Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Miðvikudagur 26. marz 1975. 7 Nú hugsum við „fslenzkt"... Eins og hverjir aðrir sómakærir íslendingar lesa Jón og hans kæra frú, hún Gunna, dag- blöðin sin af mikilli at- hygli. Þau lesa ekki bara Moggann og Visi, heldur lika Þjóðvilj- ann, Alþýðublaðið og Timann. Nei, blessuð verið þið, þau kaupa ekki öll blöðin, heldur skiptast á um þau við nokkrar fjölskyldur, þvi að eins og allir vita, kosta blöðin iika sitt. Einn daginn varð Jóni litið upp Ur einu blaðinu og varð að orði: „Heyrðu, Gunna min. Mér skilst, að þjóðarskútan sé bara alveg komin að þvi að sökkva. Við verðum að fara að hjálpa rikisstjórninni við að ausa og koma henni á r-éttan kjöl. Þetta hlýtur að vera alvarlegt, þvi að ég sé hérna svart á hvftu, að stjórnarandstaðan sé búin að ná sér i koppa og kirnur og ausi með. Alltaf? Nei, Gunna min, öðru hvoru, svona þegar allt ætlar i kaf. Þeim er þetta vist ekki ljúft verk”. „Nei, það er ekki von að þeir setji upp sparisvipinn blessað- ir”, skaut Gunna inn i. „Ég hef heldur aldrei enn heyrt annað um mina daga, en að ástandið væri nú ekki svona og svona, ef sá, sem ekki er i stjórn, héldi um stjórnartaum- ana, góðurinn minn.” „Meginmálið er það, Gunna min, að nú verður almenningur að koma til hjálpar. Þú sérð, að þetta er algjört S.O.S.” „Ja, það er nú það, góðurinn minn. Maður heyrir það sýknt og heilagt, að nú verði að herða sultarólina og byrja að spara. Ég hef meira segja heyrt, að þeir hæstsettu ætli að byrja, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. En mér dettur eitt i hug. Við getum þó alténd keypt Islenzkar vörur, eflt islenzkan iðnað. Þú veizt, að með þvi spörum við þjóðinni gjaldeyri i stórum stil en hann stendur nú á núlli eins og annað á þessum siðustu og verstu timum. Með þvi aö kaupa islenzkar vörur, sköpum við lika tslendingum vinnu við að framleiða, meira að segja þó að við þurfum stundum að flytja eitthvert hráefni inn. Meiri vinna, meiri peningar. Meiri vinna, meiri peningar minni hætta á atvinnuleysi og i staðinn fyrir að fara til Mall- orka I ár.fara allir Islendingar á fjöll, upp i öræfi og auðvitað hringinn. Og við borðum is- lenzkan mat, Islenzkt kex, ekk- ert Prinz polo eða innflutta kökubotna. Við verðum að vona, að ekki rigni mikið isumar„en ef svo illa vill til, verðum við sennilega að gera eina undan- tekningu á reglunni með þetta, allt islenzkt, og kaupa okkur út- lendan háfjallasólarlampa til þess að fá þennan langþráða brúna lit.” „Gunna min, ég vissi að þér var að treysta með að koma með eitthvað raunhæft. Ég er hamingjunnar pamfill. Ekki hefði þurft að hafa neitt alþjóð- legt kvennaár til að minna mig á hversu mikiis virði konan er. Nú er bara að koma þessum hugmyndum á framfæri. Hvað eigum við að hafa fyrir slagorð? Borðið islenzkt? Kaupið islenzk- ar vörur? íslenzkur fatnaður beztur? Klæðizt þvi, sem is- lenzkt er? Kaupum islenzkar iðnaðarvörur og styrkjum sjálf okkur um leið? En þetta er nú eitthvað fyrir ykkur konurnar að spekúlera i, þegar þú ferð i Ekkert meira af útlendum mat Gunna mín. Nú er það sá Islenzki sem gildir og komum þjóðarskútunni á réttan kjöl riiMiM I SÍÐAN næsta saumaklúbb og ef ég væri annað hvort I Kiwanis eða Ly- ons, þá væri þar rétti staður- inn til að hreyfa máiinu. Hugs- aðu þér! Það kæmi kannski mynd af mér i blöðunum, þar sem ég væri að færa islenzka iðnaðinum stóra fúlgu á silfur- diski. Yfir mér væri haldin ræða, sem væri eitthvað á þessa leið. „Okkurer heiður að þvi að taka við þessari gjöf frá honum Jóni Jónssyni. Hann hefur stuðl- að