Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 9
I Vísir. Miðvikudagur 26. marz 1975. 9 Leikstjórinn John Huston lætur nú gamlan draum rætast. Hinn 69 ára gamli leikstjóri er enn að: John Huston lœtur nú gamlan draum rœtast Leikstjórinn John Huston er nú i sjöunda himni, þar sem hann stjórnar mikilli kvik- myndatöku við rætur háiendis Marokkó. Loksins er hann að hefjast handa um að gera þá kvikmynd, sem hann hefur þráð að gera i meira en 20 ár. „Nú er einn af draumum mín- um að rætast og ég er vitanlega glaður út af þvi, eins og sjá má,” segir John Huston, sem á að baki sér myndir eins og Fat City, Judge Roy Bean og Mackintosh Man. Myndin ber nafnið „The Man Who Would Be King” og er Sean Connery og Michael Caine i aðalhlutverkum. Myndin er byggð á hinu sigilda verki Rudyard Kipling. sem T.S. Eliot og Ernest Hemingway hafa sagt, að væri sú bezta smásaga, sem skrifuð hefur verið. Kanadiski leikarinn Christo- pher Plummer leikur Kipling. Myndin gerist i Indlandi á ár- unum um 1880. Tveir harðgerðir og einkennilegir náungar, fyrr- verandi liðþjálfar i brezka hern- um, sem nú eru óaðskiljanlegir, ákveða að fara frá Lahore i gegnum Afganistan til hins frumstæða Kfiristian til að freista gæfunnar sem sjálfskipaðir konungar. Þetta eru þeir Daniel Dravot (Sean Connery) og Peachy Carnehan (Michael Caine). Dravot er dýrkaður sem guð af lýðnum, en kemst fljótlega að þvi, að jafnvel veldi guðanna er valt. Huston er nú 69 ára gamall. Skeggið er grátt og bakið bogið. Þessi nýjasta kvikmynd kemp- unnar er talin kosta átta og hálfa milljón dollara eða á ann- an milljarð islenzkra króna. Þetta verður 32. mynd Huston. Sú fyrsta var „The Maltese Falcon”, sem hann gerði árið 1941. „Þegar ég fyrst hugðist tak- ast á við þetta verkefni hafði ég þá Clark Gable (i stað Sean Connery) og Humphrey Bogart (fyrir Michael Caine) i huga. En nú eru þessir ágætu leikarar báðir dánir,” segir John Huston „Nútima áhorfendum er hins vegar ekki hægt að bjóða upp á Amerikana i hlutverkum tveggja uppgjafaliðþjálfa i brezka hernum. Mig hefur ætið langað til að gera þessa mynd, þvi ég tel hana eitt bezta ævintýrið, sem skrifað hefur verið, og það er bæði litrikt, sérstætt og fullt af kimni. Það flytur einnig boö- skap, sem kemur greinilega i ljós, i enda sögunnar,” segir John Huston,. Sean Connery, hinn fyrrverandi James Bond 007, segir: „Samkvæmt öllu þvi, sem ég hef séð hér, tel ég, að þetta verði bezta mynd Huston. Hlutverk Dravot er vissulega eitt hið bezta hlutverk, sem ég hef feng- ið, hlutverk harðgerðs, einkennilegs ævintýramanns, sem að lokum er jafn móttæki- legur fyrir konum og völdum og hver annar.” Það er raunar aðallega ein kona, sem kemur við sögu og er hún leikin af seinni konu Michael Caine, fegurðardisinni frá Guyana, Sakira Baksh. Hundruð hirðingja hafa verið fengnir ofan úr fjöllunum, til að leika i smáhlutverkum. Þeir hafa aldrei yfirgefið fjöllin og munu sjálfsagt aldrei sjá sjálfa sig á hvita tjaldinu. Margir af karlmönnur.um hafa fallizt á að láta krúnuraka sig á hverjum degi fyrir hlutverk munka og presta. Huston hælir þessum aukaleikurum á hvert reipi. Mörg andlitanna telur hann óviðjafnanleg. Það var list i sjálfu sér að fá hirðingjana til að gera