Vísir - 11.04.1975, Page 2

Vísir - 11.04.1975, Page 2
2 Vísir. Föstudagur 11. apríl 1975. vimm — Hafið þér gefið i FRÍ-söfnun- ina? Gunnar Valdimarsson, lögreglu- þjönn: — Nei, það hef ég ekki gert. En það er ekki útilokað, að ég eigi eftir að gera það. Hins vegar var ég á móti sigarettu- pakkasöfnuninni. Fannst sú fjár- öflunaraðferð ekki samræmast alveg hugsjónum iþróttamanna. Sigurður Danielsson, verzlunar- maður: —Nei,ekki ennþá. En ég er liklegri til að gera það núna eftir að hætt er við pakkasöfnun- ina. Ingvi Einarsson, sjómaður: Nei, það hef ég ekki gert. Ég er hálfhissa á FRI að hætta við pakkasöfnunina. Það var ekki svo fráleit fjáröflunarleið og ég trúi þvi ekki, að hún hefði haft skaðleg áhrif. Fólk hefði hvorki reykt meira né minna þrátt fyrir að henni hefði verið haldið áfram. Erlendur Hauksson, matsveinn: — Nei, ég er ekki búinn að þvi, en ætla að gera það alveg hiklaust. Það er sjálfsagt að styrkja gott málefni. Mér hefði bara fundizt pakkasöfnunin mega halda áfram lika. Það vantar peninga, og er ekki nokkuð sama hvaðan þeir koma? Arnór Ilannesson, skrifstofumað- ur: — Nei, ég hef ekki gert það, en væri liklegur til þess ef leitað væri til min. Áhugi minn er ekki nógu mikill til að ég leiti uppi þá sem eru að safna... Helgi Daníelsson, rannsóknarlög- reglumaður og iþróttafréttarit- ari: — Ég ætia að gefa. Ég hafði tekið þá ákvörðun að láta eitthvað af hendi rakna, ef FRl sýndi þann manndóm að hætta við pakka- söfnunina áðuren sýnt yrði, hvort hin söfnunin mundi gefa eins mik- ið af sér og tóbakið. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Tekur því ekki að fara til Spónar fyrir 2 vikur" Sólarunnandi skrifar: „Undanfarin ár hef ég og fjöl- skylda min eytt sumarleyfi okkar með ferðalögum um land ið, aðallega i tjöldum með mis- jöfnum árangri — þó oft ágæt- um. S.l. sumar breyttum við til og eyddum öllu sumarfri'inu, 4 vik- um, suður á sólarströnd Spánar. Þetta fannst öllum mjög skemmtileg ferð, en mest hrif- inn var ég af þvi, hve heilsufar okkar allra virðist hafa batnað mikið á sviði kvefkvilla. Núna i vetur hefur enginn úr fjölskyld- unni fengið kvef eða skylda kvilla, en undanfarna vetur hafa allir fengið slika kvilla nokkrum sinnura á vetri — ég t.d. hef verið með meira og minna stöðugt kvef megnið af hverjum vetri, en núna ekkert. Þetta þakka ég að sjálfsögðu hinu mikla sólskini, sem við fengum þarna suðurfrá og sér- staklega sólböðunum siðustu tvær vikurnar þarna, en þá varð maður virkilega brúnn. Hefðum við „aðeins” verið þarna 2 vik- ur, þá efast ég um, að við hefð- um náð þessari heilsubót. Þess vegna er ég staðráðinn i að reyna að komast aftur til sólarstrandarinnar 4 vikur i haust, ef nokkur kostur yrði á þvi, en myndi láta vera að fara fyrir 2 vikur aðeins. Slik „skyndiferð” myndi ekki svara kostnaði og ekki ná tilætluðum árangri. Þess vegna erum við mjög undrandi og óhress yfir ákvörð- un gjaldeyriseftirlits bankanna að banna lengri en 2 vikna Spánarferðir. Þetta virðist vera afar heimskuleg ráðstöfun, þar sem hér er aðeins um litið brot