Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 04.02.1975, Blaðsíða 16
Þriöjudagur 4. febrúar 1975. 26,3 millj. í snjóflóðo- söfnunina ,,NÚ hafa borizt kr. 26.333.592,- i snjóflóöasöfnunina, sem staöiö er fyrir vegna snjóflóöanna á Nes- kaupstað. Frá Djúpavogi hafa borizt 117.700 kr., frá Bæjarsjóði Hafnar fjaröar 500.000 kr. Breiðdalsvlk hefur gefið 261.500 kr., Pöntunar- félag Eskfirðinga 100.000 kr. og Ungmennafélag öræfa 100.000 kr. Frá Hraðfrystihúsinu hf. Hnifsdal bárust 100.000 kr. Or Gerðahreppi 412.000 kr. Starfsfólk islenzka Alfélagsins gaf 393.000 kr., sunnu- dagaskólinn á Skagaströnd 110.000 og frá Eyrarbakka og Stokkseyri hafa borizt 142.000 kr. Þar af gáfu fangar á Litla-Hrauni 52.500 krónur. — EA. Vegirnir heilir ennþá - „sem betur fer## „Viö höfum engar fregnir feng- iö af vatnaskemmdum ennþá, sem betur fer”, var okkur sagt þegar viö höföum samband við vegaeftirlit Vegagerðarinnar i morgun, en spáö er úrkomu og hvassviðri á Suðurlandi, og þar er víða mikill snjór. Fært er nú alla suðurströndina austur að Lónsheiði, en nú er ver- ið aö moka hana. Fært er frá Egilsstöðum suður i Breiðdal, en viða ekki nema stórum bilum. Verið er að moka Holtavörðu- heiðina og þá er fært norður i Skagafjörð og til Siglufjarðar. öxnadalsheiðin er ófær. Um Snæfellsnes er fært og fært verður i Reykhólasveit i dag. Um aust- anvert Norðurland er fært stórum bflum. — EA. Mikil loðnuveiði „Globalinn" fullur og hvergi plóss að fó — nœrri veiðisvœðun- um fyrir oustan Mikiö veiddist af loönu i nótt. Fullpantað er i Norglobal, sem er væntanlegt inn á Reyöarfjörð um fimmleytiö. Alls staöar er fullt. Tuttugu og niu skip höfðu klukkan tiu i morgun tilkynnt afla frá miðnætti, alls 7800 tonn. Þá var hvergi pláss nema smá- vegis á Raufarhöfn, sem varla mun endast fram á daginn. Þvi má segja, að öll pláss séu tekin i dag og á morgun. Hornafjörður er úr leik sem stendur, og þar hafa skip lokazt inni, komast ekki út úr höfninni vegna sjógangs. Norglobal tekur 3600 tonn. —HH „Fiskverðið fyrst" sœtisráðherra „Viö munum leitast viö aö hraöa afgreiöslu fiskverös,” sagöi Geir Haligrimsson for- sætisráöherra I viötali viö blaöiö I morgun. Hann taldi eölilegast, aö byrjaö væri á aö afgreiöa fiskveröiö. ,,A þessu stigi er ekki hægt aö segja, hvaö meö þarf aö fylgja,” sagöi hann. Raddir hafa heyrzt um, aö erfitt sé að afgreiða fiskverð, fyrr en fyrir liggi, hvort genginu veröi breytt eða ekki. útvegs- menn samþykktu á aukafundi i gær að fresta fundi til 10. febrú- ar „i trausti þess, aö rlkis- stjórnin dragi ekki fram yfir lok þessarar viku aö gera nauðsynlegar ráöstafanir.” Sjómenn frestuðu einnig verk- fallsboðun sinni, og kemur samninganefnd þeirra saman 10. febrúar til að athuga stöðuna og hvort þá skuli boða verkfall. Forsætisráöherra vildi ekki segja, hvort aðgerðirnar kæmu I vikunni. A fundi útvegsmanna i gær kom fram, að gert er ráð fyrir 2,1 milljón króna halla á báta- flotanum að óbreyttum aðstæðum, 622 milljóna haila á rekstri stóru togaranna og 567 milljóna halla á rekstri hinna minni. Þetta eru hærri tölur en áður höfðu veriö nefndar, enda hefur kostnaður við útgerðina hækkaö dag frá degi að undan- förnu. —HH „Þetta er allt annan lif,” sagöi starfsfólk Rafmagnsveitu Reykjavikur i morgun, er þaö gat á ný virt umheiminn fyrir sér. Rafmagnsveituhúsiö i Armúlanum var, eins og önnur hús I bænum, þakið salti og aur eftir óveðrið að undanförnu, en i morgun var ráöin á þvi bót og það þvegiö hátt og lágt. En það voru ekki venjulegir gluggahreinsunarmenn, er þvoðu húsið, heldur fékk rafmagnsveitan sjálft slökkvilið borgarinnar til aðstoðar við sig. Kom ein vakt með bil inn i Armúla og dældi vatni á húsið, þótt eldur væri hvergi sjáanlegur. „Þetta heyrir algjörlega til undantekninga” sagði vakt- stjórihjáslökkviliðinu