Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 7
Vlsir. Laugardagur 19. aprll 1975. cTMenningarmál KONSERT FYRIR BASSAFIÐLU Sinfónluhljómsveit Islands: 14. tónleikar I Háskólablói Efnisskrá: Prokofjeff: „Rómeó og Jdlla”, þættir úr þrem svlt- um. Þorkell Sigurbjörnsson: Kon- sert fyrir bassafiðlu. Tsjaikovský: Sinfónla nr. 4. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. Einleikari: Árni Egilsson. Það var eins og efnis- skrá tónleikanna væri árangurinn af för utan- rikisráðherra til Sovét- rikjanna, þar sem mik- ið var talað um aukin menningarsamskipti landanna, verkin voru eftir rússa og islending, einleikarinn islenskur, að visu búsettur i Bandarikjunum, og stjórnandinn borinn og barnfæddur rússi. Óvenju fáir sóttu þessa tón- leika, fremri bekkir hiíssins voru frekar þunnskipaðir, og var það sennilega hin dæma- lausa hræðsla Islendinga viö verk okkar yngri tónskálda sem þessu olli. Á vissan hátt er það skiljanlegt, stundum er tónlistin „erfiö” fyrir hinn almenna tón- leikagest en eitt má þó Þorkell Sigurbjörnsson eiga, að honum tekst alltaf að biia verk sín þannig lir garði, að öllum ætti aö takast að skilja þau og finna eitthvert „vit” I þeim. „Konsert fyrir bassafiðlu” er með hans léttari verkum, stutt A æfingu: Árni Egilsson og Vladimir Ashkenazy. — Ljósm. Jón K. Cortez. og aðgengilegt, mætti næstum segja sáraeinfalt i uppbygg- ingu, án þess þó að um of sé, eina sem vildi vefjast fyrir hlustendum jafnt sem hljóð- færaleikurum, er rytminn, sem virðist flókinn, en við nánari hlustun er ekki svo erfiður. Stef- in, sem unniö er Ur, eru lltil, tvl- undir og þrlundir, og tónlistin svífur að mestu I kringum einn fastan punkt, tóninn e. Frekar er fátt um sólóstykki fyrir kontrabassa í tónbók- menntunum, yfirleitt er litið á hljóðfærið sem algjört undir- leikshljóðfæri og möguleikar þess til tjáningar taldir litlir. Bassinn er auðvitað stór og þunglamalegur, yfir sex fet á hæð, og þungur eftir því. En hjá virtUós, eins og Arni Egilsson svo sannarlega er, þá sást bass- inn i nýju ljósi, það var meist- aralegt hvernig Þorkell skrifaði fyrir hljóðfærið og dró fram flesta, ef ekki alla „hljóð”- möguleika þess, og hvernig Árni siöan lék. Til marks um færni Ama má t.d. nefna hvernig hann lék á 10 til 15 cm langan bUt af strengnum, hvllik ná- kvæmni. Allur hans leikur var eftir þvi, stórkostlegur. Bassinn uppmagnaður Þar sem kontrabassinn á erf- itt með að skera sig i gegnum hljómsveitardyn, var hann magnaður upp. Fyrst var á æf- ingu reynt að magna hann I gegnum hátalarakerfi hússins, og var það ágætt, en siðan var reýnt að magna hann upp með þvf að nota snertihljóðnema á bassanum sjálfum. Gæti ég trUað að farið hafi um suma, er stærðar magnara var hjólaö inn á sviöið, hafa eflaust sumir haldið, að nU ætti að flytja eitt- hvert hávaðastykki. En svo var ekki. Magnarinn var notaður tii að lyfta undir hljóm bassans, og var árangurinn mun betri en ef hUskerfið hefði verið notað. Eftir smástund var maður bU- inn aö gleyma magnaranum. Arni var ekki að notfæra sér það að hann gæti haft hátt, allur hans leikur var með afbrigðum nettur, „virkilega elegans” eins og einn heyrðist segja. Er von- andi að hann eigi eftir að ieika þennan konsert viðar, og þá jafnvel fleiri bassaleikarar, og verði þar með tillegg Þorkels Sigurbjörnssonar til tónbók- mennta heimsins. Gaman að stjórna Hin tvö verkin á efnisskránni voru valdir kaflar Ur þremur svítum Prokofjeffs um „Rómeó og JUliu”, og 4. sinfónia Tsjai- kovskýs. Bæði eru þetta mikil og kröftug verk, og er skemmst frá að segja, að hljómsveitin lék af öryggi og festu. „Rómeó og JUlia” er mjög myndríkt verk, og voru skemmtilegir kaflar valdir til flutnings. Hljómsveit- arUtsetningar Prokofjeffs eru litrikar, eins og t.d. leikur bá- sUnu, tUbu og kontrabassanna i seinni hluta 1. þáttar i svitu nr. 2. Fleiri dæmi mætti auðvitað nefna. Leikur trompetanna i, að mig minnir, 5. þætti Ur svítu nr. 3 var einnig mjög góður. TONLIST eftir Jón Kristin Cortez Ennþá er dálitið erfitt að fylgjast með taktslögunum hans Ashkenazys, en þar fyrir utan er hann á góðri leið með að verða ágætis stjórnandi. Hann kann