Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 17.03.1975, Blaðsíða 11
Stefón Guimarsson og Víggó Sigurðsson í landsfiðshópinn — Voru með í œfinga- og keppnisferð landsliðsins í handknattleik til Akureyrar um helgina - Birgir tilkynnir landsliðið gegn Dönum ó morgun „Þetta var mjög ánægjuleg og skemmtileg ferð, og ég er viss um að hún kemur tii með að hafa mikið að segja fyrir lands- leikina við Dani um næstu helgi,” sagði landsliðsþjálfarinn Birgir Björnsson, þegar við töluðum við hann í morgun, og spurðum hann um ferð lands- liðsins i handknattleik IH Akur- eyrar um helgina. ,,Við æfðum og lékum tvo leiki á Akureyri og það kom ýmislegt gott út úr því, auk þess sem við ræddum málin fram og aftur. Við unnum báða leikina — Þör með 27 mörkum gegn 22 og KA með 29 mörkum gegn 20. Ég er að ganga frá valinu á liðinu á móti Dönum þessa stundina, og mun tilkynna það eftir há- degi á morgun. Hvort ég geri breytingar á þvi frá leikjunum við Tékka kemur þá I ljós.” Trúlega má búast við þvi að Birgir geri eina eða tvær breytingar á liðinu — a.m.k. fór hann með tvo nýja menn i þessa ferð, þá Stefán Gunnarsson Val og Viggó Sigurðsson Viking. Kom Viggó norður á sunnudag ásamt Herði Sigmarssyni, en Bjarni Jónsson fór þá suður. Þrir .menn, sem voru með á móti Tékkum — Ólafur Bene- diktsson, Björgvin Björgvinsson og Einar Magnússon voru ekki með i þessari ferð. Þeir voru þó ekki settir út, heldur komust þeir ekki með af persónulegum ástæðum. -klp- Islandsmótið í blaki: Laugarvatns- liðin töpuðu Bæði Laugarvatnsliðin — UMFL og UMFB töpuðu leikjum sinum I islandsmótinu i blaki i gær. Það var Þróttur sem sigraði UMFL 3:1, en Vikingur UMFB 3:0. Þróttararnir sigruðu í tveim fyrstu hrinunum gegn UMFL — 15:8 og 15:13 — en þá þriðju vann UMFL 15:7. Fjórðu hrinuna varð UMFL að sigra til að hafa mögu- leika, en það tókst ekki — Þróttararnir voru þá aftur komn- ir í gang og sigruðu 15:8. Vikingarnir komust aldrei i vandræði gegn UMFB fyrr en I siðustu hrinunni, sem þeir þó sigruðu i 15:13. Hinar tvær fóru 15:6 og 15:3, þannig að sigurinn varð 3:0. —klp— 71 mark í einum leik! — Leiknir vann Akranes 38:33 í 3. deildinni og Hermann Gunnarsson skoraði 22 mörk í leiknum Hermann Gunnarsson var held- ur betur i stuði i siðasta leik Leiknis i Suðurlandsriðlinum i 3. deildinni i handknattleik í gær, en þá lék Leiknir við Akranes. Hann skoraði hvorki meira né minna en 22 mörk i leiknum — og var þvi ekki nema 4 mörkum frá þvi að slá markamet sitt frá þvi fyrr i vetur, en það var 25 mörk. I þessum 6 leikjum Leiknis i deildinni hefur hann skorað 98 mörk, eða að meðaltali rúmlega 16 mörk i leik. Þá hefur hann einnig skorað talsvert i tveim bikarleikjum Leiknis i vetur. f leiknum var sett nýtt marka- met i handknattleik — a.m.k. munum við ekki aðrar eins tölur KR vann Fram 5:1 KR-ingar duttu niður á góðan leik er þeir mættu Fram I æfinga- leik i knattspyrnu á Melavellinum á laugardaginn. Þeir sigruðu austurbæingana með 5 mörkum gegn 1 og höfðu algjöra yfirburði eins og tölurnar segja til um. Þá