Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 2
2 Vísir. Mánudagur 17. marz 1975. visiBsm: Hver er þin uppáhalds kvikmyndastjarna? \'ala Jakobsdottir, luismóðir: Anthony Perkins. Það er bara svo langt sfðan ég hef séð góðar myndir með Tony. Asta Reynisdóttir, luísmóðir: — Þær eru nú margar. Liza Min- elli er framarlega. Ég sá hana tvisvar i Kabarett. Þórarinn Haldursson, lækna- netni: — Biddu nú við. Það koma margir til greina. Ætli ég nefni ekki Anthony Quinn og Yul Brinner. Af konunum? Liv Ull- mann til dæmis. I)r. llelgi Sæmundsson, véla- verkfræðingur: Ég fer nú ekki i bió nema tvisvar til þrisvar á ári. Ég gét nefnt Marlon Brando til aö nefna ein- hvern. Hörður Harðarson, húsasmið- ur: — Það er engin sérstök, kannski Marlon Brando. Ég fer svo sjaldan á bió. Jón Þór, vélstjóri: — Ég stunda bióin svo litið. að ég á mér enga uppáhaldsstjörnu. Bióferðirnar eru ekki nema ein eða tvær á mánuði. Mikil offöff á íslenzku krónunni í Danmörku og Svíþjóð Islenzka krónan er nú seld með yfir tiu prósent afföllum í Danmörku og 15-30 prósent afföllum í Svíþjóð. Sparisjóður í Kaup- mannahöfn auglýsir í blöðum, að gengið séu 3,73 danskar fyrir 100 ís- lenzkar, en í reynd kaupir sparisjóðurinn 100 is- lenzkar fyrir 3,30 til 3,335 danskar. Sigurður örn Einarsson, skrifstofustjóri Seðlabankans, sagði i morgun, að ekki væri óvenjulegt, að slik afföll væru á islenzku krónunni. Einkum mætti búast við þeim nú, miðað við hve breytilegt gengi hefði verið, ekki aðeins á islenzku krónunni heldur öðrum gjald- miðlum. Þá þyrftu erlendir bankar nú að liggja með þær is- lenzku, þvi að ekki væri auðvelt að losna við þær i ferðamenn að vetrarlagi. Venjulega geta menn seit hundrað krónu seðla og ekki stærri i bönkum i Danmörku og Sviþjóð. Sigurður sagði, að vel mætti vera, að bankarnir keyptu 1000 eða jafnvel 5000 krónu seðla, þótt það ætti ekki að vera samkvæmt reglunum. Þá mætti hins vegar búast við, að menn væru látnir greiða geysimikil afföll. —HH VALUTAKURSER Kebenhavn 12/3-75. 11/3 5/3 US-dollars ... 543,15 544.90 543.90 Pund steriing . . . 1315,50 1313.50 1319.25 D-mark . . . 235,55 234.35 236,70 Svenske kroner ... 138,87 138.62 139.37 Norske kroner ... 111.10 110.75 111,10 Franske franc ... 129,30 128.90 130.10 Belgiske francs ... 15,85 15.84 15.95 Schweizerfrancs .... 219,85 220.30 221.50 Hollandske gylden .... 229.80 229.00 231.215 Italienske lire .... 0,8610 0.8610 0,8650 Finmark . . . 156,00 156.40 156,90 Islandske kroner .... 3,73 3.73 3.77 Óstrigske. schillinge . . .... 33,23 33.20 33,38 Spanske pesetas 9,79 9.785 9.81 Portugisiske escudos . . ■ ■ - - 22,81 22.53 22.77 Canadiske dollars . . . . ••• 543.50 546.50 546.25 Japanske yen ■ • ■ • 1,8975 1.91 1.9125 En god kontakt 1 SPAREKASSEN| Ætlaði niður i fjoru - lenti fyrir bil Sjö ára drengur, sem var á leið niður i fjöruna við Skúla- götu varð fyrir bil, sem kom vestur götuna. Slysið varð rétt vestan við Vitastiginn. Við fyrstu rannsókn virtist drengurinn hafa sloppið við beinbrot. -JB. Um breytingu byggðar í Ijósi öskurannsókna Doktor Sigurður Þórarinsson prófessor flytur fyrirlestur á veguni islenzka mann- fræðafélagsins um breytingu byggðar í ljósi öskurannsókna. Fyrirlesturinn veröur haldinn I Háskóla tslands, stofu nr. 11 i Löghergi, m iðvikudaginn 19. marz næstkomandi. Öllum er heimill aðgangur. 1500 starfslið Siðan llugfélögin tvö, Flug- félag lslands og Loftleiðir voru sameinuð, hafa þau skilað 1.696 milljónum króna i gjaldeyri. 10 árin þar áður skiluðu Loftleiðir 5.522 milljónum i gjaldeyri. Á veg- um Flugleiða starfa nú um 1500 manns hérlendis, og voru heildarlaunagreiðslur siðasta árs 1.412 milljónir króna, en voru 925 milljónir árið 1973. SHH. LESENDUR HAFA ORÐIÐ HVAÐ GRÆDDU AÐ HÆTTA AÐ REYKJA? Árelius Níelsson skrifar: ,,Ein ógleymanlegasta smá- frétt um manngildi var i Þjóðviljanum fyrir fimm árum. — Fjórtán starfsmenn i Vél- smiðju Ól. Ólsens i Ytri- Njarðvik stofnuðu með sér bindindisfélag á tóbak. Samkvæmt reglum þessa félags er hverjum félagsmanni skylt að leggja til hliðar and- viröi eins vindlingapakka á dag. En það skal tekið vikulega af kaupi starfsmanna á út- borgunardegi. Þetta fé skal lagt inn á bankabók — bundna til eins árs. Sektarákvæði félagsins voru þau, að við fyrsta brot var sektin 500 kr., við 2. brot 1000 kr. og við 3. brot 2000 kr. Eftir 3. brot er félagsmaður ekki félagsbundinn lengur, nema hann óski þess. Hægt er að segja sig úr þessu félagi með viku fyrirvara. Og sá, sem gerist brotlegur fær fé sitt úr sjóðnum endurgreitt, nema sektir — það fé verður algjör eign sjóðsins. Útborgun úr sjóðnum er þó aðeins einu sinni árlega — 1. desember. — Gaman væri að vita, hvernig þessari sérstæðu og viturlegu sjóðsstofnun hefur reitt af. Nú yrði það allhá upphæð, sem i hann mundi safnast árlega. Hve há upphæð er hann nú að fimm árum liðnum? Láta mun nærri, að þessir 12 starfsmenn þessarar stofnunar legðu nú fyrir nær 700 þús. á ári aðeins i virði þessa eina pakka á dag. Sextán prósent vextir af þeirri upphæð nema 112 þús. og svo vaxtavextir ár frá ári. Sektirnar eru þó ekki reiknaðar með. En samt yrði hér um milljónir að ræða. Þetta er öllum landsmönnum fhugunarefni. Sannarlega er áhugavert að fá fréttir af þessari viturlegu sjóðsstofnun. Og enn betra væri að sem flestar stofnanir og ein- staklingar sæju sér fært að feta i spor vélsmiðanna i Njarövík. Ég vona að Visir geti birt fréttir af þessu sem fyrst, ef ein- hver vildi svara spurningum minum.” ÞEIR Á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.