Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Þriöjudagur 4. febrúar 1975. 3 Loðnan vel ó sig komin Loðnan verður feitari lengur en fyrst var talið. Athuganir rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar gefa þetta til kynna. Þetta gæti orðið til þess, að það þætti borga sig að halda veiðunum lengur áfram en búizt hefur verið við. Einnig getur orðið arðvænlegra að frysta loðnu, en I þeirri grein hefur vonleysi rikt. í morgun var þó ekki vitað til, að neinn ætlaöi að frysta loðnu á þessari vertlö. Japanmarkaðurinn virtist lokaður og ekki vitað um aðra markaði, sem gagn væri að. -HH. FRUMSÝNA ÞJÓÐ- HÁTÍÐARM YNDINA Er það að tilstuðlan Þjóð- hátiðarnefndar, að þessi út- dráttur er gerður, en útdráttur þessi er venjulegur sýningar- tími biómyndar að lengd. Verð- ur kvikmyndin frumsýnd á næstu dögum samtímis i Reykjavik, á Selfossi og á Akur- eyri. —ÞJM Kvikmyndin ,,í dagsins önn” er nú fullgerð og verður hún sýnd frétta- mönnum og ýmsum öðriim nú i dag. Er hér um að ræða heimilda- kvikmynd um þjóð- hætti og vinnubrögð. Það eru Arnesingar og Rangæingar, sem standa að gerð þessarar kvikmyndar og er alUangt sfðan sýslunefndir sýslnanna ákváðu að ráðast i kvikmyndagerðina. ,,1 dagsins önn” er i rauninni aðeins hluti af miklu stærri og itarlegri heimildakvikmynd, sem þeir vinna að. Síðasta lóðin sem Reykjavík — í Grjótaþorpi Veitt hefur verið heimild til þess að semja um kaup á húseigninni Vesturgötu 11, en það er húsið á horninu á Vesturgötu og Garöa- stræti. Þetta er eina lóðin á Grjótaþorpssvæðinu, sem Reykjavikurborg á ekki enn, og þykir heppilegra, að ailar lóðir þessa svæðis verði I eigu borgarinnar, þar sem beildar- skipuiag Grjótaþorpsins er nú á teikniborðunum. Lóðin undir Vesturgötu 11 er á ekki aðeins 196 ferm., og þar með ljóst, að eigandi hennar getur ekki nýtt sér hana nema með samvinnu við eigendur lóða I kring — sem er Reykjavikur- borg.. Samningar standa nú yfir um kaup á þessu siðasta vigi einstaklingseignar i Grjóta- þorpi, en hvaða breytingar verða gerðar á þessum stað liggur ekki fyrir, fyrr en hug- myndir um heildarskipulag verða kynntar, sem verður á næstunni. — SH TÆKNINEMAR OG VILHJÁLMUR HJARTANLEGA SAMMÁLA — um að Tœkniskólinn komist í nýtt húsnœði nœsta haust Nemendur Tækniskóla tslands marséruðu I gær á fund Vilhjálms Hjálmarssonar, menntamálaráð- herra, til þess að brýna hann I að standa við þá ákvörðun að flytja alla starfsemi Tækniskóla tslands undir eitt bak. Á aðalfundi nemendafélagsins hafði verið samþykkt ályktun um ánægju nemenda með ákvörðun hans, en fundurinn taldi, að ekki væri seinna vænna að fara nú að innrétta fyrirhugað húsnæði, svo áætlunin stæðist. Fundurinn krafðist, að nægileg- ur hraði yrði settur á verkið. Vilhjálmur tók vel á móti tækninemum og skýrði þeim frá þvi, að samkvæmt fjárlagaheim- ildum hefðu verið veittar 40 mill- jónir króna til að leigja húsnæði fyrir skólann að Höfðabakka 9, innrétta það og að nokkru til tækjakaupa. Innréttingar hafa verið teiknaðar og leigusamning- ur undirbúinn. 1 tilkynningu frá ráðuneytinu segir, að lagt verði kapp á, að Tækniskólinn gæti flutzt I húsnæðið á hausti komanda, eins og ráðgert hefur verið. — SH. Kona og barn slasast í mjög hörðum árekstrí Mjög harður árekstur varð á gatnamótum Vesturlandsvegar og (Jlfarsfellsvegar um klukkan hálffjögur I gærdag. Farþega og ökumann úr öðrum bilnum varð aö flytja á slysadeild. Jeppabifreið var að koma (Jlfarsfellsveginn og ætlaði að aka út á Vesturlandsveg. 1 sömu svifum og jeppinn ætlaði út á brautina, bar þar að stóran sendi- bil á noröurleið. Bilstjóri sendi- bilsins sá, hvað verða vildi, og reyndi að sveigja bil sinum yfir á vinstri akrein. En allt kom fyrir ekki og lenti jeppabifreiðin framan á sepdi- bilnum. Við höggið hentist sendi- billinn út af veginum vinstra megin. Billinn héizt þó á réttum kili og slapp ökumaðurinn viö meiðsli. Kona, er ók jeppanum, og barn hennar, er sat i barnastól frammi i bilnum, slösuðust aftur á móti, og voru þau flutt á slysadeild. Reyndust kona og barn nokkuð skorin i andliti en óbrotin. Báöir bilarnir skemmdust mik- ið, sérstaklega þó jeppinn, sem óvist er að veröi ökufær á ný. — JB. Jeppinn er mikið skemmdur eftir áreksturinn á Vesturlandsveginum. Baka til er sendiferöabillinn, sem fór út af veginum viö áreksturinn. Ljósm. Bragi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.