Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 22.04.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Þriöjudagur 22. apríl 1975. 3 VERKSTÆÐABRUNARNIR: „Fyrirbyggjandi róð- stafanir ekki nœgar" — segir Gunnar Pétursson hjá Brunamálastofnun ríkisins ,,Það vildi svo ein- kennilega til, að það var maður frá Bruna- málastofnuninni stadd- ur i Grindavik, þegar eldurinn kom upp i verkstæðinu þar. Hann stjórnaði slökkvistarf- inu i þessu tilfelli,” sagði Gunnar Péturs- son, hjá Brunamála- stofnun rikisins. „Auövitaö höfum viö áhyggj- ur af þessum stóru verkstæöis- brunum, sem verða niina hver á fætur öörum. Við teljum, aö fyrirbyggjandi ráðstafanir séu ekki nógar á mörgum þessum stööum, og viöa er umgengni á- bótavant. Gólfin eru gjarnan oliublaut, tvistur liggjandi 1 hrúgum, pappakassar og annaö drasl, sem brennur auðveld- ,lega. Þaö er ekki nóg aö eiga slökkvitæki eöa góö slökkviliö, ef fyrirbyggjandi ráöstafanir og snyrtileg umgengni fylgja ekki meö. Ég tel, aö slökkviliöiö i Grindavik sé allgott miöað viö slökkviliöiö eins og þau gerast á þessum stööum, en þaö getur ekkert slökkviliö ráöiö viö sprengjur, sem bensintunnur raunverulega eru. Viö höfum reynt aö sýna mönnum fram á þetta, en þegar skilningurinn er slæmur eigum viö ekki um ann- að aö velja en aö beita lögum og láta loka viökomandi stööum. Viö erum nú aö fara enn eina herferö, en þetta er fámenn stofnun og við komumst raun- verulega ekki yfir allt, sem þarf að gera. Stórt spor i rétta átt er þó, að viö höfum fengiö fast- ráöna menn úti um landiö, sem kalla má yfirslökkviliösstjóra. Þeirra hlutverk er hvers konar fyrirbyggjandi starf, fylgjast með húsum og fyrirtækjum og sjá um aö brunavarnir þar séu i lagi, yfirfara nýjar teikningar meö tilliti til brunavarna og þess háttar. Þeir fara á staðina og gera á- ætlanir um björgun i hverju ein- stöku tilfelli. Þeir fara til dæmis til Jóns Jónssonar I Koti og gera uppdrætti að húsum hans og kanna aöstæður, meöal annars hvernig hægt er að ná i vatn, og ef svo kviknar i hjá Jóni, er á- ætlunin tilbúin og liggur ljóst fyrir, hve mikiö lið á aö senda og hvernig á að bregöast viö. 1 þetta starf hafa menn nú verið ráðnir á nokkrum stööum á landinu og til eru áætlanir til dæmis um björgun á hverjum bæ frá Akranesi inn i Hvalfjörö og um allan Eyjafjörö, svo dæmi séu nefnd. Viö leggjum alla áherzlu á, aö fyrirbyggjandi starf er það mikilvægasta og á þaö ber aö leggja megináherzlu,” sagöi Gunnar Pétursson. —SHH Mikiö tjón hefur oröiö nýlega i tveim stórum verkstæöisbrun- um. Stærri myndin er frá brun- anum i Grindavik, þar sem 6 ný- legir bilar eyðilögöust, en hin er frá brunanum i Mosfellssveit, þar sem nýuppgeröar vinnuvél- ar uröu eldinum aöbráö. Ljósm. VIsis Bragi og Bj.Bj. Útvegsbankinn sligast undan skuldum við Seðlabankann — mjög óhagstœtt hlutfall inn- og útlána Útvegsbankinn skuldaði Seðla- bankanum þrjá milljarða króna i ársiok, að frádreginni bundinni innistæðu. Staða bankans versn- aði á siðasta ári. Útlánaaukningin varð miklu meiri en inn kom f innlánum. Út- lánin jukust um 2,7 milljarða og námu i árslokin 7,5 milljörðum, en innlánin jukust um tæplega.0,7 milljarða og námu i árslok 4,6 milljörðum. Þessi mismunur leiddi til stóraukinnar skuldar við Seölabankann. Þegar bundin innistæða bankans