verkin til hlitar, og er ákaflega vakandi um allar innkomur, sem hann gefur af miklu öryggi. Ekki er hægt annað en að hrifast af auðsjáanlegri ánægju hans er kemur beriega I ljós á stjórn- pallinum, hann hefur gaman af þvi að stjórna, að vlsu er hann full ákafur, hreyfingarnar eru margar og miklar, en honum tekst alltaf að hrifa hljómsveit- ina með sér. Var það ef til vill þess vegna að hraðinn i pizzi- cato-kaflanum (3. kafla) i sin- fóniunni var það mikill, að strengirnir rétt héldu I við hann. Heyrst hefur, að hann fari senn að stjórna tónleikum viðar um heiminn, og er þá sennilegt, aö þeir fáu agniiar, sem eru á stjórn hans, slipist af. Þetta Ingibjörg Haraldsdóttir: ÞANGAD VIL ÉG FLJCGA Heimskringla 1975. 47 bls. í kveri Ingibjargar Haraldsdóttur eru fyrst nokkur Ijóð úr efnivið bernskuminninga: hvers- dagslýsingar af reykja- víkurgötum á striðsárun- um, sumra í sveitinni. Þar á meðal er Ijóð sem nefnist Stríðið, þar sem með einkar látlausu móti er skipað saman eigin bernskureynslu og frétt- unum utan úr heimi, minningunni og sögunni: árið sem ég fæddist var fólk að deyja úr hungri I Leningrad þaö hvilir nú saman i gröf undir grænu grænu grasi Ég horfði stundum á stigvélin þeirra útum kjallaragluggann okkar ég sat þar á gangstéttinni meö öörum krökkum og sagöi manni gemmér tyggjó Þaö voru erfiðir tlmar og litla stúlkan i Leningrad sat I kuldanum og skrifaöi i dagbókina sina: allir dánir sem ég las nú er ég aiein eftir og mörgum árum seinna kom barnamoröinginn mikli las þessi orö og sagði: börn eiga aö vera hamingjusöm þegar ég fæddist var strlö I heiminum og slöan hefur alltaf veriö striö einhversstaðar Stíllilegur hversdagstónn bernskuljóðanna I bókinni lætur Ingibjörgu vel. Og bernsku- reynslan verður reyndar ein- hvers konar hljómbotn margra hinna seinni ljóða i bókinni, sem ort eru i öðrum áfangastöðum ævinnar og snúast mörg hver um útivist, einmanaleik og heimþrá. Hvert sem leiðir liggja getur á hinn bóginn ekk- ert þokað úr staö þeirri stjörnu sem gægist þögul um kjallaraglugga bernsku okkar. Um heimþrá snýst lika það ljóð Ingibjargar, örstutt, sem kannski verður minnisstæöast úr bók hennar. Að vera útlend- ingur nefnist það: Ingibjörg Haraldsdóttir En þetta er nú ekki svo aö skilja að ljóð Ingibjargar Har- aldsdóttur lýsi innibyrgðri sjálf- skoðun sem engum tiðindum skeyti öðru en skóhljóði sjálfrar sin á götum liðinnar bernsku og æsku. Þvert á móti. Eins og strlð'íð úti i heimi reyndist þátt- ur þeirrar bernsku sem ljóðin lýsa, eins veröur bernskan og heimkynnin þáttur seinni reynslu og kynna sem ljóðin lýsa. Hlutskipti útlendings er ekki samjafnanlegt við kjör út- laganna. Og samt eru þær syst- ur: einnig þú hefur sagt: þegar ég kem heim mun ég kyssa jörðina þegar ég kem heim. an heimi bernskunnar. get ég sagt það? spyr hvernig hvernig I ósköpunum get ég nokkurntima gert ykkur skiljanlegt þetta sem ég ias i augum fátæka bónda i fjaiiaþorpinu þegar hann sýndi mér sjónvarpstækiö sitt? Sinu látlausa sniði, stillilegu orðum hafa ] reyndar meiri tiðin miðla en algengt er i ljóðabókum þótt þær 1 yfir sér. Tœknifrœðingur Rafmagnsveita Reykjavikur óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing (sterk- straum) til starfa i innlagnadeild. Um- sóknareyðublöð og nánari uppl. fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnar- húsinu 4. hæð. Fi 1RAFMAGNS VEITA má. 1 REYKJAVlKUR Hvernig hún lágværu lessi ljóð íum að nýlegum áti meir BOKMENNTIR eftir r Olaf Jónsson Aö vera útlendingur er að geyma I lokaðri hirsiu sumarnótt I kyrrum björtum bæ þegar ég er ein opna ég hirsluna og hlusta á skóhljóö sjáifrar mln bergmála I sofandi húsunum. Ingibjörg yrkir einnig um Kúbu og pislarvotta og hetjur byltingarinnar, en þar mun hún sjálf vera búsett. Og það sýnir sig þegar heim er komið að reynslan þaðan er með i för, minning um annan heim og ólik- Nauðungaruppboð sem auglýst var I 71., 72. og 74. tbl. Lögbirtingablaðs 1974 á hluta I Iöufclli 2, þingl. eign Þórs Karlssonar Wilcot, fer fram eftir kröfu Jóns E. Ragnarssonar hrl. á eigninni sjálfri þriöjudag 22. aprfl 1975 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.