Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 9. júlí 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórari“sson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indri5i G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. 1 Ósvífin árás Hin stórfellda hækkun hitaveitugjaldanna, sem borg- arstjómaríhaldið er nú að skella á borgarbúa, er í senn ósvífin árás á borgarana, ábyrgðarlaus austur olíu á verð- bólgueldinn og storkun við launþega nú að nýgerðum mjög hóflegum samningum verkalýðsfélaganna. Þessi hækkun hitaveitugjalda nemur að meðltali hvorki meira né minna en 40—50% á hitaveitugjöldum í heild, en margfalt meira, eða allt að 150% á stofnæða- gjöldum einum til nýrra íbúðarhúsa, og eru því drjúgt lóð á vogarskál til hækkunar á byggingarkostnaði, sem flestir telja þó sannarlega nógu mikinn fyrir. Að sjálfsögðu er eðlilegt, að hitaveitugjöldin hækki hliðstætt almennu verðlagi, en þriðjungur þeirrar hækk unar, sem borgarstjóri boðar nú, hefði nægt í þetta sinn. Hér er hins vegar um að ræða mestu hækkun á þjón- ustu borgarinnar við borgarana í einu stökki, sem bcrg- arstjórinn hefur lagt fyrir borgarstjórn, að minnsta kosti síðasta áratuginn. Með þessu langstökki er borgarstjórinn ekki aðeins að fylgjast með dýrtíðinni og verðbólgunni, heldur freista þess að komast nokkuð fram úr henni í bili og leggja um leið drjúgan skerf til þess að auka hraða óðaverð- bólgunnar. Á borgarstjómarfundi í fyrrakvöld sýndi Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, fram á með skýram rökum, hve þessi mikla hækkun er í senn óþörf og ósvífin Hann minnti einnig á, að þessi aðgerð kæmi úr hörðustu átt. Skammt væri síðan forsætsráð- herrann hefði rætt um það sem oftar, að verðbólgan væri alltof mikil, en sagt um leið, að hún væri ekki eingöngu ríkisstjórninni að kenna, heldur yrðu margir á- byrgir aðilar að leggjast á eitt, ef takast ætti að hafa hemil á henni, og nú riði á, að þessir ábyrgu aðilar tækju höndum saman. Vaflítið hefur forsætisráðherrann mælt þetta sem hvatningu til verkafólksins, sem var að semja, um að spenna ekki bogann hátt og sýna ábyrgðartilfinningu. Ekki verður annað sagt, en verkafólkið hafi orðið við beiðni forsætisráðherrans og lagt sitt til að halda í hemilinn á óðadýrtíðinni með hinum hóflegu samningum. Með hinni ósvifnu og þarflausu stórhækkun hitaveitu- gjaldanna sýnir borgarstjórinn og borgarstjórnaríhaldið hins vegar sína ábyrgðarkennd og sinn vilja til þess að halda verðbólgu í skefjum. Borgarstjórinn hefur með þessari hækkun tekið undir hvatningu forsætisráðherr- ans og flokksbróður síns með þessum sérstæða hætti. Svona ætlar hann að fara að því að vinna gegn verðbólg- unni, sem étur upp útsvör og önnur gjöld borgaranna, áður en þau verða framkvæmdafé og breytast í götur, hitaveitu og skóla, svo að vísitala aumingjaskaparins í framkvæmdum borgrinnar hækkar jafnhliða verðbólgu- vísitölunni. Það er auðséð, að borgarstjórnarkosningar eru ekki í næsta mánuði í Reykjavík. Borgarstjórinn veifaði ekki hækkunarseðlunum framan í fólk í apríl eða maí, og hann var mildari á manninn, er hitaveitukvartanirnar dundu yfir síðla í vetur. En nú nú er höndin, sem hélt á hækk- unarseðlinum aftan við bakið þá, komin fram. TÍMINN 5 MMgHHMHHMMKMgMMMMMlMMMMftUBMnni Tító hefur hreinsanir í flokkn- um og öryggislögregiu ríkisins Örlagaríkasti flokksfundur, sem júgóslavneski kommúnistaflokkurinn hefur haldið síðan árið 1948 Tító LAUGARDAGIN'N 2. júlí sleit Titó marskálkur, forseti Júgóslaviu, fundi miðstjórnar júgóslavneska kommúnista- flokksins í Brioni-ey, og hvattj til gagngerðar hreinsunar inn an samtaka kommúnista í land inu og öryggislögreglu ríkisins. Þetta er örlagaríkasti flokks fundur, sem júgóslavneski kommúnistafl. hefur hald- ið síðan árið 1948, þegar árekst urinn varð við Stalín. í setn ingarræðu sinni daginn áður sagðist Titó telja að við væri að glíma „samtök manna", sem hefðu ætlað sér að hrifsa völd in í sínar hendur. Á fundinum var samþykkt að skipa sérstaka rannsóknar- nefnd, til þess að kanna mis- fellur og misbeitingar á að- stöðu sem öryggislögreglan hefði gert sig seka um á und angegnum árum. Miðstjórnin samþykkti ennfremur: 1. Að framkvæmd yrði gagn gerð endurskipulagning á allri þjónustu öryggislögreglu ríkis ins. 2. Að vikja Svetislav Stefano vich úr flokknum og úr sæti sínu í ríkisstjórninni, en hann hefir verið yfirmaður öryggis- lögreglunnar síðan árið 1945. 