i Seðlabanka hefur verið dregin frá, mun yfirdráttarskuld Útvegsbankans við Seðlabankann hafa numið um 1,8 milljörðum i árslok. Þegar þetta var sýnt, var leitað eftir samningum við Seðla- bankann um greiðslu. Þessi málaleitun mætti skilningi bankastjórnar Seðlabankans, segir i ársskýrslu Útvegsbank- ans, og náðust samningar um, að 400 milljónir króna af skuldinni skyldu greiðast á árinu 1975, en 1400 milljónir lánaðar til lengri tima. Fyrr á siðasta ári höföu náðst samningar við Seðlabank- ann um, að skuld útvegsbankans við erlenda banka, aö upphæð 700 milljónir króna yrði yfirtekin af Seðlabankanum og Útvegsbank- inn endurgreiddi þessa skuld með 5prósentum af aukningu innlána, þar til skuldin væri að fullu greidd. Útlán Útvegsbankans skiptust þannig á siðasta ári, að meiri- hlutinn 51,5 af hundraði, rann til sjávarútvegs, 14,9% til verzlunar, 10,5% til iönaðar og 23,1% til ann- arra greina. 1 ársskýrslunni segja banka- stjórar, að það verði að teljast óeðlilegt, að fjármögnun helzta útflutningsatvinnuvegar þjóðar- innar, útvegsins, skuli hvila nær eingöngu á tveimur viðskipta- bönkum, Útvegs-og Landsbanka. Tekjuafgangur Útvegsbankans nam 30 milljónum, sem var mun minna en árið áöur. Sú tala segir ekki mikið um gang mála, miðað við framangreindar tölur um hlutfall milli út- og innlána og skuldasöfnun við Seðlabankann. — HH Atvinnurógur í garð fyrirtœk- isins og verk- frœðingsins" — segja forráðamenn Verks h.f. um ásökun forstöðumanns teiknistofunnar Kvarða „Ef þessi 25 hús verða reist á þennan hátt, á ég yfir höfði mér jafn mörg málaferli, þar sem ég ber lagalega ábyrgö á þeim”, sagði Þorgils Axelsson, bygg- ingafræðingur, i Visi á laugar- daginn. Þar skirskotaöi hann til húsa, sem hann telur sig vera upprunalegan höfund að, en Verk h.f. hafi breytt þannig, að hann geti ekki unað við. VIsi hefur borizt athugasemd frá forráðamönnum Verks h.f. Það skal tekið fram, að villa var I undirfyrirsögn blaðsins, þar sem Þorgils var kallaður bygg- ingaverkfræðingur, en hann er byggingafræðingur — kon- struktör. í athugasemdinni frá Verki h.f. stendur: „Hvaö varöar fullyröingu Þorgils Axelssonar, aö teiknistofan Kvaröi hafi unn- iö út allar lausnir, sem þurfti að gera til aö stilla saman eininga- húsum Verks h.f., skal eftirfar- andi tekiö fram: Verk h.f. framleiðir staölaöar steinsteyptar einingar, sem all- ar eru 60 cm á breidd, en af mis- munandihæð, og auk þess staðl- aðar þaksperrur úr timbri. Tæknimenn Verks h.f. teiknuöu og geröu alla nauðsynlega út- reikninga á þessum hlutum, svo og festihlutum, ennfremur lét Verk h.f. framkvæma prófanir á þéttingum húsanna. Allt þetta og reynslu af fyrstu húsum, sem Verk h.f. lét reisa, notfæröi teiknistofan Kvaröi sér I teikn- ingum sinum og tók undir sitt nafn. Enga hömlur voru lagöar á þaö aö teikna meö tilliti til framleiöslu Verks h.f., og er ekki enn. Aðrir en teiknistofan Kvarði hafa teiknaö og fengiö allar þær tæknilegar lausnir, er Verk h.f. hefur látiö gera. Siöastliöiö haust setti Þorgils Axelsson, forráöamaöur Kvaröa, Verki h.f. þau skilyröi, aö fyrirtæki hans teiknaði áfram meö tilliti til framleiöslu Verks h.f., aö sölustjóri yröi lát- inn vikja úr starfi. Sölustjóri var i þeirri aöstöðu, aö til hans bárust kvartanir viöskipta- manna um þjónustu Kvaröa og