lékuum helgina 2. deildarlið Selfoss og 3. deildarliðið Grótta. Þeim leik lauk með sigri Sel- fyssinga 2:1. -klp- nú siðari ár. Leiknir skoraði 38 mörk en Akranes 33, og var þvi skorað samtals 71 mark á þeim 60 minútum, sem leikurinn stóð yf- ir!! Hermann var að sjálfsögðu markhæstur Leiknismanna með sin 22, en annar knattspyrnukappi Benedikt Valtýsson var mark- hæstur Skagamanna með 11 mörk. 1 3. deildarúrslitunum munu leika Leiknir, Huginn og liklega Ólafsfjörður, en Ólafsfjörður sigraði Dalvik 28:23 i fyrri leik liðanna i Norðurlandsriðlinum á föstudagskvöldið. Siðari leikur liðanna, sem eru þau.einu i riðlin- um, verður á morgun. —klp- HSK svo gott sem fallið í körfunni „Við erum ekki fallnir þótt við höfum tapað þessumleik.Við eig- um einn leik eftir i mótinu — við Ármann—ogef við sigrum i hon- um ogSnæfelltaparfyrir ÍS, fáum við annað tækifæri til að leika við Snæfell. —Og þá skal ganga betur en i þessum leik,” sagði Guttorm- ur Ólafsson, þjálfari körfuknatt- % íbúd að verðmasti ' \ ■ kr. 3.500.000 , , , f. ViO KRUMMAHÚLA fl I nEKKJAVfK. g í. Efl KRJ 25*- ; • ( > > ’ . A • ’ v\ fyftDUR \■ ’vV MUNID ibúöarhappdrætti H.S.Í 2ja herb. íbúðað verðmæti kr. 3.500.00. Verð miða kr. 250. leiksliðs HSK, þegar við töluðum við liann eftir leikinn við Snæfell i gærkvöldi. Leiknum lauk með sigri Snæfells 52:49 (28:18), sem er ein minnsta skor i leik i 1. deildinni i körfuknattleik karla i langan tima. Bæði liðin voru hörmulega óhittin, og var alveg sama hvort skotið var úr vitum eða opnum færum undir körfunni — ekkert gekk. Mikil spenna var þó i leiknum. HSK komst yfir þegar um 3 minútur voru eftir, en Snæfell jafnaði og komst-3 stigum yfir þégar 30 sekúndur voru til leiks- loka. Þá fékk HSK tvö vitaköst, sem bæði mistókust, og þar með var sigur Snæfells tryggður. Stigahæstu menn leiksins voru Eirikur Jónsson og Einar Sigfús- son, Snæfelli, með 13 stig hvor, en Anton Bjarnason hæstur hinna með 11. Snæfeli lék á laugardaginn við UMFN i Njarðvikum, og var ekki langt frá sigri i þeim leik. Um tima var Snæfell 10 stigum yfir, en undir lokin tóku Njarðvikingarnir leikinn i sinar hendur og sigruðu með 70 stigum gegn 62. -klp- Knattspyrnukappinn úr Val — Hermann Gunnarsson — skoraði 22 mörk i íeiknum við Akranes f gær. Sá leikur var að sjálfsögðu ekki knattspyrnuleikur, heldur leikur I 3. deildinni i handknattleik. NÝTT - SKlÐAFATNAÐUR ó kvenfólk og karlmenn Laugavegi 103 — Við Hlemm Simi 16930 33-45 SHODH tWR - GULI PARDUSINN 5-MANNA, TVEGGJA DYRA. VÉL 62 HESTÖFL. BENSiNEYÐSLA 8.5 LiTRAR Á 100 KM. FJÖGURRA HRAÐA ALSAMHÆFÐUR GÍRKSSI. GÓLFSKIPTING. VIÐBRAGÐ 18,5 SEK. I 100 KM. Á KLST. INNIFALIÐ í VERÐh HOFUÐPÚÐAR, RALLY- STYRI, SPORTSTOKKUR, SNÚNINGSHRAÐA MÆLIR, OLIUPRÝSTIMÆLIR, RAFMAGNSRÚÐUSPRAUTUR, BLÁSTUR A AFTURRÚÐU, ÚTISPEGLAR, HALOGEN-LUKTIR O.M.FL. VERÐ MEÐ SÖLUSKATTI KR. 6 79.000,00 VERÐ TIL ÖRYRKJA KR. 4 9 9.000,00 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBODIÐ A ISLAND/ H/E AUÐBREKKU 44 - 46 S/M/ 42606

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.