3. Að veita viðtöku úrsögn Alexanders Rankovich úr stjórn flokksins og afsögn hans sem varaforseta landsins. TITO sagði í fundarslitaræðu sinni, að meginviðfangsefnið væri nú að endurvekja traust júgóslavnesku þjóðarinnar á flokknum og leiðtogum hans. Þessu trausti hefði hrakað mjög að undanförnu. „Ég segi ykkur satt, að ef við ekki fjarlægjum úr röðum okkar það fólk, sem hefir rutt sér þar til rúms í þeim tilgangi að stuðla fyrst og fremst að eigin frama, hlýtur okkur að veitast afar erfitt að koma fram ákvörðunum okkar.“ Tito marskálkur játaði af hreinskilni, að hann bæri sjálf ur ábyrgð á því hættulega á- standi, sem skapazt hefði við það, að öryggislögreglan tók að seilast til yfirráða í flokkn um. „Langur timi leið áður en okkur varð þetta ljóst og við hófumst handa um eð grafast fyrir um orsakir erfiðleikanna" sagði hann, og hélt síðan áfram: „Ég er sannfærður um, að þessar orsakir verður að fjarlægja og við verðum að marka starfsemi öryggislögregl unnar réttan bás. Við verðum að fjarlægja úr röðum hennar þá einstaklinga, sem eru orðn ir algerlega spilltir." Tito lét uppskátt, að hann hefði átt von á, að hin ákveðna afstaða, sem tekin var gegn öryggislögreglunni og stuðn ingsmönnum hennar meðal leið toga flokksins, hefði stórfelld ari og meira áberandi áhrif en raun hefði á orðið. „En þegar ég sé, hve mikil samheldní ykkar, félagar, þá sé ég eftir að hafa ekki gripið til þessarra ráðstafana miklu fyrr, þar sem mér bar að gera það vegna ábyrgðar minnar sem aðalframkvæmdastjóri Bandalags Kommúnista. Við höfum verið seinir á okkur að láta til skarar skríða, eins og þið sjáið, en þó ekki of seinir.“ ÁLITIÐ er, að hik Titos marskálks hafi einkum stafað af ótta hans við, að árásir á Rankovich, sem er Serbi, kynnu að æsa til þjóðernislegrar af brýðissemi. Marskálkurinn lagði mikla áherzlu á nauðsyn þess, að „snúast eindregið gegn ýms um þjóðernislegum hneigðum, sem kunna að láta á sér kræla“ Kommúnnstum bæri skylda til að koma í veg fyrir að „þjóð- ernislegum áhrifaöflum" og „ó- vinum skipulags okkar“ heppn aðist að koma á ringulreið með al júgóslavneskra kommúnista. Maðurinn, sem tilnefndur var til að taka við af Rankovich sem formaður Bandalags komm únista, er einnig Serbi, og er 52 ára að aldri. Hann heitir Mijalko Todorovish og er vara forseti þingsins. BLÖÐIN í Júgóslavíu birtu þegar laugardaginn 2. júlí út drátt úr ræðu þeirri, sem Rankovich hélt á miðstjórnar- fundinum í Brioni. Hann samsinnti þeirri umsögn Titos, að , fjand- samleg samtök* „spilltra manna" hefðu verið að verki í pólitísku augnamiði. En hann staðhæfði, að sjálfur bæri hann ekki ábyrgð á þessu nema að siðferðilegu leyti, fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að fylgjast betur með starfsemi öryggislögreglunnar en raun hefði á orðið. Tito marskálkur fullvissaði miðstjórnarmennina um, að Rankovich yrði ebki látinn sæta neinni frekari refsingu en þeirri, sem fælist í stöðumiss inuim. „Við verðum að sýna um- heiminum, að við kunnum að greiða fram úr vanda með mannúðlegum hætti“, sagði hann. „Þið heyrðuð, að fólagi Mar- bo (Ranfcovich) talaði hér tvis ar í dag. Eg krefst einskis frak ar af honum. Hann getur haldið ‘áfram að ljá ofckur lið. í fram- tíðinni. Hann getur sagt sitt álit, hvenær sem hann vill.“ Einnig var frá því sagt í blöð unum, að Veljko Kovacevich, sem á sæti í miðstjórninni, hefði látið í ljós á fundi mlð stjórnar, að hann teldi hina pólitísku ábyrgð á misfellum í starfi öryggislögreglunnar hvxla á yfinmönnum hennar, þeim Rankovidh og Stefanovich. hafði ennfremur lýst yfir, að vegna þessarrar skoðunar sinn ar væri hann ekki ánægður með þá yfirlýsingu, er Rankovich hefði lesið upp á fundinum. JUGOSLAVNESKU blöðin birtu ennfremur í heild skýrsiu nefndarinnar, sem falið var að rannsaka starfsemi öryggislög reglunnar. Þessar voru helztar niðurstöður skýrslunnar: 1. Nokkrir einstaklingar hefðu lagt undir sig öryggis- lögregluna og starfsemi henn ar. 2. Nokkrir yfirmenn hefðu beitt öryggislögreglunni í póli tísku augnamiði og hindrað á þann hátt framkvæmd á stefnu kommúnista. 3. Öryggislögreglan hefði not fært sér „nútíma tækni“ til að hlera viðræður æðstu stjórn | enda landsins og flofcksleiðtoga 1 og beita þá áhrifavaldl Framhald bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.