Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 2
Vísir. Miðvikudagur 26. marz 1975. vímsm-- — Hvað ætlið þér að gera um páskana? Ingvaldur Ragnarsson, nemi: — Læra. Ég er i fimmta bekk i gagnfræðaskólanum i Garða- hreppi. Það er ýmislegt af náms- efninu, sem maður hefur trassað að lesa og læra, svo að það er vissara að nota páskafriið til að vinna það upp. Prófin eru svo skammt undan. Egill Ragnarsson, nemi: — Ég ætla að sofa og sofa mikið. Já, heima ef ekki vill betur. Nú, og svo er ég liklegur til að nota tæki færið og fara i bió. i þriðja lagi má nefna lestur námsbóka. Það væri ekki galið að kikja svolitið i mannkynssöguna t.d... Benedikt Marinó Ólafsson, 8 ára: — Ég fer með pabba og mömmu i sveitina. Við ætlum að heimsækja afa og ömmu, sem búa á Staðar- bakka i Miðfirði. Við stoppum bara stutt. Yngri systkini min tvö verða eftir i Reykjavik. Arnheiður Hjartardóttir, hús- móðir: — Ég ætla nú bara að vera heima um páskana og hafa það sem huggulegast. Nei, ég hef ekki hugsað mér að þræla húsbóndan- um i eitt né neitt heldur. Steinar Asgrimsson, verka- maður: — Ætli maður verði bara ekki heima. I mesta lagi gæti hugsast, að maður tæki sér stutta ökuferð út úr bænum. Marfa Friðriksdóttir, nemandi i M.H..: — Þvi er fljótsvarað: Ég verð heima að lesa i skólabókun- um og skrifa ritgerð. Það verður tæpr.st timi til annarra hluta. Helzt þyrftu páskarnir að vera lengri til að ég kæmist almenni- lega yfir það, sem ég á eftir að gera.... LESENDUR HAFA ORÐIÐ Drukknir sltólakrakkar oq ódrukknir: Ólíkur skemmtanamátf Guðjón Andrésson, leigubil- stjóri, hringdi: ,,Þó að manni virðist les- endadálkar blaðanna vera helzt ætlaðir fyrir nöldur, vil ég láta ykkur heyra af nokkru jákvæðu, sem mér finnst að koma megi á framfæri. Það skeði nefnilega i gærkvöldi nokkuð, sem ég man ekki eftir að hafa séð i þau tuttugu ár, sem ég hef verið við leigubifreiðaakstur: Það voru pantaðir leigubilar aö Vikingasal Hótel Loftleiða til að sækja þangað nemendur, sem þar höfðu haldið árshátið sina. Það er jafnan með nokkr- um kvfða, sem við leigubilstjór- ar nálgumst þá staði, þar sem árshátiðir skóla standa yfir eða er að ljúka. Venjan er nefnilega sú, að krakkarnir koma rúllandi út úr húsunum og fyrir bilana. En hér mætti okkur ólikt ánægjulegri sjón: Nemendurn- ir, sem voru úr fjórða bekk Vörðuskóla, biðu eftir leigu- bilunum stilltir og prúðir og i röð. Það var ekki vin að sjá á einum einasta unglingi og þeir, sem þurftu að biða eftir að fá bil, sýndu fyllstu þolinmæði. Ég fór nokkrar ferðir út að Loft- leiðahótelinu og alltaf voru ung- lingarnir jafn rólegir. Það var ólikt ástandið við Sig- tún fyrir nokkrum kvöldum, þegar einn menntaskólanna var þar með stórdansleik. Þá voru lætin svo mikil fyrir utan, að við leigubilstjórarnir hættum okkur ekki allir heim að húsinu.......” n Ungtemplari og góð- templari er sitthvað' Sigurður Rúnar Jónmundsson, formaður islenzkra ungtempl- ara skrifar: „Lilja Guðmundsdóttir hringdi i fyrradag i „lesendur hafa orðið” og talaði þar m.a. um ungtemplara. Þar sem nokkurs misskilning gætir i orð- um Lilju, vil ég-taka eftirfar- andi fram: Ekki er rétt að nota hugtökin ungtemplari og stúkufólk i sömu andránni, þvi að hér er um tvo aðskilda hópa að ræða. Ung- templararnir mynda samband- ið íslenzkir ungtemplarar, en það, sem Lilja kallar stúkufólk, er væntanlega Góðtemplara- reglan. Eins og áður sagði er hér um að ræða tvo hópa, eða sambönd, sem hvort um sig eru rekin á al gjörlega sjálfstæðum grund- velli. Að visu starfa þau að sama aðalmarkmiðinu, þ.e. efl- ingu bindindis, en leiðir að þvi markmiði eru að mörgu leyti ólikar, en það stafar beinlinis af aldursmuninum, sem er á með- limum þessarra sambanda. Ungtemplarar eru flestir á aldrinum 14-20 ára en meirihluti góðtemplara er töluvert miklu eldri. Siðan skal þess getið, að ís- lenzkir ungtemplarar hafa alla tið hagað starfsemi sinni með tilliti til