Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 18

Vísir - 26.03.1975, Blaðsíða 18
18 Vlsir. Miðvikudagur 26. marz 1975. ÚTVARP OG SJÓNVARP UM PÁSKANA Úfvarp laugardag kl. 19,35: „Flestir lesa um það en stafkrók af því..." — Paradísarmissir í útvarpinu „Flestir lesa um það afrek, sem þýðing Jóns frá Bægisá á Paradísarmissi Miltons er og hversu stórmerkiieg hún sé, en sjá aldrei stafkrók af verkinu. Þar sem Milton á 300 ára ártið 1974, eins og Hallgrímur Péturs- son, og Paradisarmissir er einmitt ortur á sama áratug og Hallgrlmur orti Passiusálmana, hafði ég I huga að snúa verki Miitons I leikritsform á sama ári.” Það var Hrafn Gunnlaugsson, sem þetta sagði i sambandi við það, að hann hefur nú búið Paradísarmissi Johns Milton til útvarpsflutnings og er hann lika stjórnandi. Verk þetta verður flutt i út- varpinu á laugardag klukkan 19.35. Verður fyrri hlutinn flutt- ur þá en sá siðari á páskadags- kvöld. Hrafn þurfti að glugga i 408 blaðsiður, þétt setnar smáu letri, og var i heilt ár að glugga i Paradisarmissinn, áður en hann kvaðst hafa fengið af þvi leikrænt inntak. Upphaflega hafði Hrafn hugsað sér að gera verkið að söngleik. En verkið fjallar um heimsmyndina, hrun og fall mannsins,helviti, himininn og aldingarðinn Eden. Satan ákveður að fara i Eden og skriða inn i munn sofandi högg- orms. I útvarpsleikritinu er að finna tvær persónur, sem ekki eru i frumverkinu sjálfu: Skáldið (þ.e. Milton/Jón) og sögumann. Skáldið er fulltrúi Miltons, sá, sem sér og lýsir þvi sjónarspili, sem fer fram á himni, i helviti og á jörð, en sögumaður er eins konar túlkur og tengiliður at- burðarásarinnar. sjá aldrei Flytjendur eru Jón Sigurðs- son, Róbert Arnfinnsson, Sig- urður Karlsson, Helgi Skúlason, Karl Guðmundsson, Rúrik Haraldsson, Árni Tryggvason, Steinunn Jóhannesdóttir og Herdis Þorvaldsdóttir. -EA. Útvarp föstudaginn langa kl. 14,00 og kl. 22,15: VIÐ HEYRUM MESSÍAS f ÚTVARPINU Útvarpshlustendum gcfst kostur á að heyra flutning Pólýfónkórsins ' á óratóriunni Messiasi i útvarpinu hátiðisdag- ana. Til að byrja með verður fyrri hluti verksins fluttur á föstu- daginn langa klukkan tvö. Sið- asti hlutinn er svo á dagskrá þá um kvöldið klukkan kortér yfir 10. Stjórnandi er Ingólfur Guð- brandsson. Flytjendur auk Pólýfónkórsins eru Janet Price, Rut L. Magnússon, Neil Mckee, Glyn Davenport og félagar _ i Sinfóniuhljómsveit íslan(ís. Messias er sem kunnugt er eftir Georg Friedrich Hándel. — EA „Vaka" laugardagskvöld: MÁLARALIST, KVIK- MYNDIR, TÓNLIST OG LEIKLIST Vaka, þáttur um bókmenntir og listir I umsjá Aðalsteins Ingólfssonar, verður á dagskrá sjónvarpsins I kvöld. Þátturinn hefst á flutningi á hluta úr Messiasi sem Pólýfón- kórinn flytur nú um páskana. Þá verður i þættinum kynning á sýningu verka eftir Guðmund frá Miðdal og þá litið inn á æf- ingu hjá Sinfóniuhljómsveitinni I tilefni 25 ára afmælis hennar á þessu ári. Rætt verður við Jón Sen og Guðnýju Guðmundsdótt- ur konsertmeistara. Þá mun Sigurður Sverrir Pálsson fjalla um eina af mynd- um Bunels, „The Discreet Charm of The Bourgeouisie”, sem Nýja bió tekur til sýningar á eftir myndinni um Poseidon ævintýrið. Að lokum verða sýnd atriði úr tveim óvenjulegum leiksýning- um. Annars vegar er sýning Menntaskólans við Hamrahlið á „GIsl” eftir Brendan Behan og hins vegar atriði úr „Þrem skálkum” i uppfærslu Leik- klúbbs Laxdæla. — JB Sjónvarp laugardag kl. 22,15: Yul Brynner og Ingrid Bergman á skerminum — í myndinni Anastasía Þeir, sem ætia að sitja heima um páskana fá vlst nóg af fræg- um andlitum inn I stofu hjá sér. Á laugardagskvöldið sýnir sjónvarpið okkur framan I Yul Brynner, Ingrid Bergman og Helen Ilayes, allt mjög fræga leikara. Koma þeir fram i myndinni Anastasia. Anastasia er bandarisk mynd frá árinu 1956. Hún gerist i Paris árið 1928. Nokkrir háttsettir ÚTVARP # FIMMTUDAGUR 27. marz Skírdagur 8.00 Létt morgunlög. (8.15 Fréttir og veðurfregnir). 