Vísir - 28.02.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 28.02.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Föstudagur 28. febrúar 1975 VISIR Útgefandi Framkvæmdastjóri Hitstjóri Fréttastjóri Hitstjó^rnarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgreiösla Ritstjórn Askriftargjald 600 1 lausasölu 35 kr. : Reykjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Haukur Helgason : Skúii G. Jóhannesson : Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 : Hverfisgötu 44. Simi 86611 : Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. á mánuöi innaniands. eintakiö. Blaöaprent hf. Framrás kommúnisma Rikisstjórnir tveggja rikja á Indókinaskaga, sem hafa fylgt Bandarikjunum að málum, eru nú sagðar hætt komnar. Haft er eftir háttsettum mönnum i Washington, að stjórn Kambódiu muni ekki standast uppreisnarmönnum snúning nema i nokkrar vikur, nema til komi stóraukin hernaðaraðstoð frá Bandarikjunum. Sumir telja, að stjórninni verði ekki bjargað jafnvel þótt Bandarikin legðu fram mjög aukna aðstoð. Bandarikjaþing er tregt til að leggja meira af mörkum við stjórn Kambódiu. Þá er stjórnin i Saigon miög illa stödd. Fulltrúar svonefndrar þjóðfrelsishreyfingar Suður-Vietnam, sem hér eru staddir, fullyrða, að' hreyfingin ráði nú fjórum fimmtu hlutum landsins, þar sem búi um helmingur ibúanna. Þótt þessi staðhæfing sé eitthvað ýkt, fer ekki á milli mála, að hreyfingin ræður mestu i sveitahéruðum og á óshólmum fljótsins Mekong, sem er eitt þéttbýlasta svæðið i Suður-Vietnam. Jafnframt ber heimildum saman um að uppreisnarmenn, hvort sem menn vilja kalla þá þjóðfrelsishreyfingu eða kommúnista, sækja stöðugt fram i Suður-Vietnam. Parisarsamkomulagið i hittifyrra átti að tryggja frið i Vietnam, en þar er enn barizt, þótt i minna mæli sé en var fyrir samkomulagið. Breytingin er fyrst og fremst sú, að Bandarikja- menn hafa kallað heim her sinn, sem var allt að hálf milljón manna um skeið. Bandarikin hafa nú hernaðarráðgjafa i borgaralegum klæðum i Suður-Vietnam, sennilega nokkur þúsund. Ráða- menn i Washington álita margir hverjir, að stjórnin i Saigon muni ekki endast lengi enn. Þjóðfrelsishreyfingin telur sér visan sigur. I Washington er rætt um að auka aðstoðina við stjórnina i Saigon, en menn eru þó tregir til að varpa Bandarikjunum að nýju út i Vietnam- ævintýri. Enda er talið ósennilegt, að fyrir jafn- vel stóraukna bandariska aðstoð fáist annað en skammur frestur á falli stjórnarinnar i Saigon. Rétt er að taka fram, að til eru þeir, sem telja þessa mynd af framtiðarhorfum i Kambódiu og Suður-Vietnam full dökka. Enn sé ekki vonlaust að valdataka fylgjenda kommúnista verði hindruð. Rikisstjórnirnar i Kambódiu og Saigon eru engar lýðræðisstjórnir. Að þvi leyti mætti gráta fall þeirra þurrum tárum.Stiórnin i Saigon hefur beitt lýðræðissinna gerræði. í þvi felst einmitt meginvandinn, að lýðræðisöfl, sem kynnu að geta skapað mótvægi við framrás kommúnista og bandamanna þeirra, fá ekki að vaxa úr grasi. Þessi lönd eru i hers höndum, svo að eðlilegt stjórnarfar er óhugsandi, en Bandarikin hafa ekki lagt áherzlu á að beita áhrifum sinum til að veita lýðræðisöflum það svigrúm, sem þau þó gætu haft. Þetta á einkum við um Suður-Vietnam. Valdataka kommúnista og bandamanna þeirra i Kambódiu og Suður-Vietnam mundi hafa ófyrir- sjáanlegar afleiðingar. Engar likur eru til, að út- þensla