Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 2
Vísir. Þriðjudagur 22. apríl 1975. vismsm: — Hafið þér farið I Þjóðleikhúsið i vetur? Ragnar H. Hall, laganemi: — Nei, ekki i vetur. Siðast fór ég þangað til að sjá Faust. Þaö var fyrir fjórum árum. t Iðnó hef ég aftur á móti farið nokkrum sinn- um siðan. Þeir eru svo léttir og skemmtilegir hjá Leikfélaginu. Jóhann Sigurjónsson, nemi: — Já, ég hef farið tvisvar i vetur, og i bæði skiptin með minum skóla. Ég sá „Hvernig er heilsan?” og ,,Ég vil auðga mitt land” eftir Matthildingana. Þeir eru stór- sniðugir. Ég fór lika i Iðnó til að sjá „Islendingaspjöllin” þeirra. Einar Skúlason, starfsmaður hjá Landhelgisgæzlunni. — Nei, þvi miður hefur ýmislegt aftrað mér frá þvi að fara i Þjóðleikhúsið á þessum vetri. 1 fyrra fór ég hins vegar tvisvar. Það er eina al- mennilega skemmtunin, sem ég veiti mér, að fara i leikhús, og þá helzt til að sjá eitthvað létt. Sigrlöur Kristjánsdóttir, skrif- stofustúlka: — Nei, ég hef ekki farið i Þjóðleikhúsið i vetur. 1 fyrra fór ég tvisvar. Það voru þó ekki eftirminnilegri leiksýningar en það, aðég muni einu sinni nafn þeirra.... Þorhjörn Guðjónsson, hag- fræðingur: — Nei, ég hef ekki séð eina einustu sýningu i vetur. I fyrra var ég með áskriftarkort og sá þá allar sýningar Þjóð- leikhússins. Ingibjörg Kristjánsdóttir, skrif- stol'ustúlka: — Ég fór á allar sýningarnar i fyrra, en þá var ég nú lika meö áskriftarkort, sem rak á eftir manni. Á þessum vetri hef ég ekki haft kort og ekki séð neina af sýningum Þjóð- leikhússins. — Ég hef farið þeim mun oftar i Iðnó. LESENDUR HAFA ORÐIÐ ANDLEG STETTASKIPTING — Síðbúnar hugleiðingar um sjónvarpsmyndina „Fiskur undir steini" og sitthvað fleira af því tilefni Lesandi, sem vill kalla sig Egil rauða, skrifar: „Fyrir skömmu rakst ég á grein i gömlum Tima (22.12 ’74) eftir Jón Sigurðsson skrifstofu- stjóra. Greinin bar yfirskriftina „Andleg stéttaskipting.” Þetta er lipurlega skrifuð grein og augljóst, að hugur fylgir máli. Þess vegna hlýtur lesandinn að taka afstöðu til hennar. Við lestur greinarinnar gerði ég ýmist að hrista höfuðið og undrast á þröngsýnum skoðunum — eða ég kinkaði ánægður kolli og óskaði Jóni til hamingju i huganum með skyn- samlegar og heilbrigðar skoðanir. Mig langar að fara fá- um orðum um þessa grein, og þau áhrif, sem hún hafði á mig. 1 upphafi er rætt um sýningu myndarinnar „Fiskur undir steini”, og umræður um hana i sjónvarpssal. Jón segir: — „Umræðurnar sýndu, að það er að myndast ný stéttaskipting i landinu, andleg stéttaskipting. Annars vegar eru sumir þeir, sem hafa hlotið háskólamennt- un og vilja sýna vit sitt og vald en hins vegar allir þeir, sem hafa það hlutskipti að vinna hörðum höndum.” Ljótt er a’tarna! Og Jón heldur áfram: „Tveir sprenglærðir og hug- sjónadrjúgir listamenn heimsækja islenzkt sjávarþorp — og þeir geta ekki annað en lýst andúð sinni á þvi (sem þeir sjá) og jafnvel fyrirlitningu.” Ég sá umrædda mynd og hlýddi á umræðurnar á eftir og hvort tveggja hafði önnur áhrif á mig en Jón. Við þvi er ekkert að segja. En ég get ekki annað en furðað mig á þvi, hvernig hann notar rangar forsendur til