9.00 Fréttir. Urdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15 Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnars- son les framhald „Sögunnar af Tóta” eftir Berit Brænne (22). 9.30 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Konsert i C-dúr fyrir flautu og hörpu (K299) eftir Mozart. Karl- heinz Zöller og Nicanor Zabaleta leika meö Fil- harmoniusveitinni i Berlin. Stjórnandi: Ernest Marzen- dorfer. b. Pianókvartett I c- moll op. 60 eftir Brahms. Pro Arte kvartettinn leikur. 11.00 Messa I Bústaðakirkju Prestur: Séra Lárus Hall- dórsson. Organleikari: Danlel Jónasson. Kirkjukór Breiðholtssóknar syngur. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frlvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.25 Milton og Bægisárklerk- ur. Heimir Pálsson lektor i Uppsölum flytur erindi. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátið I Austurrlki I fyrra a. György Cziffra leikur á pianó verk eftir Lully, Daquin, Hummel, Schubert, Schumann, Liszt og Chopin. b. Arleen Augér syngur lög eftir Joseph Marx við ljóð úr „Itölsku ljóöabókinni” eftir Paul Heyse, Erik Werba leikur á pianó. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Tvær smásögur eftir Matthias Johannessen. „Síöasti vikingurinn” og „Mold undir malbiki”. Höfundur les. 16.40 Barnatimi: Agústa Björnsdóttir stjórnar. A skiðum: Ýmislegt um skiðaiþróttina, m.a. verður flutt efni frá skiðaskólanum I Kerlingafjöllum. 17.30 Miðaftanstónieikar: Frá skólatónleikum Sinfónlu- hljómsveitarlslands 5. aprll I fyrra. Stjórnandi Bohdan Wodiczko. Einleikari á óbó: Leon Goossens. Kynnir: Þorgerður Ingólfsdóttir. a. óbókonsert i c-moll eftir Marcello. b. „Dlsarkoss”, balletttónlist eftir Stra- vinsky. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Sagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.25. Mælt mál Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Einsöngur I útvarpssal: Þurlður Pálsdóttir syngur gamlar, Italskar aríur við undirleik ólafs Vignis Al- bertssonar. 20.00 Framhaidsleikritið „Húsiö” eftir Guðmund Danlelsson. Tiundi þáttur: Stríö og friður. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Pers. og leikendur auk höfundar, sem fer með hlutv. sögu- manns: Jóna Geirs . . . Kristbjörg Kjeld, Hús Teitur . . . Bessi Bjarnason, Jón Saxi... Gisli Alfreðsson, óskar læknir . . . Ævar R. Kvaran, Marius apotekari . . . Helgi Skúlason, Eyjólfur snikkari . . . Rúrik Haralds- son. Aðrir leikendur: Anna Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Anna Kr. Arngrimsdóttir, Guðmund- ur Magnússon, Helga Bach- mann, Valur Gíslason, Baldvon Halldórsson og Helga Stephensen. 20.55 Planósnillingurinn Ru- dolf Serkin á tónleikum Tónlistarfélagsins í Há- skólabiói 18. jan. ,i vetur. Hann leikur tvær sónötur eftir Ludwig van Beet- hoven: Sónötu I f-moll op. 2 nr. 1 og Sónötu i c-moll op. 111. 21.45 Spámaöurinn. Gunnar Dal skáld les úr þýðingu sinni á ljóðabók eítir Kah- lil Gibran. 22. Fréttir. 22. 15 Veðurfregn- ir. Kvöldsagan: „Færeying- ar” eftir Jónas Arnason Gísli Halldórsson leikari les sjöunda og siðasta hluta frásögu úr „Veturnótta- kyrrum”. 22.40 Árstfðakonsertarnir eftir Antonio Vivaldi I Musici leika. 23.30 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. FÖSTUDAGUR 28. marz Föstudagurinn langi 9.00 Morguntónieikar. (10.10 Veðurfregnir). a. Fantasía og fúga f g-moll eftir Bach. b. „Sjö orö Krists á krossin- um”, strengjakvartett op. 51 eftir Haydn. Amadeus- kvartettinn leikur. c. Pianó- konsert nr. 3 I Es-dúr eftir John Field. Felicja Glum- enthal og Kammersveitin i Vinarborg leika: Helmuth Froschauer stjórnar. 