Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 17

Vísir - 19.04.1975, Blaðsíða 17
Vlsir. Laugardagur 19. apríl 1975 í DAG | □ □ J :□ > * D □AG | Sjónvarp annað kvöld kl. 21,05: Fyrra leikrit: UM MANNLEG SAMSKIPTI í NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGI... Bertram og Lisa heitir sjón- varpsleikrit sem sýnt veröur annað kvöld. Leikrit þetta er eftir Leif Panduro og kemur frá danska sjónvarpinu. Þetta leikrit er hið fyrra af tveimur samstæðum leikritum um mannleg samskipti i rni- timaþjóðfélagi. Seinna leikritið verður sýnt i sjónvarpinu á mið- vikudaginn, en það heitir Anna og Páll. Leikritið um Bertram og Lisu gerist i dönskum smábæ, en leikritiö um önnu og Pál gerist i Kaupmannahöfn. Miklar framkvæmdir eru á döfinni i fyrrnefndum smábæ, oger þarna kjörið tækifæri fyrir þá, sem vilja fikra sig upp met- orðastigann. Við fylgjumst með einkalifi persónanna, baráttu þeirra og vináttu, gleði þeirra og raunum, og við sjáum viðbrögð þeirra við dauöanum. Með aðalhlutverk i' leikritinu annað kvöld fara Peter Stein, Frits Helmuth og Ghita Nörby. Leikstjóri er Palle Kjærulff- Schmidt, og leikstýrir hann einnig önnu og Páli. Þar fara hins vegar meö aöalhlutverk Frits Helmut og Lane Lind. —EA Hér sjáum við atriði úr leikritinu Bertram og Lísa sem sýnt veröur annað kvöld. Útvarp sunnudag kl. 16,25: BREYTINGAR Á ÍSLENZKRI STAFSETNINGU? Breytingar á islenzkri staf- setningu er sá þáttur kallaður sem fluttur verður m.a. I út- varpinu á morgun. Verður sjálfsagt fróðlegt að heyra hvað þar kemur fram, en hér er um umræðuþátt að ræða. Stjórnandi er Páll Bjarnason cand. mag., en þátttakendur: Arni Böðvarsson cand. mag., Jón Guðmundsson mennta- skólakennari, Kristinn Krist- mundsson skólameistari og Þórhallur Vilmundarson prófessor. —EA Útvarp sunnudag kl. 19,25: VILHJÁLMUR EÐA PÉTUR? HVOR SIGRAR: j Menn sitja sjáifsagt spenntir * við útvarpstæki sin annaö kvöld. Þá leiða þeir nefnilega saman hesta sína, þeir Pétur Gautur Kristjánsson og Vilhjálmur Einarsson I þættinum „Þekk- irðu land?” Eins og menn eflaust muna sigraöi Vilhjálmur Dag Þor- leifsson i siðasta þætti, en hver fer með sigur af hólmi annaö kvöld? —EA 17 -k-k-k-k-k-Mt-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-K-K-k-k-k-k-k-k-k-k-k-k-K-k-k-k-K-k-kÍ ★ ★ ★ I ★ í ! 1 ! l W- K w Spáin gildir fyrir sunnudaginn 20. aprfl. Hrúturinn,21. marz—20. apríl. Þú skalt hafa til- búið nægilegt reiöufé I dag, þvf þú þarft aö gera ráö fyrir meiri útgjöldum, Þú skemmtir þér vel. Nautið,21. april—21. mai. Helgaöu þig fjölskyld- unni I dag. Það eru likur á að þú verðir aðskil- in(n) frá fjölskyldu þinni smátlma I náinni framtlð. Tvlburarnir,22. mai—21. júnl. Taktu meiri þátt I Hfinu I kringum þig. Eyddu meira af tima þinum til lesturs á þvl efni sem þú hefur áhuga á. Krabbinn, 22. júnl—23. júli. Þú kemur miklu I verk I dag með þvl að notfæra þér það verksvit sem þú hefur. En þú skalt bara einbeita þér að málum sem eru mikilvæg. Ljónið, 24. júli—23. ágúst. Þú skalt einbeita þér aö því að ná lengra á framabraut þinni. Þér standa allar dyr opnar. Þú veröur mjög hepp- in(n) I dag. Meyjan,24. ágúst—23. sept. öll samskipti við þig eru mjög skemmtileg og uppllfgandi, sérstak- lega fyrir þá sem eru bundnir að einhverju leyti. Ekki krefjast of mikils af sjálfum þér. Vogin,24. sept.