka blaðanna búnar að finna svo að afgreiðslu hjá fisksölunum, að nú eru búðir þeirra orðnar eins og speglahöll, þar sem einn af- greiðir, en annar situr við sam- lagningarvél og tekur á móti pen- ingunum. Þetta eru dæmi, sem ég veit að allir þekkja og þykja mjög hversdagsleg og þessar kröfur um verzlunarhætti sjálfsagðar í sið- menntuðu landi. En fái maður kartöflurnar úr moldinni svo að segja beint og fiskinn úr bátnum, finnst að sjálfsögðu mikill munur og eru samt vinnulaun við mold og sjó orðin býsna há og hækka stöðugt. Og þessi einföldu dæuni eiga sér alls staðar hliðstæður i verzlun og viðskiptum á íslandi nú. Torgsala á fiski. grænmeti og kartöflum, og kjötvörum, sem er algengt erlendis daglega, þekkist naumast hér, þar sem hönd selur hönd án milliliða, ódýrt og eðli- lega. Kannski það sé bannað að mestu, það mœtti segja mér. En lítum svo á kröfuna og áhrif hennar víðar. Ég minntist aðeins á klæðaburð, húsbúnað og húsa- gerð í gamla daga meðan krafan hafði enn ekfoi geisað. Sagt er og sjálfsagt hægt að sanna, að einn einasti kvenkjóll eftir nýjustu tízku kosti meira en góð jörð vestur á landi meira að segja margir jarðir, sem áður framfleyttu og fæddu fjölda manns. Samt gæti sami kíóll seldur á útsölu nokkruim mánuðum seinna verið nær óseljanlegur fýrir helm ing síns upphaflega verðs, sama efni, sama útflúr, sama vinna. að- eins krafan hafði breytzt. En á sama aldri fyrir nokkrum áratugum gekk amma þessarar ís- lenzku konu ánægð í sama bún ingnum, sem hún hafði baldíraðz eigin höndum fyrir brúðkaup sitt, öll sín æviár við hátíðlegustu tæki- færi ævi sinnar. Eitthvað mætti nú milli vera og er það visstilega. En það er samt sem áður þessi mikla krafa um nýjustu tlzku og sífelld skipti, sem hækkar fataverð ið og svipað mætti auðvitað segja um föt karlmanna, þótt þar séu sveiflurnar og kröfurnar ekk’ eins tiðar og miklar. Enda kosta þau tiltölulega mikla vinnu, bæði efnis meiri og haldbetri, en ein fjar- stæðan við kvenfatnað má segja að sé, að hann er yfirleitt þeim mun dýrari, sem hann hylur færri fleti líkamans. Svipað þessu hefur krafan náð til húsagerðar og húsgagna. Ekk- ert þykir nú ofgert í húsbygging- um bæði að stærð og iburði. Helzt þarf að ætla hverju barni, bæði fæddu og ófæddu heilt hverbergi það ku vera svo nauðsynlegt, þeg- ar að fer að ganga í skólannn, þótt margsannað sé, að börnin úr rúmbeztu húsakynnunum standa sig ekki hótinu betur við nám né verða menntaðra fólk en fólk- ið úr þröngu baðstofunum í gamla daga, þar sem þau urðu að læra lexíurnar úti í fjósbás eða frammi í hlöðu. Um aðbúnað eða kröfu til hús- búnaðar má geta þess, að einn eldhússkápur kostar nú áreiðan- lega margfalt meira en allur hús- búnaður á ríkustu heimilum áður fyrr, innróttingar í fjögra Framhald á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.