Vísir - 26.03.1975, Síða 17

Vísir - 26.03.1975, Síða 17
Vísir. Miðvikudagur 26. marz 1975. 17 ÚTVARP OG SJÓNVARP UM PÁSKANA Útvarp fimmtudag kl 16,40: Tvœr smá- sögur eftir Matthías Tvær smásögur verða fluttar eftir Matthias Johnannessen i útvarpinu á morgun, en þá er skirdagur. Sögurnar heita „Sið- asti vikingurinn” og ,,Mold und- ir malbiki”. Það er höfundur sjálfur, sem les. r Utvarp fimmtudag kl. 16,40: Ýmislegt um skíða- íþróttina Ef veður leyfir, bregða sér sjálfsagt margir á skiði um. páskana. t barnatimanum á Útvarp föstudaginn langa kl. 16,15: Meistari Jón MEISTARI Jók kallast dag- skrá, sein tekin er saman af herra Sigurbirni Einarssyni biskupi, og flutt verður i útvarp- inu á föstudaginn langa. Niu guðfræðinemar lesa þar úr ritum Jóns Vidalins. Dr. Steingrimur J. Þorsteinsson flytur kvæði Einars Benedikts- sonar „Meistari Jón”. Dr. Ró- bert A. Ottósson stjórnar tón- listarflutningi. Dagskrá þessi var áður flutt fyrir niu árum. — EA. Biskupinn tók saman dagskrá, sem flutt verður i útvarpinu föstudaginn langa. morgun, skirdag, verður fjall- að um skiðaiþróttina. Til dæm- is verður flutt efni frá skíöa- skólanum i Kerlingarfjöllum. Barnatimanum stjórnar Agústa Björnsdóttir. Sjónvarp kl. 22,30 föstudaginn langa: GAF ALTARIS- TÖFLUNA í HALLGRÍMS- KIRKJU í SAURBÆ — mynd um finnska mólarann Lennart Segerstrdle ÞIN BYRDI ER MÍN heitir mynd, sem sjónvarpið sýnir að kvöldi föstudagsins langa. Er hér um að ræða finnska heimildarmynd um málarann Lennart Segerstrðle, sem við sjáum hér á meðfylgjandi mynd við vinnu sína. Segerstrále, er nú á niræðis- aldri, en hann hefur á löngum listferli getið sér frægðarorð fyrir fjölhæfni og kunnáttu i málaralist. Kunnastur er hann fyrir trúarlegar myndir 'og meðal þeirra má nefna altaristöfl- una, sem hann gaf Hallgrims- kirkju i Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. býðandi og þulur er Hrafn Hallgrimsson, en myndin hefst kl. 22.30. — EA Michaelangelo á afmœliáföstudagmn Fimm hundruð ár eru liðin frá fæðingu listmálarans mikla Michaelangelo á föstudaginn langa. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur mun i tilefni af af- mælinu halda fyrirlestur i út- varpinu þann dag, þar sem rifj- uð verður upp ævi Michael- angelo og spjallað um list hans og bakgrunn hennar á italiu á þeim timum. — JB Sjónvarp, föstudaginn langa, kl. 20,15: Eitt viðamesta verk sœnska sjónvarpsins „Töfraflauta" Mozarts í leikstjórn Ingmars Bergman í 20 ár hafði Ingmar Bergman hugsað um að setja á svið Töfraflautu Mozarts. Hann fékk tækifærið til þess, þegar sænska útvarpið átti 50 ára afmæli, en það var einmitt þetta árið. A nýársdag var verkið frumsýnt i sænska sjónvarpinu. Við sjáum þetta verk i sjónvarpinu á föstudaginn langa klukkan 20.15. 1 þessu verki höfðar Ingmar Bergman til allra, þarna er komin saga fyrir börnin, músik fyrir unglinga og ekki siður fyrir fullorðna. Þetta er eitt viðamesta verkið, sem sænska sjónvarpið hefur tekið að sér, en það virðist hafa tekizt frábær- lega vel. Töfraflautan var fyrst sett á svið 30. september árið 1791 i Vin. Mozart vann að óperunni vorið og sumarið 1791. Tæpum tveimur mánuðum eftir uppfærsluna lézt hann, 35 ára gamall. En hann hafði fengið að heyra og sjá frábærar mót- tökur, sem Töfraflautan hlaut. Töfraflautan var ekki samin fyrir sérfræðinga og sérlega músikaðdáendur, heldur fyrir almenninginn. Eftir rúmlega tveggja ára undirbúning i Sviþjóð var byrjað að leika verkið i lok marzmánaðar 1974. Geysilega margir listamenn voru prófaðir áður en valið var i hlutverkin, þvi að til alls skyldi vandað sem mest. Sænska sjónvarpið sá alger- lega um sviðsetningu, sem var erfitt verk og nákvæmt. Með aðalhlutverkin fara Josef Köstlinger, Irma Urrila, Hákon Hagegárd, Ulrik Cold, Birgit Nordin og Ragnar Ulfung. Eric Ericson stjórnar kór og hljómsveit sænska útvarpsins. Leikstjóri er svo Ingmar Berg- man, eins og fyrr er komið fram. Aðalsöguhetjan er sveinninn Taminó. Hann er á veiðum, þegar dreki mikill og illvigur ræðst að honum. Það verður honum til bjargar, að þrjár þjónustumeyjar nætur- drottningarinnar ber þar að. Þær vinna á drekanum og segja drottningu sinni, hvað fyrir þær hefur borið. Drottning segir nú Taminó frá dóttur sinni, Paminu, sem numin var á brott af töframanninum Sarastro. Það verður úr, að Taminó heldur af stað til að heimta meyna úr höndum töfra- mannsins. Hann er vopnaður töfraflautu, sem næturdrottningin hefur gefið honum, og með honum i för er fyglingurinn Papagenó, ógætinn i tali og dálitið sér- sinna. -EA. Tamino (Josef Köstlinger) og Pamina (Irma Urrila). SJÓNVARP • Föstudagur 28. mars 1975 (Föstudagurinn langi) 17.00 „Hann skal erfa vindinn” (Inherit the Wind) 19.05 Hlé. 20.00 Fréttir og veöur. 