I morgun. „Þeireru svo mikil snyrtiménni þarna hjá rafveitunni, aö slökkviliðið hefur einstaka sinnum rétt þeim hjálparhönd við að sprauta á húsið, og eins kemur einstaka sinnum fyrir að við sprautum borgarskrifstof- urnar I Skúlatúni. En þetta eru einu skiptin, sem slökkviliðið tekur að sér gluggaþvott og heyrir til undantekninga,” sagði varðstjórinn. En starfsmenn rafmagnsveit- unnar voru á einu máli um það I morgun, að slökkviliðsmönnun- um hefði farizt verkið vel úr hendi og rúðurnar hefðu sjaldan verið hreinni. —Ljósm. Bj.Bj. JB DRÁTTARVÉLIN FAUK UM 20 METRA — en nú er komið bezta veður í Skagafirði — verra er hins vegar ó Suðurlandinu „Plötur voru byrjaöar aö fjúka af þökum og dráttarvélar fóru sjálfkrafa af staö,” sagöi simstöðvarstjórinn I Haganes- vik, þegar við ræddum við hann I morgun, en á þessum slóöum mældust allt upp I 16 vindstig I mestu hviöunum i gær. Við bæinn Austur-Hól hafði verið skilin eftir dráttarvél i hlíð fyrir ofan bæinn. Þegar fólk leit þar út um gluggann i gær, var dráttarvélin horfin. Þegar farið var að gá betur komi ljós, að hún hafði runnið um 20 metra. Þessu olli svell og svo ofstopa- rok. Simstöðvarstjóri sagði, að nú væri mesta blíðskaparveður, en öðru máli gegnir á Suðurlandi. Þar er viða mjög hvasst og hér I Reykjavik er til dæmis spáð storini og rigningu i dag,en bú- izt er við að lægi i nótt. Veðurspáin gerði jafnvel ráð fyrir flóðum á Suðurlandi, en þegar við höfðum samband við Veðurstofuna var okkur tjáð, að hættan væri mest i kringum Vik I Mýrdal. Sparisjóðsstjórinn þar, Sigurður Nikulásson, sagði, að eflaust yrðu engin flóð I byggð- inni sjálfri, enda kvað hann snjó hafa minnkað mjög mikið. „En nóg er af honum samt,” tók hann fram. Hann kvað helzt hættu á að flóö yrðu úti á vegum og að þá gæti grafið þar úr. Ekki höfðu neinar fregir borizt af tjóni eða skemmdum i morgun. — EA Reykvískir þingmenn fó 34.000 kr. minna en nœstu nógrannar Þingmenn utan af landi fá á mánuöi um 200 þúsund krónur, þegar saman eru talin laun þeirra, húsnæöisstyrkur, dval- arkostnaöur, feröakostnaöur og fleira, sem þeir fá greitt vegna þingmennsku. Þeir, sem búa i grennd viö Reykjavik og aka heim aö loknum vinnudegi, fá eitthvaö um 23 þúsund minna. Reykvikingar fá um 34 þúsund- um minna en þessir nágrannar þeirra. Föst laun þingmanna eru 117.421 krónur á mánuði. Þetta er lögbundið. Utanbæjarmenn, sem þurfa að búa i Reykjavlk um þingtimann, fá húsnæðis- kostnaö greiddan samkvæmt reikningi en þó aldrei meira en 23 þúsund á mánuði. Aðrir en Reykvikingar fá 1140 krónur á dag, eða um 34 þúsund á mán- uöi I dvalarstyrk. Þá fá þingmenn allir, einnig Reykvikingar, 200 þúsund á ári, sem svarar til tæpra 17 þúsunda á mánuði, til ferðalaga vegna þingmennsku. Sé þetta lagt saman fást rúm- ar 190 þúsund krónur á mánuði. Við bætist svo, að þingmenn fá. greiddar samkvæmt reikningi ferðir til og frá kjördæmi og aukaferðir þar, allt að 24 ferð- um á ári. Loks fá þeir greiddan kostnað af einum slma. Séu þingmenn i föstu starfi hjá hinu opinbera, halda þeir 3/10 af launum i þvi starfi, ef þeir geta ekki sinnt þvi nema milli þinga. Ef þeir geta að ein- hverju leyti sinnt starfinu með þinginu, halda þeir 3/5 af laun- um þar. Margir þingmenn sitja i nefndum. Þingnefndir eru ekki launaðar, en önnur slik störf nokkuð misjafnt. Fyrir setu i bankaráði eru greiddar 11975 krónur á mánuði að sögn Ara Guðmundssonar starfsmanna- stjóra Landsbankans. Friðjón Sigurðsson skrif- stofustjóri Alþingis lagði i við- tali við blaðið áherzlu á, að laun þingmanna væru 117.421 króna en hitt, sem þeir fengju, væri kostnaður við þinghald og bæri að skoða eins og það, sem aðrar stéttir fengju, sem ynnu fjarri heimilum, fæðisstyrk sjómanna og fleira. — HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.