Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Miðvikudagur 26. marz 1975. vísir Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Bírgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ri(stjórn: 'Siðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. t lausasöiu 35 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Páskagjöf? Heldur hefur birt yfir samningaviðræðum aðila ) vinnumarkaðsins i dymbilvikunni. Sáttasemjari ( lagði á mánudag fram tillögu um 4.500 króna lág- í launabætur, sem deiluaðilar eru nú að skoða. ) Svo var að heyra á samningamönnum i gær, að \ betri horfur en áður væru á samkomulagi fyrir 7. ( april, þegar verkföllin, sem Alþýðusambandið í hefur hvatt til, eiga að hefjast. Hugsanlegt er, að ) samkomulag takist til bráðabirgða um láglauna- \ bætur en það verði siðan endurskoðað i haust, ( þegar séð er, hvernig efnahagsþróunin hefur orð- / ið i millitiðinni. ) Skammtimasamningar eru að • visu ekki til \ fyrirmyndar. En á þeim verðbólgutimum, sem í verið hafa i hálft annað ár, er eðlilegt, að menn / séu hræddir við samninga til langs tima. Alténd \ væri mikils virði fyrir sjúkt efnahagslifið, ef ( vinnufriður héldist í vor og sumar. Sá friður getur / hæglega stuðlað að nokkrum bata i þjóðar- ) búskapnum. \ Vinnufriðurinn, ásamt samdrætti þeim i rikis- ( búskapnum, sem efnahags- og fjármála- / frumvarp rikisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, munu \ sameiginlega stuðla að framhaldi á blómlegu at- ( vinnuástandi og hindra samdrátt i einkaneyzlu / láglaunafólks. Það er þvi til mikils að vinna fyrir ) báða deiluaðila að ná samkomulagi á grundvelli \ tillögu sáttasemjara. ( Það, sem raunverulega gerist, ef slikt sam- / komulag tekst, er, að sneið rikisins af þjóðar- ) kökunni minnkar, en sneiðar atvinnuveganna og \ láglaunafólks stækka. I þvi ástandi, sem verið ( hefur i efnahagslifinu, er slik tilfærsla blátt / áfram nauðsynleg, ef stöðva á þróunina i átt til \ kreppu. ( Næstum hvarvetna meðal nágrannaþjóða /i okkar rikir mikið og vaxandi atvinnuleysi með )) tilheyrandi brestum i efnahags- og þjóðmálum. \\ Hér á landi hefur hins vegar ekki bólað á atvinnu- ( leysi að neinu ráði, umfram hið staðbundna og / timabundna atvinnuleysi, sem verið hefur á \ undanförnum árum. Með vinnufriði nú, ættum ( við áfram að geta haft sérstöðu meðal Vestur- / landa á þessu sviði. ) Ekki væri hægt að hugsa sér betri páskagjöf \ deiluaðila til sjálfra sin og þjóðarinnar allrar en ( þá, að þeir notuðu dymbilvikuna vel til að brúa / það litla bil, sem enn er milli þeirra i samningun- ) um. ( -JK. Pá skagjöf! Þjóðin hefur fært sér aðra páskagjöf, þar sem ) er hið nýja varðskip, Týr. Þetta fullkomnasta \ varðskip flotans á að auka starfsgetu gæzlunnar ( um allt að 40%. / Ráðgert er, að gæzlan afli sér flugvélar i fram- \ haldi af komu varðskipsins. Þegar sú flugvél er ( komin, á Landhelgisgæzlan að vera fær i flestan ( sjó, þegar kemur að útfærslu efnahagslögsögu / okkar i 200 sjómilur. \ Þessi efling Landhelgisgæzlunnar er ein af for- ( sendum þess, að við getum stækkað lögsöguna ( fyrir næsta vetur, eins og rikisstjórnin hefur ) ákveðið. \ Þess vegna fögnum við öll komu varðskipsins ( og óskum skipherra þess og áhöfn allra heilla i / hinum vandasömu störfum, sem framundan eru ) við útfærslu efnahagslögsögunnar. ( -JK. (i Fylgir D'Estaing stefnu De Gaulles í varnarmálum? Valery Giscard D’Estaing, Frakklands- forseti, hefur mætt and- stöðu hjá kommúnistum og vinstrisinnum i Frakklandi i þeim áætlunum sinum að auka framlög til varnar- mála Frakklands. En hann hefur gripið til þess bragðs til að sljákkaði i andstöð- unni að láta I það skina, að Frakkland muni að öðrum kosti taka aftur þátt i varnarkerfi NATO, og þykir kommúnistum það verri kostur. Vinstrisinnar i Frakklandi hafa I hvert sinn, sem fjárlög eru ’ögð fram, eða fjárhagsáætlun gerð fram i timann, gagnrýnt hve miklu fé er varið til landvarna og hermála. Leiðtogar Frakka hafa getað gengið að andstöðu þeirra vfsri, i hvert sinn, sem þau mál hefur borið á góma. Stjórn D’Estaings forseta ’er einhuga í þvi, að láta ekki and- stöðuna setja sér stólinn fyrir dymar i þessu efni, og hefur gengið svo langt, að Jacques Chirac, forsætisráðherra — i heimsókn sinni til Sovétrikjanna — gaf í skyn, að hann mundi leggja