það i upphafi kvikmyndatökunnar, sem til var ætlazt. Það þýddi lit- ið að láta arabiskumælandi að- stoðarleikstjórann hrópa á þá. Hirðingjarnir gátu ekki skilið tilgang þess, sem þeir voru beðnir um. Þvi tók aðstoðarleikstjórinn það til ráðs að benda á John Huston og hrópa: „Sjáið, þessi snarvitlausi maður vill núna að þið hlaupið i 10 hringi. Ég hef -ekki hugmynd um, hvers vegna hann vill það. Flýtum okkur að gera þetta áður en honum dettur eitthvað enn brjálæðislegra i hug”. Renoir og Hawks fó sérstaka heiðursóskara Hinn aldraði kvikmyndaleik- stjóri, Jean Renoir, sem nú er áttræður, mun verða heiðraður með sérstökum heiðursóskar við næstu Óskarsverðlaunaaf- hendingu, sem fram fer áttunda april. Jean Renoir verður úthlutað verðlaunum fyrir afrek bæði á sviði þögulla mynda og tal- mynda, segir kvikmyndaaka- demian. Meðal kvikmynda Renoir eru tvær sigildar myndir „La Grande Illusion” og „La Regle du Jeu.” Renoir er nú búsettur i Hollywood. Akademian hefur einnig til- kynnt að bandariski leikstjórinn Howard Hawks verði sæmdur sérstökum Óskarsverðlaunum. 1 tilkynningunni var Howard Hawks nefndur einn af mestu leikstjórum amerisku kvik- myndanna með meiri háttar kúrekamyndir eins og „Red River” og „Rio Bravo” að baki. Breytt ákvæði varðandi möskvastærðir botnvörpu, flotvörpu og dragnótar Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli hlutaðeigandi á þvi, að það hefur fyrir nokkru gefið út tvær nýjar reglugerðir sem breyta eldri reglum um möskva- stærðir botnvörpu, flotvörpu og dragnót- ar. Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 393 31. desember 1974, um möskvastærðir botn- vörpu og flotvörpu og um lágmarksstærð- ir fisktegunda, eru möskvastærðir botn- og flotvarpna eftirfarandi: 1. Botnvarpa 135 mm 2. Flotvarpa 135 mm 3. Humarvarpa 80 mm 4. Rækjuvarpa 45 mm i vængjum, aftur að fremsta horni neðra byrðis Rækjuvarpa 36 mm i vængjum, aftan við fremsta horn neðra byrðis, i efra byrði, neðra byrði og poka. Samkvæmt 2. gr. reglugerðar nr. 278 9. september 1974, um dragnótaveiðar er lágmarksmöskvastærð dragnótar nú 135 mm. í áðurgreindum reglugerðum eru bráða- birgðaákvæði, sem veita timabundna heimild til þess að nýta þær vörpur og voð- ir, sem gerðar eru i samræmi við þær reglur, er giltu fyrir gildistöku áður- greindra reglugerða. Þessi timabundna heimild gildir til þess tima er hér greinir: 1. Botnvörpunet til 16. mai 1976. 2. Flotvörpunet til 16. mai 1977 3. Dragnótarnet til 1. desember 1975. Hins vegar skal það itrekað, að nú er al- gerlega óheimilt að gera nokkrar ráðstaf- anir til þess að afla erlendis frá eða fram- leiða hér aðrar vörpur og voðir en þær, sem gerðar eru i samræmi við ákvæði reglugerða 393/1974 um möskvastærðir botnvörpu og flotvörpu og 278/1974 um dragnótaveiðar. Mun ráðuneytið nú taka upp eftirlit með innflutningi á netum og netagerð innanlands. Ráðuneytið væntir samvinnu þeirra, sem hlut eiga að máli og er reiðubúið að veita þær upplýsingar, sem það getur varðandi þessi mál. Sjávarútvegsráðuneytið 24. mars 1975. VÍSIR vísar ó viðskiptin Myntalbúm Allt fyrir myntsafnara FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavörðustig 21 A-Simi 21170

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.