óska og hátta ungs fólks og einn þátturinn i þeirri við- leitni er sá, að öll starfsemi ung- templara er öllum opin, enda myndi önnur tilhögun varla henta þessum aldursflokki. Að lokum skal tekið fram, að skrifstofa tslenzkra ungtempl- ara, að Frikirkjuvegi 11, Reykjavik, er opin virka daga milli kl. 17,00 og 19,00, siminn er 21618, og þangað eru allir vel- komnir, sem fræðast vilja um íslenzka ungtemplara.” Liggur ykkur eitthvað á hjarta? Hringið milli kl. 13 og 15 í síma 86611 „ER ÞARNA HUS FYRIR SKÓLA FJÖLFATLAÐRA?" Bjarni Pétursson skrifar: „Þar sem hið stóra ibúðarhús Sigsteins bónda á Blikastöðum hefur verið auglýst til sölu eða leigu, rifjast það upp fyrir mér, að það er skóli einn hér i borg, sem virðist vera i miklu hús- næðishraki. A ég þar við skóla fjölfatlaðra. Mér er kunnugt um, að húsið á Blikastöðum er hátt til lofts og vítt til veggja. Fyndist mér, að viðkomandi aðilar ættu nú að taka höndum saman og leita eft- ir þvi, að skóli þessi fengi þarna inni — um sinn a.m.k..” Hvernig á að negla? Fyrirspurn til hr. JúIIusar Sól- nes, prófessors, og virðulegra, reyndra húsbyggingameistara. Eins og kunnugt er, hafa nú, á slöari timum, orðið talsverð brögð að þvi, að járn hafi fokið af húsum, einkum þó nýrri hús- um. Ég býst við að sú spurning vakni hjá mörgum, hver sé ástæðan, að slikt færist i vöxt, eins og hefur skeð. Alþjóð er ljóst, að vindar hafa geisað um ísland um aldir, og gamlir menn muna þá storma, að hraustmennum var ekki stætt I þeim, en þó datt engum I hug, með óbrjálað skyn, að skella ábyrgðinni á veðurguðinn, þó eitthvað færðist úr skorðum. Nú með þvi', eins og ég sagði, að þessi óhöpp virðast færast i vöxt, þá vaknar sú spurning, hvernig hægt sé að setja undir lekann, og tilgangur minn með eftirfarandi spurningum er sá, að svörin, sem fást við þeim, mættu leiða til þess að menn vönduðu betur en ætla má að hafi verið gert, frágang og öryggiseftirlit eigna sinna. Ég þykist ekki ráðast á garð- inn þar sem hann er lægstur, og leita til yðar, fræðimannsins hr. Júliusar Sólnes, prófessors, um álit yðar og svör við eftirfarandi tveim spurningum, með virðingu og i fullu trausti: 1. Er örugg festing járns á hús- þök, að negla það f misblautt og veðrað 1” timbur með venjuleg- um koniskum þaksaum, án þess að hnykkja sauminn? 2. Losnar eða festist koniskur, venjulegur þaksaumur við það að timbrið þornar, sem hann á að hafa festu i? Eftirfarandi spurningu leyfi ég mér að beina til sem flestra, þó ónafngreindra, reyndar, eldri byggingarmeistara, I von um að þeir, fúslega, tjái skoðun sina á þessu máli, sem mætti verða tilfarsællar leiðbeiningar I framtiðinni: 1. Hvernig á að ganga frá fest- ingu járns á hús, svo að tryggt sé að það sitji fast við þekktar Islenzkar aðstæður? Hafnarfiröi 15. marz Kristinn Hákonarson Hann beit mig — ég beit ekkert Sigurjón Kristjánsson og Viðar Gu&johnsen há&u harða baráttu i tslandsmðt- inu i júdó. Viðar tapaði viðtireigninni, eftir að dðm- arinn haf&i talift að hann hefði bitið Sigurjón i hand- legginn . . . Enn fari að bítast... Lesandi hringdi til biaösins með eftirfarandi visu í tilefni fréttar á forsiðu Visis I gær: Margir ýtar ágætir æfa af kappi júdó, en fari að bita berserkir, er betra að keppa i lúdó. „Tfl hvers bok- nefnd? /# Nokkrir vinnufélagar höfðu samband við blaðið: „Okkur langar til að fá að vita, til hvers svonefnd „bak- nefnd” er stofnuð. Er hún stofnuð til að baka launþega eða til þess að fara á bak viöatvinnurekendur? Eða á hún kannski að stunda bak- tjaldamakk? Sárast væri þó, ef hún væri stofnuð til þess að leggjast út af á bakið. Við vinnufélagarnir höfum velt vöngum yfir þessu nafni og botnum ekkert i þvi, hvað það er, sem það stendur fyrir. En eitthvað hlýtur að liggja á bak við það..!!! Þetta er annars bráskemmti- legt nafn. Megum við kannski búast við, að það verði næst stofnuð siðunefnd?”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.