þeirra mundi stöðvast þar, heldur mundu þeir snúa sér að grannrikjunum með auknum þunga, Laos, Thailandi og Burma. Staðreyndin er þó sú, að þrátt fyrir gifurlegan herkostnað bandariska risaveldisins i áratug tókst ekki að stöðva framrás kommúnista i Indókina. -HH f i Ungir menn í sovézko skókheiminum Viktor Kúpreitsky, ungur og efnilegur skákm eistari, kom fram i sjónvarpinu I Leningrad, þegar Sovétmeistaramótið I skák stóö þar yfir i desember s.l. Þar komst hann mjög hnyttilega aö orði um hina hefðbundnu skipt- ingu skákmanna i „óreyiula” og „gamalreynda”. „Þegar við tefl- um illa, er sagt, aö við séum óreyndir, en þegar við förum aö standa okkur betur, verðum við strax frægir og gamalreynd- ir ....” Sé gengið út frá þessari skil- greiningu, má telja, að nokkrir sovézkir skákmenn, sem komið hafa fram undanfarið, séu „fræg- ir” og „gamalreyndir”, þó að þeir séu rétt komnir yfir tvitugt. Að undanteknum hinum 23ja ára Anatóli Karpov og sigrum hans, sem öllum heiminum er kunnugt um, er það Alexander Beljavsky, sem er þar fremstur i flokki með réttu. Hann hafði þegar náð góðum árangri og unnið marga sigra, þegar hann var 21 árs. Hann var kominn i fyrsta flokk, þegar hann var 10 ára, og 15 ára var hann orðinn meistari. Ariö 1973 varð hann heimsmeistari i unglinga- flokki og ári siðar var hann i sovézka liðinu á ólympiuskák- móti stúdenta, sem vann þar sig- ur. Arið 1973 sigraði hann á alþjóðamóti i júgóslavnesku borginni Sombor og var i 2.-3. sæti i keppninni i Las Palmas. Og að lokum varð hann i 1.-2. sæti á Sovétmeistaramótinu i desember ásamt Mikhail Tal, en eftir það mót hlaut Beljavsky stór- meistaratitil. Beljavsky býr i Ljov i Úkrainu og stundar nám i iþróttaháskóla. Viktor Kart, þjálfari við barna- og unglingaiþróttaskóla borgar- innar, hefur stjórnað skákæfing- Vaganjan, sem Beljavsky telur standa sér framar, hefur náö mjög góöum árangri og er sniilingur i endatafli. um hans frá upphafi. Skákstill Beljavskys einkennist af skyn- semi, hann tekur ekki óþarfa áhættu og telur sjálfan sig i hópi þeirra skákmanna, sem tefla ætið af fullri vitund, en ekki af innsæi án undanfarandi rökhugsunar. 1 viðtali, sem birt var i vikurit- inu „64”, segir Beljavsky frá þvi, hvers vegna hann ákvað að fara i iþróttaháskóla. „Skákmaður er jafnframt iþróttamaður og það er mjög mikilvægt fyrir hann að kunna að þjálfa sjálfan sig, vera kunnugur visindum, jem koma sér vel fyrir hann, t.d. kenningum heilsuræktar, sem nær einnig yfir sálrænan undirbúning. ” Beljavsky leynir þvi ekki, að hann álitur likamlegan undir- búning afar mikilvægan og þess vegna leggur hann stund á ýmsar iþróttagreinar, þ.ám. hlaup. Nýi Sovétmeistarinn er nokkuð sjálfsgagnrýninn. Hann heldur þvi fram, að á siðasta lýðvelda- mótinu hafi verið skákmenn, sem séu sterkari en hann, enn sem komið er. Og þar i hópi telur hann jafnaldra sinn Rafael Vaganjan, 22 ára alþjóðlegan stórmeistara, sem var i 3.-4. sæti á Sovétmeistaramótinu ásamt Lev Polugajevsky. Auk Mikhail Tal, sem hefur oft- ar en einu sinni lýst þvi yfir, að Vaganjan sé gæddur hæfiíeikum, hafa margir þekktir stórmeistar- ar hælt hinum unga skákmanni. Júgóslavneski meistarinn Boris- lav Ivkov hefur sagt, að Vaganjan minnti hann á Tigran Petrosjan, fyrrverandi heimsmeistara: næði auðveldlega yfirburðum i stöð- unni og tæki óvæntar og frumleg- ar ákvarðanir. Skákferill Vaganjan hófst ekki af jafnmiklu öryggi og hjá Beljavsky. Hann tók þátt i heims- meistaramóti unglinga, en varð að láta sér nægja 4.