að þvf að þjóðarskútan er óð- um að rétta við. Hann hefur komið auga á það einfalda, sem hefur orðið öðrum til fyrir- myndar. Sem sagt,hann hugsar ISLENZKT. Hann ætti orðu skilið”. Heldurðu ekki, Gunna min, að þú yrðir hreykin af þvi að eiga slikan mann? Og vertu viss, ég myndi ekki gleyma þvi að segja frá þvi, að hugmyndin væri ekki bara min, heldur lika konunnar minnar. Það er annars skritið, hvað saumaklúbbarnir ykkar kenfólksins koma litið f sviðs- ljósið? Ég veit þó með vissu, að þar fæðast margar góðar hug- myndir. En nú verðum við að fara að snúa okkur að alvörunni, min kæra. Og þar sem þú ert hagsýn frú, þá ættir þú að bregða þér i nokkrar búðir og athuga um verð og gæði”. Hér á eftir kemur nokkuð af þvi sem Gunna fann út. Vöruverð tslenzkt kex, súkkulaðihúðað öðrum megin frá kr.105. Ekkert stóðum,hversumikib magn eða hvað var I þvi. Reyndist vera 200 gr. útlent kex súkkulaðihúð- aö öðrum megin. Upplýsingar stóðu um, hversu mikið magn eöa 142 gr á kr. 108. Ekkert hvað var I þvi. Islenzkt kremkex kr. 86,220 gr. Engar upplýsingar. Útlent kremkex kr. 100. 15 kök- ur, engin vigt, reyndist vera 250 gr. Upplýsingar um hvað það innihélt. Islenzkt smjörkex á 59 kr. og islenzkt matarkex á 116 kr. Engin vigt eða aðrar upp- lýsingar. tslenzkur appelsinusafi sama tegund seld i einni búð fyrir kr. 263 og annarri á kr. 330. Engar upplýsingar um eða innihald eða hvernig ætti að blanda hann. Það reyndist vera tæpur litri i brúsanum. Útlendur appelsinu safi kr. 445. Upplýs- ingar um magnið 1,5 litri og átti að blanda 1 á móti 4. Hann væri með um það bil 20 hitaeiningum i hverju blönduðu glasi. Ýtarlegar upplýsingar um, hvað hann innihéldi. Islenzkt sinnep kr. 90 f einni búö kr. 99 f annarri. Engar upp- lýsingar um magn eða innihald. Reyndist vera 200 gr með um- búðum. Útlent sinnep kr. 91. Vikt 150 gr fyrir utan umbúðir, Upplýsingar um innihald og hvernig ætti að geyma það. Islenzk tómatsósa. Fór eftir pakkningu, hvort magn var skráð. 480 gr á kr. 175. Engar upplýsingar fleiri. Útlend tómatsósa. Til á ákaflega mis- munandi verði. T.d. kr. 155. gr. 340. Upplýsingar um innihald. Niðursoðið á Islandi 1/2 dós af baunum og gulrótum. Bæði upplýsingar um vikt og inni- hald, eins og það útlenda. Is- lenzkt kr. 94. Útlent frá kr. 106, úr mörgum mismunandi tegundum að velja á mismun- andi verði. Islenzkar sardinur i oliu 106 gr. kr. 68. Upplýsingar um inni- hald eins og þær útlendu, sem kostuðu heldur meira. Bjúgu. Það eru hrossa- kinda- og kálfabjúgu. Engar upplýsingar, hvað er i þeim. Baconpylsa. Engar upplýsing- ar. Kjötbúðingur. Engar upp- lýsingar. Pylsur eru betur sett- ar. Upplýsingar um hráefni, næringargildi og suðutima. Umsjón: Erna V. Ingólfsdóttir Smjörliki. Sagt hvað það inni- heldur eins er með jurtasmjör- liki. Þó á þetta alls ekki alltaf viö. Stórar fötur af islenzkri sultu (eigum við að segja 2 og 1/2 kg) á kr. 730. Blandað aldinmauk. Ekki vitað hvað mikið magn. Útlend jarðarberjasulta kr. 144, gr 500. Engar fleiri upplýsingar. Ef við litum aðeins á þessar upplýsingar, sjáum við, að is- lenzkar vörur eru yfirleitt held- ur ódýrari, að minnsta kosti i dag. Likindin til þess að útlend- ar vörur hækki i „næstu send- ingu” eru lika meiri vegna gengislækkunarinnar. Hins veg- ar sjáum við, að viða vantar mikið á, að greinargóðar upp- lýsingar fylgi islenzkum vörum. Það er einmitt ekki sizt vegna þessarar vöntunar, að fólk freistast frekar til þess að kaupa þær útlendu. Þetta ætti framleiðendum að vera auðvelt að lagfæra. iiii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.