Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 9. júlí 1966 TÍMINN ísland framtíöar ferðamannaland en vegirnir hljóta að spilla fyrir Hér var á ferð á dögunum amerískur læknir, dr. Karl Benedict frá Worcester í Mas sachusetts, hann var að eyða sumarleyfi sinu í Evrópu i fyrsta sinn og skipti því milli Englands og íslands, ferð aðist talsvert um landið í viku títma, einkum til að skoða ýmis náttúrufyrirbæri á íslandi, og hitti fréttamaður Tímans hann að máli stundarkom í Loít- leiðahóteli daginn, sem hann hélt hehnleiðis. — Er eitthvað sameiginlegt með Englandi og fslandi, sem þér voruð að skoða sérstak- lega? — Við hjónin og sonur okk ar fórum til að hitta ættingja konu minnar, en suma þeirra heifiur hún ekki séð síðan hún ftatöst barn að aldri frá Eng landi vestur um haf. Auðvitað notaði ég tækifærið til að skoða ýmis skemmtileg fyrir- bæri jarðfræðileg þar í landi, því að jarðfræði hefur verið nrín eftirlætis tómstunda- iðja, síðan ég lærði hana sem aufkanámsgrein í háskóla. Og það er kunnara en frá þurfi að segja, að ísland er að þessu leyti enn áhugaverðara land, eða hefur það ekki verið kall að eitt af hinum fyrirheitmi löndum jarðfræðinga? Nú, auk þess átti ég erindi hingað að hitta góðan vin minn og okkar hjóna, það er Jón R. Hjálmars son, skólastjóri að Skógum. Þegar hann var í ársorlofi og boði í Bandaríkjunum í hitteð fyrra, og þá dvaldist hann á heimili okkar. Og nú langaði okkur að kynnast íslenzku heimdli, sem var auðsótt. Við fórum austur að Skógum og nutum þar mikillar gestrisni skólastjórahjónanna, og Jón ók okkur víða um Suðurland, og sýndi okkur marga staði, sem urðu mér sumir hreinasta opinberun, sem áhugamanni í jarðfræði. Ég hef ekki varið betur einni viku af sumar- leyfi mínu í mörg herrans ár. Ég held, ég hafi aldrei fengið meira fyrir 22 dollara en flug ið til Surtseyjar og síðan lág flug inn yfir hálendi íslands. Við fengum sérstaklega gott skyggni og það var dásamleg- ur dagur. Annað, sem ég kynnt ist vel í þessari ferð, var hæfni íslenzkra flugmanina, eftir þetta flug ber ég mikið traust til þeirra og tel þá með fær- ustu flugmönnum, sem völ er á, djarfir og gætnir í senn. Það var allspennandi að fljúga með þeim lágt yfir Þingvöllum og Gullfossi og svo nærri jökl unum, að hægt var að skoða hverja sprungu, sem við fór- um yfir. — Hafið þér ferðazt til margra landa til að svala for vitni yðar í jarðfræði? — Nei, þao hef ég raunar ekki, aðallega um Norður- Ameríku. En þetta hefur verið hálfgerð ástríða síðan ég lærði jarðfræði á stúdentsárum mín um hjá þeim stórsnjalla pró- fessor Robert L. Nichols, það var varla hægt að hugsa sér jafnlifandi kennslu hjá nokkr um manni, enda hafði hann ferðazt um allan heim til að auka þekkingu sína og lesa sög una í jarðlögum umhverfis hnöttinn. Síðar eyddi ég tveim sumrum með honum við jarð- fræðirannsóknir í Klettafjöll- um. Það voru einkum athugan ir á hraunum og hraunrennsli úr eldgígum á svæðinu frá Nýja Mexico og upp fyrir San Fransisco, sem hann var að fást við. Og hann komst að raun um, að hraun hafði runn ið á þessu svæði, fyrir nálega þúsund árum. En eldgos hafa ekki orðið í Bandaríkjunum á