af 1% heildargjaldeyriseyðslu okkar að ræða. Ég vildi gjarnan (og margir aðrir eflaust) fá að vita, hvaða aðilar eða flokkur bera ábyrgð á slikri heimsku og tilhneigingu i höftum — þvi slika aðila og flokka mun ég i' framtiðinni var- ast að styðja og siður kjósa.” „Ef þeir halda ófram að hakka í sig nesin' „DAS á þakkir skildar fyrir að gefa kaupendum sínum kost á að vinna þetta stór- glœsilega hós sem aukavinning á nœsta happ- drœttisári..." Björn Pálsson, Viðilundi 4, Garðahreppi skrifar: „Sem lesandi Visis get ég ekki orða bundizt um þessi skrif i les- endabréfum blaðsins um happ- drætti DAS. Hverslags börn eru þetta, sem eru að skrifa um jiessi mál? Það vita allir (að minnsta kosti þeir sem eitthvað vilja vita og spila i stóru happ- drættunum), að það er dregið úr öllum útgefnum miðum og hefur alla tið verið. öll happdrættin hafa ákveðinn fjölda af miðum, sem er ákveðinn af ráðuneytinu og alþingi. En happdrætti DAS er eina happdrættið, sem hefur sett vinning aftur inn. Á stjórn happdrættis DAS þakkir skildar að gefa kaupend- um sinum kost á að vinna þetta stórglæsilega hús sem auka- vinning á næsta happdrættisári. En stjórninni bar ekki nein skylda til að gera þetta. Erþað stórmannlega gert og i samræmi við þær glæsilegu byggingar á Hrafnistu, sem happdrættið hefur átt stærstan þátt i að fjármagna og stór- framkvæmdirnar, sem fram- undan eru i Hafnarfirði. Þvi skora ég á sem flesta að styðja happdrætti DAS, þvi að um leið bæta þeir hag hinna öldruðu, en það er svo sannar- lega gott málefni! ” Lesandi sendi Vísi meðfylgjandi mynd og bréf: „Þetta er tækið, sem þá vantar tilfinnanlega hjá Haf namálastof nuninni, ef þeir ætla að halda áf ram að hakka í sig nesin okkar. Þetta er 47 tonna neðan- sjávarýta, sem að sjálfsögðu þarf f roskmann til að stjórna. Hefðu þeir haft svona tæki á Álftanesinu, hefðu þeir sennilega verið búnir með f jörurnar, áður eri náttúruverndarunnendur hefðu getað snúið sér við. — Það er japanskt fyrirtæki, sem fram- leiðir þennan grip og auglýsir hann í nýjasta hefti Newsweek." „Gengið er sigið, öllu er eytt..." Hjalti Friögeirsson sendi eftirfarandi fréttapistil í bundnu formi: Tæknin er mikil, sé tölvunni beitt, Timinn og áburður niðurgreiddur. Gengið er sigið, öllu er eytt, Einar i Moskvu afvegaleiddur. KOMA STORKSINS JARTEIKN? H.A. hringdi: „Ég var að velta þvi fyrir mér, hvort heimsókn storksins til íslands — þið vitið, storksins sem var að spóka sig einhvers staðar fyrir austan — hefur ekki haft einhverja táknræna þýð- ingu. Persónulega er ég þeirrar skoðunar, að koma storksins hingað sé jarteikn um það, hve varasamar kröfur um frjálsar fóstureyðingar eru. Það er alkunna, að i flestum löndum heims, nema Islandi, er það storkurinn, sem sér um mann- fjölgunina, og þvi hafi æðri máttarvöld séð ástæðu til að senda þennan fulltrúa frjósem- innar hingað til okkar. Niðurstaðan er sem sagt sú, að storkurinn hafi verið sendur hingaö til að storka þeim, sem vilja heimila fóstureyðingar eft- ir duttlungum.”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.