Vísir - 11.04.1975, Page 7

Vísir - 11.04.1975, Page 7
Vísir. Föstudagur 11. april 1975. 7 Þau minnstu vita sjálf hvenœr þau þurfa að sofa Það er misjafnt hversu mikið börn þurfa að sofa. Ársgam- alt barn sefur venju- lega 13 tima á sólar- hring, en það er jafnal- gengt að bam á þessum aldri þurfi ekki nema 10 og hálfs tima svefn. Sum geta þó þurft al- veg 15 tima svefn á hverjum sólarhring. Þriggja ára barn þarf venjulegast um 12 tima svefn á sólarhring, en i sumum tilfellum tveimur timum minna og i öðrum tveimur timum meira. Smábörn vita sjálf hversu mikið þau þurfa að sofa, og það er engin hætta á þvi að þau sofi ekki nóg. Þau sýna það venju- lega hvenær þau eru syfjuð og segja frá þvf þegar þau vilja ekki sofa. Flest börn halda áfram að sofa eitthvað á daginn fram yfir 2ja ára aldur. Þriggja ára börn þurfa þó ekki öll svefn eftir há- degið. Talið er að um f jórði hluti þeirra þurfi að sofa á daginn. Svefnþörfin er géysilega breytileg, jafnvel hjá systkin- um. I sumum fjölskyldum er til dæmis hægt að finna þriggja ára bam sem sefur reglulega eftir hádegiðogalla nóttinaúti gegn. A meðan kemst eins árs gamalt systkini þess i gegnum allan daginn án þess að þurfa svo mikið sem að blunda. Það vakn- ar jafnvel um miðja nótt og vill fara að leika sér. Þurfa að sofa hjá for- eldrunum öðru hverju...... Á forskólaaldrinum vaknar fjórði hluti allra barna einu sinni eða oftar á hverri nóttu. Til þess að fá eins árs gamalt bam til að sofna, ef það vaknar um nætur, nægir oft að gefa þvi að drekka eða hugga það. Eldra barni nægir ekkert minna en að flytja sig yfir til mömmu og pabba. Leyfið þvi það. Það getur vissulega raskað svefnró foreldranna að hafa bam i rúminu sem veltir sér mikið og mikið fer fyrir. En leyfið þvi að minnsta kosti að sofna i rúminu. Siðan má flytja það varlega aftur i rúmið sitt. Ef þú hugsar sem svo að það skuli alls ekki koma barninu upp á þetta, og það skuli venja sig við að sofa eitt i eigin rúmi, mundu þá að einmitt nú getur bamið verið á viðkvæmu stigi og getur þurft á sérstaklega miklum skilningi og öryggi að halda. Ekki aðeins á daginn, heldur lika um nætur. Flest börn hætta smám saman af sjálfu sér að vilja skriða yfir i rúmið til pabba og mömmu. Erfiðleikar með svefn hjá l-3ja ára börnum Auðvitað eiga mörg börn á Svefnþörf barna er mjög misjöfn. Sum sofa allar nætur út f gegn. önnur vakna hvað eftir annað. — en hversu mikinn svefn þurfa l-3ja ára börn? IIMIM SÍÐAN Edda Andrésdóttir þessum aldri erfitt um svefn. Foreldrarnir eiga oft i miklu striði, vegna þess að börnin þeirra sofa ekki eins mikið og þau „þurfa”. Orsakirnar fyrir þvi að lítið bam vaknar upp um nætur geta verið margar, eitthvert atvik sem kom fyrir daginn áður, ókunnugt hljóð sem hefur vakið þaðog þar fram eftir götunum. Það má segja að það verði oft til einn vitahringur þegar barn vaknar aftur og aftur á hverri nóttu. Foreldrarnir verða illir yfir þvi að fá ekki sinn svefn og eiga kannski erfitt með að sofna aftur. Smátt og smátt eru þeir yfir sig komnir af þreytu. Bamið finnur illsku foreldranna og svarar með þvi að vakna oft- ar... í slikum tilfellum getur þurft að leita til læknis til þess að fá dauft svefnmeðal handa baminu. Það hjálpar bæði barn- inu og foreldrunum. Eftir þriggja ára aldurinn er versta tfmabilinu lokið hvað þetta varðar. En þá kemur fram nýtt vandamál oft á tiðum: bamið sem vill aldrei fara að sofa á kvöldin.... FERMINGARGJÖF Utvarp og segulband í einu tœki Gengur bœði fyrir rafhlöðu og rafmagni Skipholti 19. Sími 23800 Klapparstíg 26. Sími 19800 Sólheimum 35. Sími 21999

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.