Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 2
TÍMINN LAUGARDAGUR 9. júlí 1966 EKK1 FULLKOMNAR F'ramhald af bls. 1. fyrir lausn styrjaldarinnar sé fjar lægara nú en t.d. fyrir ári síðan. — Hverjar eru að yðar áíiti, framkvæmdastjóri, helztu orsakir þeirrar ólgu, sem nú ríkir í heim- inum? —• Að mínu áliti eru helztu ásteeðurnar fyrir spennu og ólgu í heiminum fjórar. í fyrsta lagi er við að etja ólgu, sem grund- vallast á mismunandi pólitízkum hugsjónakerfum. f öðru lagi ólgu, sem myndast vegna miisimunandi lífsikjara fólks, þ.e. hinni miklu gjá milli ríku landanna og fátæku landanna. í þriðja lagi er um að ræð ólgu, sem byggist á misrétti vegna kynþáttar eða litarháttar — kyniþáttafordómum. Og í fjórða lagi grundvallast ólgan í heimin- um á eftirhreytum nýlendustefn- unnar. Nýlendustefnan hefur skil- ið eftir sig vissan arf, viss áhrif, í mörgum hlutum heimsins, sér staklega í Afríku — ólga ríkir þar enn vegna þessarar arfleifðar ný- lendukerfisins. Að mínu áliti eru þetta fjórar helztu orsakir þess, að málin hafa þróazt mjög ógæfulega í mörgum hlutum heimsins. — Teljið þér, að Sameinuðu þjóðimar þurfi á einhvers konar lögregluher að halda? — Já, ég tel, að Sameinuðu þjóð- irnar myndu vera í betri aðstöðu til þess að framkvæma vissa þætti ætlunarverks síns á þeim svæðum, þar sem friðargæzla er nauðsyn- leg, ef samtökin hefðu eitthvert vopn, t.d. friðargæzlusveitir. En í dag er mjög erfitt að koma slíku á vegna mismunandi skoð- ana aðiWarríkjanna á málinu. Mál- ið er nú í rannsólkn hjá „Nefnd hinna 33“ s’em allsherjarþingið kom á fót og hefur nefndinni ver- ið falið að kynna sér alla þætti friðargæzlu. Þessi nefnd mun síð- an senda skýrslu um málið til Alls- herjarþingsins. — Eru líkur á, að slíkum her verði komið á? — Engir möguleikar eru á að svo verði í bráð, en hugsanlegt er að friðarher verði komið á fót síð ar. — Hvað teljið þér að þur/i að gera til þess að Sameinuðu þjóð- irnar geti orðið áhirfameiri við varðveizlu friðar í heiminum7 — Aðalábyrgðina á varðveizlu friðar ber Öryggisráðið. Ef stór- veldunum kemur saman um ákveðna stefnu í því skyni að gera Sameinuðu þjóðirnar að áhrifa- miklu tæki í þágu friðarins, þá munu samtökin verða sterkari og sterkari. Ég tel, að eining meðal stórveildanna sé nauðsynleg í þessu máli. Þótt ekki megi vanmeta hlut verk smáríkjanna í málinu, þá er afstaða stórveldanna þýðingarmest. Og, eins og þið vitið, þá er éngin samstaða meðal stórveldanna í dag um þátttöku Sameinuðu þjóðanna I friðargæzluaðgerðum. U Thant var spurður, hvort út- lit væri fyrir, að friðargæzlusveit- ir Sþ á Kýpur og Gaza gætu hætt störfum í náinni framtíð. Hann svaraði: — Við erum enn að vinna til híns ítrasta að því að finna póli- tíska lausn deilunnar á Kýpur. Til j þessa hafa tilraunir okkar ekki bor ið afgerandi árangur. Friðarsveit ir Sameinuðu þjóðanna hafa verið lengi í Mið-Austurlöndum, og við eigum í erfiðleikum með fjárhags- legu hliðina á þeirri friðargæzlu. Við höfum ekki nægileg fjárráð til þess að viðhalda þeim friðar- sveitum, sem nú eru staðsettar þar, og mér skilst, að á næsta ári verði fjárveitingar til þessarar friðar- gæzlu enn lækkaðar. En ég held, að allar ríkisstjórnir séu sammála um, að þessi friðargæzla sé nauð- synleg. — Hvernig er fjárhagsleg