að komast að niðurstöðu. öðru megin borðsins i umræðunum, sátu höfundarnir, sem hann kallar sprenglærða. Hver er sá lærdómur? Skyldi það geta verið, að hvorugur þeirra hefði háskólamenntun, sem Jón telur valda stéttaskiptingunni? Það skyldi þó ekki vera! Hinum megin borðsins sat rektor Há- skólans og Magnús Bjarnfreðs- son. Eru þeir ekki menntamenn — sprenglærðir og vonandi hug- sjónadrjúgir?? Er hlutunum ekki snúið við hér. Eða á að skilja þetta þannig, að hægt sé að skipta t.d. menntamönnum i vonda og góða menntamenn — þá sem vinna hörðum höndum (starfsmenn rikisins) og letingja (listamenn). Ef skóla- ganga er menntun eru það þeir Guðlaugur og Magnús, sem eru sprenglærðir, en ekki hinir, og hvaö þá með forsendurnar fyrir dómnum um höfunda Fisks undir steini?? Og kannski um leið. Hvað er að vinna hörðum höndum? Vinnur skrifstofu- stjórinn hörðum höndum? Vinnur rithöfundurinn ekki hörðum höndum? Ég er fullkomlega sammála Jóni um þá hættu, sem stafar af litlum tengslum skóla og þjóðlffs, en dæmið með Grinda- vikurmyndina er illa valið, þvi menntamennirnir sátu hinum megin borðsins. Skýringar á lé- legum „tengslum skólanna við hiðiðandi lif samfélagsins, utan veggja þeirra” er að leita i þeirri menntunarpólitik, sem núverandi valdakynslóð mótaði Það skyldi sannað, að bókvitið yrði i askana látið, þó svo að það gengi af okkur dauðum. Á siðasta áratug var bygging menntaskóla lausnarorðið. Þá- verandi menntamálaráðherra gafst upp undan þrýstingnum frá þeim, sem heimtuðu að dregið væri úr prófkröfum og reistir fleiri menntaskólar til að taka við þeim, sen næðu hinu nýja og létta landsprófi. Menntaskólarnir komust i bobba, þvi margt þessara nemenda stóðst ekki þær kröfur, sem gerðar voru. Ekki mátti fella mannskapinn, þvi það ku vera slæmt fyrir sálar lifið, og þá var bara eitt að gera. DRAGA tJR KRÖFUNUM. Og fleira var gert en að gera landsprófið svo létt, að helzt allir gætu náð þvi. Opnaðar voru fleiri leiðir til fyrirheitna landsins — stúdentpsprófsins, svo blessuð bömin kæmust i Háskólann, Kóbenhavns Universitet eða Svartaskóla. öll verkmenntun var vanrækt og henni sýndur beinn fjand- skapur Hverjar eru svo af- leiðingarnar? Allir mennta- skólar eru fullsetnir (einhver sagði, að þó byggður yrði menntaskóli uppi á öræfajökli, fylltist hann brátt) og fleiri i byggingu. Hér er verið að byggja geymslustaði yfir unglinga, sem ekkert vita hvað þeir vilja, en finnst skárra að eyða vetrinum i hlýjum skóla- stofum en úti i atvinnulifinu. Hvað á að gera? 1 fyrsta lagi verður að auka aftur að mun kröfur til nemenda, sem ætla i langt bóklegt nám, þ.e. snar- þyngja lands-, gagnfræða- og stúdentspróf. t öðru lagi að hætta að byggja menntaskóla, en byggja þess í stað úti uni allt land verkmenntunarskóla. Jón ræðir ýmsa þætti skóla- starfsins og get ég skrifað undir flest með góðri samvizku. Ég tel þaö dyggð að vera ihaldssamur i skólamálum. „Við verðum að minnast þess, að vinnan er menning,” segir Jón Sigurðsson. Gott og vel. Skrifum undir það. En er brauðstritið menning? Er það liklegt, að fólkið, sem þrælar myrkranna á milli i t.d. frystihúsi, liti á það sem menningarframlag? Ég