Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 4
Visir. Mánudagur 17. marz 1975. REUTER AP/ NTB í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN ÚTLÖI Kissinger strandaður Henry Kissinger, friðarerind- reki, hefur orðið að fresta för sinni frá ísrael til Egyptalands vegna þeirrar andstöðu, sem til- lögur Sadats Egyptalandsforseta mættu hjá israeíum. Kissinger ætlaði til Aswan snemma i morgun til að gera Sadat grein fyrir, hverjar undir- tektir skilmálar Sadats hefðu fengið hjá ráðamönnum i israel þegar hann kynnti þeini þá. Hann kom til Jerúsalem um helgina eftir viðræður við Sadat i Aswan. Áður hefur Kissinger farið hringinn milli helztu and- stæðinga tsraels og kynnt sér jarðveginn fyrir samninga- viðræður. Kissinger leitast við að fá aðila til þess að taka upp aftur samningaviðræðurnar i Genf, en Arabar hafa sett ýmis skilyrði fyrir þvi. Enginn þeirra vill fara til Genfarviðræðnanna, nema Palestinuarabar eigi þar fulltrúa lika. Egyptar vilja ekki taka upp viðræðurnar, nema tsraelsmenn sýni i verki áður samningsvilja með þvi að skila Egyptum oliu- svæðum og tveim hernaðarlega mikilvægum fjallaskörðum i Sinaieyðimörkinni. . Sýrlendingar hafa fylgt for- dæmi Egypta og qegja, að þeir mæti ekki heldur til samninga- viðræðna, nema tsraelar skili þeim mikilvægum hlutum Golan- hæða. En Israelsmönnum stendur ógn af þvi að veikja sig þannig hernaðarlega, án þess að fá að minnsta kosti i staðinn yfir- lýsingu um, að ekki verði á þá ráðizt. — Þvi hefur verið synjað af hálfu Egypta og Sýrlendinga. t þessu ferðalagi sinu núna hef- ur Kissinger ekki fengið þokað aðilum i þessari andstöðu. Þar mun hnifurinn standa í kúnni, og hefur hann frestað ferðinni til Aswan, þar sem Sadat forseti biður hans, vegna þess að tsraels- menn hafa enn neitað að gera sig sjálfa berskjaldaða i Sinai- eyðimörkinni, eins og Sadat krefst. Mun Kissinger freista þess að fá tsraela til að slaka einhvers staðar til, svo að hann geti flutt Sadat einhver nýmæli. Að öðrum kosti hlýtur hann að hverfa frá i bili, þar sem þráteflisstaðan hef- ur ekkert haggazt. Þetta er ein af sfðustu myndun- um, sem tcknar voru af griska skipakóngnum. Hún var tekin af honum 6. febrúar, þegar hann kom til Parísar til að leggjast þar inn á sjúkrahús eftir alvar- leg veikindi. Jarðarför Onassis a morgun Bingó a manu- dagskvöld að Hótel Sögu til styrktar flársöfnun til kaupa á hjartabíl handa norðlendingum. Bingóið hefst kl. 20.30 í Súlnasal. Sala bingóspjalda hefst kl. 20.00 í anddyri Hótel Sögu. Margir mjög glæsilegir vinningar. Meðal annars: Spánarferðir - Páskaferð með Guðmundi Jónassyni - Flugferð til Akureyrar ásamt dvöl þar. Auk þess eru í vinninga margar glæsilegar framleiðsluvörur ýmissa helstu iðnfyrirtækja á Akureyri svo sem Gefjun, Heklu, JMJ., KEA. og fl. Mætum öll og spilum bingó og styrkjum um leið mjög þarft málefni. Eyfirðingafélagið í Reykjavík. Einungis nánustu ættmenni og fáeinir vinir verða viðstaddir jarðarför griska skipakóngsins, Aristotle Onassis, sem jarðsett- ur verður uppi á hæð einni á einkaeyju sinni, Skorpios, á morgun, eftir þvi sem frétzt hef- ur hjá fjölskyldunni. Ekkjan, Jacqueline Onassis, sendi starfsmenn hans til eyjar- innar i gær að undirbúa jarðar- förina, en hún kom til Parisar i gær frá New York, þegar henni bárust tiðindin. Onassis lézt i sjúkrahúsi i Paris i fyrradag eftir langa sjúkralegu í lungnabólgu. Onassis lætur eftir sig konu (fyrrum forsetafrú Bandarikj- anna) og dóttur, Christina, eina systur og tvær hálfsystur, sem búsettar eru i Grikklandi. — Jacqueline og Christina verða einkaerfingjar hans, hafi hann ekki skilið eftir sig erfðaskrá, sem kveður öðruvisi á. Jacque- line mundi erfa fjórðung eign anna og Christina þrjá fjórðu samkvæmt griskum lögum. Hrapaði í Andesfjöllum 52 farþegar og áhöfn tveggja hreyfla herflugvélar fórust, þeg- ar vélin brotlenti i Andesfjöllum Argentinu i gærkvöldi eða nótt. Leitað var i morgun bæði úr loftiog á landi að flaki vélarinn- ar, sem var á leið frá Neuquen til Bariloche. Flestir hinna 47 farþega voru hermenn og lögregla að koma frá björgunarstörfum i flóðum i Neuquen, en einnig voru nokkrir óbreyttir borgarar með i ferðinni. Flugturninn i Bariloche hafði haft samband við vélina, aðeins nokkrum minútum áður en hún átti að lenda, en skyndilega rofn- aði það. Mun hún hafa hrapað um 35 km frá flugvellinum, en komið niður i fjalllendi. Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Heimdallur S.U.S. í Reykjavík gengst fyrir almennum fundi um hagsmuni Reykjavíkur ó Alþingi. Fundurinn verður haldinn í Glœsibœ (niðri) þriðjudaginn 18. marz n.k. kl. 20.30. Framsögumenn á fundinum verða þeir Albert Guðmundsson alþm. og Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri. ÖLLUM ÞINGMÖNNUM REYKJAVÍKUR ER SÉRSTAKLEGA BOÐIÐ A FUNDINN. Eru hagsmunir Reykjavikur fyrir borð bornir á Alþingi? ALLIR VELKOMNIR. STJÓRNIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.