Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 6
6 Visir. Laugardagur 19. apríl 1975. VÍSIR Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Simi 86611. 7 Hnur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 iausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ný efnahagsstefna „Þeir harðsnúnu hagsmunahópar, sem mestu ráða hér á Islandi, bæði innan þings og utan, geta orðið erfiðir viðureignar. Ég treysti þó á dreng- skap og þjóðhollustu þeirra manna, sem stjórna þessum hagsmunahópum, þvi öllum er ljóst, að svona getur þetta ekki lengur gengið”. Þetta sagði Davið Scheving Thorsteinsson, for- maður iðnrekendafélagsins á ársfundi þess i vik- unni, er hann hafði sett fram nýjar tillögur um nýja efnahagsstefnu. Tillögur hans fara mjög saman við hugmyndir, sem fjallað hefur verið um i leiðurum Visis að undanförnu. Allar þessar hugmyndir og tillögur eru greinar af öflugri meiði. Hvarvetna i þjóðfélaginu eru menn um þessar mundir að átta sig á, að forrétt- indabúskapurinn i efnahagslifinu hefur gengið sér til húðar, og að hið háa Alþingi starfar oft sem samtök hagsmunaafla, þvert i gegnum flokka- kerfið. Tillögur Daviðs eru i stórum dráttum þessar: Gengið verði rétt skráð, þannig að jafnan sé sem mest jafnvægi með gjaldeyristekjum og -notkun þjóðarinnar. Allar útflutningsuppbætur verði afnumdar i áföngum á tiu árum. Tekinn verði upp auðlindaskattur, svo að þeir, sem nýta auðlindir landsins, greiði þjóðinni fyrir afnotin. Verðjöfnunarsjóðum verði beitt i mun rikari mæli til að draga úr sveiflum i efnahagskerfinu. Afnumin verði lög og ákvæði, sem orsaka sjálf- virkni i gerð fjárlaga. Fjárlög verði á þenslutima aldrei afgreidd með halla og skuldasöfnun. Hætt verði útgáfu verðtryggðra spariskirteina rikissjóðs til að fjármagna óarðbærar fram- kvæmdir. Arðsemissjónarmið ráði fjárfestingu i atvinnu- vegunum og lagasetningum þeirra vegna. Breytt verði óraunhæfri tekjuskiptingu i sjávarútvegi. Rofin verði tengsl verðmyndunarkerfis land- búnaðarafurða við afkomu annarra atvinnuvega og i þess stað verðið miðað við erlent markaðs- verð búvöru. Hætt verði öllum niðurgreiðslum og söluskattur lækkaður að sama skapi. Samið verði um kjör opinberra starfsmanna og starfsmanna i byggingum, samgöngum, verzlun og þjónustu á grundvelli samninga við þá, sem starfa við vöruframleiðslugreinarnar, þ.e. fisk- veiðar, fiskiðnað og framleiðsluiðnað. Tekin verði upp ný kaupgreiðsluvisitala, sem breytist i samræmi við raunverulegar þjóðar- tekjur. Peningamagn i umferð aukist ekki meira frá ári til árs en sem nemur vexti þjóðarframleiðslu. Þessar tillögur Daviðs eru athyglisvert fram- lag i baráttunni fyrir afnámi hins gróna forrétt- indakerfiSf sem Alþingi hefur byggt upp á löngum tima og leitt hefur yfir þjóðina stórkostlega verð- bólgu, sóun fjármagns, of hægan lifskjarabata og hagvöxt og siðast en ekki sizt útbreitt pólitisk óraunsæi i efnahagsmálum. Alþingi þarf að hætta að starfa sem afgreiðslu- stofnun fyrir gróna sérhagsmuni. — JK Husak heilsar vini sinum Brezhnev — sennilega að þakka honum skriðdrekasendinguna. Stríðsöxin grafin upp gegn Dubcek Ýmsar blikur virðast á lofti i stjórnmálum Tékkóslóvakiu, eftir árás Gustavs Husaks, leiðtoga kommúnista- flokksins, á fyrirrenn- ara sinn, Alexander Dubcek, sem féll i ónáð, eins og menn muna. Illlllllllll ^■■■■■■■■■. Umsjón: G.P. Dr.Husak hélt mikinn reiðilest- ur á miðvikudaginn, þar sem hann sagði, að Dubcek væri vel- komið ,,að láta niður i töskur sln- ar og flytja til einhvers lands smáborgarastjórnar, ef hann kysi heldur frelsið þar en vera vitni að framförum byltingarinnar í heimalandi slnu.” Hann var strangur i máli og varaði þennan fyrrverandi leið- toga endurbótastefnunnar 1968 við þvi, að vildi hann vera áfram I Tékkóslóvakiu, þá yrði hann að fara að lögum. Svipaðar