held ekki. Miklu heldur strit til að halda uppi menningarstarfsemi handa forréttindahópum þjóðfélagsins, auk þess sem stritið er nauðsyn til að hafa i sig og á. Þetta er lifsbaráttan, og um þetta m.a. fjallaði Grindavfkurmyndin. Þar var deilt á þjóðfélagið, m.a. fyrir þá stéttaskiptingu, sem i þvi felst, að tómstundir og menningar- neyzla eru forréttindi fárra. Þar er tekið undir með Davfð um, „að fáir njóti eldanna, sem fyrstir kvéikja þá.” Tungutak pólitikusa. Jón veitir stjórnmálamönnum réttilega ádrepu fyrir að nota sérhæfðan orðaforða, sem fáir skilja i umræðum um t.d. efna- hagsmál.Kannski er það illgirni i mér, en ég held að þetta sé vis- vitandi gert. Tilgangurinn er annars vegar að reyna að telja almenningi trú um að ,,vi alene vide” og hins vegar til að breiða yfir eigin þekkingar — og úr- ræðaleysi, énda vist að þeir skilja ekki sjálfir sum þau orð, sem þeir nota. Hér set ég svo amen eftir efninu. Kær kveðja.” VUIr. Lnprémr H, »yr|l 11», l' 1 - Nei. e* aierþaa inn verði I - tl * K - Nei. :ykur. Eg ir. Eger eru helzl l LESENDUR HAFA ORÐIÐ fimni barna máðir um fóstureyiingar: LITIÐ Á OKKUR EINS OG MASKÍNUR Svt nhlllar BJarnadólllr tkrllar: 0(1 hefur manni blotkraft, en tjaldan eins og nú slftuitu vikurnar I aambandi við um- raður um (ðatureyðingar Nú lannaat. icm reyndar olt áftux, að á okkur konur er greinile# litið eini og matklnur Eg legi maikinur, þvl við fengum þaft hlutverk aft verfta annaft kynlft a( tveimur mðgulegum, og þaft þeirra aem feíir af afr afkvrm In. Um þaft mál er vlat meat Iftift aft segja nema hlýba kallinu Hlutverk og hlutikiptl hioi kyniins þarf vonandi ekki aft rróa Eg erijáK (imm bama mðftir, en heffti raunar átt aft eiga aea bórn. ef íg heffti ekki ..(ðmaft (orríttindum konunnar" I eitt ikipti. NU finnat ijálíiagt mftrg- um þaft vera hreinn ðhemjutkapur aft eiga ivona mftrg afkvrmi, en þegar (rjó- aemi er mikil og piilan var ekki fyrir hendi (þegar hún lokt kom þoldi fg hana alli ekkii, þá ger- aat þeiair hlutir, þvi miftur Já. þvl miftur. aegi eg, og þykir kannakl kaldranalegl, en von- andi þarf fg ekkl aft taka (ram aft fg elska öll mln bftrn og vildi án einakii þeirra vera Hini vegar llt fg avo á, aft vift konur tfum alU ekki alUr (rddar I eft hlulverk aft ala upp nratu mlðftog gera hana aftjiýtum þjðftlflagsþegnum" eiai og lát- Uust er hamraft á. og sennilega verftur þeaa Ungt aft bffta aft all- ir þegnar þjftftfeUgaina verfti aammála um hverjir tfu ein- mitt þeisir „nýtu þjðftfflagi- þegnar" Eg held tem aagt aft vift tfum ekki fremur (rddar I þetu hlutverk en allir karlmenn afu frddir til aft verfta Jára- tmiftir efta Irknar Til drmU hef fg'oft brotift heilann um, uvert vegna talift tf tjálfiagt aft allar konur eignUt bftrn. enda þfttt Oeitir vifturkenni aft þaft if eitthvert meita ábyrgftartUrf tem til tf aft ala þau upp. Hvafta menntun efta þjálfun efta prðf þurfa konur aft hafa tll aft Ukait þeasa mlklu ábyrgft á herftar? Eg Ul mig UT drmia alli efckl vel til þeai (allna aft aU upp bftm. en hef reynt efUr bettu getu aft innrrU börnum mlnum þcr Uikreglur aem gllda I þjðftfflaginu, og þá vonandi heUt þrr