Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur 17. marz 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. JóhannesTóiT - Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innaniands. t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Sigurinn í vasanum Harold Wilson, forsætisráðherra Bretlands, vann i siðustu viku einhvern mesta stjórnmála- sigur sinn. Efnahagsbandalagsrikin létu á elleftu stundu undan kröfum hans, þegar hann hafði hót- að að ganga af fundi þeirra i Dublin. Wilson er bragðarefur, og hann lætur enn sem hann hafi ekki gert upp við sig, hvort hann muni mæla með áframhaldandi aðild Bretlands við væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu. Þó er yfirleitt talið, að hann muni innsigla sigur sinn með þvi að mæla með aðild. Spurningin um, hvort Bretland verður áfram i Efnahagsbandalagi Evrópu eða utan þess, er ein- hver hin mikilvægasta fyrir stjórnmálaþróunina i framtiðinni. Kjósi Bretar við komandi þjóðarat- kvæðagreiðslu að segja sig úr bandalaginu, má gera ráð fyrir, að Bretland verði i EFTA, svo sem áður var. Þá mætti einnig búast við, að Danmörk entist ekki lengi i Efnahagsbandalaginu, enda mun meirihluti Dana nú vera andvigur aðild samkvæmt skoðanakönnunum. Aðild Bretlands að EBE var ein helzta forsenda aðildar Dan- merkur. Ef svo færi, mætti segja, að gömlu stöðunni hefði verið stillt upp að nýju. EFTA yrði þá væntanlega aftur jafnmikilvægt og var, en EBE setti ofan að sama skapi. Við Islendingar hefðum sem stendur ekkert á móti þvi, að Bretland og Danmörk væru i EFTA en ekki i EBE. Vegna yfirgangs Vestur-Þjóðverja hefur verið hindrað, að það ákvæði viðskiptasamnings íslands og Efnahagsbandalagsins, sem mundi veita okkur tollfriðindi fyrir sjávarafurðir i EBE-rikjunum, tæki gildi, fyrr en samið hefur verið við Þjóðverja um landhelgismálið. Þetta hefur beinlinis valdið þvi, að tollar hafa hækkað i Bretlandi og Dan- mörku, sem hefur bakað okkur mikið tjón. Hins vegar hlýtur landhelgisdeilan við Vest- ur-Þjóðverja að leysast innan skamms, ekki með þvi, að við látum okkar hlut, heldur vegna þess að strið Þjóðverja um 50 milur er löngu tapað i heimi, sem er að viðurkenna 200 milur. 1 framtið- inni hljótum við að vænta góðs samstarfs við Efnahagsbandalagið, sem verður beggja hagur eins og að var stefnt. Margir sáu i Efnahagsbandalaginu framtiðar- stórveldi. Það gæti skákað Bandarikjunum og Sovétrikjunum um iðnaðaframleiðslu og mann- fjölda. Hins vegar hafa kraftar þess verið sundraðir, og draumar hugsjónamannanna hafa vikið fyrir dægurþrasi. Bretland er i reynd helzta riki Efnahagsbandalagsins. Þetta sá De Gaulle fyrir, þegar hann stóð i vegi fyrir aðild Bretlands á sinum tima. Hann vildi, að Frakkland yrði aðalriki EBE. Þetta sá Edward Heath, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, einnig fyrir, þegar hann lagði ofurkapp á, að Bretland kæmist i EBE. Heath uppskar hins vegar ekki sin sigur- laun, og var það mest fyrir spilamennsku Wil- sons, sem lék tveimur skjöldum en krafðist siðan endurskoðunar á aðildarskilmálum Bretlands. Vegna mikillar andstöðu við aðild i Bretlandi taldi Wilson þessa afstöðu hagkvæmasta. Hann hefur nú haft sitt fram og með þvi skorað mark á Ihaldsflokkinn. Enn eru þó háværar radd- ir gegn aðild i vinstri armi Verkamannaflokks- ins, og þvi biður Wilson átekta með sigurinn i vasanum. —HH Sihanouk hefur verið I vinfengi við stjórnir Norður-Kóreu og Norður-VIetnams. Hér sést honum vel fagnað i Hanoi. ÚTLEGDAR- PRINSINN f PEKING Búddaleiðtoginn, sem eitt sinn var af þegnum sinum álitinn nær hálfguð, einskonar millistig milli þeirra og þess yfirnáttúrlega, brosir i kampinn og dreypir á kampavininu sinu, þar sem hann situr og talar við fréttamanninn um, hvenær hann snúi heim og taki við völdum. Það er þó hætt við þvi, þegar og ef Norodom Sihanouk prins frá Kambodiu fær aftur völdin, að á- hrif hans verði með öðrum hætti en hann vandist þessa þrjá ára- tugi, sem hann þræddi einstigi stjórnmálanna til þess