Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.07.1966, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 9. júlí 1966 7 TÍMINN Meðalhækkun hitaveitugjald- anna í heifd er 40 til 50% Mesta gjaldskrárhækkun borgarfyrirtækis, sem lögð hefur verið fyrir borgarstjórn í áratug. Á boigarstjórnarfundinum í lögu borgarstjóra yrði alveg vísað fyrrakvöld var samþyfckt til ann- frá, og engin hækkun yrði, en arrar umræðu tillaga borgarstjóra Alþýðuflokkurinn lagðj til, að um hina stórkostlegu hækkun á hækkunin yrði 20%. hitaveitugjöldum eftir allmiklar umræður og hvassa gagnrýni minni hlutafulltrúa, einkum Kristjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Eins og áður liefur verið skýrt frá, felur tillaga borgarstjóra f sér 100% hækkun mælaleigu, allt að 184% hækkun heimæðagjalds og 30% hækkun heita yatnsins sjálfs. Er þetta Iangsamlega stærsta hækkunarstökk, sem borgarstjórn arílialdið hefur tekið í einu á nokkurri þjónustu borgarinnar, a. m.k. mörg síðustu ár, eins og Kristján Benediktsson benti á, og beinlínis farið fram úr sjálfri verð bólgunni og lagður með því drjúg- ur skerfur til þess að auka enn verðbóiguna og hækka byggingar- kostnaðinn verulega. Þessí hækkun er og sérstaklega ósvífin árás á borgarana vegna þess, að hún hafði alls ekki verið boðuð fyrir kosningarnar né held- ur fyrir nýafstaðna og mjög lióf- lega samninga verkalýðsfélaganna. í meðferð málsins í borgarráði hafði Kristján Benediktsson mót- mælt þessari miklu hækkun og tal- ið hana í senn óþarfa og ósvífna árás á borgarana. Hins vegar taldi hann eðlilegt, að hitaveitugjöld hækkuðu til jafns við verðlagsþró- unina, en til þess dygði um þriðj- ungur þeirrar hækkunar, sem borgarstjóri leggur til, eða um 15%, og bar hann fram breyting- artillögu um þá hækkun, sem einnig var til meðferðar í borg- arstjórninni. Þegar tekið er meðaltal af þeim hækkunum hitaveitugjaldsins í heild, kemur í Ijós að hækkunin er milli 40 og 50%, eins og Kristj- án færði rök að. Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lögðu til, að hækkunartil- Það vakti sérstaka athygli a fundinum, hve borgarstjóri varði hækkunartillögu sína af miklu of- forsi, og var nú annar tónn í hou- um en fyrir kosningamar, þegar mjúklega var talað til hitaveitu- notenda. Geir Hallgrímsson fylgdi tillögu sinni úr hlaði í allangri ræðu þar sem hann rakti stöðu htaveitunn- ar og framkvæmda hennar. Taldi hann, að vegna þess að lánsmögu leikar til hitaveituframkvæmda hefðu ekk reynzt nógu miklir og ek iktekizt að útvega næg fram- kvæmdalán væri nú ekki um nema tvo kosti að velja, annað hvort að draga úr fyrirhuguðum hitaveitu- framkvæmdum eða að hækka hita- veitugjöldin nokkru meira en kostnaðarauknngu við rekstur og viðhald næmi, svo aukið fé feng- ist þar til framkvæmda, og væri sjálfsagt að taka síðari kostinn, þar sem hitaveitukostnaður yrði samt ekki nema rúm 66% af hta- kostnaði með olíukyndingu. Kristján Bencdiktsson tók næst- ur til máls og benti á, að borg- arstjórinn hefði þarna verið að tala fyrir mestu hækkunartillögum á gjaldskrám, sem nokkru sinni hefðu verið lagðar fram í borgar- stj. Reykjavíkur a.m.k. nú seinni árin og væri borgarfulltrúum hollt að staldra við og íhuga þá stað- reynd, eins og nú væri ástatt. Hann sagði og, að þessar hækk- anir væru við nánari athugun enn stórkostlegri en í fljótu bragði virt ist, þar sem hér væri um 30% hækkun vatnsins að ræða, 100% hækkun á leigu þeirra mæla, sem mest eru notaðir og eru í öllum meðalhúsum og minni, og heim- æðagjaldið ætti að hækka um 184 % í öllum minni húsum eða allt að 400 rúmmetrum. arnar hefði borgarstjóri boðað sam drátt verklegra framkvæmda. Sjálf sagt hefði hann gert þetta í góð- um og göfugum tilgangi og í sam- ráði við ágætan flokksbróður sinn, sjálfan forsætisráðherrann. Rök- stuðningurinn hefði verið sá, að