-23. okt. Þú veröur mikiö á ferð- inni I dag, gættu þess aö láta ekkert þrengja aö þér. Vertu örlítið mannlegri I samskiptum við annaö fólk. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Þú ert mjög vinsæl(l) i dag, vertu þar sem töluvert ber á þér. Foreldr- ar þlnir eru að vinna að mikilvægum málum. Bogmaðurinn, 23. nóv.-21. des. Staða þln I llfinu getur breytzt I einu vetfangi. Vertu viss um hvaö þú vilt áöur en þú tekur stórákvaröanir varö- andi llf þitt. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Þú skalt sinna hugöarefnum þlnum I dag. Sköpunarhæfileikar þínir verða aö fá að njóta sln. Einhver biöur þig um lán eða aöstoö. Vatnsberinn,21. jan,—19. feb. Reyndu aö passa inn I umhverfi þitt I dag, þaö er ekki heppilegt aö taka sig út úr fjöldanum. Lestu einhverja góða bók I kvöld. Fiskarnir, 20. feb.—20 marz. Reyndu að vera önnum kafin(n) I dag, og leti borgar sig ekki. Hjálpaðu þeim sem eru hjálpar þurfi, og láttu ekki á þig fá þótt kvartaö sé. f ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ V * *¥• $ i * ! ■¥ $ * t I I ! * * 1 Hér er Brynjólfur I hlutverki sr. Sigvalda Isjónvarpinu. SJONVARP • Laugardagur 19. april 16.30 íþróttir. Knattspyrnu- kennsla 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aðrar Iþróttir. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Bjöm Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Ugla sat á kvisti. Getraunaleikur með skemmtiatriðum. Umsjón- armaður Jónas R. Jónsson. 21.20 Nordjazz. Nordjazz- kvintettinn leikur I sjón- varpssal. Kvintettinn skipa Kjell Jansson frá Sviþjóð, Nils Petter Nyren frá Nor- egi, Ole Kock Hansen frá Danmörku, Pekka Pöyry frá Finnlandi og Pétur öst- lundfrá Islandi. Stjórn upp- töku Andrés Indriðason. 21.50 Pabbi. (Life with Fath- er). Bandarlsk gamanmynd frá árinu 1947, byggð á leik- riti eftir Howard Linsay og Russel Crouse. Aðalhlut- verk William Powell, Irene Dunne, Elizabeth Taylor og Jimmy Lydon. Leikstjóri Michael Curtis. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Myndin gerist I New York um 1880 á heimili Day-fjöl- skyldunnar. Fjölskyldufað- irinn vill stjórna konu sinni og börnum með harðri hendi, en það veltur þó á ýmsu, hver fer með völdin á heimilinu. 23.45 Dagskrárlok Útvarp kl. 20,15 annað kvöld: Kaflar úr leikritum og endurmmningum Brynjólfs 1 útvarpinu annað kvöld verða fluttir þættir úr nokkrum leik- ritum og lesið úr endurminning- um Brynjólfs Jóhannessonar leikara. Brynjólfur lézt 8. þessa mánaðar og var þá 78 ára gam- all. A siðastliðnu ári, þjóðhátið- arári, átti Brynjólfur 50 ára leikafmæli hjá Leikfélagi Reykjavikur. Inngangsorð að þættinum annað kvöld um Brynjólf flytur Klemenz Jónsson leiklistar- stjóri. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.