11.00 Messa I Frlkirkjunni I Reykjavlk Prestur: Séra Þorsteinn Björnsson. Org- anleikari: Sigurður Isólfs- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tónleikar. 13.30 Mannssonurinn Magnús Torfi Ólafsson alþingismað- ur flytur hugleiðingu um pislarsöguna. 14.00 óratórlan „Messías” eftir Georg Friedrich Handel. Flytjendur: Janet Price, Rut L. Magnússon, Neil McKee, Glyn Daven- port, Pólýfónkórinn og fé- lagar i Sinfóniuhljómsveit Islands. Stjórnandi: Ingólf- ur Guðbrandsson Fyrri hluti verksins. Siðari hluti er á dagskrá að kvöldi sama dags kl. 22.15 . 15.00 Michelangclo, lif hans og listAðalsteinn Ingólfsson listfræðingur flytur erindi. 15.35 Samleikur i útvarpssal Flytjendur: Sigurður Ingi Snorrason, Guðrún Krist- insdóttir, Hlif Sigurjóns- dóttir, Halldór Haraldsson, Gunnar Kvaran og Gísli Magnússon. a. Inngangur og dans eftirTomasi. b. Þrir þættir eftir Stravinsky. c. einleiksþáttur eftir Messag- er. d. Sarabande og Gigue eftir Bach. e. Rapsódíuþátt- ur eftir Bartók. f. Fantasíu- þættir eftir Schumann. 16.15 Veðurfregnir . Meistari JónDagskrá tekin saman af herra Sigurbirni Einarssyni biskupi. (Áður flutt fyrir níu árum). Niu guðfræðinemar lesa úr ritum Jóns Vidalíns. Dr. Steingrimur J. Þor- steinsson flytur kvæði Ein- ars Benediktssonar „Meist- ari Jón”. Dr. Róbert A. Ottósson stjórnar tónlistar- flutningi. 17.20 Kór Menntaskólans við Hamrahllð syngur andleg lög. Stjórnandi: Þorgerður Ingólfsdóttir. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Sigrún Guöjóns- dóttir les (9). 18.00 Miðaftantónleikar a. Intermezzo úr óperunni „Orfeus og Evridís” eftir Gluck. Bach-hljómsveitin i Miinchen leikur: Karl Richter stjórnar. b. Selló- konsert I g-moll eftir Georg Mathias Monn. Jaqueline du Pré og Sinfóniuhljómsveit Lundúna leika: Sir John Barbirolli stjórnar. c. Klari- nettukonsert i c-moll op. 26 eftir Louis Spohr. Gervase de Payer og Sinfóniuhljóm- sveit Lundúna leika, Colin Davis stjórnar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.20 Sveitakirkjunar gömlu Þór Magnússon þjóðminja- vörður flytur erindi. 19.45 Einleikur i útvarpssal: Ilelga Ingólfsdóttir leikur á sembalEnska svitu nr. 3 i g- moll eftir Johann Sebastian Bach. 20.10 Frá hátlðarsamkomu i Hallgrlmskirkju I Saurbæ á 300. ártið Hallgrims Péturs- sonar 27. okt. i haust. Hall- dór E. Sigurðsson ráðherra flytur ræðu. Guðrún As- mundsdóttir leikkona les úr andlátssálmum séra Hall- grims og kvæði eftir Matthias Jochumsson og Hannes Pétursson. Sigur- veig Hjaltested syngur við orgelleik Úlriks Ólasonar. Kirkjukór Akraness syngur passiusálmalög undir stjórn Hauks Guðlaugssonar söng- málastjóra við orgelleik Friðu Lárusdóttur og Mána Sigurjónssonar. Máni Sig- urjónsson leikur einnig á orgel tvö verk eftir Bach: Sálmaforleik og Prelúdiu og fúgu-i h-moll. 21.15 Triósónata I D-dúr eftir Johann Christoph Friedrich Bach.Hans Kann leikur á pianó, Helmut Riessberger á flautu og Wilfried Böttcher á knéfiðlu. 21.30 „Blómið blóðrauða”, frásaga eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Pétur Sumarliðason kennari les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. óra- tórian „Messlas” eftir Handel: — siðari hluti. Pólýfónkórinn og félagar i Sinfóniuhljómsveit Islands flytja undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Einsöngv- arar: Janet Price, Rut L. Magnússon, Neil McKee og Glyn Davenport. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. LAUGARDAGUR 29. marz 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8,15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Veðrið og við kl. 8.50: Markús Á. Einarsson veð- urfræðingur. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Sigurður Gunnarsson lýkur lestri þýðingar sinnar á „Sögunni af Tóta” eftir Berit Brænne (23). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óska-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.