ekki mætti auka spennuna á vinnu markaðinum með of mikilli eftir- spurn eftir vinnuafli, eða taka vinnuaflið frá atvinnuvegunum, eins og snoturlega hefði verið orð- að. í samræmi við þessa kenningu var svo í síðustu fjárhagsáætlun borgarinnar dregið úr framlögum til barnaheimila og einnig skorin svo við nögl framlög til skólabygg- inga að afleíðingarnar munu verða vaxandi húsnæðisvandræði skól- anna, sem sannarlega var ekki á bætandi. Þegar hitaveituáætlunin og fleiri framkvæmdir drógust óhóflega á s.l. ári var kennt um vinnuafis- skorti en ekki fjárþröng til fram- kvæmda. Það hæfði ekki fyrir kosn ingarnar. En það væri fleira en eftirspurn eftir vinnuafli, sem teld ist dýrtíðarvaldur, sagði Kristján. Umferðarhætta á Suðurlandsbraut gegnum Arbæjarhverfi er geigvænleg „Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til þess að minnka umferð ina um Suðurlandsbraut gegnum Árbæjarhverfið". Einar Ágústsson, borgarfulltrúi Framtsóknanflokksins, bar þessa fyrirspurn fram á fundi borgar stjórnar í fyrradag, og borgar stjóri svaraði henni á þá lund, að vegur norðan háspennulínu við Hraunbræ mundi væntanlega verða opnaður í haust, og yrði þá núverandi vegi hjá Rofabæ lokað. Kvað borgarstjóri vegagerðina norðan háspennulínunnar hafa dregizt fram eftir sumri vegna frosta í jörð, en verkið yrði hafið næ'Stu daga. Einar Ágústsson þakkaði borgar stjóra svörin og kvað óþarfa að fara mörgum orðum um þetta má!. þvi að umferðavandamálið þi- . með Suðuhlandsbraut gegnun \r bæj arh verXið-vcæri svo augljóst. I Nú, þegar liði að hausti og íbú I um hverfisins fjölgaði mjöig, yrði | alveg óhjákvæmilegt að flytja | þunga umferðarinnar af núverandi ! Suðurlandsbraut og kvaðst hann | og margir aðrir álíta, að allt of seint væri hafizt handa um gerð nýs vegar norðan byggðarinnar. Einar sagði, að samkvæmt sam- tali, sem hann hefði átt um þet.ta við vegamálastjóra nýlega, hefði komið fram, að vegamálastjóri hefði fallizt á að Árbæjarhverfið yrði byggt með fram Suðtirlands- . brautinni gegn því ákveðna lof- ’ orði borgarinnar, að hún léti gera j nýjan veg fyrir umferðina til Suð urlandsins um þetta svæði Þessí vegur yrði bráðabirgðalausn þang að til framtíðarvegurinn austur yrði laigður. Hann á að vera með fram Eilliðaánum að sunnan. Þessi bráðabirgðavegur ætti þó að falla inn í framtíðarskipulagið. Kvað Einar þetta að sínum dómi rétt vinnubrögð, og hefði hann ekld gagnrýni uppi um þessa fram kvæmd út af fyrir sig, en hitt hlyti að teljast ámælisvert að draga umrædda framkvæmd svo á langinn, sem raun hefur á orðið, og þar væri ekki við aðra að sakast en embættismenn boi’gar innar- Fyrirspurnina kvaðst hann þvi flytja í þeim tilgangi einum að vekja athygli á hinu alvar- lega ástandi, sem væri að skapast þarna og færi versnandi með hverjum mánuðinum, sem líður, og hlyti að enda með ósköpum á fyrstu skóladögum í haust, og yrði því að reyna að knýja á úr- bætur tafarlaust í þessum efnum. Það væri því fagnaðarefni, sagði Einar. að heyra það nú af vörum borgarstjóra, að loks væri verið að hefjast handa. Við hæfi hefði verið, að borgar- stjórinn lofaði því fyrir kosning- arnar að ganga ekki miklu lengra en allir aðrir í þjóðfélaginu i því að auka dýrtíðina með óbilgjörn- um og öhóflegum hækkunum gjalda á borgarbúa. Útsvarshækkunin mikla 1964 kall aði á sínum tíma fram mikla kaup- hækkun. Á kosningaárinu var far- ið hóflegar í sakir, en nú er ný- lokið niðurjöfnun útsvara með mjög miklum hækkunum. En þetta virðist borgarstjóranum ekki nægi legt. Nú er borin fram tillaga um mestu hækkun gjaldskrár borgar- fyrirtækis, sem mér er kunnugt um að gerð hafi verið í einu stökki. Á sama tíma og forsætisráðherra biður alla ábyrga aðila að gæta hófsemi í hækkunum og stuðla ekki að frekari aukningu verðbólg unnar, eins og hann gerði í ræðu nýlega, meðan verkafólkið