þeiftarTegu, og ayna eim þá áit lem fg ber til Irra, cn ég hef ekkl aáft fyrir endann á þeim vanda ennþá. Svo til aft kórðna allt aaman (fkk fg gerfta á mtr ðfrjðiemU- aftgerb, aem tg Ul vera eitt hlft ikyniamlegatU aem tg bef gert Mngaft tK. Aft minnaU koaU get aloktlna IKaft eftlUegu hjðnalUi ■ n, tn hrrftaUn vlft (rjðvgun var á gðftum vegl meft aft gera mtr þaft ðmðgulegt Vift tkulum taka annaft drml um raðftur.eina af þeaaum ðlánt manneakjum aem eiga I vanda meft aft aU upp ttðran baraa- hðpogdnna aft þrr rttu aft gera belur. en geUn ekki meiri. Karlmabur efta kona tera vinn- ur uUn heimilii, teglr upp tUrfi. ef hann/hún arttir tig ekki vift þaft efta telur itr þaft of vaiift. og trkir ura annaft tUrf Hvaft gerir hðimðftir þegar hún verftur þreytt á ilnu lUrfi (þvl þafter þð itarf, ekkiiaU?); aeg ir hUn upp atarfinu og Ubbar burt I annaft bctra? Svo er þaft ipumlngin. hvort bleeiaft barnift hreinlega gleymiat ekki I ftUum þeaaum umrrftum aemátt hafa afr aUft Þaft er itftftugl UUft um rftt fðatunini. en gleymtat ekki itundum aft (ðatur verftur aft bami. barnlft verftur aft manni, mafturinn á aft verfta „nýtur þJOftfelagsþegn" o.i frv I þesau lambandi koma mtr I hug orft mrtrar konu I útvarpiþrttinum Um daglnn og veglnn á dftgun um Hún tðk drmi af „ðlána- manoetkju” (afthennarátlU) og rtU tg ekkl aft rekja þa iftgu nánar, þvl ág atla aft þeir aem hafa ikoftanir á þeitum málum ha(i hluataft á þátdtnn Var þetu tlltekna drml ekkl elnmltt ðhrrkjanleg rftkaemd (yrir rðtt mrti fðatureyftingar. E( þaft var rttt aft umrrdd kona heffti ekki betri aiftgrftiivifund en (yrlrles- arinn gaf I akyn. ttti þá bleaaaft barnift aft gjalda þéas? Hvar beffti þtft aUftift meft tllka mðftur aft uppalanda? Efta kannaki áUI hún bara aft gefa bantlft? I ajðnvarpaþrtti nýlega var þetu viftkvrma mál enn rrtt, og tg verft aft tegja þegar tg hluiU á þekktan Irkm tegja, aft hann og hann Ifkar atu avo kjarkaftir aft rtU atr aft drma ura rtttlatingu (ðatureybinga e(Ur eitt efte Oelri vtftiftl vlft hluUfteigandl koou, UI hvera eru þá geftirknar aft eyfta mánuftum ag Jaínvel árum f aft reyna aft komaai fyrir aálrrnar flrkjur (aem kaonakl enginn nema aftilinn ajáKur velt um), áo þeas aft (á nokkru aenilegu áorkab? Lrknlrinn, þedal mrtl . maftur, Uldi ilg vera mann Ul aft drma um þeaaa hlutl, meftal annara vegna þeaa aft hann heffti einhvern tlma verift htrafta- Irknir úti á Uodi I þúaund manna byggftarUgi þar aem hann hefftl getaft drmt um aft- atrftur og áatrftúr allra byggftarmanna. Eg er viaa um. aft htr er ekki apuraing um efnahag, baraafjðlda efta ytri abatrftur yfirleitt, þvf þar aem er nðg hjartanim þar ku Uka vera oðg húarýml, efta er ehfci aagt eitthvaft á þá lelft Atnftift aem tg vlldi koma aft meft þeaaum laoga inngangt, er cinfaldlega þeaai tUftreynd: E( kona verftur barnahafandl og vUI ekkl cignaat barn, eru þaft aft mlnu mati (ullgUdar áatrftor tU fðetureyfttngar. Engla koaa Uikur atr aft þvl aft larga fOatri, en þegar verat gagnlr verftur hún eia aft Uka aneiftingurmm af alíkri aftgerb. t ajðnvarpinu um daginn aá- um vift finnika kvUtmynd úr daglega llflnu. aen lýndl á átakanlegan háU