Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 17. marz 1975. 5 MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Umsjón; GP Þúsundir milljóna svindlaðar út úr olíunotendum? Bandariska tollgæz lan rannsakar þessa dagana mögu- leikann á þvi, aö svindlað hafi verið á oliunotendum i Banda- rikjunum, þegar Arabar settu o 1 i u ú t f 1 u t n i n g s b a n n i ð i hitteðfyrra. Talsmaður þjónustunnar skýrði frá þvi i gær, að erindrekar hennar i 40 hafnarborgum færu núna i gegnum skjöl, sem vörðuðu oliufarma, og gengju úr skugga um, hvort þau væru föls- uð, hvað viðkæmi i þvi landi, sem olian hefði komið frá. Hér gæti verið um hrikalegt svindl að ræða, ef grunurinn fæst staðfestur. Stórbiaðið Washington Post telur, að oliu- notendum kunni að hafa verið seld olian á alltof háu verði, og þannig hefðu verið svindlaðar af þeim miili 1000 og 3000 miiljónir dollara. Blaðið greinir frá þvi, að i einu tilviki hafi oliuskip, sem losaði á austurströndinni 500 þúsund tunnur af oliu, sagzt koma með oliuna frá Venezuela, þar sem tunnan var seld á 10 dollara.— hin i reyndinni hafi olian komið frá Nigeriu, þar sem tunnan var seld á 5.5 dollara. Rannsókn þessi hófst i ágúst i haust og tekur til fimm mánaða tlmabils frá október 1973, þegar oliuriki Araba settu sölubann á Bandarikin vegna stuðnings Bandarikjamanna við tsrael i Yom Kippur-striðinu. Um það leyti var mjög mis- munandi verð á oliu i heiminum, eftir þvi hvaðan hún kom. SKUTU BLAÐAMANN Á LÖGREGLUSTÖÐ- INNI í SAIGON Starfsb.ræður franska blaöamannsins/ sem lög- reglaní Saigon skaut til bana um helgina, segja, að yfirvöld beri alla ábyrgðá þessum óaf- sakanlega verknaði. Paul Eandri, fréttaritari frönsku fréttastofunnar AFP, var skotinn, þegar hann var að yfirgefa aðalstöðvar lögreglunnar i Saigon. Þangað hafði hann verið kvaddur til að svara spurningum varðandi fréttaskeyti, sem hann hafði látið frá sér fara. — Saigonlög- reglan segir, að þetta hafi verið slys. í frásögnum ber lögreglu- mönnum þó ekki saman um, hvernig þetta atvik bar að. Til orðasennu mun hafa komið, og rauk blaðamaðurinn út i fússi Þegar hann var að stiga inn i bil sinn i porti lögreglunnar til að aka brott, skaut lögregluvörður að bifreiðinni úr hriðskota- byssu. Varð Eandri þá fyrir kúlu. — En lögreglumaðurinn segist hafa miðað á hjólbarða bifreiðarinnar. Frönsku blöðin kalla þetta undantekningarlaust i morgun morð. „Þessi glæpur ásamt þeim ofsóknum, sem starfs- bróðir okkar mátti þola af stjórnvöldum, hljóta að kalla fram fordæmingu stjórnar, sem dirfist enn að kalla sig verjanda frelsis,” segja segja fulltrúar AFP. Eiginkona Eandri hefur lagt fram kæru við yfirvöld i Saigon, og i skriflegri yfirlýsingu, sem lögreglunni var afhent, kallaði hún dauða manns sins ,,yfir- vegað morð”. Spinola sezt að í Brazilíu Antonio de Spinola, fyrrum for- seti Portúgals, fékk hæli i Brasi- liu með konu sinni, en hann kom til Sao Paulo i fyrrinótt ásamt fimmtán portúgölskum foringj- um, sem flúðu með honum eftir uppreisnartilraunina misheppn- uðu. Spinola hafði flogið frá Madrid á föstudag til Brasiliu, en þá var honum neitað um landvist þar og visað áfram til Buenos Aires i Argentinu. Yfirvöld i Argentinu vildu heldur ekki skjóta yfir hann skjólshúsi og stóð I þessu þrefi i 32 klukkustundir, svo að þau hjónin fengu aldrei að yfirgefa flugvél- ina. Að lokum féllust brasilísk yfir- völd á