var að semja, þá bregzt borgarstjórinn með þeim hætti við till. flokks- bróður síns sem þessi tíUaga sýn- ir, að eftir það sem á undan er gengið, hlýtur hún að vera svipu- högg á andlit fyrrverandi borg- arstjóra Reykjavíkur og núverandi forsætisráðherra og kollvarpa öll- um hans ráðagerðum um að hafa Hækkun 400 rúmm. hús 184% 1.000 — — 91% 2.000 — — 56% 6.000 — — 27% 10.000 — — 19% hemil á verðbólgunni, ef einhverj- ar hafa verið og orð hans hafa verið meira en tómt hjal. Kristján vék síðan að hækkun- artillögunni sjálfri og kvaðst hafa | gert ítrekaðar tilraunir til þess í ! borgarráði að fá meiríhlutann til i þess að fallast á hóflegri hækkun ! gjaldskrár hitaveitunnar og binda sig við áorðnar kaupgjalds- og verðlagshækkanir en fara ekki i langt fram úr þeim, og' hefði hann i þar borið fram breytingartillögu um 15% hækkun. Kvaðst hann ekki hafa talið, að nein sanngirni mælti með meiri hækkun og teygt sína tillögu eins hátt og honum þótti fært í von um, að meiri- hlutinn sæi að sér og gæti á hana fallizt. En því hafi ekki verið að heilsa. Kristján ræddi síðan hækkunar- tillöguna lið fyrir lið og benti á, hvernig hækkanirnar kæmu niður og fælu raunverulega í sér meiri meðalhækkun en menn gerðu sér í fljótu bragði ljóst. Allt vatn hækkar um 30%. Mælaleiga hækk ar um 100%, á öllum algengustu mælum, um 82% á millistærð mæla og um 1% á stærstu gerð, sem er aðeins í stærstu húsum. Heimæðagjaldhækkunin kemur Núv. gjald Tillagan 8.800 í 25.000 kr. 19.360 í 37.000 — 36.520 í 57.000 — 98.120 í 125.000 — 155.320 í 185.000 — Framhald á bls. 14 Vandræði yfirvofandi í Árbæjarskólahverfi Krfstján Benediktsson, borgar fulltrúi Framsóknarflokksins, bar eftirfarandi fyrirspurnir fram á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í fyrrakvöld: 1. Hvað veldur þvi, að frain- kvæmdir við 1. áfanga Árbæjar- skóla hafa ekki enn þá verið boðn ar út? 2. Hvernig verður skólaþörf Ár bæjarhverfisins leyst á hausti kom anda, þar sem sýnt er, að tyrir huguð skólabygging mun ekki koma að notum næsta skólaár? Borgarstjóri kvað fiölgun inn- ritaðra barna í hverfinu ek'ki enn hafa vaxið mifcið, og handrit að útboðslýsingu fyrir skólann hefði ekki borizt byggingardeild borg arinnar fyrr en 4. júlí og væri nú unnið að athugun útboðslýsing arinnar. Kvaðst borgarstjóri von- ast til, að þrísetning i það skóla- húisnæði, sem fyrir er í Árbæjar- hverfi mundi duga fyrir þann barnafjölda. sem í hverfinu ev en annars yrði að flytja börnin í skóla bifreið niður í Austurbæjarskóla- Kristján Benediktsson kvað fyrir spurn sína fram komna vegna vax andi uggs þeirra fjölskyldna sem fluttar væru eða mundu flytja á næstunni í Árbæjarhverfið. Harma bæri þann mifcla drátt, sean orðið hefði á undirbúningi skólabygging ar í Árbæjarhverfinu. Snemma í vetur hefðu teikningar verið sam þykktar í borgarstjórn og ráðgert að 1. áfangi sfcólans gæti orðið til- búinn fyrir áramót. Sýnt væri nú, að fyrirhuguð bygging kæmii að engum notum í vetur. Örugglega i mætti búast við mikilli aukningu barna í Árbræjarhverfinu, þar sem flestar fjölskyldur, sem þang að flytja, eru með börn á sfcóla- skyldualdri. Þrísetning 1 þær þrjár kennslustofur, sem fvrir eru í Árbœjarhverfinu, taldi Kristján neyðarráðstöfun, þótt gera mœtti ráð fyrir að þrísetning í barna sfcólunum almennt yrði meiri næsta vetur en verið hefur sið- ustu ár vegna þess hvernig gengi með skólabyggingarnar og Ár- bpajarskólinn væri gott dæmi um. Kristján kvaðst vænta þess, að skólaþörf Árbæjarhverfisins yrði leyst á hausti komanda eins vel og hægt væri miðað við þær að- stæður, sem fyrir hendi eru. Kæmi þá vel til greina og virtist reyndar eina sýnilega lausnin að flytja börnin úr þessu hverfi í Austur bæjarskólann og starfrækja til þess sérstalfcan skólabíl. BORGARMÁL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.