Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 8
8 Visir. Mánudagur 17. marz 1975. Amerisk list á veggjum, — og á hvíta tjaldinu ,,Það angraí mig sannarlega ekki að biðja ykkur á Visi að vekja athygli á sýningunni okkar, þvi hún er sannast sagna frá- bær”, sagði Robert Dickerman, hinn ungi forstöðumaður Upplýs- ingaþjónustu Bandarikjanna. A Nesvegi 5 er um þessar mundir málverkasýning bandariskra málara, sem stofnunin fékk hing- að. Þá er komin hingað kvikmynd um bandariska málara að störf- um og verður hún sýnd þessa viku i húsakynnum USIS við Nesveg- inn. 1 myndinni er m.a. fjallað um listaverkamarkaðinn. Þar býr listamaðurinn Jasper Johns til verk úr tveim bjórdósum. Leo Castelli tekst að selja á 960 dali, — siðar var verkið selt á 90 þúsund dali! I myndinni er fjallað um listmálarann Frank Stella, og er meðfylgjandi mynd af honum. Munu verk hans senn verða sýnd i Listasafni tslands. Skjölin fúin, músétin og skemmd Á sýningu á Landsbókasafni Is- lands, sem sett var upp á dögun- um i tilefni af 10 ára afmæli við- gerðarstofu safnsins, má sjá skjöl sem illa eru leikin af ýmsum ástæðum, svo sem gömlum fúa, músétin skjöl og skjöl sem harðn- eskju hafa sætt af mannavöldum, bæði fyrir og eftir að þau komust i safn. Vigdis Björnsdóttir er for- stöðukona viðgerðarstofunnar og hefur ærið verkefni fyrir höndum, en segja má að stofan geri hrein- ustu kraftaverk i lagfæringum. Með Vigdisi starfa þrjár konur, hver þeirra i hálfu starfi. 600—1000 kristílegir stúdentar hingað Geysifjölmennt norrænt mót kristilegra stúdenta verður haldið i Reykjavik 6.—11. ágúst n.k. Kristilégt stúdentafélag mun hafa veg og vanda af mótinu, og hefur undirbúningur nú staðið i „obrét um i vandoöor ba v0'SVerldi dn ^9Sf 'Ísendo t0S^sfvó bóko friols' *°' 0 Baekur» 9°8° c**, FornIrtf«rita, ®í,vn Evíb, Fénar •« »orn„ ^ nýju - • ■ A m • p bókaklúbbi AB ókeypis og kaupiö bækurá betra veröi Bókaklúbbur AB er stofnaður með það fyrir aug- um, að hæqt sé að qefa félögum klúbbsins kost á fjölbreyttu úrvali bóka á betra verði en yfirleitt gerist á almennum bókamarkaði. Félagar geta allir orðið, haf i þeir náð lögræðisaldri. Rétt til kaupa á bókum klúbbsins eiga aðeins skráðir félagar Bókaklúbbs AB. Bókaklúbbur AB mun gefa út 6-8 bækur árlega. Féalgsbækurnar munu koma út með eins eða tveggja mánaða millibili. Um það. bil einum mánuði áður en hver félagsbók kemur út verður félögum Bókaklúbbs AB sent Fréttabréf AB, þar sem bókin og höfundur hennar verður kynntur, greint frá verði bókarinnar, stærð hennar, o.fl. Félagar Bókaklúbbs AB eru ekki skyldugir að kaupa neina sérstaka bók. Félagar geta afþakkað félagsbækur með því að senda Bókaklúbbi AB sér- stakan svarseðil, sem prentaður verður í hverju fréttabréfi AB. Félagar Bókaklúbbs AB geta valið sér aðra bólk, en þá, sem boðin er hverju sinni í Fréttabréf i, oq auka bækur að vild sinni. Velja má bækurnar eftir skrá, sem birter í Fréttabréfinu. Þá geta félagar keypt