áminningar bárust frá leiðtoga verkalýðshreyfing- arinnar, Karle Hoffmann, og frá innanrikismálaráðherranum, Ja- romir Obzina. — Það má af þvi Ducek skrifaði bréf, sem vekur sjá, að leiðtogarnir i Prag eru úlfaþyt innan flokksins. Innrás Varsjárbandalagsins 1968 var aðeins endurtekning þess, sem gerðist 1956, en þá var þessi mynd tekin. staðráðnir I þvi að berja niður hverja minnstu hreyfingu endur- bótasinna I kringum Dubcek. I gær voru liðin sex ár, siðan Husak tók við af Dubcek, sem framkvæmdastjóri kommúnista- flokks Tékkóslóvaki'u. — Þá féll Dubcek i ónáð og var varpað út i yztu myrkur. Hefur hann siðan gegnt embætti yfirmanns skógar- vörzlunnar i Bratislava, litils- gildu starfi, þar sem hann þótti hæfilega fjarri vettvangi stjórn- málanna og einangraður frá þvi að láta nokkuð til sin taka. Arás Dubceks spinnst út af bréfi frá Dubcek, sem smyglað hefur verið úr Tékkóslóvakiu og birt i fjölmiðlum vestantjalds. Bréf þetta mun Dubcek hafa skrifað s.l. haust til tékkneska þingsins. í bréfinu ber Dubcek stjórn Husaks það á brýn, að hún sé ekki löglega kjörin og komi ekki fram sem fulltrúi tékknesku þjóðarinn- ar. Hann sakar þar stjórnina um að misbeita valdi sinu og brjóta á mannréttindum. — Meðal annars ber Dubcek sig i bréfinu undan þvi, að hann sé vaktaður nótt sem nýtan dag af öryggislögreglunni, sem hundelti hann. Dubcek skrifar, að ekkert lýð- ræöi sé innan flokksins, og að andstæðingar stjómarinnar, sem vogi sér að impra á öndverðum skoðunum, séu brennimerktir föðurlandssvikarar. Þessi fyrr- verandi leiðtogi frjálslyndisstefn- unnar fordæmir aðferðir valda- klikunnar við að knýja fram ákvarðanir sinar með valdi — og það jafnvel fengið erlendis frá, einsog 1968, þegar harðlinukjarn- inn fékk Rússa til þess að kæfa frjálslyndislogann, sem Dubcek kveikti. Bréf þetta birtist i Lundúna- blaðinu „Observer” og fleiri núna I vikunni. Þrátt fyrir þau sex ár, sem liðin eru, siðan Dubcek naut áhrifa i Tékkóslóvakiu, þá munu ásakan- ir bréfsins hafa haft töluverð áhrif i Prag og komið Husak i nokkra klipu. Það þykir vist, að miðstjórn kommúnistaflokksins taki bréfið til umræðu á fundi sin- um i næstu viku. Slðan Husak komst til valda, hefur hann reynt að fara bil beggja til þess að lægja tilfinn- ingaöldumar, sem innrás Var- sjárrikjanna 1968 hratt af stað. Hann hefur ráðið þvi, að „hreins- animar” gengu ekki lengra en vlkja hinum frjálslyndu úr áhrifastöðum. Réttarhöld eða ámóta ofsóknir, sem gjarnan hafa fylgt i kjölfar slikra um- skipta I kommúnistalöndunum, hafa engin orðið. Þannig má heita I orði kveðnu, að Dubcek og félag- ar hans hafi gengið um frjálsir menn. 1 bréfi sinu lætur Dubcek i ljós þá skoðun sina, að honum finnist Husak-stjórninni ekki hafa farizt þessi stefna vel. Ef hún hefði raunverulega viljað fylgja mála- miðlunarstefnu, þá hefði stjórnin auðveldlega getað haldið við ýmsum af þeim frjálslegu umbót- um, sem Dubcek stjórnin kom á. Margir félagar Dubcek, sem ekki ruku til að boði nýju valdhaf- anna og játuðu afglöp sin og villu, hafa þó verið settir til minni hátt- ar embætta. — Siðustu tvö eða þrjú árin hefur sifellt verið á kreiki orðrómur um, að flokkur- inn mundi fyrr eða siðar taka þá i sátt aftur. Slikt hefði hleypt fjöri i efna- hagslif landsins á nýjan leik, þvi að með Dubcek hurfu i skuggann ýmsir hinir færustu sérfræðingar landsins og stjórnendur. Bréf Dubceks þykir liklegt til þess að vekja deilur upp að nýju milli harðlinumanna og hinna frjálslyndari. Ræða Husaks, sem er hat- rammasta áras hans til þessa á fyrirrennara sinn, getur hins veg- ar engan veginn þótt benda til þess að flokkurinn sé að rétta frjálslyndum fram sáttarhönd. Úr henni verður þó ekki lesið heldur, að i bigerð séu neinar sér- stakar aðgerðir gegn honum alveg á næstunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.