staða Sameinuðu þjóðanna í dag? — Fjárhagsleg staða Sameinuðu þjóðanna er slæm. Eins og þið vitið, þá hefur máli þessu verið vísað til sérstakrar nefndar, „Nefndar hinna 14,“ en sú nefnd var skipuð á 20. allsherjarþingimi einmitt til þess að rannsaka þetta vandamál og henda á leiðir til úr- bóta. Nefndin hefur ekki lokið starfi sínu enn, en mér skilst, að hún muni senda álit sitt til alls- herjarþingsins einhvern tíma fyrir mánaðamlótin. Þegar sú skýrsla hefur verið birt, munum við fá hefur verið birt, munum við fá nákvæma vitneskju um það hver raunveruleg fjárhagsleg staða sam- takanna er. En hún er örugglega mjög slæm, eins og ég hef áður sagt. U Thant var að því spurður, hvort hann teldi nauðsynlegt að breyta skipulagi samtakann, ef þau ættu að geta gegnt ætlunar- verki sínu sem skyldi. Var hann sérstaklega spurður, hvort ekki þyrfti að breyta því, að í Alls- herjarþinginu hefur hver þjóð, stór eða lítil, eitt atkvæði. Hann var alls ekki á því, og sagði: — Eg tel að þetta sé mjög lýð- ræðislegt fyrirkomulag. í kosning- um á íslandi t.d. hefur lyftuvörð ur eitt atkvæði og forsætisráðherr ann hefur eitt atkvæði. Rikasti maður landsins hefur aðeins eitt atkvæði, fátækur fiskimaður hefur einnig eitt atkvæði. Þetta er mjög lýðræðislegt fyrirkomulag, og ég tel, að þetta kerfi eigi einmiít að nota á alþjóðavettvangi. Ég get ekki séð, að neitt sé við það að athuga, að ísland hafi eitt atkvæði í allsherjarþinginu, Bandaríkin eitt atkvœði og Sovétrikin eitt atkvæði. En í Öryggisráðinu myndast visst jafnvægi, eins og þið vitið. Ráðið, sem ber höfuðgbyrgð á því að yið haWa friði í heiminum, er öðru vísi skipulagt en þingið. Bandarík- in, Sovétríkin, Frakkland, Bret- land og Kína hafa sérstakt vald þar — meira vald en önnur að- ildarríki. íþessu sambandi hafa því þessi fimm ríki forréttindi. Ég tel, að þetta sé vel viðeigandi kerfi, hvað atkvæðakerfi í þinginu við- víkur, þá tel ég ekki, að gera þurfi neinar breytingar á því skipulagi. En við höfurn gert nokkrar breytingar á skipulagi samtakanna. T.d. var fjölgað í Öryggisráðinu á síðasta ári, og eins í Efnahags- og félagsmálaráðinu. Og auðvitað eru Sameinuðu þjóðirnar ekki full- komin samtök — þetta eru sam- tök manna og þess vegna ekki full- komin og líklega er hægt að bæta um á ýmsum sviðum. — Hafið þér gefið ákveðið svar við því, hvort þér munið taka við endurkjöri sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna? — Nei, ég hef ekki gefið út neina opinbera yíirlýsingu um það mál. Eg hef i huga að gefa út yfirlýsingu um afstöðu, mína til endunkjörs í lok ágústmánaðar, þ. e. tveim mánuðum áður en kjör- tímabil mitt rennur út. — Mun afstaða yðar til endur- kjörs grundvallast á fjárhagslegri stöðu Sameinuðu þjóðanna í fram- tíðinni? — Nei, ákvörðun mín mun stjórnast af mörgum ástæðum, svo ég vil ekki benda á neitt eitt mál í því sambandi. — Er það ekki hættulegt fyrir Sameinuðu þjóðirnar að hafa ut- an samtakanna fólksflestu þjóð heimsins. — Eg hef þá skoðun, að öllurn þjóðum heims ætt.i að vera heimilt v gerast aðilar að Sameinuðu þjó? unum. Eg tel, að ef allar þjóðir heims væru í Smeinuðu þjóðun- um, þá myndu þær verða í miklu betri aðstöðu til þess að fram- kvæma ætlunarverk sín á áhrifa- ríkari hátt. — Teljið þér að Kína verði veitt aðild