að leyfa hershöfðingjanum landvist með þvi skilyrði, að hann blandaði sér alls ekki i st jórnmál. Fengu þau inni á hóteli i Sao Paulo, þar sem þeirra er strang- lega gætt. Spinola hefur látið á sér skilja, að hann muni fá timann til að liða með þvi að skrifa bók Portúgalska útvarpið skýrði frá þvi i gær, að bannað yrði að flytja brasiliska tónlist i einum vinsæl- asta dagskrárþætti þess vegna þessarar ákvörðunar Brasiliu- stjórnar. — Portúgölsk yfirvöld höfðu krafizt framsáls Spinola vegna þeirrar aðildar, sem þau segja að hann hafi átt i upp- reisnartilrauninni. Antonio de Spinola, fyrrum for- seti Portúgals, og kona hans sjást hér á myndinni við hliðina við komuna til Sao Paulo. Var þeim vel tekið af almenningi, sem flykktist að og bauð Spinola velkominn. Hann fékk loks landvist i Braziliu. I MORGUN Hafréttarráðstefna byrjuð Þriðja hafréttarráðstefna Sam- einuðu þjóðanna var sett á nýjan leik i Genf i morgun, þar sem tek- inn var upp þráðurinn frá þvi i Caraeas fyrir hálfu ári. Fulltrúárnir eru miðlungs aftur bjartsýnir á árangur þessa áfanga ráðstefnunnar, þvi að mikið starf biður þeirra enn ó- unnið, Reynslan i Caracas kenndi þeim, að það er ekki hlaupið að þvi að ná alþjóðasamkomulagi. 1 Caracas náðist ekki samkomulag um eitt einasta meiriháttar at- riði. Við þvi var búizt i morgun, að Shirley Amerasinghe forseti ráð- stefnunnar (frá Sri Lankai byrj- aði á þvi að láta kjósa i nefndir, sem siðan vinni úr þeim tillögum, ei> fyrir liggja, einhver mála- miðlunardrög að samkomulagi, sem svo verða lögð fyrir ráð- stefnuna. Sendir til Japan Iland járnaðir sjást þeir hér leiddir út úr flugvél á flugvellin- um i Tokyo, Japanarnir tveir, sem Stokkhólm slögreglan handtók á dögunum fyrir utan islenzka sendiráðið og fimm önnur. Eins og kom fram i fréttum lék grunur á að mennirnir væru félagar i hryðjuverkasamtökum Japans, „Rauði lierinn”. Þeim var visað úr landi i Sviþjóð sem óæskilegum persónum. Karpov œtlar ékki heldur að tefla Anatoly Karpov, sovézki áskor- andinn i fyrirhuguðu heims- meistaraeinvfgi i skák, sagði á laugardag, að hann mundi neita að tefla við Bobby Fischer, ef al- þjóða skáksambandið gengur að kröfum Fischers. Sambandið (FIDE) kom saman til aukaþings i Hollandi i gær, þar sem fjallað skal um þær kröfur Fischers að breyta einvigis- reglunum. Júgóslavneski stórmeistarinn Gligoric átti viðtal við Karpov i fyrradag og sagðist Karpov þá ekki mundu tefla við Fischer, ef gengið yrði að öllum kröfum hans. Karpov sagðist þó vera að búa sig undir einvigið, sem á að hefj- ast i Manila á Filippseyjum 1. júni. — Hann kvaðst þó ekki viss um, að heimsmeistarinn vildi tefla. Nokkrir fremstu stórmeistarar Sovétrikjanna skrifuðu á dögun- um opið bréf til FIDE, þar sem þeir vittu „hlutdrægni sambands- ins gagnvart Fischer”, eins og þeir kölluðu það. Karpov kvaðst i viðtalinu við Gligoric halda, að ekkert yrði úr einviginu, nema Fischer væri reiðubúinn að slaka á kröfum sin- um. Gligoric ræddi einnig við for- seta bandariska skáksambands- ins, Ed Edmundson, um mögu- leikana á þvi að einvigið færi fram. Þeir vita, að Karpov er ekki eins góður og Fischer. Ég held, að þeir hafi ætlað sér allt frá þvi að þeir misstu titilinn i Reykjavik, að ná heimsmeistaratitlinum til Sovét- •rikjanna aftur án þess að þurfa að tefla um hann,” sagði Edmund- son.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.