síðari tímum. Eitt hið síðasta eldgos norðan Suður-Ameriku, varð í Mexico, fyrir einum þrjátíu árum. Hann hefur líka verið á Suðurheimskautssvæð- inu við jarðfræðirannsóknir og gefið nafn jöklum þar syðra. Tvisvar heyrði ég pró fessor Nichols flytja fyrir- lestra fyrir almenning, sem vöktu mikla athygli, og nú rifjast upp fyrir mér, og skýr ast jafnvel, enn betur fyrir mér, þar sem ég hef séð sams konar náttúrufyrirbæri hér. Fyrri fyrirlesturinn var fluttu í Yellowstoneþjóðgarðinum og fjallaði um okkar frægasta hver, Old Faihtful, sem er okk ar geysir. En nú hef ég séð hinn upprunalega Geysi, sem hefur raunar hægra um sig en löngum áður, en samt var gam an að sjá hann með eigin aug um. Hinn fyrirlesturinn flutti prófessor Niohols í friðuðu svæði Bandaríkjanna, hinum miklu gljúfrum Grand Canyon. Nú hef ég séð ykkar „Grand Canyon", sem ég vil kalla svo. gljúfrin, sem hinn frægi Gull foss ykkar fellur í. Það var stór fengleg sjón, fallegur foss í til komumfklu umhverfi. — Hvað vakti fleira athygli yðar hér þessa daga? — Mér þótti ákaflega vænt um að kynnast heimili skóla- stjórahjónanna að Skógum og ekki síður skólanum sjálfum, kennsluháttum og hinu heimil islega sambandi kennara og nemenda. Slík skólavist hlýtur að þýða ákaflega mikið fyrir nemendur og bera ríkari náms Dr. Karl Benedict árangur. Slíkir skólar eru að vísu til heima í Bandaríkjun- um, en það eru yfirleitt einka fyrirtæki. krefjast hárra skóla gjalda og því aðallega fyrir efn að fólk, en ekki allan almenn ing. Raunar eru til stúdenta garðar í sambandi við æðri skóla okkar, en heimavistar- skólar af því tagi, sem hér tíðkast og víst víðar um Norð urlönd, það ætti að verða til fyrirmyndar fyrir stærri lönd, þannig, að allir eigi þar að gang að og fari ekki eftir efna hag aðstandenda nemenda. Svo að ég minnist aftur á Sbógaskóla, þá er umhverfið þar, landslagið með fossana tvo og sýn til jökla og hafs, þetta gerir skólann að einstak lega skemmtilegum skólastað. — Eruð þér harðánægð ur með flest, sem þér kynnt ust á ferðum yðar um landið?- — Ekki get ég sagt það. Þetta er fagurt land, sem hef ur flesta kosti frá nátttúrunn ar hendi til að geta orðið mik ið ferðamannaland. En að mínu áliti er tvennt, sem hlýt ur a_ð spillar mikið fyrir ykk- ur. f fyrsta lagi eru þjóðvegir hér yfirleitt svo herfilega vond ir, að hætta er á, að erlendir ferðamenn muni fremur eftir þeim en ykkar fáu góðu veg um, og beri því landinu ekki eins vel söguna sem ferða mannalandi og skyldi. Og ann að í sambandi við þessa slæmu vegi er það, að ég skil ekki annað en þjóðarbúskapur ykk ar bíði tjón af þessu að því leyti, að þetta hlýtur að kosta óheyrilegt slit á öllum þessum um dómum frá útlöndum. Þeir bifreiðum, sem þið kaupið dýr hljóta að vera margfalt dýrari í rekstri en ef vegirnir væru í skaplegra ástandi. Eg er ekki kominn sem dómari um ástand í þessum eða öðrum málum hjá ykkur, en þetta ætti að vera hverjum manni augljóst, mál. Og mér þykir svo vænt um fsland, að ég ann því alls hins bezta. Og annað kemur mér í hug í sambandi við þá staði hér á landi, sem ættu í framtíðinni að vera eftirsókn arverðastir fyrir erlenda ferða menn, það