að Sameinuðu þjóðunum í bráð? — Spurningin um aðild Kína að EIMSKIPAFÉLAGSSKiP KOMU 894 I 51 HÚFN Á S.L. ÁRI Eins og áður hefur verið get- ið um í fréttum, tók Eimskipa félagið upp þá nýjung á s.l. ári, að láta nokkur af skipum sínum taka upp fastar áætlunarferðir frá útlöndum til fjögurra aðalhafn á fslandi, Reykjavíkur, ísafjarðar, Akureyrar og Reyðarfjarðar, og nota þessar aðalhafnir jafnframt sem umhleðsluhafnir fyrir vörur, sem skráðar eru frá útlöndum til annarra hafna í viðkomandi lands- fjórðungi. Snemma á þessu ári var enn ákveðið, að sum þessara áætl- unarskipa, komi einnig reglulega við í Vestmannaeyjum, Siglufirði, Húsavik, Seyðisfirði og Norðfirði. Sömuleiðis býður Eimskipafélagið upp á skipsferðir beint erlendis frá á aðrar hafnir úti á strönd- inni, ef ráðstafnir eru gerðar til þess fyrirfram og aðstæður leyfa. Þetta breytta fyrirkomulag,. að skipin sigli beint á hafnir úti á landi, flýtir mjög mikið fyrir því að vörurnar komist í hendur mót- takenda og eru þær komnar á ákvörðunarstað 10—12 dögum eft- ir að þær eru teknar í skipin er- lendis. Stöðugt er leitazt við að bæta og hagræða þjónustunni við landsbyggðina og er augljós ávinn ingur í því að komast hjá kostn- aðarsamri og tafsamrj umhleðslu í Reykjavik á þeim vörum sem fara eiga á hafnir úti á landi. Á s.l. ári komu skip félagsins og leiguskip þess 894 sinnum við á 51 innlendri höfn og voru það 275 fleiri viðkomnur en árið 1963, en þeim hefur stöðugt farið fjölg- andi síðustu árin. Nýlega gaf Eimskipafélagið út áætlun um skipaferðir í júlímán- uði, þar sem gert er ráð fyrir að þrjú skip fermi erlendis beint til aðalhafnanna, og ennfremur að önnur tvö skip fermi beint til Vestmannaeyja, Siglufjarðar, Húsa víkur, Seyðisfjarðar og Norðfjarð- ar auk aðalhafnanna. Eru því hin ar beinu ferðir frá útlöndum orðn- ar tíðar með Eimskipafélagsskipun um. SILDIN AF JAN MAYEN-SVÆDINU REYNDIST EKKI SÚLTUNARHÆF HH-Raufarhöfn, föstudag. | afli nein teljandi búbót fyrir síld- f gær kom Ólafur Magnússon arsaltendur, þar sem ekki var með fullfermi af veiðisvæðinu við hægt að salta nema um 100 tunn- Jan Mayen, en ekki reyndist sálur af aflanum. Ólafur Magnússon NEFND RANNSAKAR AFKOMU HJÁ TOGARAÚTGERÐINNI Hinn 23. desember 1965 skip- aði sjávarútvegsmálaráðherra nefnd þriggja manna til að rann- saka hag og afkomuhorfur togara- útgerðarinnar og gera tillögur til ríkisstjórnarinnar um rekstur tog- aranna í framtíðinni. f nefnd bessa voru skipaðir Jónas Jónsson, fram kvæmdastjóri, Svavar Pálsson, lög- giltur endurskoðandi og Davið Ól- afsson, fiskimálastjóri, sem jafn framt var skipaður formaður nefnd arinnar. Ráðuneytið hefur nú falið nefnd inni að gera tillögur um framtfðar- verkefni og endurskipulagningu togaraflotans. Ennfremur hefur fulltrúum verið fjölgað í nefnd- inni. í nefndinni eiga nú sæti auk ofangreindra: Ágúst Flygering, útgerðarmað- ur, samkvæmt tilnefningu Lands samibands íslenzkra útvegsmanna. Bjarni Ingimarsson, skipstjóri, samkvæmt tilefningu Farmanna- og fiskimannasambands íslands. Hjálmar Bárðarson, skipaskoð- unarstjóri. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri, samkvæmt tilnefndinu Sjó- mannasambands íslands. Loftur Bjarnason, útgerðarmað- ur, samkvæmt tilnefningu Félags íslenzkra botnvörpuskipaeigenda. Sjávarútvegsmálaráðuneytið 8. júlí var 37 tíma að sigla með aflamti til lands. Von er á fimm skipum í nótt með fullfermi af sömu mið- um, en milli 11—12 skip tilkynntu um afla, um 200 lestir hvert. Skipin sem hafa verið að veið- um við Hjaltland eru nú að hverfa heim, þar sem veiði þar hefur ver- ið lítil sem engin. Minni skipin eiga í vandræðum með að elta síldina langar leiðir vegna þess hve olíueyðsla þeirra er mikil. Hér liggur nú skipið Dan og ætlar það að sigla út með auka- birgðir af olíu, ef því tekst að útvega tunnur undir oliuna. Fiskafli er góður um þessar mundir, bátarnir eru enn að veiða ufsann hér skammt undan og afli á handfæri er góður. Aflinn er allur saltaður. Veður hefur verið ágætt að und- anförnu og var yfir 20 stiga hiti í gær. Alþjóðaráðstefna um blóðstreymi Sameinuðu þjóðunum mun koma aftur fyrir allsherjarþingið í sept- ember í haust, og það eru aðildar- ríkin, sem taka ákvörðun um það mál. Eg veit ekki hver niðurstaða an verður, því erfitt er að segja til um, hver afstaða aðildarríkj- anna muni verða. U Thant var spurður um þátt- töku íslands í aðstoðinni við þró- unarlöndin. Um það atriði sagði hann: — ísiand er mjög samvinnuþýð- ur aðili að Sameinuðu þjóðunum, og hefur starfað innan Sameinuðu þjóðanna eftir beztu getu um ára- bil. Að mínu áliti hefur ísland staðið sig eins vel og því er unnt. FB-Reykjavík, föstudag. Um helgina verður sett í hátíða- sal Háskólans fyrsta alþjóðlega ráð- stefnan um blóðstreymisfræði (hemorheology). Forseti ráðstefn unnar er prófessor A.L. Copley, sem starfar m.a. við New York I Medical College, en hér á landi munu menn eflaust kannast betur við hann sem eiginmann íslcnzku ljstakonunnar Níru Tryggvadótt- ur. Ráðstefna þessi er haldin á veg- um Háskóla íslands, en prófessor Copley hefur þó haft alla forgöngu um hana með aðstoð undirbún- ingsnefndar sem í eru niu sér fræðingar auk hans frá ýmsum löndum og úr mörgum vísinda- greinum, sem samtvinnrðar eru á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum. Ráðstefnan verður sett kl. 3 á sunnudaginn. og mun Ólafur Bjarnason prófersor ávarpa þátt- takendur, en hann er formaður íslenzku undirbúningsnefndarinn- ar Einnig ávarpar Ármann Snæ- varr rektor þátttakendur og Gylfi Þ. Gíslason ráðherra tekur til máls. Þá setur prófessor Copléy ráðstefnuna, en að því loknu munu tveir sérfræðingar halda fyrir- lestra. Ráðstefna þessi er opin öll- um áhugamönnum og sérfræðing- um á þessu sviði, og hefur hún verið auglýst í vísindaritum erlend is. Hins vegar hafa allir fyrirles- arar verið valdir sérstaklega, og I gerði undirbúningsnefndin það. Verða fyrirlesarar rúmlega 60, en þátttakendur að minnsta kosti 100 —120 talsins, en auk virka þátt- takenda koma flestir vísindamenn irnir með eiginkonur sínar. Ráðgert er, að þessar ráðstefnur verði framvegis haldnar þriðja hvert ár, og verður sú næsta haldin í París. Þá munu vera liðin 100 ár frá dauða franska læknisins og lífeðlisfræðingsins Jean Léonard Marie Poiseuille, sem er einn af brautryðjendunum á sviði blóð- streymisfræðinnar en á þessari ráð stefnu hér verður einmitt veitt í fyrsta sinn Poiseuilleorðan, og er það Svíinn Robin Fáhraeus, sem hlýtur þessa viðurkenningu. Ráð- stefnunni lýkur 16. júlí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.