fast að Leonid Brezhnev, leiðtoga rússneska kommúnista- flokksins, að hafa áhrif á franska kommúnista i þá átt, að þeir lækkuðu róminn. t sjónvarpsávarpi og ræðum, sem D’Estaing forseti ætlar að flytja i vikunni (sú fyrsta i gær- kvöldi), mun hann leggja áherzlu á varnarmálin og gera þar fulla grein fyrir stefnu sinni. Hafa menn mikið velt vöngum yfir þvi, hvort hann muni halda uppi þvi marki, sem De Gaulle forseti hóf á loft, nefnilega, að Frakkland yrði öðrum ríkjum óháð í hermál- um. — Kjarnorkusprengjutil- raunir Frakka undanfarin ár eru ein afleiðing þeirrar stefnu. Chirac forsætisráðherra sagöi frönskum fréttamönnum, þegar hann var kominn til Moskvu, aö hann ætlaði aö ræöa við Brezhnev ,,þá mótsögn” sem speglaðist annars vegar I afstööu Sovétríkj- anna og svo hins vegar franska kommúnistaflokknum. Sovétríkin hafa lýst þvi yfir, að þau vilji styðja Frakka i viðleitni þeirra til aö efla varnarmátt sinn. En franskir kommúnistar geri allt hvað þeir geti, til aö grafa undan grundvelli landvarnanna. Lét Chirac á sér skilja, aö eilif- ar tilraunir franska kommúnista- flokksins — sem venjulegast er þó fylgispakur Moskvullnunni — til þess að hindra aukin fjárframlög til varnarmála, gætu knúiö Frakkland til þess að leita aftur skjóls innan varnarkeöju NATO’s. Þótt Frakklandi hafi til þessa tekizt aö sneiða hjá mestu þreng- ingum þeirrar efnahagskreppu, sem nágrannariki þess hafa orðið fyrir siðustu tvö árin (með um- fangsmikilli vopnasölu til Araba- landanna og vinfengi við oliurik- in), þá hefur samt orðið tölu- veröur samdráttur hjá atvinnu- vegunum. Minni þjóðartekjur gera það að verkum, að Giscard D’Estaing, forseti, þarf sterkan meirihluta á þingi til aö sam- þykkja aukiö framlag til hermála á næsta ári. Ef kommúnistar létu af gagn- rýni sinni á stefnu stjórnarinnar I varnarmálum, á Frakklandsfor- seti siður á hættu að fá al- menningsálitið á móti sér, þegar hann ráðgerir aö verja miklu fé til að efla herinn, meðan önnur brýn verkefni veröa að biöa. Ummæli Chiracs i Moskvu voru lögð á ýmsa vegu. Embættismenn stjórnarinnar sögðu, að það væri D’Estaing forseti og Brezhnev leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins á góðri stund. — En forsetanum þykir ósamræmi I yfirlýsingum Sovétleiðtoganna annars vegar og gerðum franskra kommúnista. De Gaulle — stefna hans ræður miklu enn. ekkert nema eðlilegt, að forsætis- ráðherrann ræddi varnarmál viö Brezhnev. Þeir bættu þvi viö, að þaö væri einnig ofur eðlilegt að benda Brezhnev á, að sjálfstæöis- stefna Frakka hlyti að vera undir þvi komin, að þeir stæðu á eigin fótum við varnir sins lands. — Aukin fjárveiting væri svo undir- staða þess. Talsmönnum stjórnarinnar þótti liklegt, að Brezhnev mundi vera vikvæmur fyrir þvi, að vilji Sovétstjórnarinnar til þess að sjá Frakkland óháð Atlantshafs- bandalaginu væri i mótsögn við ýmsar gerðir franskra kommún- ista að undanförnu. Frakkland sleit hernaðarlegri samvinnu viö NATO árið 1966, þegar De Gaulle ákvað, að Frakkar skyldu koma sér upp eigin kjarnorkuvopnum. Hann undi ekki þeirri stefnu Banda- rikjamanna ogBreta að vilja ekki leyfa fleirum aö njóta af kjarn- orkuvopnabirgðum sinum i við- leitni til þess að hindra útbreiðslu kjamorkuvopna. Siðan hafa Frakkar sýnt litla tilhneigingu til aö snúa aftur til hernaðarsamstarfs NATO- rikjanna, þótt þeir haldi áfram stjórnmálalegum tengslum við bandalagið. 1 júnl i fyrra sagöi Giscard forseti við Joseph Lunz framkvæmdastjóra NATO, aö Frakkland mundi halda tryggð sinni viö bandalagið. Hann varað- ist hins vegar að segja nokkuö frekar, sem gengið gæti I berhögg viðstefnufyrirrennara sfns, og er þó Giscard D’Estaing ekki gaull- isti sjálfur. Stefna D’Estaings I varnarmál- um á mjög undir velvild gaullista, sem eru stærsti flokkurinn i stjórnarsamsteypunni. Verður hann þvi að stiga varlega til jarð- ar til þess að styggja ekki aðdá- endur leiðtogans gamla. A þvi heföi Michel Debre, fyrrverandi forsætisráðherra, og stuðnings- mönnum hans orðið hált. Gaullistar, studdir af Michel Jobert, utanrikisráðherra og fylgismönnum hans, eru fjand- samlegir öllum bandarískum áhrifum. Þeir eru i aöstöðu til þess að spilla sérhverri tilraun til þess að færa Frakkland inn i varnarvegg Atlantshafsbanda- lagsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.