hann bar þær kvartanir áfram. Verk h.f. gerði sér ljóst, aö nauösynlegt væri aö bæta þjón- ustu i þessum efnum, og var þvl komið á fót sérstakri tæknideild i þeim tilgangi aö þróa fram- leiösluna' frekar og annast teikningamiölun. Var ráöinn reyndur verkfræöingur til aö veita deildinni forstöðu. Hafa arkitektar og tæknimenn samstarf viö Verk h.f. um bygg- inganefndar- og sérteikningar, auk þess sem teiknað er hjá deildinni sjálfri. Hefur veriö unniö aö hönnun ýmissa þátta I byggingunum, er álitiö hefur verið að horfi til bóta. Þorgils Axelsson, bygginga- fræðingur, segir I umræddri frétt: „Aö minu mati er frá- gangur þessara húsa fyrirfram vonlaus og þess vegna get ég ekki staðiö undir honum.” Viröist byggingafræöingurinn eiga þarna viö þær breytingar á frágangi og framleiöslu frá þeim tima, er hann teiknaði meö tilliti til efnis frá Verk h.f. Meö þessum oröum er Þorgils Axelsson, byggingafræöingur aö dæma verk verkfræöings með meiri menntun og reynslu en hann hefur sjálfur. Verður þetta ekki skilið á annan hátt en sem atvinnurógur bæöi I garö verkfræðingsins og fyrirtækis- ins. 1 ööru lagi veröur ekki skiliö, hvaö byggingafræöingurinn er aö fara, þegar hann segist ekki geta staðið undir eöa borið ábyrgö á húsum, sem eru eftir teikningum, sem eru alls ekki eftir hann. Hann getur aldrei veriö krafinn ábyrgöar nema á eigin verkum. t fréttinni er einkum gert aö umtalsefni ákveöiö hús i Mosfelissveit, sem Þorgils segist hafa gert aöal- uppdrátt aö og eigi að fara yfir sérteikningar og gæta þess, aö burðarþol sé ekki rýrt. Þaö er rétt, aö Þorgils geröi I upphafi teikningu að húsi á þessari lóö, sem húsbyggjandi greiddi hon- um fyrir. Þegar á frumstigi bannaöi Þorgils húsbyggjanda allar breytingar á húsinu til samræmis viö breytta fram- leiðslu Verks h.f. Sneri hús- byggjandi sér þá til Verks h.f. meö ósk um, að nýjar teikning- ar yröu geröar aö húsi á þessari lóö. Var oröiö viö þvi, teikningar Verks h.f. samþykktar af bygg- inganefnd og húsiö byggt sam- kvæmt þeim. Veröur þvi ekki séö, á hvern hátt Þorgils beri ábyrgö á byggingu þessa húss, þar sem húsið er ekki byggt eftjr hans teikningu. Varðandi ásökun Þorgils um, aö höfundáverk hans hafi veriö tekið ófrjálsri hendi, telur Verk h.f. þaö ekki á rökum reist og vekur þaö furöu forráöamanna Verks h.f., aö slik æsiskrif, sem fram koma I umræddri frétt Visis, geti átt sér staö”. Þeim, sem sjálfir vilja dæma um „æsiskrifin”, skal bent á laugardagsblað Visis. — SHH ENGIN ÁKVÖRÐUN ENN UM „BAKDYR ÍSLANDS" „Landsstjórnin hefur veriö svo önnum kafin að fjalla um fisk- vciðimál Færeyinga, að hún hefur ekki getað tekið afstöðu til okkar máls,” sagði Thoinas Arabo, framkvæmdastjóri Strandfara- skips landsins i Færeyjum i viðtali við Visi i morgun. V'isir hafði samband við Thomas til að fregna, hvort landsstjórnin þar hefði tekið ákvörðun um, liver skuli verða tslandshöfn færeysku bilferjunn- ar Smyrils, og þar með ákveðið livar bakdyr tslands verða — á Seyðisfirði eða Reyðarfirði. SHH Halló Bjarni! Fyrir mistök hefur blaðiö glatað heimilisfangi og sima- númeri Bjarna þess Bjarna- sonar, sem ritaði lesendabréf það, sem birtist i Visi I gær. Eru það tilmæli blaðsins, að hann hafi samband við rit- stjórnina hið fyrsta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.