-6. sæti. Þetta var árið 1971. En honum fór að ganga betur i fullorðinsflokki. Hann hlaut stórmeistaratitil að lokinni þátttöku i nokkrum alþjóðamótum, þar sem hann náði góðum árangri. Hnitmiðaðar árásir og yfirburðatækni i flóknu endatafli gera Vaganjan að erfið- um andstæðingi fyrir hvaða stór- meistara sem er. Vaganjan hlaut skák- uppeldi sitt i skákdeild- inni i Ungherjahöllinni i Jerevan. Hann er taugasterkur skákmaður og kann að svara sókn með sókn. Arið 1973 tapaði Vaganjan i fáum leikjum fyrir Tal á alþjóðamóti i Dúbna. Það leiddi til þess, að hann lenti i jiriðja sæti og hafði aðeins tapað fyrir Tal og Kholmov. Þegar Vaganjan lék á móti Tal á Sovétmeistaramótinu i Leningrad, leit út fyrir, að hann væri búinn að tapa fyrir sókn Tals. En Vaganjan lagði þá slikar þrautir fyrir Tal, að ekki var um annað að ræða fyrir hann en sam- þykkja jafntefli. Undanfarið hefur Vaganjan náði mjög góðum árangri. Hann stóð sig mjög vel i undankeppn- inni fyrir Sovétmeistaramótið. Á ólympiuskákmóti stúdenta vann hann 9 skákir af 11 og gerði tvö jafntefli, og á hinu hefðbundna skákmóti milli Júgóslaviu og Sovétrikjanna, sem haldið var á sl. ári, sýndi Vaganjan beztu frammistöðuna. Það er alls ekki hægt að telja Vaganjan fullmótaðan skák- mann, en þar er loforð um frekari framfarir fólgið. Oleg Romanishin, 22 ára stúdent frá Lov, er mjög eftir- tektarverður skákmaður. Viktor Kart er einnig þjálfari hans. Oleg Romanishin er bikarmeistari Oleg Romanishin, fyrrum Evrópumeistari unglinga, er meðal efnilegustu yngri skák- manna Rússa og bikarmeistari Sovétrikjanna. Hann hefur sama þjálfara og Beljavsky. liTmillllll UMSJÓNi G. P. Sovétrikjanna og fyrrverandi Evrópumeistari meðal unglinga. Leikstill hans er mjög frumlegur og hann hefur yndi af afbrigðum. Það er ekki auðvelt að aðlaga sig skákstil hans. Umskiptin frá hægri atburðarás til markvissrar árásar eru eldsnögg og koma andstæðingnum mjög á óvart. En þegar betur er að gáð, kemur i ljós, að aðgerðirnar eru eðlileg afleiöing af stöðunni i skákinni. Skákunnendur i Sovétrikjunum búast við miklu af Viktor Kúpreitsky hinum 24 ára blaða- manni frá Minsk, þó að hann hafi ekki enn unnið stórsigra. Árið 1974 var hann i 1.-2. sæti ásamt Palatnik á lýðveldamóti ungra skákmeistara og tvisvar hefur hann teflt á ólympiumóti stúdenta. Leikur Kúpreitsky er heillandi. „Hann er kænn skákmaður, leik- mátinn listrænn, stöðurnar flókn- ar með gagnkvæmum möguleik- um, sem gefa hugmyndafluginu svigrúm.” Þessa einkunn fær hann frá Bykhovsky, þjálfara unglingalandsliðs Sovétrikjanna. Tal telur hann töfrandi og djarfan skákmann. Þetta er framvarðalið ungra sovézkra skákmanna i dag. Auðvitað er langt frá þvi, að allir séu taldir með. Flestir þeirra hafa byrjað feril sinn i skákklúbbi i ungherjahöllum, barnaiþrótta- skólum og skákklúbbum. Fyrstu reynslu sina hafa þeir öðlazt á lýðveldamótum ungra skák- manna. Sá bezti, Karpov. á fyrir höndum að keppa um heims- meistaratitilinn. Fordæmi þessa framúrskarandi skákmanns er auðvitað jafnöldrum hans mikil hvatning. Beljavsky, sem varð skákmeistari Sovétrikjanna, jafn Tal 11. og 2. sæti, og mun fá stórmeistararéttindi um leiö og Guömundur Sigurjónsson fyrir þá frammistöðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.