eru hinn óspilltu undur náttúrunnar á íslandi. Það er að forðast of mikla sölumennsku í námunda við þessa staði, láta ekki fjárplógs menn fá ótakmörkuð tækifæri til að hreiðra um sig með sölu skálum eða sjoppum. Ég vildi óska, að þessir staðir verðj und ir eftirliti hins opinbera, sem flest hin fegurstu svæði verði friðuð sem þau eiga skilið, hin sérkennilegu svæði gerð að þjóðgörðum áður en það er um seinan, slík svæði eiga ekki aðeins að vera stundargaman fyrir ferðamenn, heldur skóli fyrir unga sem gamla til að lesa hina undursamlegu bók óspilltrar náttúru. Hreingern- ingar Hreingprnmear með nútízku vélum Fljótleg o.e vönduð vinna Hreinqerninqar sf.. Simi 15166, eftir kl 7 a.h 15630 RULLA ! Óska eftir að kaupa góða taurullu. Upplýsingar í síma 19523 á venjulegum skrifstofutíma og í síma 20396. 3 wmvimmTiam mm Á VÍÐAVANGI Tækniskólinn f Frjálsri þjós segir svo m.a. um Tækniskóla íslands: „Við skólaslitin lét skóla- stjórinn þess getið, að haun hefði sótt um lausn frá staríi af persónuiegum og fjarhags- legum ástæðum. Ekki leikur þó á þvi neinn vafi. að hér kemur fleira til. Skólanum hefur í fyrsta íagi ekki verið fundinn ncinn sess í íslenzku skólakerfi. í ljós kom eftir að skólinn tók til starfa, að íslenzkir gagnfræð- ingar hafa alls ekki þá mennt- un til að bera sem gerir þeim kleift að hefja nám í tækni- skóla, svo sem gerist með grannþjóðum okkar á Norður löndum. Tækniskólinn verður því að starfrækja undirbúnings deild, sem tekur við gagnfræð- ingum og skilar þeim af sér inn í Tækniskólann sjálfan. í öðru lagi er þannig að skólan- um búið, bæði hvað varðar hús næði og aðrar aðstæður, að | hann hefur enga vaxtarmögu- | leika. Skólinn hefur gert samn | inga við nokkra tækniskóla á I Norðurlöndum og í Þýzkalandi um að taka við þeim, sem lok ið hafa fyrrihlutanámi hér svo að þeir geti lokið námi sínu þar. Hafa ber það samt í huga, að í þessum skólum erlendis kemst takmarkaður fjöldi nem enda héðan að, þar sem þeir eru fyrst og fremst miðaðir við að anna þörf fyrir tæknifræð- inga í hverju Iandi fyrir sig. Það ber því brýna nauðsyn til þess að auka og stækka Tækni- skóla íslands NÚ ÞEGAR, þann ig að hann geti innan fárra ára útskrifað tæknifræðinga í öllum helztu sérgreinum, en ekki aðeins kennt 'þeim til fyrrhlutaprófs, eins og nú er. Vanræksla Hvoru tveggja þessi mikil- vægu atriði varðandi stöðu og þróun Tækniskólans hafa verið vanrækt og er ekki unnt að greina nein merki .þess, að rík- isstjórnin hafi hug á að bæta nokkuð úr. Lausnarbeiðni skóla stjórans verður því ekki skil in öðruvísi en sem mótmæli gegn því sinnuleysi um hag skólans, sem yfirvöld hafa sýnt honum. síðan hann komst á stofn. Væri það vissulega mik ill hnekkir fyrir skólann, ef starfskrafta skólastjórans nyti þar ekki lengur, því að allir sem kynni hafa haft af, ljúka upp einum munni. að þar fari hæfur maður og atorkusamur. Fráhvarf Ingvars Ingvarsson ar frá Tækniskólanum yrði samt eigi síðri hnckkir fyrir hina æðstu yfirstjóm mennta mála og ráðherra þann. sem ber málefni vísinda og tækni sérstaklega fyrir brjósti, herra Gylfa Þ. Gíslason”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.