bækur til viðbótar samkvæmt sértilboði, sem veitt verður öðru hvoru. Ef bók er afþökkuð, eða önnur valin í hennar stað, eða aukabækur pantaðar, þarf fyrrnefndur svar- seðill að hafa borizt Bókaklúbbi AB fyrir tilskilinn tíma. Að öðrum kosti venur litið svo á, að félaqinn óski að eignast þá félagsbók, sem kynnt er í Fréttabréfinu. Félagsbókin verður þá send ásamf póstgíóseðli. Félaginn endursendir siðan pósfgíró- seðilinn ásamt greiðslu í næsta pósthús eða banka- stofnun. Sú eina skylda er lögð á herðar nýrra félaga Bókaklúbbs AB að þeir kaupi einhverjar 4 bækur. fyrstu 18 mánuðina, sem þeir eru félagar. Félags- gjöld eru engin. Áskriftargjald Fréttabréfsins er ekkert. Félagar Bókaklúbbs AB geta sagt upp félags- réttindum sinum með því aðsegja sig skriflega úr klúbbnum með eins mánaðar fyrirvara. Sami uppsagnarfrestur gildir fyrir nýja félaga, en þó að- eins að þeir hafi lokið kaupum á fjórum bókum irinan átján mánaða. 6 fyrstu bækur í Bókaklúbbi AB: 3 fjölfræðibækur: 2 skáldsögur: Fánar að fornu og nýju Sjóarinn, sem hafið hafn- Uppruni Mannkyns aði eftir Yukio Mishima Fornleifafræði AAáttúrinn og dýrðin eftir Islenzkt Ijóðasafn. Graham Greene. Ég vil vera með Umsókn nýrra félaga Vinsamlega skráið mig i Bókaklúbb AB. Ég hef kynnt mér félagsreglurnar og geri mér grein fyrir kvöðum nýrra félaga um kaupá bókum. Nafn Nafnnúmer Heimilisfang. Almenna bókafélagið Austurstræti 18 — Reykjavík Pósthólf 9 — Símar 19707 & 16997 ár. Jón D. Hróbjartss. skólaprest ur, verður framkvæmdastjóri mótsins. Mótið verður haldið i Menntaskólanum við Hamrahlið og nærliggjandi skólum. Yfir- skrift mótsins að þessu sinni er: „Orð Guðs til þin”. Bæklingar með nánari upplýsingum um mótið fást i Háskóla Islands og öðrum æðri menntastofnunum og hjá skrifstofu Kristilegs stúd- entafélags. Slysadagur á Akureyri Tvö slys urðu i umferðinni á Akureyri á föstudag og annað þeirra nokkuð alvarlegt. Skellinöðrupiltur, sem ók á hjóli sinu eftir Hjalteyrargötunni, lenti fyrir bil, er hann hugðist beygja inn i hliðargötu, og hlaut hann opið beinbrot. Þetta var klukkan rúmlega fimm. Hitt slysið varð i Höfðahlið, laust fyrir hádegið. Þar hljóp ellefu ára stúlka fyrir bil og hlaut höfuðmeiðsli. -JB. Danskur mennta- skóla- kór hér í boði MH Þekktur danskur menntaskólakór frá Jót- landi kom til landsins um helgina, og mun hann dvelja hér á landi i 6 daga í boði Menntaskólans við Hamrahlíð. Kór þessi hefur ferðazt viöa um lönd og hefur hann farið tvisvar á ári i söngför um Evrópu. Hann skipa 55 manns, en með kórnum koma þrir kennarar auk söng- stjórans. Munu gestirnir dvelja á heimilum nemenda og kennara við Menntaskólann i Hamra- hlið. Kórinn mun halda kirkjutón- leika i Háteigskirkju á miðvikudagskvöldið klukkan hálfniu. Þá mun hann ferðast um Reykjavik og nágrenni, til Vest- mannaeyja, og á Laugarvatni syngur hann á fimmtudag -EA. ER ILLA SÉDUR, SEN GENGUR MED

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.