hvemig bftra verfta aft þjáit fyrir ilna ðumbeftnu og ðrakiiegu komu I þennan heim, enda heyrtr maftur itundum aagt Hver var aft biftja ykkur um aft elgnait míg? Ekki baft tg um aft frftaat Og aft lokum: Eg hef rekift mig t þaft, aftelnmitt barnUuea fðlkíft getur rvinlega aagt manni, hvernig beri að aU upp bðrnin. Sama er uppl á tenlngn- um núna: Konurnar aera engln bftrnin eiga vlU alltaf betur en vift barnakonurnar, hvaft er okkur fyrir bcztu, og vilja alla ekki leyfa okkur sjálfum aft ráfta Iffi okkar og gerftum. barnaíjolda og uppeldl. SvaahlMar BJaraaáóUlr Athugosemd við fimm barno móður Hulda Jensdóttir vill gera eftir- farandi athugasemd vegna lesendabréfs, sem birtist hér á siðunni sl. laugardag: „Ef frú Svanhildur Bjarna- dóttir á við mig, þegar hún vitn- ar i þáttinn „Um daginn og veg- inn”, þar sem ég ræddi um fóst- ureyðingar og segir: — Hún tók dæmi af „ólánsmanneskju”. Orðið „ólánsmanneskja” er innan gæsalappa i bréfi frú Svanhildar, sem ætti þá að þýða, að það sé tekið orðrétt eft- ir mér. Það verð ég að leiðrétta. Órðið fyrirfinnst ekki i mál- flutningi minum umrætt kvöld. Ennfremur segir frú Svan- hildur: — Ef það var rétt, að umrædd kona hefði ekki betri siðgæðisvitund en fyrirlesarinn gaf i skyn, átti á barnið að gjalda þess? Ef frú Svanhildur á við að ég hafi gefið eitthvað i skyn, vil ég benda á, að ég las orðrétt upp úr blaði Rauðsokka „Forvitin rauð”. Hvort frásögnin þar er rétt eða röng verður blað rauðsokka að bera ábyrgð á. Að lokum vil ég svo geta þess til gamans i sambandi við loka- orð frú Svanhildar, að fjöldi þeirra kvenna, sem hafa sent hinu háa alþingi áskorun þess efnis, að fóstureyðingar verði ekki gefnar frjálsar, munu nú sennilega skipta þúsundum. Og nú siðast sendu 600 konur sina áskorun. Bágt á ég með að trúa þeirri rökfærslu, að hér sé einungis um barnlausar konur að ræða. Eða hver trúir þvi?” „Skoðið ófram og skilgreinið ## O.S. hringdi: „Umsjónarmenn þáttarins Að skoða og skilgreina gátu þess i þættinum fyrir skömmu, að óvist væri, hvort þeir héldu áfram eftir að vetrardagskrá væri á enda. Hvöttu þeir hlust- endur þáttarins til ab láta álit sitt i ljós. Láta vita, hvort þeir vildu, aö hann héldi áfram I sumar. Ég er eindregið fylgjandi þvi, að haldið verði áfram og þættin- um frekar gefinn meiri timi i dagskránni en hitt. Þetta er mjög góður þáttur og I honum hefur verið vakið máls á mörgu þvi, sem alltof sjaldan er tekið til umræðu. Einhverjir hafa látið þau orö falla, að umsjónarmennirnir séu ekki fullkomlega frambærilegir útvarpsmenn. Mér finnst þeir mjög geðugir og áheyrilegir og skólafélagar minir I gagnfræöa- skólanum eru sömu skoöunar. Þessir strákar eru ekki að reyna að vera föðurlegir. Þeir bara taka málin eins og þau koma fyrir. Aö lokum vil ég hvetja ungt fólk til að láta til sin heyra. Þaö er ekki of mikið, að við höfum einn þátt I útvarpinu, þar sem fjallað er um málefni okkar. Og eins mætti gefa tónlist okkar meira rúm i dagskránni. Það er nú svo, að maður er varla búinn að koma sér nógu þægilega fyrir við útvarpstækið, þegar siöasta lagið er kynnt”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.