að við- halda sjálfstæði landsins. Meðan hersveitir Khmer Rouge (Rauðliða) hans leggja snöruna um Phnom Penh, siðasta höfuð- vigi Lon Nol-stjórnarinnar, neyð- ist prinsinn til að viðurkenna, að kommúnistar ráða mestu i stjórn þeirri, sem hann er kenndur við. ,,Ég stend nokkuð höllum fæti gagnvart Khmer Rouge”, játaði hann hreinskilnislega fyrir fréttamanni Reuters, sem tók hann tali i Peking. ,,En þegar þeir hafa unnið fullnaðarsigur mun ég snúa aftur til Kambodiu sem þjóðhöfðingi”. t þessum mánuði verða fimm ár liðin siðan hann var flæmdur frá stjórn Kambodíu af varnar- málaráðherra sinum og fyrrum einlægasta stuðningsmanni, Lon Nol hershöfðingja. — Siðan hefur hann hafzt við i rikulegu húsi i Peking, þar sem áður var til húsa utanrikisráðuneyti Kina. Honum er þjónað af hinni fögru konu sinni, Monique prinsessu og sjö matreiðslumönnum. Kinverskir verðir eru við húsið og veita hon- um vernd, þvi að alþýðulýðveldið skaut yfir hann skjólshúsi, þegar hann var sviptur völdum, meðan hánn var staddur i opinberri heimsókn i Moskvu. Ábur en honum var velt úr stóli af „svikaranum Lon Nol”, var hann „öruggur i sessi þvi að þjóð- inni þótti vænt um Sihanouk og Khmer Rouge var i algerum minnihluta”, segir hann sjálfur. En nú eru fáir „Sihanouksinn- ar” eftir. Aðalstuðningsmenn hafa snúizt gegn honum. „Þeir völdu að svikja mig. i Norodom Sihanouk prins. tryggðum, meðan ég var staddur i Moskvu i marz 1970. Ég hef þvi litiö getað við þvi gert, þótt ég sé litilsháttar einangraður sem stendur”, segir prinsinn. Þeir af gömlu fylgismönnum, sem styðja hann ennþá, eru aðeins Penn Nouth, forsætisráð- herra (sem er sjúkur um þessar mundir) og Sarin Schhak, utan- rikisráðherra. Hitt eru allt Rauð- liðar. „Þeir i Khmer Rouge eru snjallir”, sagði prinsinn i viðtal- inu við Reuter. „Þeir gera sér ljóst, að við njótum vinsælda, svo að þeir hafa Sihanouk áfram fyrir leiðtoga og Penn Nouth fyrir for- sætisráðherra. — Þeir eru rauðir, en þeir gera sér grein fyrir þvi, að Ibúar Phnom Penh eru ekki rauð- ir. Við munum þvi verða einskon- ar sameiningartákn”. Blaöamanninum kom prinsinn fyrir sjónir sem kyngimagnaöur persónuleiki. Sihanouk er aðeins 52 ára að aldri. Hann talar um málefni heimalands sins af mikl- um skaphita og eldmóði. Hann heldur þvi statt og stöðugt fram, að þótt Khmer Rouge séu mest- megnis kommúnistar, „sem þeir viðurkenna þó ekki sjálfir, þá eru þeir föðurlandsvinir fyrst og fremst og kommúnisminn kemur þar I öðru sæti”. „Ég hef engan rétt til að neita þeim um áhrif, þvi að þeir eru ekki aðeins i meirihluta, heldur brennur þeim föðurlandsástin einnig i muna. — Og ég get full- vissað ykkur um, að Khmer Rouge eru engir útsendarar Kina eða Norður-Vietnam. Þeir eru mjög sjálfstæðir”. Hann trúir þvi sjálfur, að staða hans sem þjóðhöfðingja verði sambærileg við konunga annarra lýðræðisrikja. „Ég mun undirrita lög eins og Elizabet Bretadrottning, en um þau verður greitt atkvæði i rétt- kjömu þingi þjóðarinnar”, segir hann. I Hann telur, að Kambodla muni hafa svipaða stöðu meðal komm- únistarikja — ef Khmer Rouge komast til valda — og t.d. Júgó- slavia meðal austantjaldslanda. „Kommúnistiskt að visu, en umfram allt sjálfstætt riki”. Daglega gengur prinsinn til bæna i litlu Búddamusteri, sem hann hefur til eigin afnota. Hon- um liggur vingjarnlegt orð til hinna kinversku gestgjafa sinna. „Kinverjar eru beztu vinir okk- ar. Þeir virða þjóðarmetnað okk- ar og stolt og reyna á engan hátt að ráðskast með okkur”, segir hann. Eðlilega ber hann þyngri hug til Bandarikjanna, sem stuðluðu að falli stjórnar hans, þegar þeim þótti hann of umburðarlyndur við hermenn Norður-Vietnam og Viet Cong, sem gátu gert árásir frá Kambodiu á Suður-Vietnam. „Bandarikjamenn segjast sjá Lon Nol-stjórninni fyrir vopnum og skotfærum til þess að afstýra blóðbaði I Phnom Penh. Þetta er hræsni. Vopn og skotfæri leiða aldrei af sér neitt annað en blóð- bab”, segir Sihanouk prins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.