20.15 Töfraflautan.öpera eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 22.30 Þfn byrði er mln. 23.20 Dagskrárlok. Laugardagur 29. mars 1975 16.30 íþróttir. Knatt- spy rnukennsla. Enska knattspyrnan. Aðrar Iþróttir. Umsjónarmaður Cmar Ragnarsson. 18.30 Lina Langsokkur. Sænsk framhaldsmynd. 13. þáttur. Sögulok. Þýðandi Kristin Mantyla. Aður á dagskrá haustið 1972. 19.00 Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Dagskrá og auglýsingar. 20.30 Elsku pabbi.Breskur gamanmyndaflokkur. Hús til sölu. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. 20.55 Vaka. Dagskrá um bókmenntir og listir á lföandi stund. Umsjónar- maður Aðalsteinn Ingólfs- son. 21.35 Kristnihald I Kongó. Þýsk heimildamynd um tilraunir sumra afríkuþjóða til að aðlaga kristna trú þjóðlegum siðum og háttum. Þýðandi Auður Gestsdóttir. Þulur Jón Hólm. 22.15 Anastasia. 23.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 30. mars 1975 17.00 Páskaguðsþjónusta i sjónvarpssal. Séra Árelíus Nielsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Langholts- safnaðar syngur. Söngstjóri og organleikari Jón Stefánsson. 18.00 Stundin okkar Kór öldutúnsskóla i Hafnarfirði syngur. Nemendur i Ballett- skóla Eddu Scheving dansa vordansa, og sýnt verður leikritið ,,Mér er alveg sama, þótt einhver sé að hlæja að mér” eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Stefánsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.15 Eldur i öskju Fyrir réttum hundrað árum, 29. mars árið 1875, hófst mikið eldgos i öskju, og varð það upphaf þess harðindakafla, sem varð ein af megin- orsökum fólksflótta ns vestur um haf. 1 tilefni þess, að öld er liðin siðan þetta varð, ræðir Eiður Guðnason við Sigurð Þórarinsson, jarðfræðing, um gosið og afleiðingar þess, og siðan verður sýnd stutt kvikmynd eftir ósvald Knudsen. Nefnisthún „Eldur i öskju” og fjallar aðallega um öskjugosið 1961. 20.45 íslensk kammermúsik Rut Ingólfsdóttir, Pétur Þorvaldsson og Halldór Haraldsson leika Trió i e- moll fyrir fiðlu, selló og pianó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.05 Edward Munch Norsk kvikmynd um málarann Edvard Munch og æviferil hans. Fyrri hluti. Leikstjóri Peter Watkins Aðalhlutverk Geir Westby, Gro Fraas, Johan Halsbog og Lotte Teig. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin lýsir bernskuárum listamannsins á heimili, þar sem sjúk- dómar og dauði setja mark sitt á daglegt lif. Siðan er fylgst með þroskaferli hans og leit hans að tjáningar- formi við sitt hæfi. öll hlut- verk i myndinni eru leikin af áhugafólki og eru þátttak- endur alls um 360. Siðari hluti myndarinnar er á dag- skrá á annan dag páska. (Nordvision — Norska sjónvarpið) Mánudagur 31. mars Annar i páskum 18.00 Endurtekið efni Björgunarafrekið við I.átrabjarg Heimildamynd. sem Óskar Gislason gerði fyrir Slysavarnafélag tslands, er breskur togari fórst undir Látrabjargi fyrir nærfellt 30 árum. Mynd þessi hefur verið sýnd viða um land og einnig erlendis. Hún var áður á dagskrá sjónvarpsins fyrir rúmum sjö árum. 18.50 Illé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Edvard Munch Kvikmynd um norska málarann Edvard Munch og æviferil hans. Siðari hluti. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 22.15 Rolf Harris Fyrsti þátt- urinn i flokki breskra skemmtiþátta, þar sem ást- ralski söngvarinn og æring- inn Rolf Harris skemmtir ásamt fjölda þekktra lista- manna. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 22.55 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.